Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Hin háreista borg Skuggahverfis. Til hægri á myndinni er Útvarpshúsið og Seðlabankabyggingin. Framan við þær byggingar vantar á likanið þann hluta upþfyllingar sem hið nýja Sætún liggur á. Ljósm. E. Ol. Skörðótti Skúlagötumúrinn Hvað segja þau? Rœtt við fulltrúa flokkanna í skipulagsnefnd borgarinnar og við formann íbúasamtakanna Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, Sjálfstœðisflokki: Mjög athyglisvert A síðasta ári voru kynntar í skipulagsnefnd hugmyndir tveggja arkitektastofa sem bygg- ingarnefnd réð til að sýna bygg- ingarmöguleika á þessu svæði. Skipulagsnefnd óskaði eftir því að í þessari vinnu yrðu sýndir há- marks byggingarmöguleikar á þessum reit, meðal annars að teknu tilliti til útivistarsvæða og þjónustustofnana. Borgaryfir- völd tóku enga afstöðu til þessara hugmynda. Iframhaldi af þessari vinnu réð skipulagsnefnd í júlí síðastliðnum arkitektana Guðmund Kr. Guð- mundsson, Ólaf Sigurðsson og Björn Hallsson til að vinna nán- ari tillögur. Pær deiliskipulagshugmyndir sem nú hafa verið kynntar eru að mörgu leyti mjög athyglisverðar. í þessum tillögum er leitast við að hin nýja byggð falli sem best að nærliggjandi eldri byggð, þar sem lögð er áhersla á að útsýni frá núverandi íbúðabyggð skerðist sem minnst. Jafnramt er í þessum skipulagshugmyndum lögð á- hersla á rúmgóð útivistar- og leiksvæði, almennar þjónustu- stofnanir og að hávaði frá umferð verði innan eðlilegra marka. í næsta mánuði liggja væntan- lega fyrir ýtarlegri skipulags- uppdrættir af öllu svæðinu. Þá tel ég eðlilegt að þessar skipu- lagshugmyndir verði kynntar fyrir íbúum næsta nágrennis og öðrum þeim sem vilja kynna sér þær. Sigurður Harðarson, Alþýðubandalagi: Hagsmunagæsia fyrir stórfyrirtæki Með þessum tillögum er viður- kennt það sjónarmið Borgar- skipulags og okkar minnihluta- manna að ekki sé unnt að koma mannsæmandi byggð fyrir innan núverandi lóða miðað við þá háu nýtingu sem gengið er útfrá. Þessi nýja tillaga er að mínu mati aðeins önnur útfærsla á Skúlagötumúrnum alræmda, - hann er aðeins skörðóttari núna og hærri. I þessum tillögum er gert ráð fyrir að niðurrif allra húsa á svæð- inu sé eðlilegt og rökrétt, - há nýting gerir gömlu húsin verð- laus. Þótt grunnhugsun skipulagsins um litlar einingar sé rétt kemur hún fyrir lítið þegar einingunum er staflað upp í ellefu hæðir, sem samræmast illa hinum fíngerða mælikvarða byggðarinnar fyrir ofan. Hér er líka augljóslega um að ræða flókin og dýr hús í bygg- ingu. Pað er grunur minn að fram- haldsvinna við þetta skipulag verði hálfgerð sýndarmennska sem fyrst og fremst miði að því að geraVölundi og Eimskip fært að stinga skóflu í jörð fyrir næstu áramót. Eftir þann tfma tekur gildi ný samþykkt um gatnagerð- argjöld ígamla bænum. Öll vinna að þessu skipulagi hefur haft að leiðarljósi hagsmunagæslu fyrir þau stórfyrirtæki sem eiga lóðir við Skúlagötuna. Hvernig þessi byggð fellur að borgarmyndinni hefur hinsvegar ekki verið á- hyggjuefni meirihlutans í borgar- stjórn hingað til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboði: íbúarnir hafa gleymst Einn af megingöllunum á þess- um nýju hugmyndum er að það er ekki gerð nein tilraun til að meta eða koma til