Þjóðviljinn - 25.01.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Stjómin rúin trausti
Einsog við var að búast reyndist ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hafa glatað trausti
meirihluta kjósenda eftir þeirri skoðanakönnun
Helgarpóstsins sem kynnt var í HP í gær.
Einungis 46% þeirra sem láta sína skoðun í
Ijós eru fylgjandi ríkisstjórninni en 54% eru
henni andvígir. í Ijósi hins gífurlega meirihluta,
sem ríkisstjórnin naut í skoðanakönnunum í
upphafi ferils síns er óhætt að tala um fylgishrun
hennar. Þetta verður enn hrapallegra og
auðsærra fyrir ríkisstjórnarflokkanna vegna
þess að þeir sem gefa sig upp sem kjósendur
þeirra lýsa engu að síður yfir andstöðu sinni við
stjórnina. M.ö.o. eru jafnvel dyggustu fylgis-
menn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins andvígir ríkisstjórninni. Þannig lýsa
57.5% sig fylgjandi Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnun HP, err
stjórnin nýtur stuðnings einungis 46%.
Niðurstaða skoðanakannana sem birtust í
gær bæði í NT og Helgarpósti gefur ótvírætt til
kynna að ríkisstjórnin hefur ekki lengur traust
almennings og þarf engan að undra það.
í niðurstöðum skoðanakönnunar Helgar-
póstsins hlýtur það að teljast einna athygli-
sverðast hve Sjálfstæðisflokkurinn heldur fylgi
sínu, þrátt fyrir ófarir og óvinsældir ríkisstjórnar-
innar. Þannig fær Sjálfstæðisflokkurinn 39.7%
fylgi í könnuninni, en hann var með 39.2% í
kosningunum vorið 1983. Þessi styrkleiki Sjálf-
stæðisflokksins hlýtur að vera pólitískum and-
stæðingum hansumhugsunarefni.Þegar litið er
til óvinsælda ríkisstjórnarinnar annars vegar og
styrks Sjálfstæðisflokksins hins vegar, liggur
beint við að álykta að Sjálfstæðisflokknum sé
mikið í mun að ná fram kosningum sem allra
fyrst.
Fylgishrun Framsóknarflokksins er heldur
ekki eins mikið og margir reiknuðu með. í Helg-
arpóstinum fær Framsóknarflokkurinn 17.8%
atkvæða og ívið meira í skoðanakönnun NT.
Þegar litið er til könnunar DV í september, þar
sem Framsóknarflokkurinn var með 13.6% má
hann vel við una. Hvorugur stjórnarflokkanna
mun því líta á sig á þeim hættumörkum að hann
þori ekki í kosningar. Þess vegna má reikna
með stjórnarslitum fyrr en síðar.
Alþýðuflokkurinn með hinn nýjaformann sinn
Jón Baldvin Hannibalsson fær samkvæmt
skoðanakönnunum ekki jafn mikið fylgi og
keppinautar hans höfðu óttast. Jón Baldvin
veitir greinilega ekki Sjálfstæðisflokknum þá
KLIPPT OG SKORIB
samkeppni sem hann hefur viljað láta í veðri
vaka og fylgisaukning formannsins virðist vera
lítillega á allra kostnað. Hinn stóri sigurvegari
skoðanakönnunarinnar er auðvitað Kjartan Jó-
hannsson fráfarandi formaður Alþýðuflokksins.
í kjördæmi hans, Reykjaneskjördæmi, fær
iflokkurinn 18.7% samkvæmt skoðanakönnun
|Helgarpóstsins en í kjördæmi Jóns Baldvins
einungis 14%.
Alþýðubandalagið fær einungis 14.9% sam-
kvæmtskoðanakönnun Helgarpóstsins. í skoð-
anakönnun DV í september mældist fylgið yfir
20% svo fylgistapið er töluvert. Að vísu mælist
Alþýðubandalagið illa í könnunum af þessu tagi
og reynist sterkara þegar á hólminn er komið,
en engu að síður hlýtur Alþýðubandalagið að
verða að taka sér tak.
Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn
halda nokkurn veginn sínu hlutfallsfylgi sam-
kvæmt könnunum, en á landsbyggðinni eru
þessir aðilar nánast ekki til. Það segir sína sögu.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar gefa því
annars vegar til kynna aukin líkindi á stjórnarslit-
um og kosningum og hins vegar að stjórnarand-
staðan verður að sækja í sig veðrið.
-óg
Forskot
eða ekki
Fjölmiðlanotendur heyra það
mjög oft hjá talsmönnum Nató,
að Sovétmenn séu komnir fram
úr Vesturlöndum í hernaðarupp-
byggingu. Þessu er mest haldið á
lofti hvenær sem þarf að sannfæra
þingmenn og almenning um
nauðsyn þess að punga út með fé í
einhver ný hernaðarkerfi. Þegar
það hefur svo tekist með því að
mála skrattann nógu stóran á
vegginn, þá er gjarna rtekinn upp
annar tónn og sagt sem svo, að
víst eigi Sovétmenn mikið af
vopnum, en þau séu miklu lélegri
en hin vestrænu. Og ríki í reynd
nokkurt jafnvægi milli hernaðar-
blakkanna.
í þessu samhengi er fróðlegt að
rekja hér samanburð á vígbúnaði
sem bandarísk stofnun, Center
for Defense Information, hefur
nýlega gert. En þar sýnist það
koma mjög greinilega fram að
ekki sé mark takandi á staðhæf-
ingum um hernaðarlega yfirburði
Sovétmanna á flestum sviðum.
Hverá hvað?
í skýrslu þessari segir á þessa
leið:
Bandarísk vopnakerfi geta
sent 13 þúsund kjarnorku-
sprengjur til Sovétríkjanna. So-
vétríkin geta hæft Bandaríkin
með um það bil 8500 atómsp-
rengjum. í báðum tilvikum eru
skammtanir miklu meira en nógu
stórir.
95% sovéskra eldflauga eru til-
tölulega gamaldags og ganga fyrir
fljðtandi eldsneyti og eru því mun
lengur að koma sér af stað en
bandarískar eldflaugar. Þetta
gerir þær nokkuð svo viðkvæmar
ef til skyndiárásar kæmi.
Kjarnorkuvígbúnaði Banda-
ríkjanna er skipt í þrennt með
svofelldum hætti: 32% eru í
sprengjuflugvélum, 49% atóm-
sprengja eru í eldflaugum kaf-
báta (þeim er erfiðast að granda)
og 19% eru f eldflaugum á jörðu
niðri. Sovétmenn hafa 70% af
sínum sprengjum á eldflaugum á
jörðu niðri, 4% eru í sprengju-
flugvélum og 26% í kafbátum.
Efnahagur
og útgjöld
íbúafjöldi í Natóríkjum er alls
630 miljónir en 383 miljónir búa í
Varsj árbandalagsríkjunum.
Verg þjóðarframleiðsla í Nató-
ríkjum er 6.132 miljarðar doll-
ara, en í Varsjárbandalagsríkjum
er hún 2.257 miljarðar dollara.
Hernaðarútgjöld Nató nema 312
miljörðum dollara en Varsjár-
bandalagsins um 300 miljörðum.
f Natóherjunum eru alls 5,9 milj-
ónir hermanna en 4,7 miljónir í
herjum Varsjárbandalagsríkja.
Efnahagsvandræði hafa leitt til
þess að útgjöld Sovétríkjanna til
hermála hafa staðið nokkuð í
stað á tímabilinu 1976 til 1983,
þau munu hafa aukist að raun-
gildi um 2% ári, sem varla dugir
1 fyrir kostnaði af nýtískulegri
vopnum, að því er bandaríska
leyniþjónustan CIA telur. Hern-
aðarútgjöld Bandaríkjamanna
hafa vaxið miklu hraðar (9% að
meðaltali á ári sl. fjögur ár).
