Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 5
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVnUINN - SÍOA 5 Peningarnir eru til. Þetta er bara spurningin hvernig á að ná í þá. Þetta var inntak í ræðu Svav- ars Gestssonar á almennum pólitískum fundi á Hótel ísa- firði um síðustu helgi en þar var hann frummælandi ásamt Vilborgu Harðardóttur. Þau Svavar fóru einnig á vinnust- aði og ræddu við starfsfólk og forsvarsmenn fyrirtækja, bæði á ísafirði og nálægum sveitarfélögum. Blaðamaður Þjóðviljans fór með Svavari til Súðavíkur og var einnig á fundinum á ísafirði. Hér verður að nokkru sagt frá hvoru tveggja. í Súðavík átti Svavar fyrst við- ræður við Börk Ákason forstjóra Frosta h.f., frystihússins í Súða- vík. Hann hefur stýrt frystihúsinu í 27 ár en það hefur nú verið starf- rækt í yfir 40 ár. Börkur sagði að frystihúsið stæði á gömlum mergi en á síðasta ári hefði það gerst í fyrsta skipti á löngum ferli þess að það var rekið með tapi þannig að taka varð sérstakt rekstrarlán til þess að hægt væri áfram að reka það. Hráefnis til frystihúss- ins er aflað með 13 ára gömlum togara sem nær algerlega er búið að borga niður. Börkur sagðist ekki skilja hvernig það mætti vera að ekki væri lengur rekstrar- grundvöllur undir slíku fyrirtæki. Það eru hinir háu vextir sem allt eru að drepa. Kaffibaunirnar á við tvö frystihús í máli sínu, er Svavar ávarpaði starfsfólk frystihússins í kaffi- tíma, lagði hann út frá þessu dæmi sem sneri beint að því sjálfu og lífsafkomu þess og reyndar alls byggðarlagsins. Hann sagði að nógir peningar væru til í þjóðfé- laginu og nefndi sem dæmi pen- ingana sem SÍS hefði stungið undan í sambandi við innflutning á kaffibaunum. Þar væri um að ræða 5 miljónir dollara eða 220 milj. króna í íslenskum pening- um. Á síðasta ári voru unnin 4000 tonn af fiski í Frosta h.f. og velta fyrirtækisins var um 100 miljónir króna. Þeir peningar sem bara var stungið undir stól í sambandi við kaffibaunirnar væru á við veltu 2-3 slíkra frystihúsa. Þeir væru árslaun 500-550 manna og á Þær 220 miljónir sem stungið var undan í sambandi við kaffibaunainnflutning inn eru árslaun 500-550 manna. Svavar Gestsson ræðir við starfsfólk frysti- hússins á Súðavík í kaffitíma. Ljósm.:GFr Peningamir em til Svavar Gestsson og Vilborg Harðardóttir voru á Vestfjörðum um síðustu helgi. Hér ersagtfrá heimsókn Svavars til Súðavíkur ogfundi á ísafirði við aflaverðmæti af 5 togurum. Hann gat þess jafnframt að þeir flokkar, sem stæðu að núverandi ríkisstjórn, hefðu engan áhuga á að ná í þá peninga sem flytu víða um þjóðfélagið. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arfloks væru fyrst og fremst full- trúar verslunarinnar, Verslunar- ráðs og SÍS. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri t.d. sér- stakur málsvari sjávarútvegs. Ragnheiður Gísladóttir fiskverkunarkona í Súðavík fékk sér kaffisopa í stigan- um. Hún hefur komið 7 börnum upp og vinnur 9 tíma á dag. Kaupið væri lítið ef ekki væri bónusinn, sagði hún. Ljósm.:GFr Það sem fyrst og fremst þyrfti að gera væri að stöðva yfirfjár- festingu í versluninni og gera inn- flutninginn ódýrari en hann væri 10-15% dýrari hér en til ná- grannalanda. Þá varð honum tíð- rætt um hinn frjálsa okurlána- markað og sagðist vera hlynntur því að leggja á eignaskatta en draga úr tekjusköttum. Svavar Gestsson sagði að nauðsynlegt væri að mynda nýtt landstjórnarafl til þess að fyrr- nefndir flokkar réðu ekki lögum og lofum og hvatti fólk til að beita séríverkalýðsfélögum. Fiskverk- unarkonur gætu breytt mörgu ef þær beittu sér, sagði hann. Fólk á að hætta að kjósa andstæðinga sína. Húsnæði, stóriðja og olía Fjölmargar fyrirspurnir bárust frá fundarmönnum á fundinum á Hótel ísafirði. Hér verður getið nokkurra þéirra. Björgvin Haraldsson spurði hvað Alþýðubandalagið hygðist fyrir til að koma til móts við það fólk sem er að sligast undir hús- næði sem það hefur keypt sér á síðustu árum. Svavar Gestsson sagði að óhjákvæmilegt væri að grípa til skuldauppgjörs, fella þær niður eða breyta í langtíma- lán eins og gert væri í sambandi við atvinnuvegina. Til geina kæmi að Seðlabankinn endur- keypti slík lán. Þetta væri ekki bara fjárhagslegt mál heldur einnig félagslegt. Jónas Árnason spurði hvort Alþýðubandalagið væri algerlega á móti stóriðju jafnvel þótt fs- lendingar ættu meiri hluta í henni. Vilborg Harðardóttir, varaformaður Alþýðubandalags- ins, svaraði þessu og sagði að stóriðja hefði aldrei verið forg- angsverkefni Alþýðubandalags- ins þó að það kæmi til greina að íslendingar rækju vissa tegund stóriðju, sérstaklega til að nýta umframorku. Reynslan hefði hins vegar sýnt að stóriðja væri ekki eftirsóknarverður kostur. Tryggvi Guðmundsson benti á að það væru ekki bara vextir sem væru að sliga sjávarútveginn heldur líka olíukostnaður. Hann spurði hvað Alþýðubandalagið vildi gera til að lækka olíuverð. Svavar Gestsson sagði að sam- eina ætti olíufélögin eða jafnvel leggja þau niður og stofna ríkis- olíufélag. Einnig kæmi til greina að gefa útgerðarmönnum og olíusamlögum þeirra kost á að kaupa ódýrari olíu og benti á dæmi frá Neskaupstað en þar hef- ur verið keypt 25% ódýrari olía á togara einn heldur en fáanleg er hér innanlands. Fleiri fyrirspurnir bárust en hér verður látið staðar numið að sinni. - GFr Starfsfólki frystihússins í Súðavík var afhent dreifibréf frá Alþýðubandalaginu. Hér er Finnbogi Hermannsson með dreifibrófið og er Kristján Jónatansson verkamaður á Súðavík. 1 i j i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.