Þjóðviljinn - 25.01.1985, Side 19

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Side 19
VIÐHORF Samstarf við aðra flokka og utanríkisstefna eftir Pál Halldórsson f grein sem Margrét Björns- dóttir ritar hér í blaðið þann 4. þ.m. spyr hún: „Þurfa utanríkis- mál að sundra félagshyggju - fólki“?Spurningunni svarar hún þannig að utanríkismál þurfi ekki að sundra „félagshyggjufólki" ef Abl. láti af andstöðu sinni við herinn og NATO. Petta er ekki ýkja frumlegt, þar sem deilur um utanríkismál hér á landi hafa fyrst og fremst snúist um NATO og herinn. Hitt er nýtt að leiðandi félagi í flokknum lýsi yfir að stefna flokksins í utanríkismálum sé í raun sundrungarstefna sem komi í veg fyrir að „félagshyggju- fólk“ nái saman í baráttu fyrir þeim málum sem það er sammála um. Samvinna, um hvað? með hverjum? Margrét leggur mikið upp úr samvinnu „félagshyggjufólks" og hún er ekki ein um það. En um hvað á þessi samvinna að vera? Það er allt frekar óljóst. Nú hefur flokksstjórnin skipað viðræðu- nefnd, sem á að komast að því hvað félagshyggjumenn geti komið sér saman um. Hér er öllu snúið á haus, fyrst leitað að bar- áttufélögum og síðan samið um baráttumálin. Vissulega reynum við að ná sem víðtækastri samstöðu um baráttumál flokksins og vinna eins marga og mögulegt er til fylgis við þau. Og við verðum að ganga lengra, við verðum að berjast fyrir samfylkingu verka- lýðsflokkanna um brýnustu hagsmunamál alþýðunnar. Þessi samfylkingarbarátta verður að fara fram bæði innan flokkanna og í verkalýðshreyfingunni. Sam- vinna sem gengur út frá hags- munum alþýðunnar er til góðs og veit fram á við í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Hvað varðar smáborgaralegar hreyfingar eins og kvennaframboð og Bandalag jafnaðarmanna, þá ræðst afstaða þeirra til mála af því hvernig vindurinn blæs. Það er álíka gagnleg að vinna þessi samtök einhverju málefni til framdráttar og að snúa vindhananum til að breyta vindáttinni. Það er hins- vegar eins víst að þau lufsist með ef tekst að vekja upp fjöldabar- áttu um málefnið. Samvinna sem ekki gengur út frá hagsmunum alþýðunnar og beinist ekki gegn borgarastétt- inni, heldur hlítir skilyrðum Látið Þjóð- viljann vinna fyrir ykkur Liggur ykkur ekki eitthvað á hjarta? Þurfið þið að komast í samband við einhverja í kerfinu? Hafið þið heyrt um eitthvað sem aflaga fer og ykkur finnst ráð að bæta úr? Lesendasíða Þjóðviljans er kjörinn vettvangur ykkar! Þið getið annað tveggja sent okkur Unu eða hringt og við vinnum úr málinu. Einnig eru allar ábend- ingar og spurningar vel þegnar og ekki skal standa á Lesendasíð- unni að afla svara. Hringið í síma 91-81333 eða skrifið til Þjóðvifj- ans Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Hvað varðar smáborgaralegar hreyfingar eins og Kvennaframboð og Bandalag jafnaðarmanna, þá rœðst afstaðaþeirra tilmála afþví hvernig; vindurinn blœs. Það er álíka gagnlegt að vinna þessi samtök einhverju málefni til framdráttar og að snúa vindhananum til að breyta vindáttinni. hennar, leiðir til ósigurs fyrir verkalýðshreyfinguna. Til að sannfærast um þetta nægir að líta til sögunnar. Allar ríkisstjórnir sem íslenskir sósíalistar hafa tekið þátt í hafa verið stéttasam- vinnustjórnir. Verkalýðshreyf- ingin hefur þurft að borga fyrir ráðherrastólana með hverskonar eftirgjöfum. Þetta hefur gengið svo nærri hreyfingunni