Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 12
LOSMTI „íslendingar hafa löngum bor- ið gæfu til að eiga dálítið kjöt í pokahorninu á sama tíma og aðrar þjóðir hafa orðið að sætta sig við kjötskömmtun, jafnvel kjötþurrð. Þannig kappkosta allar menningar- þjóðir að hafa á boðstólum sem fjölbreyttast úrval af kjöti og kjötvörum til að fullnægja næringarþörfum þegna sinna. Andstætt því, sem ýmsir virð- ast álíta, er kjöt með hollustu afurðum, sem völ er á, enda sýnir reynsla flestra þjóða, að kjöt- neysla og velmegun haldast í hendur. Af öllum tegundum kjöts eru fáar eins bragðgóðar og svína- kjötið... og fáar eins hollar. Nægilegt framboð á slíkum mat er því kærkominn þáttur í okkar daglega fæði. Kostir svínakjöts felast m.a. í því að þótt svínið sjálft virðist feit skepna er lítil fita innan í kjötinu og sériega auðvelt að skera hana frá og fá magrar afurðir. Einnig er auðvelt að skera hana frá við matarborðið. En að auki er fitan í svínakjötinu hlutfallslega auðug af fjölmettuð- um fitusýrum og þessvegna til- tölulega mjúk. Þar við bætist að svínakjötið er ríkara af flestum B-vítamínum en nær allt annað kjöt og gefur t.d. 5-10 sinnum meira magn af B-1 vítamíni, sem íslendingar mættu vel fá meira af. En það er ekki nóg að fram- Það eina, sem alltaf hefur veríð nóg af, er tíminn Rœtt við Þorvald Guðmundsson í Síld og Fiski Þorvaldur Guðmundsson. Lífshlaup Kjarvals í baksýn. an smáþróaðist þetta yfir í ýmsa aðra framleiðslu, einkum kjöt- vörur þegar frá leið. En þá vant- aði svínakjötið. Það var engin framleiðsla á því þá sem neinu nam. Þessvegna var það að ég stofnaði svínabúið í Minni- Vatnsleysu árið 1954 eða fyrir 30 árum, og hef rekið það síðan. - Og hafið þið þá einkum hald- ið ykkur að svínakjötinu síðan? - Já, við höfum gert það, fram- leiðum svínakjöt og allskonar kjötvörur úr því frá þessu búi. Þar erum við nú með 300 gyltur. Og þó að nafnið á fyrirtækinu, Sfld og fiskur, kunni að þykja nokkuð skothent miðað við þá framleiðslu, sem við stundum nú, þá hef ég ekki séð neina ástæðu til þess að breyta því, það er löngu þekkt orðið og hefur gefist vel. Framleiðslan á kjötvörunum var nú einhæf til að byrja með en er nú orðin býsna fjölbreytt, held ég megi segja. Við framleiðum allskonar áskurð: skinkur, bac- on, spægipylsu, malakoff, skink- upylsu og nautavöðva. Smurá- legg: kindakæfu, lifrarkæfu, paté, unnar kjötvörur, Vínar- pylsur, Berlínarpylsur, Ali- bjúgu, reykta medisterpylsu, cocktail-pylsur og svínasultu. Svínakjöt: hryggi, kótelettur, læri, Beyonne skinku, bóga, Hamborgarhryggi, svínasíður, kamba, lundir og kjöt í heilum og hálfum skrokkum. Og svo ýmis- legt annað eins og skanka, bein, spekk, parmaskinku, sænska skinku, mjólkurgrís, nautalundir og nautabuff. Allt í Þorramatinn ÍJllHÚSINU ÞAÐ ER NOTALEGT KJÖTBORÐIÐ OKKAR — og afgreiðslan lipur og þægileg — OPIÐ: mánud. til fimmtud. föstud. laugard. 