Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 13
FRETTIR
Elliðaárfólkvangur
Engin haldbær rök
fyrir frestun friðlýsingar
Fulltrúar minnihlutaflokkanna í umhverfismálaráði
ráðast harkalega gegnfrestun á friðlýsingu dalsins
Afundi umhverfísmálaráðs
komu engin haldbær rök
fram, sem skýrt geta sinnaskipti
Sjálfstæðisflokksins varðandi
framtíð Elliðaárdals. Fulltrúar
meirihlutans báru að okkar mati
fram tómar tylliástæður og hrein-
lega gáfust upp fyrir illa rök-
studdu áliti borgarverkfræðings
um að það yrði að fresta friðlýs-
ingunni. Ég hefði haldið að slíkt
væri ekki hlutverk náttúruvernd-
arnefndar, sagði Álfheiður Inga-
dóttir, fulltrúi AB í umhverfis-
málaráði í gær.
f bókunum fulltrúa Kvenna-
framboðs og Alþýðuflokks kom
fram hörð gagnrýni á uppgjöf
Sjálfstæðisflokksins í þessu máli
og það hvernig samstaða allra
flokka um Elliðaárdalinn hefur
nú verið rofin án nokkurra hald-
bærra skýringa. Sömu sjónarmið
hafa komið fram hjá Kristjáni
Benediktssyni, borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins og er því
ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur einangrað sig algerlega í
málinu.
Ýtarleg greinargerð fylgdi til-
lögum Álfheiðar en að lokinni af-
greiðslu meirihlutans lagði hún
fram svofellda bókun frá Alþýðu-
bandalaginu:
Ég greiði atkvæði gegn tillögu
Sjálfstæðisflokksins um „frest-
un“ á stofnun fólkvangs í Elliða-
árdal af eftirgreindum ástæðum:
1. Meginröksemd meirihlut-
ans fyrir „frestuninni“ er að úr-
skurða þurfi um lögsögu í
Vatnsendahólmum áður en
lengra er haldið. Pessi gamla
landamerkjaþræta, sem meiri-
hlutinn vill nú vekja upp að nýju
er hins vegar enganveginn næg
ástæða til að hverfa frá fyrri á-
formum um stofnun fólkvangs í
Elliðaárdal. Ef þetta væri hin
raunverulega ástæða hefði meiri-
hlutanum verið í lófa lagið að
samþykkja tillögu sína um að
undanskilja þessa spildu fólk-
vangsins.
2. Af samþykkt meirihlutans
og ummælum borgarstjóra á síð-
asta borgarstjórnarfundi má ráða
að hér er ekki um að ræða frest-
un, heldur er verið að hverfa frá
áformum um stofnun fólkvangss
um langa framtíð. Nægir þar að
benda á samþykkt meirihlutans
um að ný Elliðaárdalsnefnd skuli
kosin til fjögurra ára í senn eftir
hverjar borgarstjórnarkosning-
ar. Fá hefur meirihlutinn fellt all-
ar tillögur um að setja ákveðnar
tímatakmarkanir á þennan
„frest“ sinn.
3. Við undirbúning að stofnun
fólkvangs í Elliðaárdal var haft
uppi gott samráð milli meirihluta
og minnihluta í borgarstjórn sem
áttu fulltrúa í undirbúningsnefnd
ásamt fulltrúum frá Náttúru-
verndarráði, Kópavogskaupstað
og 4urra stofnana og nefnda
borgarinnar. Snemma vors 1982
samþykktu fulltrúar allra flokka í
borgarráði að auglýsa fólkvangs-
stofnunina og var sú samþykkt
staðfest á einum af fyrstu fundum
borgarstjórnar eftir kosningar
1982. Nú ber nýrra við þar sem
formaður umhverfismálaráðs
hefur ekki haft uppi minnstu til-
burði til samráðs þegar að því
kemur að falla frá þessum ein-
róma samþykktum. Petta hlýt ég
að átelja harðlega.
4. Markmiðið með stofnun
fólkvangs í Elliðaárdal var að
renna lagalegum stoðum undir
vemdun á náttúm dalsins, setja
ákveðin takmörk fyrir frekari
ágangi byggðar inn í dalinn og
koma í veg fyrir rask af völdum
mannvirkjagerðar og vegalagna.
Allt frá því fyrsta aðalskipulag
var gert af Reykjavík hefur Ellið-
aárdalurinn verið merktur sem
útivistarsvæði. Grænn litur á
korti hefur hins vegar aldrei kom-
ið í veg fyrir að misvitrar borgar-
stjórnir hafi hægt og bítandi
gengið á svæðið með nýjum
skipulagsákvörðunum. Éina
tryggingin gegn því að slík þróun
haldi áfram er stofnun fólkvangs í
dalnum.