Enda þótt mikið hafi verið rætt
um mikla uppbyggingu hins so-
véska flota ræður Nató nú yfir
477 stórum herskipum en Var-
sjárbandalagið yfir 314. í reynd
hefur sovéski flotinn dregist held-
ur saman síðustu ár.
Fyrrverandi starfsmaður CIA,
Sjálfsagt er að taka það fram að
hér er aðeins um eina af mörgum
samanburðartilraunum á vígvél-
unum að ræða og að engum tveim
tilraunum til að meta og vega tor-
tímingargetuna ber alveg saman.
Flestar skýrslur komast samt,
eins og fyrr segir, að þeirri niður-
stöðu, að um einskonar heildar-
jafnvægi sé að ræða, hvorugur
aðilinn sé það háskalega sterkari
Ray Cline, hefur búið til mæli-
kvarða á áhrif stórvelda í heimin-
um. Samkvæmt honum hafa áhrif
Sovétríkjanna dregist saman frá
því á sjöunda áratugnum og til
vorra daga. Sovétríkin hafa sam-
kvæmt þessum mælikvrða meiri-
háttar áhrif í 19 ríkjum af 164
ríkjum heims.
Jafnvægið
en hinn á einhverju sviði eða að
öllu samanlögðu, að hann gæti
þess vegna freistast til að ýta á
örlagahnappinn. Og ef við viljum
treysta á Center of Defense In-
formation, þá eru það miklu
fremur Rússar sem hafa ástæðu
til að óttast um sinn hag en Vest-
urveldin.
Ný lota
Þetta er rétt að hafa í huga
núna, þegar viðræðulota er að
hefjast milli stórveldanna um
takmarkanir á vígbúnaði. Það
dapurlega við þær er ekki síst
það, að ný vopnakerfi hafa þegar
truflað þá mynd sem menn höfðu
í fyrra: umræðan um geimvopn
hefur þokað í skuggann þeim
„jarðnesku" eldflaugum með-
aldrægu, sem menn höfðu mestar
áhyggjur af í fyrra. Reagan-
stjórnin vill halda áfram með
áform sín um slík vopnakerfi,
hvað sem líður mjög útbreiddum
efasemdum í Bandaríkjunum og
Vestur-Evrópu um virkni slíkra
vopna. Og enda þótt Bandaríkja-
menn viti, að hvað sem þeir
smíða sér af geimleikföngum
munu Sovétmenn búa sér þau til
líka. Og þar með hefði ekkert
gerst annað en hið fræga ógnar-
jafnvægi hefði færst yfir á
„hærra“ - og dýrara plan, og um
leið háskasamlegra - því
mönnum ber saman um að tækni-
leg mistök, tölvumistök, sem af-
drifarík geti orðið, verði enn lík-
legri við rekstur geimvopnakerfa
en þeirra sem þegar eru til.
Bráðum verður barið í bumbur
vegna þess að 40 ár eru liðin síðan
Bandamenn sigruðu Hitler og
hans lið. Og það verður rifist um
það, hvers virði framlag hvers og
eins til sigursins hafi verið. Nær
væri sigurvegurum heimstyrjald-
arinnar síðari að stíga svosem eitt
skref til baka í vígbúnaðarkapp-
hlaupi í tilefni afmælisins en að
splundra Friðardeginum í mörg
sérgóð markmið
DjðmnuiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útg«fandi: Útgófufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Ámi Beramann, Ossur Skarphéðinsson.
Rttstjómarfulitrúl: Oskar Guðmundsson.
Fréttast)ór1: Valþór Hlöðversson.
Biaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórtiallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
ÚMH og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
HandrHa* og prófarfcaiastur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvnmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Augiýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgraiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrsiðsia: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Simavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjónsdóttir.
Húsmmður. Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf HúnQörð.
Innhaimtumann: Brynjólfur Vilhjólmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasólu: 30 kr.
Sunnudagsverö: 35 kr.
Áskrtftarverð á mánuði: 300 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1985