móts við þarfir þess fólks sem nú býr neðanvið Laugaveginn, - í Skuggahverfinu í heild. Það er einsog það hafi gleymst að þarna býr fólk fyrir. Igreinargerðinni sem tillögun- um fylgir er í einu og öllu gengið útfrá nýbyggðinni, bæði í dagvist- armálum og skólamálum, í úti- vistarmálum og svo framvegis. Auðvitað eru í greinargerðinni gerðir fyrirvarar um flest einsog alltaf, en mér sýnist til dæmis dagvistarþörfin vera mjög var- lega áætluð, jafnvel miðað við nýbyggðina eina. Lóðin undir dagvistina er lítil, óljós og illa staðsett í tillögunum. í þeim er ekki gert ráð fýrir neinum hverf- isvelli og engin tilraun gerði til að koma fyrir almennu útivistar- svæði fyrir íbúana, og ekki er heldur félagsmiðstöð í hverfinu. Þessar nýju hugmyndir arki- tektanna þýða að það á að rífa allar byggingar sem nú standa við Skúlagötuna. Við bentum á það í upphafi að nýtingin sem gert var ráð fyrir hefði í för með sér þetta niðurrif, en þá sögðu Sjálfstæðis- menn að það væri ekkert gefið. Annað kemur núna í ljós. Eina merka byggingin sem þeir hafa ekki hróflað við enn er Bjarna- borg, en það er þrengt svo að henni með byggingum á Vitatorgi að hætt er við að hún hverfi líka. Ég hef minnst á einstök atriði; aðalmálið er að það er gert ráð fyrir alltof mikilli nýtingu á svæð- inu, alltof miklum byggingum. Það er greinilegt að skipulags- höfundarnir hafa átt í vand- ræðum með að uppfylla skilyrðin um nýtingu, og gripið til þess ráðs að stækka lóðirnar með því að flytja Skúlagötuna norðar, - að- eins þannig koma þeir þessum húsum fyrir. Það er reyndar svo- lítið undarlegt að nú er einsog Skúlagatan sé orðin þröskuldur í veginum en ekki kröfur meiri- hluta borgarstjórnar um nýting- una. Það er rétt að benda á að flutn- ingur á Skúlagötunni kostar ekki undir 25 miljónum, - og það koma engin gatnagerðargjöld af þessu ef lóðareigendurnir ná að hefja framkvæmdir fyrir ársbyrj- un 1986. Að lokum: eitt virðist alveg hafa gleymst í tillögunum, - það er ekkert minnst á holræsamálin. Klóakútrásirnar þarna uppfylla ekki einusinni heilbrigðisreglu- gerð og það hefur komið fram að á svæðinu er veruleg skolpmeng- un. Bíldudalur Langt stopp? Engin hreyfing í Rœkjuversdeilunni Gunnar Karl Garðarsson, einn rækjuskipstjóranna á Bfldudal, sagði við Þjóðviljann í gær að enn hreyfðist ekkert í samkomulags- átt í deilu sjómanna á Bfldudal við Rælriuver hf. „Eg heyrði það sggt eftir hon- um (Eyjólfi Þorkelssyni frkvstj. Rækjuvers) að þetta yrði langt stopp“, sagði Gunnar. Rækju- versmenn sögðu á mánudag upp öllu starfsfólki sínu með venju- legum vikufresti vegna deilunn- ar. - m Á Costa del Skúló verðurðu brún, - skólpbrún! Geirharður Þorsteins- son, arkitekt, formaður íbúasamtaka í Skugga- hverfi: Reynum að vera jákvæðir Ég get ekkert um þetta sagt á þessu stigi. Ég hef bara séð myndir af þessu í dagblöðunum, en vona að borgin gefi okkur kost á að athuga tillögurnar sjálfar og ætla að boða fund í stjórn félags- ins um þær, og jafnvel fund allra íbúa á svæðinu. Ég held að íbúar í Skuggahverfinu muni reyna að líta þetta jákvæðum augum, geri það að minnsta kosti þangáð til annað kemur í Ijós. - m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 23. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.