5. Með skipun sérstakrar sam-
ráðsnefndar allra þeirra sem nú
eiga hagsmuna að gæta varðandi
athafnir og útiveru í dalnum var
tryggt samstarf þessara aðila og
sambýli, þannig að hver um sig
hefði nægilegt svigrúm og um leið
aðild að skipulagningu dalsins.
Nú hefur fulltrúum íbúasamtaka í
Árbæ, Selási, Breiðholti og Raf-
stöðvarbyggð verið ýtt út úr slíku
samstarfi en í þeirra stað skal
ráðgast við Landsvirkjun, Land-
símann og Vegagerð ríkisins! Er
vandséð hvaða hagsmuna slíkt
þjónar meðan menn mikla fyrir
sér samráð við Náttúruverndar-
ráð um nýtingu dalsins.
6. Ég tel það ekki hlutverk
náttúruverndarnefndar Reykja-
víkur að mikla fyrir sér og öðrum
alla hugsanlega annmarka sem
kunna að koma upp varðandi
friðlýsingarmál. Samþykkt meiri-
hlutans ber að sínu mati vott um
uppgjöf gagnvart illa rökstuddri
greinargerð borgarverkfræðings
um athugasemdimar sem bárust.
t>ví miður er þessi afstaða í sam-
ræmi við annað og nægir að
benda á að í tíð núverandi meiri-
hluta hefur verið gengið á þau tvö
svæði sem hafa formlega verið
friðlýst í Reykjavík, Háubakka
og Laugarás.
7. Með stofnun fólkvangs í Ell-
iðaárdal var áformað að skipu-
leggja fyrsta fólkvanginn í þétt-
býli á landinu, en náttúruvernd-
arþing hvatti sveitarfélögin til
slíks í ályktun 1981. Ég hlýt að
Iýsa vonbrigðum mínum með að
Náttúruverndarráð kýs nú að
sitja með hendur í skauti í stað
þess að tryggja að „frestunin"
verði ekki til eilífðarnóns.
8. Af framansögðu er ljóst að
ég tel málatilbúnað meirihlutans
ekki á rökum reistan og ástæð-
urnar sem gefnar eru upp tylliá-
stæður einar. Um það hvað raun-
verulega liggur að baki þessara
sinnaskipta er erfitt að fullyrða,
en af orðum borgarstjóra má
ráða að meirihlutinn vill hafa frítt
spil í Eliiðaárdal eins og reyndar
svo margir meirihlutar á undan
honum. Spurningin hlýtur að
vera til hvers? Með stofnun fólk-
vangs í Elliðaárdal hefði endan-
lega verið komið í veg fyrir svo-
nefnda Elliðaárdalsbraut sem
verða átti framhald Fossvogs-
brautar í sunnanverðum dalnum.
Kópavogskaupstaður hefur lýst
því yfir að með ákvörðun sinni
um að fella brautina af skipulagi
hafi Reykjavíkurborg brotið
samkomulag sveitarfélaganna
um umferðarkerfið og því sé
Kópavogur ekki lengur bundinn
af því varðandi Fossvogsbraut.
Sá grunur hlýtur að læðast að
mönnum þegar allar haldbærar
ástæður þrýtur, að nú eigi að taka
Elliðaárdalsbraut aftur á dagskrá
til að knýja fram samþykki Kópa-
vogs við Fossvogsbraut. Ég vara
við öllum hugmyndum um slíkt
hraðbrautakerfi á stóru útivistar-
svæðunum.
BCCADWAY
Þaö má enginn missa af þessari stórkostlegu skemmtun með Ríó
sem faraá kostum ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar.
, v v' a\\e'v
Minni fyrirtæki og stofn-
anir athugið. Það er góð
hugmynd að halda árs-
hátíðina með Ríó i
Broadway. Þar fær fólkið
Ijúffengan kvöldverð og
frábæra skemmtun fyrir
iágt verð.
Hljómsveit Gunnars Þórðar-
sonar, ásamt söngvurunum
Björgvini Halldórsyni, Sverri
Guðjónssyni og Þuríði Sigurð-
ardóttur leikur fyrir dansi.
•y
Framreiddur verður Ijúffengur þrí-
réttaður kvöldverður frá kl. 19.00.
Miða- og borðapantúnir daglega í sima 77500 frá kl.
11-18.
VELKOMIN VELKLÆDD í
í Broadway-reisu Klug
leiða. Flug, gisting í 2
DKtur og aðgöngumiði.
Frá Akureyri kr. 3.932"
Frá Egilsstöðum
kr. 4.609,-
Frá ísafirði kr. 3.798,
Leitið frekari upplýsinga á söluskrifstofum
Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrif-
stofum.
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 13