Þjóðviljinn - 25.01.1985, Síða 7
Strákar, sjáiðið kvikindið!
(Myndirnar tók E.ÓI. í Straumsvíkinni.)
Köfun
Það opnast
alveg nýr
heimur
Dýrt sport: Útbúnaðurinn
kostar 70-90 þúsund
Rœtt við þrjá unga sportkafara
Glætan frétti á dögunum af
þremur ungum mönnum sem
eru miklir áhugamenn um
köfun og þótti tilvalið að tala
við þá og forvitnast nánar um
þetta óvenjulega áhugamál.
Þeir Ólafur, Gunnar og Bergur
tóku vel í það og úr varð þetta
spjall.
Kveikjan að áhuga þeirra var
grein í blaði sem Olafur og
Bergur lásu. Eftir langa leit
höfðu þeir uppi á Sportkafara-
félaginu fóru þeir á námskeið
og útskrifuðust sem áhugakaf-
arar og þá var hægt að byrja að
kafa.
Ekki vildu þeir segja að þetta
væri dýrt sport nema sjálfur út-
búnaðurinn sem kostar 70 - 90
þúsund nýr en það er hægt að fá
hann ódýrari notaðan. Þetta er
heldur enginn smáræðis útbúnað-
ur. Fyrst má telja gallann sjálfan
sem til er í tveimur útgáfum,
þ.e.a.s. blautgalli og þurrgalli.
Blautgallinn blotnar eins og nafn-
ið gefur til kynna við köfun og við
það kemst vatn inn á milli gallans
og líkamans. Líkaminn sér svo
um að hita þetta vatnslag og
halda því heitu. Að sögn strák-
anna er manni bara kalt fyrst
meðan líkaminn er að hita vatn-
ið. Þurrgallinn er samfestingur en
ekki einstakir hlutar eins og
blautgallinn og hefur þann kost
að halda kafaranum þurrum og
heitum.
En gallin einn og sér er ekki
nóg. Kafari þarf líka að eiga kút,
flotjöfnunarvesti, lóðabelti, fros-
klappir, gleraugu, hníf, snorku,
dýptarmæli og síðast en ekki síst
lunga. Lungað er tækið sem
andað er með og jafnframt við-
kvæmasti hluti búnaðarins. En
það var einmitt uppgötvun lung-
ans árið 1942 sem gerði
sportköfun mögulega. Fyrir þann
tíma voru kafarar tengdir yfir-
borðinu með loftsiöngu og hlunk-
uðust um á þungum búningi og á
blýskóm. Lungað gerði kafarann
óháðan yfirborðinu, allur útbún-
aður breyttist og léttist og menn
fóru að kafa að gamni sínu. f stað
lungans er snorkan notuð ef
svamlað er rétt undir yfirborði.
Þyngdarleysið
er hrífandi
En iátum þetta nægja um út-
búnaði, hvað gerist svo í köfunar-
ferð?
- Við hiöðum draslinu í bílinn
og svo er haldið af stað. Þetta er
enginn smá útbúnaður, ca 35 til
■ 40 kg á mann. Fyrst verðum við
, að fá loft í kútana sem getur verið
maus en þeir hjá Slysavarnafé-
laginu eru mjög elskulegir og yf-
irleitt fáum við loft þar. Svo er
keyrt á áfangastað, farið í búning
og allt tiiheyrandi og þar með er
ævintýrið byrjað.
- Maður er eins og fáviti á landi í
þessum búningi enda 120 kg
þungur, en þyngdarleysið í vatn-
inu er hrífandi. Þarna niðri opn-
ast alveg nýr heimur, það er það
sem er aðalfúttið í þessu. Það iðar
allt af lífi, maður sér alls konar
kvikindi. Við erum svo í
skoðunarferð eins lengi og loftið
endist en það er misjafnt eftir því
hvað við köfum djúpt og hvað
maður andar hratt. I venjulegri
sportköfun endast þessi 3000
pund af lofti, það er loftmagnið
sem kúturinn tekur, í svona 40
mínútur. Það er hinsvegar þjálf-
unaratriði hversu hratt maður
andar og eitt af því sem við
lærðum á námskeiðinu. Maður
verður líka að ná afslöppun í
Við verðum að kafa til botns í þessu!
Umsjón: Aftaltyyg RJjÓskarsdáak
Framhald á bls. 8
Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7