Þjóðviljinn - 25.01.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Qupperneq 3
FRETTIR Föstudagur 25. janúar 1985 þjöÐVILJINN - SÍÐA 3 Margir grunnskólakennarar eru þessa dagana að yfirgefa kennslustofurnar og leita í aðra og betur launaða atvinnu. Þá vof- ir yfir að um 450 framhaldsskól- akennarar í landinu hætti kennslu 1. mars n.k. hafi launa- kjör þeirra ekki verið leiðrétt svo við verði unað. Ljóst er því, að skólahald er þegar að fara meira og minna úr skorðum og gæti nær lamast eftir rúman mánuð í fram- haldsskólum ef kennarar ganga út. „Það er ómögulegt að segja hvað verður, en við reiknum með því að við göngum út 1. mars ef við höfum ekki fengið einhver veruleg loforð frá ríkisstjórninni fyrir þann tíma“, sagði Ómar Arnason hjá Hinu íslenska kennarafélagi í samtali í gær. Hann lagði áherslu á að með uppsögnunum væru kennararnir að knýja á um raunhæfar við- ræður við stjórnvöld um sérkjar- asamninga. Búið væri að vísa að- alkjarasamningi BHM til Kjara- dóms en ekkert væri til fyrirstöðu að hefja þegar viðræður um sér- kjarasamning. Svanhildur Kaaber, skólafull- trúi Kennarasambands íslands sagði í gær að nú væru um 15 grunnskólakennarar að hætta störfum. Þeir hefðu allir sagt upp fyrr í vetur en það væri mjög óvenjulegt að kennarar hættu störfum á miðjum vetri. Kenn- araskortur hefði oft verið mikið vandamál úti á landi. „Þetta er nú líka að skella yfir hérna í Reykja- vík og ef ekki nást fram verulegar kjarabætur í sérkjarasamningum þá er deginum ljósara að fjöl- Krakkar í Ármúlaskóla. Hvað verður um þá eftir mánuð? Verður þá hlé á námi þeirra eða fá þeir leiðsögn kennara sem vegna bágra launakjara verða að neyðast til að selja vinnu sína hæstbjóðendum? Ljósm. E.OI. margir kennarar munu hætta kennslu i vor.“ Þá benti Svanhildur á að rétt- indalausu fólki viðkennslustörf hefði fækkað mjög á liðnum árum, en nu væri því að fjölga á ný, menntaðir kennarar fengjust ekki lengur til starfa og þeir kennarar sem flytja til Reykja- víkur utan af landi leita í aðra atvinnu en kennslustörf. Sólrún Jensdóttir skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu sagði í gær að það væri alveg ljóst að skólastarfið myndi alveg lam- ast ef kennararnir gengju út. „Við erum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að ná ein- hverju samkomulagi við kenn- ara. Það eru viðræður í gangi varðandi endurmat á starfi þeirra og fjármálaráðuneytið hefur með samningamálin að gera en þær viðræður eru stutt á veg komnar og of snemmt að segja til um hver niðurstaðan verður“, sagði Sól- rún. -Ig- AB Garðabœ Stuðningur við Búseta Alþýðubandalagið í Garðabæ lýsir yfir sérstökum stuðningi við baráttu Búseta fyrir byggingu leiguréttaríbúða og telur að með lánveitingum til þessara fram- kvæmda sé brotið blað í sögu íbúðabygginga á íslandi. Leggur félagið áherslu á í sam- þykkt sinni að hér sé um að ræða hreina viðbót við verkamanna- bústaðakerfið og væntir þess að Alexander Stefánsson félags- málaráðherra standi fast við yfir- lýsingar sínar um rétt Búseta til framkvæmdalána. Landsvirkjun Tveir miljarðar í Sultartanga og Kvíslarveitu Finnbogi Jónsson: Hefði verið betur varið í nýsköpun íatvinnulífinu. Lýst eftir bíl Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni X-5571, sem er Wyllis Jeepster, blágrár að lit með svörtu þaki. Bíllinn er af árgerð 1967. Til hans hefur ekkert spurst síðan á hádegi sl. sunnudag, 20. janúar. