Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 8
FURÐUR Minnkandi.... , Framhald af bls. 7 lega var ætlað. Þannig komu ýms- ar hliðarverkanir í ljós á sumum lyfjunum. Interferon veldur til að mynda hita í sjúklingum (fyrir nú utan að nú er ljóst að það er frá- leitt það undralyf í baráttunni gegn krabbameini sem talið var). Og vaxtahormónið, sem svo miklar vonir voru bundnar við, veldur aukaverkunum í nægi- legum mæli til að bandarísk yfir- völd hafa neitað Genentesch að setja það á markaðinn, fyrr en að undangengnum enn meiri próf- unum. Framleiöslu- erfiðleikar Þá hefur líka komið í ljós, að það er mun erfiðara en ætlað var að hefja fjöldaframleiðslu á lyfj- unum, þó tilraunaframleiðslan gengi vel inná rannsóknarstofun- um. E. coli bakterían, sem átti að nýtast sem „verksmiðja“ fyrir líf- tæknilega lyfjaframleiðslu, hefur til dæmis ýmsa galla sem ekki voru þekktir. Þannig er nú ljóst, að prótein sem eru framleidd í henni undir stjórn innlimaðrar genaúrklippu glata því þrívíddar- formi sem þau hafa í mannsfrum- unni. En það er oft nauðsynlegt til að próteinið hafi tilætluð áhrif. Þetta getur valdið því að áhrifin verða önnur, eða engin. Þetta má laga með sérstökum aðferðum í tilviki smárra próteina, einsog insúlíns, en er ómögulegt að gera við stór prótein á borð við hin fyrmefndu blóðstorkunar- og þynningarefni. Þess utan á E. coli það sam- merkt með öllum öðrum bakterí- um, að hún hefur ekki ensím sem þarf til að framleiða sykrur sem tengjast mannspróteinum og geta verið nauðsynlegar fyrir virkni þeirra. Þetta veldur því, að ýmis prótein mun ekki veða hægt að framleiða með aðferðum erfða- fræði og líftækni í bakteríum. Það þarf því að grípa til ræktunar dýr- afruma, sem gætu þá orðið að svipuðum „verksmiðjum" inni á rannsóknarstofum. Dýrafrumur eru hins vegar margtfalt erfiðari í ræktun en bakteríur og þetta hef- ur leitt til þess að mörg fyrirtækj- anna munu heltast úr lestinni. Meiri stuðning í svipinn eru vísindamenn því ekki jafn bjartsýnir og áður á möguleika líftækni, að minnsta kosti ekki við framleiðslu þeirra lyfja sem hér hafa verið getið. Hér á landi hafa líka heyrst varn- aðarorð í þá veru að menn skuli gæta hófs í bjartsýni á íslenska líftækniframleiðslu. Það er hins vegar ástæðulaust annað en láta reyna til þrautar á nýjar greinar einsog líftækni og fiskeldi hér á landi. Það sem aðr- ar þjóðir geta ættum við líka að geta, ef rétt er á málum haldið. En þá verður líka að styðja betur við bök þeirra sem inna af hönd- um frumrannsóknir á þessum sviðum. Til þess að vinna gull þarf fýrst að grafa námuna, og það kostar fjármagn. _ö§ Kjarnorkuvopn Geimvamarkerfi Bandaríkjamanna gagnslaust? Sovéskir vísindamenn taldirgeta framleitt vopn sem eyðafyrirhuguðum geimvarnarbúnaði Bandaríkja- manna nœsta auðveldlega Sovétmenn ráða yfir tækni- þekkingu, sem hægt væri að nota með tiltölulega ódýrum hætti til að óvirkja varnarkerfi Banda- ríkjanna, sem Reagan hjónin vilja koma fyrir úti í geimnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út í þessum mánuði af Friðarrannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi. Skýrslan byggist á greinagerð mjög virtra sovéskra vísindamanna. Hinir sovésku vísindamenn gera ráð fyrir, að varnarkerfi Bandaríkjanna muni byggjast á leiservopnum, sem ættu að eyða aðkomandi sovéskum sprengj- um. Þeir telja líklegast að leiser- arnir myndu verða vetnisflúoríð leiserar, en þeir eru mjög orku- miklir. Hver slík stöð yrði að lík- indum 800 tonn að þyngd og myndi þurfa um 40 ferðir geim- skutlu til að koma henni í gang(!). Sovésku sprengjurnar myndu hafa sérstaka vörn gegn leiserum, og gætu sjálfar leitað uppi skot- markið, þ.e. leiserstöðvamar í