Þjóðviljinn - 25.01.1985, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Qupperneq 23
Viggó Sigurðsson, GuðmundurGuð- mundsson og Steinar Birgisson verða allir í eldlínunni í kvöld og á sunnudagskvöldið þegar Víkingar mætaCrewenka. Bein sending Luton og Tottenham „Annan laugardag, 2. febrúar, verður sýnt beint frá Kenilworth Road í Luton þar sem heimamenn fá Tottenham Hotspur í heim- sókn. Þann 16. febrúar verður síðan sýnt beint frá leik úr 5. um- ferð ensku bikarkeppninnar,“ sagði Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður sjónvarps í gær. Ekki kemur í ljós hvaða leik við fáum að sjá þann 16. fyrr en eftir leiki 4. umferðar í bikar- keppninni sem fram fer nú um helgina. Seinna í vetur er síðan von á innbyrðis stórleikjum efstu liðanna en að sögn Bjarna á það eftir að skýrast nánar. -VS Evrópuleikirnir Víkingar áfram á reynslu og áhorfendum? Mæta „rakettunum“ frá Júgóslavíu íkvöld og á sunnudagskvöldið. Bæði lið skipuð sínum bestu mönnum. Komast Víkingar íundanúrslitin? Getraunir Teningnum enn kastað A.m.k. tvisvar Teningurinn frægi verður enn í notkun hjá íslenskum getraunum þessa helgina. Ljóst er að kastað verður upp um úrslit a.m.k. tveggja leikja, númer 9 (Oxford-Blackburn/Portsmotuh) og númer 12 (West Ham-Nor- wich/Birmingham). Blackburn og Portsmouth gátu ekki leikið nú í vikunni og Birmingham og Norwich gerðu jafntefli. Leikur Watford og Grimsby verður látinn standa eins og irann er á seðlinum þó að Grimsby leiki á heimavelli. Styrkir til þjálfara Eins og undanfarin ár mun unglinganefnd ÍSÍ veita styrki til unglingaþj álfara sem hyggjast sækja námskeið erlendis. Að þessu sinni verða veittir þrír styrkir að upphæð 13 þúsund krónur hver. Sérstök eyðublöð til útfyllingar á beiðnum um þessa styrki fást á skrifstofu ÍSI, en þangað þurfa umsóknir að bcrast fyrir 1. mars. Helgar- sportid Handbolti Evrópuleiki Víkings og Crewenka í Laugardalshöll- inni ber hæst, en af öðrum lcikjum er þýðingarmest viðureign efstu liða 1. deildar kvenna, Fram og Vals, í Laugardalshöllinni kl. 14 á sunnudag. í 1. deild leika einnig ÍA og Þór A. á Akranesi kl. 21.15 í kvöld, KR-Þór A. í Höllinni á morgun kl. 16 og FH-Vfldngur í Hafnarflrði kl. 14 á sunnudag. Einn leikur fer fram í 1. deild karla. KR og Valur leika í Laugardalshöllinni kl. 13.30 á morgun, laugardag. Kl. 14 á morgun leika á Akureyri KA og Þróttur í bikarkeppni karla. í 2. deild karla eru fjór- ir leikir, Grótta-Haukar á Sel- tjarnarnesi kl. 20 og HK-Þór A. í Digranesi kl. 20.15 í kvöld og á morgun mætast Fylkir-Ármann í Seljaskóla kl. 13.30 og Fram-Þór A. í Laugardalshöll kl. 14.45. Körfubolti Fimmtánda umferð úrvals- deildarinnar fer fram um helg- ina. Njarðvíkingar fá KR í heimsókn kl. 20 í kvöld, Haukar mæta Val í Hafnar- firði kl. 14 á morgun og ÍR og ÍS leika í Seljaskóla kl. 14 á sunnudaginn. í l. deild kvenna eru tveir leikir kl. 15.30 á morgun - Haukar-ÍS í Hafnarfirði og UMFN-ÍR í Njarðvík. í 1. deild karla leika Grindvíkingar við Þór frá Ak- ureyri í Njarðvík kl. 14 á morgun og á sunnudag leika Þórsarar við ÍBK í Keflavík á sama tíma. Blak Fyrsta umferð bikarkeppni BLI fer fram um helgina. Badminton Landsliðið er í Póllandi en á meðan, laugardag og sunnu- dag, fer fram á Akranesi ung- — lingameistaramót ÍA. Júgóslavnesku bikarmeistar- arnir Crewenka komu hingað til lands í fyrrakvöld til að búa sig undir leikina tvo gegn Víkingi í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Fyrri leikurinn fer fram i Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.30 og sá seinni á sunnu- dagskvöldið á sama stað og tíma. Hér er um að ræða 8-liða úrslit keppninnar þannig að sigurliðið fer í undanúrslit. Til mikils er að vinna fyrir Víkinga en róðurinn verður mjög erfiður - Crewenka sló rúmensku bikarmeistarana útúr keppninni í 2. umferð og sýnir það styrkleika liðsins. Crewenka er í 4.