að hún hefur alltaf verið ófær um að verj- ast sókn auðstéttarinnar, sem jafnan hefur fylgt í kjölfar þess- ara stjórna. Þetta útilokar alla samvinnu við stóru borgaraflokk- ana, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokk. Andstaðan við NATO og herinn Andstaðan við herinn og NATO hefur alltaf átt yfirgnæf- andi fylgi að fagna innan Alþýðu- bandalagsins og náð langt út fyrir raðir flokksins. Andstaðan er að- allega sprottin af tveim rótum. Flestum hernáms- og NATO- andstæðingum hefur þótt það óbærilegt að sjálfstæð þjóð væri hersetin, og hlutleysi vera eina staðan sem vopnlausri en sjálf - stæðri þjóð væri samboðin.Marg- ir hafa skoðað málið í víðara sam-( hengi og séð að NATO er banda- lag heimsvaldaríkjanna, stofnað til að verja og auka við ránsfeng þeirra. Baráttan gegn hernum og NATO er því þáttur í baráttu al- þýðu hemsins gegn arðráni og kúgun. Þetta varð hvað augljós- ast meðan baráttan gegn árásar- stríði Bandaríkjanna í Víetnam stóð yfir. Þessi barátta stendur enn. f Mið-ameríku á alþýðan í vopnaðri baráttu við senditíkur bandarísku heimsvaldastefnunn- ar og í flestum löndum þriðja heimsins er vaxtaokri og öðru arðráni velt yfir á herðar alþýð- unnar. Vígbúnaður heimsvaldar- íkjanna og leppa þeirra á að tryggja innheimtuna. Baráttan gegn heimsvalda- stefnunni tekur á sig margar myndir. Það sem hjá okkur er barátta gegn hernaðarbrölti er fyrir mikinn hluta mannkyns bar- áttan um brauðið. Ef litið er til lengri tíma er baráttan gegn heimsvaldastefnunni líklegri til að gera þjóðum Afríku, Asíu og latnesku Ameríku mögulegt að brauðfæða sig sjálfar, en þó nokkrir molar séu látnir hrjóta þangað sem neyðin er stærst. Neyð sem undirokun og arðrán heimsvaldaríkjanna hafa skapað. Með því að gefa í skiptimynt, fyrir þægilegrí samvinnu við aðra flokka, þann hluta af utanríkis- stefnu Abl. sem beinist gegn heimsvaldastefnunni, erum við að bregðast þeim sem við eigum samleið með í öðrum löndum, al- þýðunni. Staðan í herstöðvarmalinu Hvað kemur til að Margrét vill fara að breyta utanríkisstefnu flokksins nú ? Þetta með sam- vinnu við aðra flokka er bara lé- legt skálkaskjól. Yfirlýst stefna flokksins í utanríkismálum hefur hingað til ekki komið í veg fyrir samvinnu hans við „félags- hyggjumenrí' eða aðra. Þegar vinstristjórnin hrökklað- ist frá 1974 varð flestum ljóst að þingræðisleiðin dygði ekki til að koma hernum úr landi. Þessari staðreynd var síðan „þinglýst“ í stjórnarsáttmálanum 1978. Her- stöðvarandstæðingar urðu að finna nýja baráttuleið. Niður- staðan var að hefja baráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um her- inn. Þetta var eina sjáanlega leiðin til að skerpa andstæður í málinu, vinna meirihluta og koma hernum úr landi. En þó leiðin væri fundin og starf SHA öflugt á þessum árum, áttu sam- tökin erfitt með að fóta sig á þess- ari leið, baráttan fyrir þjóðarat- kvæðinu lognaðist því útaf. Undir lok síðasta áratugar hóf Bandaríkjastjórn mikla herferð FRÁ LESENDUM Hvaða tungumál var þetta? Ragnar úr Seli kveðst eiga erfití með að skilja tungumál Ragnhildar Gísladóttur í viðtali við Þjóðviljann um sl. helgi Sunnudaginn 20. jan. s.l. kom viðtal í Þjóðviljanum við Ragn- hildi Gísladóttur, ljómandi lag- lega stúlku, enda fegurðardrottn- ingu. Þetta viðtal vakti sérstaka athygli mína. Ég reyndi að ráða framúr því á hvaða tungumáli það