9-18.30 9-20 9-16 JL-Grillið Opið á verslunartíma Grillréttir allan daginn Réttur dagsins matvörur húsgagnaúrval á tveimur hæöum Munið heilsuhornið o^ raftæki rafljós reiöhjól JIB /A A A A A A Jón Loftsson hf. _ _ = I LÍUOOJ'I iii fflnniTii'Tm n favjaau JUaQQjjfj „ juuQ3j:pLJ)J Hringbraut 121 Simi 10600 leiða bara kjöt. Það verður líka að gæta þess, að þannig sé að framleiðslunni staðið að gæðin séu ávallt höfð í fyrirrúmi og stöðug þróun eigi sér stað. ís- lendingar hafa borið gæfu til að eignast á þessu sviði - eins og ýmsum öðrum - þá framsýnu menn, sem tóku þegar í upphafi þá afstöðu, að taka gæði og þróun fram yfir stundarhagsmuni. Það er mikið ánægjuefni að rann- sóknir sýna, að við framleiðslu á ALI-afurðum er þess gætt að halda fitu, matarsalti og nítríni i lágmarki". Sá, sem sagt hefur það, sem hér að framan er skráð, er enginn annar en Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræðingur. Og sá, sem framleiðir þessar ágætu ALI- afurðir er enginn annar en hann Þorvaldur í Síld og fiski. Tveir stofnendur Við hittum Þorvald að máli einn góðviðrismorguninn nú í janúar og hann var svo vænn að svara nokkrum spurningum okk- ar. Við spurðum fyrst hvenær fyr- irtækið hefði verið stofnað og af hverjum. - Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1944 og er því að byrja 41. árið. Og stofnendurnir voru við Steingrímur Magnússon í Fisk- höllinni, sem margir eldri Reykvíkingar kannast við. Hann hætti þó fljótlega aðild að rekstr- inum og síðan hef ég rekið fyrir- tækið einn. - Nú eruð þið hér í Hafnar- firði, voruð þið ekki í Reykjavík framan af árum? - Jú, við höfum lengst af verið í Reykjavík. Það er aðeins síðustu 5 árin, sem við höfum verið hér í Hafnarfirði en þá höfðum við komið okkur upp þessu húsi hér. Framleiðslan - Nú heitir fyrirtœkið Síld og fiskur. Voru það kannski einkum fiskafurðir, sem þið framleidduð í upphafi? - Já, reyndar var svo í byrjun og vorum þá eiginlega á undan okkar samtíð í þeim efnum. Síð- Framleiðslurásin - Ég skal segja ykkur að til þess að neytandinn fái í hendur afurðir, sem hann er hæstánægð- ur með, er ekki nóg að framleiða. Það verður líka að hugsa. Fram- leiðsla á Ali-afurðum er þrauthugsuð frá byrjun til enda, enda er öll framleiðslan í höndum eins og sama aðila. Hún hefst í hinu fullkomna svínabúi okkar á Vatnsleysuströnd, þar sem við höfum í 30 ár ræktað okkar eigin stofn, Ali-grísinn. Þar eru grísirn- ir aldir á besta fáanlegu fóðri og þeim slátrað við kjörskilyrði í okkar eigin sláturhúsi, undir eft- irliti yfirdýralæknis. Kjötið flytj- um við síðan í hina nýju og vel útbúnu kjötvinnslu okkar í Hafn- arfirði, þar sem þrautþjálfaðir kjötiðnaðarmenn vinna það í afurðir, sem eru hinar marg- breytilegustu, eins og að framan greinir og ávallt unnar úr nýju hráefni, sem aldrei kemur í frost. Sendisveinn hjá Tómasi - Er fyrirtœkið með eigin smá- söluverslanir? - Nei, við vorum með fjórar verslanir í Reykjavík framanaf en nú seljum við eingöngu í heild- sölu til verslana, veitingahúsa, mötuneyta o.fl. - Hvað vinna margir hjá fyrir- tœkinu? - Á launaskrá hjá okkur eru um 50 manns og eru þá starfs- menn við Vatnsleysubúið með- taldir. - Nú ert þú búinn að reka þetta fyrirtœki í rúm 40 ár. Er ekkert lát á þér ennþá? - Ég veit ekki, nei ætli það. Ég byrjaði nú sem sendisveinn hjá Tómasi Jónssyni og síðan hef ég alltaf verið viðriðinn mat. - Jœja, Þorvaldur, þú munt hafa íýmis horn að líta,œtli mað- ur sé þá að tefja þig lengur í þetta skipti. - Það eina, sem alltaf hefur verið nóg af, er tíminn. Komið þið niður og fáið ykkur kaffisopa áður en þið farið. - mhg 12 SÍÐA — þjóðviljinn Föstudagur 25. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.