-5. sæti á júg- óslavnesku 1. deildinni, en að sögn forráðamanna félagsins segir það ekki alla söguna því lið- ið hefur leikið mun fleiri útileiki en heimaleiki til þessa og stendur því vel að vígi. Allir bestu leik- menn liðsins eru með í förinni og það sama er hægt að segja um Rétt fyrir jól lauk 1. umferð í 2. flokki kvenna og 3. flokki karla, b-riðli, og2. umferð í minnibolta, d-riðli, á íslandsmótinu í körfu- knattleik. Þar vekur mesta at- hygli að Suðurnesjaiið eru í farar- broddi á öllum vígstöðvum, Kefl- avíkurstúlkurnar í 2. flokki kvenna, Njarðvíkurpiltarnir í 3. flokki karla og Grindvíkingar í minnibolta. Staðan í þessum þremur flokk- um og riðlum er þessi: 2. flokkur kvenna: Keflavík..............4 4 0 199-115 8 KR....................4 3 1 143-118 6 Haukar................4 2 2 135-116 4 Víkinga - þar eru allir heilir og tilbúnir í slaginn. Peter Eror, þjálfari Þórara í Vestmannaeyjum, lék um árabil með Crewenka og þjálfaði liðið einnig og þekkir það því mjög vel. Að hans sögn leika með lið- inu þrír landsliðsmenn og tveir unglingalandsliðsmenn en með- alaldur leikmanna er aðeins 22 ár. í Júgóslavíu er liðið nefnt „raketturnar" vegna þess hve mikið það beitir snöggum hraða- upphlaupum. Víkingar hafa verið á uppleið undanfarið eftir fremur skrykkj- ótt gengi í 1. deildinni og á góðum degi geta þeir hæglega velgt júg- óslavneska liðinu undir uggum. Víkingsliðið er mun leikreyndara en það júgóslavneska, leikmenn þess hafa flestir mikla reynslu úr Evrópu- og landsleikjum, og með góðum stuðningi áhorfenda ættu Víkingar að eiga möguleika á að komast áfram. Njarövik................4 1 3 88-164 2 IR......................4 0 4 84-136 0 (BK vann leikinn við KR 46-38 og Hauka 47-28. 3. flokkur karla - b-riðill: Njarövík................3 3 0 252-122 6 Valur...................3 2 1 176-162 4 ReynirS.................3 1 2 163-230 2 Laugdælir...............3 0 3 1 06-183 0 Njarövíkingar virðast vera langsterkastir og þeir unnu sinn helsta keppinaut, Val, 70-49. Minnibolti - d-riðill: Grindavík.............6 6 0 299-100 12 Keflavík-a............6 4 2 179-160 8 KR....................6 2 4 1 06-211 4 Keflavík-b............6 0 6 119-232 0 Helgi Guðmundsson formaður handknattleiksdeildar Víkings sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að Víkingar þyrftu að fá samanlagt 4000 manns á leikina tvo til að sleppa við fjárhagslegt tap. Það ætti að takast, ef Víking- um tekst vel upp í kvöld er enginn Fram og Valur, tvö efstu liðin í 1. deild kvenna, leika afar þýð- ingarmikinn leik í Laugardals- höllinni á sunnudaginn kl. 14. Hann getur ráðið úrslitum í deildinni - með jafntefli eða sigri yrði meistaratitillinn sama og í höfn hjá Framstúlkunum. Valur þarf að vinna leikinn, helst með fjórum mörkum vegna þriggja marka Framsigurs í fyrri leik lið- Enski körfuknattleiksdómarinn Rob Iliffe verður fyrirlesari á fundi sem KKÍ gengst fyrir á miðvikudag- inn kemur, 30. janúar. Þar verður fjallað um leikreglur í körfuknattleik og nýgerðar breytingar á þeim. Fyrir- lesturinn verður í Austurbæjarskól- vafi á að Laugardalshöllin verður troðfull á síðari leiknum á sunnu- dagskvöldið. Víkingar hafa margsinnis staðið sig með sóma í Evrópukeppni og vonandi bæta þeir blómi í hnappagatið meö góðri frammistöðu nú um helg- ina. _vs anna, til að eiga möguleika á meistaratitlinum. Staðan í 1. deild er þessi: Fram..............9 9 0 0 288-134 18 Valur.............9 8 0 1 207-138 16 FH................9 7 0 2 258-132 14 Víkingur..........8 4 0 4 130-153 8 KR................8 2 1 5 138-168 5 ÞórA..............8 1 1 6 122-212 3 lA................8 1 0 7 106-229 2 IBV...............9 0 2 7 131-214 2 anum í Reykjavík og hefst kl. 20.30. Iliffe verður síðan kennari á dóm- aranámskeiði sem haldið verður í Reykjavík dagana 9. og 16. febrúar. Þátttöku þarf að tilkynna til skrifstofu KKÍ fyrir 6. febrúar og þátttökugjald er kr. 250. Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Yngri flokkar Sterk á Suðumesjum Kvennahandbolti Ráðast úrslitin? -HrG FH í Hollandi íslandsmeistarar FH fara á morgun til Hollands þar sem þeir mæta hollensku meisturunum Herschi öðru sinni í 8-liða úrslit- um Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. FH vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöliinni með átta mörkum, 24-16, og hlýtur sá munur að duga Hafnfirðingum til að komast í undanúrslitin. Landsliðsmenn FH fara síðan beint til Frakklands til leiks í mót- inu sterka sem þar hefst á miðvik- udag. -VS Fyrirlestur og námskeið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.