Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 13
LOSTÆTI - NafniðÞorrikemurfyrst fyrir í Snorra-Eddu og Staðar- hólsbókGrágásarfrá 13. öld. Merking orðsins er óljós en um hana eru ýmsar tilgátur. Orðið þorrablót kemur fyrir í Flateyjarbók og Orkneyinga- sögu en skýringin á því þar er hæpin nema fyrir þá, sem trúa átröll. Hinsvegar sýnir tilvist orðsins, að eitthvert fyrirbrigði hefur ver- ið til, sem kallar var þorrablót. Ég fyrir mitt leyti hef ákveðna skýringu á því og hún er þessi: Áður en kristni var lögtekin þá dýrkuðu menn ýmsar vættir miklu fremur en Oðin eða guði Snorra-Eddu. Mitt álit er að þorri hafi verið vetrarvættur eða veðurguð. Menn hafi biótað hann til þess að „biðja um gott veður“. Oft var þörf á góðu veðri en þó aldrei meiri nauðsyn en um háveturinn. Ég býst nú við að flesta lesend- ur sé farið að renna grun í að sá sem lét ofangreind orð falla, sé enginn annar en Árni Bjömsson, þjóðháttafræðingur. Okkur datt nefnilega í hug að fá ofurlitla fræðslu hjá honum um þorra og þorrablót og var ekki til annars vænlegra að leita í þessi efnum. Kristnin kemur til sögunnar En við erum ekki komnir langt áleiðis enn og Árni heldur máli sínu áfram: - Þegar kristnin var svo lög- tekin þá var bannað að blóta heiðnar vættir opinberlega. En til að byrja með leyfðist mönnum að blóta á laun. Ég álít, að menn hafi með einhverjum hætti gert það í heimahúsum. Síðan þróast það þannig áfram, að menn halda upp á fyrsta þorradag, þótt menn viti ekki lengur upprana siðarins, þetta er bara orðinn vani. Um þetta höfum við merka heimild þar sem er bréf sr. Jóns Halldórs- sonar í Hítardal til Árna Magnús- sonar, frá 1728. Sr. Jón segist ekki vita hvort það sé gömul sið- venja að bjóða þorra og góu eða nýlegt uppátæki hjá einföldum almúga. Hann kveðst ekki hafa vitað skynsamara fólk leggja þann hégómaskap í venju og seg- ist eiginlega fyrirverða sig að setja svoddan fávisku á pappír til göfugra persóna. Engu að síður skýrir hann hana frá því merki- Iega sjónarmiði „að svo sem vetrartíð liggur hér í landi oft þungt á fólki, að henni mætti því heldur lina eður aflétta, þá ættu húsfreyjur að ganga út fyrir dyr næsta kvöld fyrir þorrakomu og svo sem öðrum góðum virðing- argesti innbjóða til sín með fögr- um tilmælum, að væri sér og sín- um léttur og ekki skaðsamur. Góu ættu bændur allir að inn- bjóða með viðlíkum hætti, yngis- meyjar einmánuði en yngismenn hörpu eður fyrsta mánuði sum- arsins“. Þorrablót á síðari öldum era angi af þessum sið. Menn vildu líkja eftir því, sem þeir töldu að forfeðurnir hefðu gert á hörðum tímum. Þegar þorrablótin voru hafin á 19. öld virðist það hafa verið í tengslum við rómantíkina og sjálfstæðisbaráttuna. Menn drakku ótæpilega allskonar minni en aldrei minni konungs- ins. Kvöldfélagið reið á vaðið Fyrsta þorrablót á 19. öld, sem ennþá hefur heyrst getið um, var á vegum Kvöldfélagsins í Reykja- vík 1867. Raunar era til þorra- blótsvísur eftir Matthías Joc- humsson frá 1863, en þá var hann í efsta bekk Lærða skólans. Um það blót hefur hinsvegar ekkert fleira fundist. Þó hefði það getað veri heima hjá Bjarna Jónssyni rektor. Kvöldfélagið var eins- konar gáfumannaklúbbur, aðal- lega yngri embættismenn og Hótel Alexandra, Hafnarstræti 16, þar sem Fornleifafélagið hélt þorrablót Ámi Björnsson, þjóðháttafræðingur. 1881. „Þorramatur þykir mér, þjóðlegur og góður“ Spjallað við Árna Björnsson umþorra ogþorrablót menntamenn, jafnvel skólapilt- ar. Sá félagsskapur, sem næst hélt þorrablót í Reykjavík, var Forn- leifafélagið, árið 1880. Þá voru æðstu embættismennirnir komnir með í leikinn því þeir voru allir í Fornleifafélaginu. Blótið var haldið í Hótel Alexöndru, Hafn- arstræti 16. Um 50 manns sátu blótið, þar á meðal 6 konur. Sal- urinn var skreyttur að fornum sið og var vel viðeigandi þar sem Fornleifafélagið átti í hlut. Hann var tjaldaður fornum tjöldum og skjaldarmerki á veggjum, önd- vegissúlur fornar reistar þar og langeldar á miðju gólfi. Fyrsta þorrablót á Akureyri hefur líklega verið haldið 1874. Þau