Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Hér er Undir þessari fyrirsögn geta les- endur Glætunnar héðanífrá barið augum allt það helsta sem boðið er uþþá um helgar fyrir ungt fólk. Gjörið svo vel. Föstudagur 25/1: Ársel: Diskótek kl. 7-10. í kvöld er ballið fyrir 10-12 ára vegna próflest- urs hjá eldri krökkunum. Bústaðir: Diskótek kl. 8-12. Ýmis skemmtiatriði. Fellahellir: Diskótek kl. 8-12. Óvænt uppákoma. Tónabær: Diskótek kl. 8-11. Þróttheimar: Diskótek kl. 8-12. Laugardagur 26/1: Austurbæjarbíó: Hátíða- og skemmtifundur í tilefni æskuársins. A fundinn koma Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra, Níels Árni Lund formaður framkvæmdanefnd- ar, Freyr Njarðarson annar höfundur bókarinnar „Ekkert mál", Guðrún Kristmannsdóttir frá Selfossi, hljóm- sveitin Grafík, Hamrahlíðakórinn og Ómar Ragnarsson. Dagskráin hefst kl. 14.00. Aðgangur er ókeypis. Agnarögn: Diskótek kl. 9-01. Traffic: Duran Duran hátíð föstu- dags- og laugardagskvöld. Tískusýn- ing og danssýning þar sem sýndir verða frumsamdir dansar bæði kvöldin. ATHUGIÐ! ATHUGIÐ! Látið Glætuna vita ef úr glæðist í menningar- og skemmtanalífi unglinga. Allar ábendingar eru vel þegnar og þið fáið jafnframt ókeypis auglýsingu. Þið getið skrifað Glætunni, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, eða hringt í 8 13 33. Sérsveitir álfélagsins, eða....? Það opnast.... Framhald af bls. 7 vatninu og venjast búningnum. Hver er svo munurinn að kafa í sjó og ferskvatni? - Munurinn er sá að í sjónum er meira að sjá, meiri litur, meira líf, meiri gróður. Ferksvatnið hefur þann sjarma að skyggnið er endalaust. Maður stendur á botn- inum og horfir upp og sér bara blátt eins langt og augáð eygir nema smá ljósrauf efst. Heitur sjór, fullur af skrautfiskum Veiðiði í matinn? - Við tínum stundum öðu, skel- fisk og hörpudisk en það er von- laust að ætla að ná í fisk. Við útbjuggum okkur einu sinni spjót til að skutla með fisk en það reyndist stórhættulegt að vera að sveifla þessu með annan kafara rétt við hliðina á sér svo við gáf- um fiskveiðar upp á bátinn. Hvað hafiði farið dýpst? - Við fórum einu sinni 36 metra í Skorradalsvatni. Það er svona eins og ein 12 hæða blokk en yfir- leitt er ekkert varið í að fara dýpra en 20 metra. Þá er ekkert að sjá vegna myrkurs. Strákarnir gera lítið úr hættu við köfun og segja að í 9o% slysa- tilvika sé um að kenna trassaskap kafarans. Hann hefur þá ekki virt öryggisreglur. En eru foreldrar ykkar ekki hrœddir um ykkur? -Efviðerumekki komnireftirS tíma fara þeir að leita, segja þeir og glotta. Hvert farið þið helst að kafa? - Það er hægt að fara hvert sem er. Við höfum t.d. oft farið út að Gróttu og kafað þar. Þar er bæði fallegt og mikið líf. Öll Vatns- leysuströndin er líka skemmtileg vegna þess að sjórinn þar er svo tær. Eiginlega er maður aldrei búinn með staði og getur farið oft á sama stað. En það er óneitan- lega gaman að kynnast nýjum stöðum og okkar draumur er að kafa erlendis, búningslausir í hei- tum sjó fullum af skrautfiskum. Hér heima langar okkur mest til að kafa niður að skipsflaki en okkur vantar bát til að geta fram- kvæmt þann draum. Einu sinni köfuðum við að næturlagi úti á Gróttu. Það er alveg spes fyrir- brigði að kafa á nóttunni. Örygg- ið verður auðvitað að vera alveg pottþétt og allt mjög vel undirbú- ið. Framtíðarstarf Eruði samveixnir búningnum? Ætlið þið að gera þetta að at- vinnu? -Nei, er svarið. Maðurfærleiða á sportinu um leið og þetta er orðið atvinna manns. Ef áhuginn grípur mann, hvert er þá hægt að snúa sér? -Það er til félagsskapur, Sportkafarafélag fslands sem við töluðum um fyrst en það heldur námskeið reglulega. Við þurftum sjálfir að hafa dálítið fyrir því að finna félagið svo við viljum koma því á framfæri að allir geta komið á fundi sem eru haldnir annan mánudag hvers mánaðar á Frí- kirkjuvegi 11. Það er líka hægt að hringja í Ólaf í síma 84475. Við tökum alltaf vel á móti nýjum fé- lögum, segja strákarnir að lok- um. aró Nei, ekki alveg. Frá vinstri: Gunnar, Bergur, Ólafur. Vinsældalistar Þjóðviljans í dag bætist við þriðji vinsældalistinn sem verða mun fastur liðurframvegis. Fyrirmyndin að þessum lista er svokallaðir óháðir vin- sældalistar og er listinn að því leyti frábrugðinn hinum tveimur að hér er um að ræða LP-plötur en ekki einstök lög. Listinn er unninn í verslun- inni Gramminu og því kenndur við hana. Fellahellir Rás 2 (3) 1. Forever young - Alpha Ville ( 1) 1. Everything she wants- Wham! 1. (5) 2. Sex Crime - Eurythmics (2) 2. Sexcrime- Eurythmics 2. (1) 3. The Power of Love - / 4) 3. Húsið og ég- Grafík 3. Frankie goes to Hollywood / 6) 4. Búkalú - Stuðmenn 4. (9) 4. Sounds like a Melody - Alpha Ville / 5) 5. 16- Grafík 5. (7) 5. Like a Vigrin - Madonna / 3) 6. One night in Bankok- Murray Head 6. (2) 6. Búkaiú - Stuðmenn (7) 7. Hart beat- Wham! (8) 7. Everything She Wants - Wham (11) 8. Like a Virgin - Madonna 7. (-) 8. The Chauffeur - Duran Duran / 8) 9. Love is love- Culture club 8. (4) 9. Last Christmas - Wham (13) 10. Easy lover- Philip Bailey 9. (-) 10. One Night in Bangkok - Murray Head 10. Grammið Dali’s Car - The Walking Cocteau Twins - Treasure The Smiths - Hateful of Hollow Welcome to Pleasuredome Grafik - Get ég tekið cjéns The Cure - The Cure Live

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.