Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 11

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 11
LOSMTI Jóhann Víglundsson t.v. og Baldvin Einarsson t.h. hampa góðgaetinu. Og ekki er að efa hvað tunnurnar geyma. Mynd: eik. Neytum súimetis árið um kring Rætt við þá í Kjöti og Fiski Það er ekki oft, sem undir- ritaður fær samviskubit af því að ónáða fólk. Þó hendir það, eins og t.d. í gærmorgun þeg- ar við litum inn í Kjöt og fisk við Seljabrautina í Breiðholtinu. Þar var allt á ferð og flugi, við- skiptavinirnir í hrönnum hér og þar um hina víðlendu verslunar- búð og afgreiðslufólk allt önnum kafið við að afgreiða þá. Allskon- ar matur, sem nöfnum tjáir að nefna, var þarna til reiðu. - Nú er þorrínn að ríða í garð, eruð þið ekki með Þorramat? spurðum við. - Jú, jú, auðvitað erum við með allar tegundir af þorramar. Það var Jóhann Víglundsson, kjöt- iðnaðarmaður, sem verður fyrir svörum. - En við erum ekki með hann þannig, að öllu ægi saman. Hver tegund er út af fyrir sig því einn kýs þetta og annar hitt. Og það má t.d. ekki láta harðfisk liggja lengi með súrmat þá smá drekkur hann í sig súrkeiminn. Við erum búnir að reka verslunina í 10 ár og höfum alltaf verið með súrmeti, segir Baldvin Einarsson, sem tók við versluninni um áramótin af föður sínum, Einari Bergmann. Þeir félagar súrsa sjálfir megnið af þeim súrmat, sem þeir selja. - Við byrjum að laga sýruna í september og setjum þá blóðmör í hana til þess að gera hana sterk- ari. Jú, það hefur aukist sala á súrmetinu en bara yfir þorrann. - En neysla súrmetis á ekki bara að vera bundin við þorrann, segir Einar Bergmann. - Fólk á auðvitað að neyta súrmetis árið um kring eins og það gerði í gamla daga og hafði gott af. Og svo er líka nauðsynlegt að kenna fólki að eta hákarl, segir Einar og otar að okkur tveimur hákarlsbitum. - Þetta er glerhá- karl og þetta er skyrhákarl, tveggja ára gamall, hreinasta kóngafæða. - mhg Samkomusalur — árshátíðir - þorrablót — veislur Leigjum út samkomusal fyrir Upplýsingar í síma Farmanna- 60—110 manna samkvæmi og fiskimannasambands ís- og hvers konar mannfagnaði í lands 29933 og 29095 eftir Borgartúni 18. lokun skiptiborðs. Á kvöldin í síma 38141. Þorramatur bringukollar slátur svið og sviðasulta harðfiskur flatkökur lundabaggar hákarl hrútspungar KAUPFÉLAG RFYK.IAVÍKUP QG NÁGRENNIS Inná Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar leikur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.