Þjóðviljinn - 25.01.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Síða 16
LOSIÆTI nvEKfl böwn Leigid sögufrœgt húsnœdi undir veislur og einkasam- kvœmi. Aukin þjónusta. Örskot frá borginni í skída- umhverfi. Pantanir og upplgsingar í síma 99-4414 og í Veislu- midstödinni, Lindargötu 12 Regkjavík, símar 10024 og 11250. Akstur fram og til baka ykkur að kostnaðarlausu. Reykvíkingar - Arnesingar Látið okkur sjá um veisluna. Við höfum þekkinguna. Sjáum um þorrablót árshátíðir brúðkaup Veislumiðstöóin Ath.! Sérstakur afsláttur fyrir fundi o.fl. í miðri viku. Sendum heim. Lindargotu 12 — Simar: 1 00 24 - 1 12 50 ^fesTAUHANT UM ÞORRA á Lækjarbrekku og Litlubrekku Tökum að okkur ÞORRABLÓT og hvers konar mannfagnað og bjóðum nú auk matseðils hússins bÞORRAMAT“ að gömlum sið Fjölbreyttar veitingar alla daga. Verið ávallt velkomin. Borða- og veislu- pantanir í síma 14430 „Þar var átveisla stór“ Frá þorrablóti á Oddeyri 1893 „Þorrablót héldu Akureyringarog Oddeyringarí húsi gestgjafa Ólafs Jónssonar á Oddeyri 20. f.m. Var þar nær 40 manna saman komið, bæði karlar og konur, og skemmtu allir sér hið besta. „Þar var átveisla stór, þar var ólgandi bjór“, matur borinn á borð í trogum og etið með sjálfskeiðingum en engir gafflar notaðir. Var drukkið fast en engin urðu veisluspjöll. Þrjú kvæði voru flutt við þetta tækifæri og haldnar margar ræður og mörg minni drukkin. Fyrir skemmtisamkomu þessari stóðu kaupmaðurJ. V. Havsteen á Oddeyri og bakari H. Schiöth á Akureyri". Heimildir: Stefnir 1. febr. 1893 og Ámi Björnsson (Minjar og menntir, bls. 21). -mhg Þoirablótsvísur Matthíasar Jochumssonar frá 1863 Nú drekkum, drekkum, drekkum ' burt vort dauðablóð. Að bíta lengi brauðið þurrt og bryðja lífsins remmi-jurt, það gerir blóðið kalt og kjurt, í klakaþjóð. Því teygum í oss hetju-hug :l: og hressum lífs og sálardug .7: og móð. En nú er önnur öld en þá, er Egill sat á ölbekk forðum Ármóð hjá og alla skelfdu, er horfðu á þær holskeflur af hornasjá, sem hirt hann gat. Og ætli meira ættum vér :l: hjá Agli bónda „karakter" :l: en „gat". Þótt bannað sé að bera hjör og banaspjót, þarf enn að verja frelsi og fjör og forðast marga lyga-ör og efla lands vors auðnukjör með endurbót. Því framför Islands, frelsi, trú :l: í fornum anda signum nú ./; vort blót. Matthías Jochumsson -mhg Þegar Stebbi fékk Guddu Vísa, sem varð til eftir þorrablót á Egilsstöðum: Á Egilsstöðum enn er mót, sem ýmsra léttir buddu. Þar var haldið þorrablót, og þar fékk Stebbi Guddu. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.