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir bifreiðar- innar eru vinsamlega beðnir um að láta lögregluna vita. - v. Framkvæmdirnar við Sultar- tangastíflu og Kvíslarveitu hafa aukið orkuvinnslugetu Landsvirkjunar um 360 gígawatt- stundir sem enginn markaður fæst fyrir á næstu 4 árum. Þessar framkvæmdir hafa kostað rúm- lega 2 miljarða króna miðað við núverandi gengi, - að mínu mati hefði þeim verið betur varið til nýsköpunar í atvinnulífi lands- manna, sagði Finnbogi Jónsson í viðtali við Þjóðviljann í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með endurskoðun Landsvirkjunar á áætlunum sínum og framlögðum gögnum forstjóranna í gær: - Með gögnunum sem forstjór- arnir lögðu fram er staðfest að forgangsorkugeta Landsvirkjun- ar er nú um 700 gígawattstundum meiri en nemur markaðsþörf. Og í plöggunum er ekki gerð athuga- semd við að fjárfestingarkostn- aður nemi að meðaltali 150 milli- dölum á hverja kílówattstund, enda var sú upphæð reiknuð í lág- marki. Niðurstaða mín um að fjárfestingakostnaðurinn vegna umframorkunnar nemi u.þ.b. 4,5 miljörðum króna stendur því óhögguð. - I ályktun frá meirihluta stjórnarinnar kemur fram sú skoðun að ekki sé ástæða til að slaka á 250 gígawatta umframget- unni að svo stöddu. Eg hef hins vegar látið þá skoðun mína í Ijós að með hliðstæðum öryggiskröf- um og gerðar eru t.d. í Noregi og |Nýja Sjálandi megi auðveldlega lækka þessa öryggiskröfu niður í a.m.k. 100 gígawattstundir og spara þannig 1 miljarð í viðbóta- rfjárfestingu í nýjum virkjunum. Þetta var útlista frekar hjá ykkur í Þjóðviljanum á dögunum. - Umræðan um fjárfestingar Landsvirkjunar hlýtur að vera slíku almenningsfyrirtæki mjög nauðsynleg og ég vona svo sann- arlega að hún verði fyrirtækinu til stuðnings í framtíðinni, sagði Finnbogi Jónsson að lokurn í gær. -óg- Skoðanakannanir Stjómin í ónáð Igær birtu Helgarpósturjnn og NT niðurstöður skoðanakann- ana sem blöðin hafa gert að und- anförnu. í Helgarpóstinum kem- 54% andvígir henni ur fram að ríkisstjórnin er komin í minnihluta, 46%, en 54% að- spurðra eru andvígir stjórninni. Yflr 32% í 800 manna úrtaki hjá Alþfl. HP jan 85 15.3 NT jan 85 15.8 DV sept 84 9.8 Kosningar 1983 11.7 Fr. 17.8 18.2 13.6 19.0 BJ 5.4 6.7 5.4 7.3 Sjfl. 39.7 36.4 44.6 39.2 Alþbdl. 14.9 15.0 20.3 17.3 Kvl. 6.5 7.9 6.3 5.5 HP gefa ekki upp afstöðu sína til flokkanna. Alþýðuflokkurinn hefur unnið nokkuð á samkvæmt könnunum beggja blaðanna en minniháttar tilfærslur eru hjá öðrum flokkum. Ef bornar eru saman niður- stöður skoðanakannana HP og NT í gær við skoðanakönnun DV í septembermánuði, og niðurstöð- ur kosninganna lítur dæmið út einsog sést á meðfylgjandi töflu. Rétt er að vekja athygli á að mik- ill Ijöldi aðspurðra gefur yfirleitt ekki upp afstöðu sína og sáralítið eða ekkert er vitað um þann Qöl- menna hóp kjósenda. —óc Kjarabarátta Skólarnir að lamast Framhaldsskólakennarar œtla að hœtta 1. marsfáist ekki veruleg loforðfrá stjórnvöldum um kjarabœtur. Margir grunnskólakennarar að hœtta störfum um miðjan vetur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.