Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 10
Sr. Halldór Gröndal: Útlendingarnir komu mér mest á óvart. Mynd: E.ÓI. Þetta . . . Framhald af bls. 9 Verdlaunatrogin - Og svo voru það verð- launatrogin. - Verðlaunatrogin? - Já, þá settum við í trog á- kveðinn skammt af öllum til- tækum þorramat. Sá, sem gat tor- gað úr troginu, fékk matinn ókeypis og allt, sem hann vildi drekka með honum, auk þess eina flösku af gömlu brennivíni. Ég man eftir að einn sagði, þegar hann hafði rennt niður seinasta bitanum: „Fær maður svo ekki desert á eftir?“ Einu sinni komu tveir hópar lögregluþjóna hvor með sinn mann til að keppa. Höfðu hóp- arnir veðjað hvor á sinn mann. Ég man nú ekki hvernig það fór. - Tókst mörgum að torga úr verðlaunatroginu? - Mig minnir að þeir hafi nú ekki verið margir en meðal þeirra var þó ein kona. En við vorum nú ekki með þetta nema einn vetur. - Og þessi matur hefur verið á boðstólum hjá ykkur allan þorr- ann? - Já, já, hann var það. Við gerðum engum degi hærra undir höfði með það en öðrum. Hákarlskvöld - Stundum efndum við til sér- stakra hákarlskvölda. Hákarlinn fengum við að vestan og norðan, ætli hann hafi ekki verið frá Sigl- unesi, 12 ára gamall og 13 ára þó, eins og tröllunum okkar þótti hann bestur. Þau hafa haft góðan smekk. Þá kostaði kflóið af há- karlinum kr. 6.50. Það voru eiginlega Vestfirðingar, sem stungu upp á þessu. En þessi há- karlakvöld voru ekkert sérstak- lega bundin við þorrann. Ættir að vera heiðursfélagi - Og svo fóru aðrir í ykkar slóð? - Já, þetta smábreiddist út. Það fóru alltaf fleiri og fleiri að læra átið. - Og þetta hefur auðvitað lífg- að upp á viðskiptin hjá verslunun- um? - Já, áreiðanlega meira en lítið, einkum þegar frá leið. Mörgum árum seinna sagði kjöt- kaupmaðurnokkurvið mig: „Við ættum nú bara að gera þig að heiðursfélaga“. - Erþað rétt að þú sért höfund- urinn að orðinu Porramatur? - Nei, sumir álíta það, en ég held að það sé ekki rétt. Ég veit ekki betur en þetta orð komi fyrst fyrir í vísu eftir Helga Sæmunds- son, en hún mun vera svona: „Inni á Nausti aldrei þver ánœgjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður". Ég hygg að hann sé höfundur þessa orðs og þetta er viðeigandi og gott orð yfir góðan mat. Að sullast með slátur og hrútspunga - Hvernig var svo þessari ný- breytni tekið? - Yfirleitt mjög vel. Aðsóknin sýndi, að fólk kunni vel að meta þetta og flestum þótti maturinn mjög góður. Þó heyrðust ein- staka óánægjuraddir, eins og reyndar oftast þegar eitthvað nýtt er á seiði. Að vera að sullast með slátur og hrútspunga og annað þvíum líkt í veitingahúsi á heimsmælikvarða þótti einstaka manni ekki viðeigandi. „Fínt“ skal það vera. En ég sagði: Ef fólki líkar þessi þjónusta og sæk- ist eftir henni því þá ekki að veita hana? Ef svo reynist ekki nú, þá bara hætti ég. Ég byrjaði alltaf á því að bjóða blaðamönnum í þorramat. Þeir gátu þá hælt honum eða lastað eftir því hvort þeir höfðu smekk fyrir hann eða ekki. En afstaða útlendinga kom mér sérstaklega á óvart. Þeir virt- ust ekki sækjast eftir þessum venjulega veitingahúsamat, sem þeir geta allsstaðar fengið. Þeir spurðu: Hvað hafið þið af ís- lenskum mat? Þeir voru hingað komnir til þess að sjá sérstætt land. Þeir vildu líka fá að kynnast þeim mat, sem þjóðin hafði nærst á gegnum aldimar og ekki var annarsstaðar að finna í veröld- inni. -mhg : A að halda þorrablót? Hjá okkur fæst allt í þorramatinn i mmsiR &53159 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41 &50292 Opið í dag frá kl. 9-20 ' A A íx A —\ — — QJ-lj ,J UUÍJQ j j j I U LIUU JJUUI J j , j J’. IMHaflRfflllRÍIiaAii Jón Loftsson hf._________________ Hringbraut 121 Sími 10600 Œf Aug; /sng í Pjí >ðvil Ijanum bot 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.