geimnum, þær myndu svo eyði- leggja stöðvarnar með því að springa í grenndinni. Eitt af því sem kemur mest á óvart í skýrslunni er, að talið er að Sovétmenn geti komið sínu kerfi upp fyrir einungis 1 til 2 prósent af því verði sem vamar- búnaður Bandaríkjamanna kost- ar. f fljótu bragði sýnist sem þetta bendi til þess, að geimvarnarbún- aður Bandaríkjamann, sem Reagan hefur slegið sér töluvert upp á síðustu mánuði, sé vita gagnslaus. Sovétmenn geti hæg- lega eyðilagt notagildi hans, og það með litlum tilkostnaði. -ÖS Elaine McGregor er 13 mánaða gömul. Hún fæddist með vansköpuð augu. í fyrstu héldu læknar að um arfgenga vansköpun væri að ræða en engar heimildir eru fyrir viðlíka galla í ættum hennar. Síðar beindist grunurinn að tioxinmengun. Móðirin Mary er með á myndinni. England Veldur mengun blindu í ungbömum? Börn foreldra í grennd við efnaverksmiðjur hafa fœðst með vansköpuð augu. Hundruð nautgripa dóu líka. Er eitrun um að kenna? A síðasta ári kom í ljós, að fimm börn sem fæddust í grennd við umdeilda efnaverksmiðju í Stirlingshire, Englandi, höfðu vansköpuð augu. Sökum van- sköpunarinnar eru börnin að meira eða minna leyti blind. Fjögur börn, sem fæddusr ná- lægt mjög svipaðri verksmiðju í eigu sama fyrirtækis (Re-Chem) sem staðsett er í Wales, þjást af svipaðri vansköpun. Sum þessara barna munu aldrei fá sjónina. Hundruðir nautgripa í ná- grenni fyrrnefndu verksmiðjunn- ar dóu jafnframt með óskýrðum hætti, og íbúarnir í grenndinni telja mengun frá verksmiðjunni orsökina. Enn hefur þó ekki fengist opinber rannsókn á mál- inu. f báðtflk verksmiðjunum falla til hættuleg klórsambönd, sem eru eyðilögð með því að brenna þeim í til þess gerðum ofnum. En séu þau ekki brennd með réttum hætti er mögulegt, að til verði eitrið díoxín, sem leiddi til mik- illa meiðsla og vansköpunar fóstra í slysinu sem varð í Sevesó á Ítalíu árið 1976. Díoxín hefur nú fundist í jarðvegi við báðar verksmiðjurnar. Forráðamenn verksmiðjunnar halda hins vegar fram, að díoxínið sé ekki í meira mæli þar en víða annars staðar og vísa á bug ásökunum um að van- sköpun ungbarnanna stafi af efnamengun frá þeim -ÖS Kartöflur Innbyggð vönTgegn veirum Blaðlýs geta flutt bráðskœðar veirur yfir á kartöflujurtina. Villt afbrigði af kartöflu framleiðir efni sem fœlir blaðlýs burt. Tekist hefur að flytja genið yfir í œtiskartöfluna Sérstakar blaðlýs herja stund- um á kartöflujurtina og geta bor- ið með sér bráðskæðar veirur, sem valda sjúkdómum í kartöflu- plöntum. Fyrir kemur að heil uppskera glatast af völdum veir- anna. í rannsóknarstöð í Cambridge, er nú unnið að því að þróa sér- stakt afbrigði af kartöflujurtinni, sem hefur innbyggt varnarkerfi gegn blaðlúsunum, sem byggist á fæliefni sem er framleitt í villtu afbrigði af kartöflujurtum. Margar plöntur mynda efni (E- beta-farnesene), sem er nákvæm- lega eins og sérstakt boðefni, sem blaðlýs í hættu gefa frá sér til að vara aðrar blaðlýs við. Lýsnar sem nema efnið skunda þar með hið skjótasta á brott. f Bólivíu vex villt afbrigði kart- öflujurtarinnar sem framleiðir óvenju mikið af fæliefni blaðlús- anna, og hefur sérstök slímug hár sem standa út úr stilk og blöðum, þakin efninu. Nú hefur vísinda- mönnum í Cambridge tekist að flytja gen, sem stjórna myndun hættuefnisins, úr hinu villta af- brigði yfir í venjulegar kartöflur. Hins vegar fylgir enn sá ókostur, að ýmsir miður æskilegir eigin- leikar fylgja genflutningnum. Þó er talið að von bráðar takist að komast fyrir ókostinn og þá verður afraksturinn kartöflujurt, sem hefur innbyggt efnafræðilegt varnarkerfi gegn blaðlúsum og þar með tilheyrandi veirusjúk- dómum. -ÖS • SfcftA - t>JÓÐVtUMN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.