virðast hafa verið reglu- bundnari þar en í Reykjavík, kannski meiri friður um þau. Og þarna var það einkum „fína“ fólkið, sem sótti blótin. Þó mun skólapiltum á Möðruvöllum hafa verið boðin þátttaka til að byrja með en að því kom, að Möðruvallastrákamir þóttu ekki nógu fínir fyrir svona samkvæmi. Það sýnir kvæði Möðravelling- sins Guðmundar á Sandi, sem hefst svona: Pað var á eyrinni þorrablót, er þrammaði norðan í garð hinn aldni Þorri með þungan fót, var þrungið klaka hans barð. Það var á eyrinni þorrablót, þar komu valdsmenni snjöll. Halda skyldi þar höfðingjamót, svo hissa yrði þjóðin öll. Og ennfremur: En Möðruvellingar þögðu þá, þeim var sá bekkur of hár. Fram að þessu höfðu þorrablót ekki verið haldin til sveita, svo vitað sé með vissu. En nú fara þau smátt og smátt að ná út- breiðslu þar, þótt slitrótt væra og óregluleg. Elsta dæmi um þorr- ablót í sveit mun vera frá Égils- stöðum á Völlum 1896. Nú má segja að þau séu orðin árviss við- burður um allt land. Nýr fjörkippur Segja má að nokkur fjörkippur hafi komið í þorrablót í Reykja- vík á stríðsáranum. Þá fjölgar landsbyggðarfólki mjög í Reykjavík og það tekur að mynda átthagafélög. Þau fara að halda sínar árshátíðir og nefna gjarnan þorrablót. Hygg ég að Eyfirðingafélagið hafi riðið á vaðið með þetta 1942 eða ’43. Það era svo ekki nema 25 ár síðan þorrablót urðu fastur liður í starfsemi veitingahúsa í Reykja- vík, Naustið varð fyrst til þess en þá réði sr. Halldór Gröndal þar ríkjum. Líkiega hefur hann fund- ið upp orðið þorramatur. Mér er a.m.k. ekki kunnugt um að það hafi áður þekkst í málinu. Ef at- hugaðar era auglýsingar um þorr- ablót fyrir 1958 þá er ekki talað þar um þorramat heldur „íslensk- an mat“, „hlaðborð“ eða eitthvað þvíumlíkt. En orðið þorramatur komst svo inn í bókmenntirnar í vísu Helga Sæmundssonar, en Naustið notaði það svo iengi í auglýsingum sínum: Inni á Nausti aldrei þver ánœgjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður. Önnur veitingahús í Reykjavík hafa svo fetað í slóð Naustsins og nú era þorrablót á veitingahúsum í Reykjavík orðin árviss viðburð- ur. - En svo við hoppum nú í lok- in dálítið til baka: var það ekki til að menn hefðu horn í síðu þorra- blótanna til að byrja með, eftir að þau vora endurvakin? - Jú, til var það. Þau þóttu þá minna á heiðna hætti og má kann- ski um sumt til sanns vegar færa. Ólafur Davíðsson segir frá einu slíku dæmi í íslenskum skemmtunum: „Ég skal minnast á það, til gamans, að greindur bóndi norð- lenskur fáraðist mjög um þorra- blótin við mig, sumarið 1881. Honum þóttu þau einhver óhappavænlegasti viðburður, sem hann hafði heyrt getið um nýlega, enda er það ekki að fur- ða, því hann hélt að þau mundu verða vísirinn til þess að íslend- ingar köstuðu kristinni trú og færa að trúa á Þór og Óðin“. Og Eiríkur Ólafsson á Brúnum segir svo m.a. í pistli, sem hann mun hafa skrifað 1882, en þar er hann raunar að réttlæta ágæti sinnar mormónatrúar: „Era ekki margir að drepa sig sjálfir og einstaka að kasta út bömum og sverja rangan eið, vinna á sunnudögum á sjó og landi, drekka sig fulla og skamm- ast, margir að stela og ljúga og fjölda margir að bölva og ragna því nær í hverju orði. 4-500 börn fæðast í hórdómi og lausaleik ár- lega og máski finnist líkur til, að það komi fyrir, að menn drepi menn, og að endingu er ég hræddur um, að þorrablótið sé meira fjandanum til þjónustu en herranum“. En séra Matthías Jochumsson sagði á hinn bóginn: „Vér hæðum ekki helga trú þó höldum blót, - ef trúin sjálf ei liggur laus við lífsins rót“. En hvað um það. Þorrablótin hafa haldið velli og líklega aldrei lifað meiri blómatíma en nú. -mhg »[ X *á m m ** m *á m m BARMAHLÍÐ 8. SÍMl 17709. ATXT f PORRAMATTNN Einnig nýrfiskur á hverjum degi. Komið og skoðið og sjáið hvað ykkur er hoðið. Opið til kl. 19 föstudaga, laugardaga til kl. 14. Opið í hádeginu. V* & W f* V* VI )h % *á Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Fremur til þjónustu fjandanum en herranum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.