Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 1
31 janúar 1985 fimmtu- dagur 25. tölublað 50. árgangur ÞJÚÐVIUINN LANDIÐ MENNING VtÐHORF Utboð SH Fær hún 13. mánuðinn? Útboð SH hafa leitt til mikillar farmgjaldalœkkunar. Upphœðin sem sparast svarar til þess að starfsfólk SH fengi mánaðarlaun í uppbót Áfengisvarnir Von í Skipholtinu Fœreyingar og Grœn- lendingarfyrstir á stöð Vonarfyrir drykkjusjúka Á morgun tekur tii starfa ný sjúkrastöð fyrir áfengissjúklinga og er það stöð Líknarfélagsins Vonar í Skipholti í Reykjavik. Vistmenn verða eingöngu úr hópi granna okkar á Norðurlöndum. Fyrstu vistmenn eru níu færey- ingar og einn grænlendingur. Færeyska landstjórnin hefur þeg- ar ákveðið að greiða dvalar- og ferðakostnað færeyinganna, og í dag kemur til landsins sendinefnd frá grænlensku stjórninni að kynna sér starf sjúkrastöðvarinn- ar. Framkvæmdastjóri Vonar er Skúli Thoroddsen og sagði hann í, spjalli við Þjóðviljann að hug- mynd Vonarmanna væri að að- ferðir í ætt við SÁÁ dreifðust um Norðurlönd frá þessari sjúkra- stöð, - á svipaðan hátt og ferðir íslendinga til Bandaríkjanna mörkuðu upphaf nýrrar sóknar í meðferð áfengissjúkra hérlendis. „En ég legg áhersiu á þetta er tilraunastarfsemi. Enda höfum við ekki þetta húsnæði nema til vors, og verður þá að athuga hvort grundvöllur er til að halda áfram“. Starfsmenn á Von eru fimmtán. Vistmenn geta verið þrjátíu í einu. -m Skúli Thorddsen framkvæmda- stjóri sjúkrastöðvarinanr Vonar í Skipholtinu. Mynd: -eik. Niðurstöður útboða Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á flutningum á frystum fiski hafa leitt til 92 miljón króna farm- gjaldalækkunar, miðað við flutn- ingskostnaðinn hjá Eimskip í fyrra. Út frá upplýsingum sem fengust hjá SH og Verkamanna- sambandi íslands er hægt að reikna út að þetta samsvarar næstum einum mánaðarlaunum meðalstarfsmanns hjá SH. Framgjaldalækkunin skiptist þannig, að flutningarnir til Sovét lækka um 37 miljónir króna, til V-Evrópu um 31 miljón króna og til Bandaríkjanna (upplýst í Þjóðviljanum í gær) um 24 milj- ónir. Öllfargjaldalækkuninrenn- ur til þeirra frystihúsa sem skipta við SH, en það eru um 60 prósent frystihúsa. í kjarasamningum hafa verka- lýðsfélög þráfaldlega bent á, að hægt væri að fjármagna kauphækkun til starfsfólks í fisk- vinnslu meðal annars með því að lækka farmgjöld og þannig þann mikla gróða sem skipafélögin hafa haft af fiskflutningum til út- landa. Samkvæmt niðurstöðum útboða SH virðist þetta vera rétt. Féð sem sparast við farmgjald- alækkanirnar fer nálægt því að geta staðið undir því að fisk- vinnslufólk fái þrettánda mánuð- inn borgaðan, eins og gerist í sumum öðrum greinum. -S.dór/ÖS Nesjavellir Kaupir Landsvirkjun? Hitaveitan reiknar með að selja Landsvirkjun raforkufrá Nesjavalla virkjun, uppundir tvöfalt afl Kröflu og Svartsengis? Ekki á áœtlun hjá Landsvirkjun, en „við erum að munda okkur til viðræðna “ segir Landsvirkjunarforstjóri Íáætlunardrögum um Nesjavall- avirkjun Hitaveitu Reykjavík- ur er lagt á ráðin um raforkusölu þaðan til Landsvirkjunar og nefndar upphæðir sem í nútíma jafngilda frá 100 til 310 milljónum króna. Til saman- burðar má geta þess að Lands- virkjun keypti orku frá Kröflu og Svartsengi fyrir 118 milljónir árið 1983 (nú 146 milljónir í grófreikn- ingi). „Við höfum fengið ávæning af þessu“, sagði Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar við Þjóðviljann í gær. Hitaveitumenn hafa sent Landsvirkjun skýrslu um málið en það er ekki komið á það stig að afstaða hafi verið tekin að sögn Jóhanns, „við erum að munda okkur til viðræðna við Hitaveitu- forstjóranrí'. Jóhann sagði að ekki hefði ver- ið reiknað með orku frá Nesja- vallavirkjun í áætlunum Lands- virkjunar. „En ef þetta reynist vænlegur kostur til raforkuöflu- nar hljótum við að taka það með í dæmið, hvað sem menn svo segja um offjárfestingu. En það þarf að gæta að ýmsu, meðal annars að markaði“. í Nesjavallaáætlun frá 1983 kemur fram að vinnslukostnaður eykst verulega ef ekkert rafmagn er selt frá virkjuninni. Lítrinn af heitu vatni kostar ef ekkert er selt helmingi meira en þegar gert er ráð fyrir hámarkssölu. Virkjun Nesjavallasvæðisins virðist því háð orkusölu til Landsvirkjunar sem nýlega hefur neyðst til að draga saman framkvæmdaseglin, meðal annars vegna harðvítugrar gagnrýni Finnboga Jónssonar. Borgarsjórn hefur ekki tekið ákvörðun um Nesjavallavirkjun, en á framkvæmdaáætlun Hita- veitu í ár er varið 197 milljónum til framkvæmda þar þótt ekki virðist fullkannað hvað hægt er að fá af viðbótarorku frá gömlu svæðunum eða hve mikil þörf er fyrir viðbótarorku. Kostnaður við Nesjavelli alla er tiltölulega varlega áætlaður um fjórir milljarðar, svipað og Blöndu- virkjun. Skák Kasparov með tvo Þau tfðindi gerðust í gær í heimsmeistaraeinvíginu í skák að Kasparov vann Karpov heimsmeistara í 47. skákinni eftir langa runu jafntefla að undan- förnu. Staðan er því 5:2 Karpov í vil. Ekki er ólíklegt að nýtt líf færist í einvígið við þennan sigur Kaspar- ovs en Karpov þarf reyndar ekki nema einn vinning til að útkljá einvígið. Kasparov hafði svart í vinningsskák sinni. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.