var og fannst það helst minna mig á málgerð sem kallast Pidgin English og er til í nokkuð mörg- um myndum í suðaustur Asíu. Það er blanda úr ensku og málum innfæddra og þykir, málfræðilega séð, heldur ómerkilegt fyrir- brigði. Svipað á sér stað í Vestur- indíum, en þar er blandan úr spænsku eða frönsku og indíaná- málum. Sú blanda er kölluð Cre- ole. Mig langar til að vekja athygli lesenda Þjóðviljans á þessu tungumáli með nokkrum sýnum úr viðtalinu. Ef Ragnhildur gat ekki talað íslensku átti blaða- maðurinn auðvitað að þýða við- talið á móðurmál lesenda. Dæmi: .... Þessar stúlkur eru listaverk út af fyrir sig, enda eru þær pres- cnteraðar sem væntanlegar sýn- ingarstúlkur...... Við komum úr óltkum áttum og fórum í gegn- um heví tímabil saman.... Fannst allt ómögulegt og fór á bömmer, yfir músik almennt.... Allt í lagi að vera prófessiónal ef fílingur er í því sem maður gerir.... Maður verður að fara alveg kúl inn í blöðrupartíin.... allt gengur út á að mcika það.... Svo var ég að vinna að ákveðnu prójekti í hast. Konsert þar sem textinn er túlk- aður í leik og með bandi. Ein heild. Um tilfinningar og ople- velse manneskjunnar í nútíma þjóðfélagi.... Þeir eru heppnir sem hitta með þá músík sem þeir ffla. Blaðamanni hefur sennilega orðið óvart á að hræra dönsku orði saman við blöndunina. Það eru ekki ýkja mörg ár síð- an Þjóðviljinn hafði orð á sér fyrir vandað málfar. Ragnar úr Seli. bæði pólitíska og áróðurslega fyrir auknum vígbúnaði. Stór- veldið var búið að sleikja sárin eftir ósigurinn í Víetnam og bjó sig nú undir að ráðast gegn frelsis- og framfaraöflum hvar sem þau ógnuðu veldi þess. Hér á íslandi var fátt um svör við ároðrinum. Herstöðvaand- stæðingar voru villuráfandi, en Abl. lagði á flótta. Moðhausa- kenningin, þ.e. að gera ekki greinarmun á Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, varð allsráðandi. Farið var að tala um NATO sem „aðra hernaðarblokkina“ jafnvel þá illskárri og nú upp á síðkastið er jafnvel farið að tala um að lappa upp á þetta árásarbanda- lag. Forystumennirnir eru hættir að mæla gegn hersetunni en láta sér nægja að andmæla frekari hernaðarframkvæmdum. Ljúfast er þeim að eyða öllum slíkum umræðum með almennum hug- leiðingum um frið. Síðustu skrif Ólafs Ragnars Grímssonar verða ekki skilin öðruvísi en að hann bíði færis að breyta þeirri stefnu sem hingað til hefur verið áréttuð á öllum landsfundum flokksins. Þau borgaralegu öfl sem áður voru tvístígandi standa nú ein- huga með hernáminu. Moggin og hernámssinnar hafa rekið flóttann rösklega og færst allir í aukana. NATO kalla þeir nú friðarhreyfingu, hersetan er ekki lengur ill nauðsyn á ófriðar- tímum, heldur er hún æskileg, jafnvel forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Við þessar aðstæður þurfa skrif eins og grein Margrétar ekkert að koma á óvart. Það er ekkert undarlegt þótt ýmsir flokksmenn dragi dám af því umhverfi sem þeir lifa og hrærast í og bogni fyrir áróðrinum. Eina vörnin gegn áróðurssókn afturhaldsaflanna er gagnsókn. Gagnsókn sem byggist á því að setja hlutina í sitt rétta samhengi. Benda á og útskýra hvað NATO í rauninni er. Takist það þurfa NATO- og hernámsandstæðing- ar ekki að örvænta um framgang baráttunnar. Páll Halldórsson er jarðeðlisfræó- ingur og félagi í Baráttusamtökum sósíalista. Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.