Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 2
Skyldusparnaður Vemlega slæm skil Skyldusparnaðarreikningur Byggingarsjóðs neikvœður um 82 miljónirá liðnu ári. Átti upphaflega að gefa afsér45 miljónir Um 82 miljónir voru greiddar út af skyldusparnaðarreikn- ingum umfram það sem lagt var inn á nýliðnu ári. Stjórnvöld höfðu upphaflega reiknað með að skyldusparnaðarreikningurinn yrði jákvæður um 45 miljónir. Atvinnuleysistryggingarsjóður átti að kaupa skuldabréf af Bygg- ingarsióði n'kisins fyrir 115 milj- ónir. I byrjun ársins var ljóst að sjóðurinn myndi ekki kaupa nein skuldabréf. Þegar síðar var sýnt að skylduspamaðarreikningur- inn yrði neikvæður um 30 miljón- ir var tekið erlent lán uppá 190 miljónir fyrir Byggingarsjóðinn þar sem tekjustofnar höfðu alger- lega brugðist. „Staðan er nú mun verri en gert var ráð fyrir og það hefur alveg bmgðist að skyldusparnaðurinn gæfi af sér tekjur fyrir Byggingar- sjóð“, sagði Hilmar Þórisson hjá Húsnæðisstofnun í samtali við Þjóðviljann í gær. Hilmar sagði að í lánsfj lögum fyrir yfirstandandi ár v gert ráð fyrir því að skylduspa aðarreikningurinn yrði á n eftir þetta árið en miðað við komuna á nýliðnu ári þá væri áætlun mikil bjartsýni, eins hann orðaði það. TORGIÐ Er kirtlaveikin líka komin í stór- laxana suður á Velli? Kjarabarátta Fundi var slitið og verkfall hófst Ekkertþokaðist í samkomulagsátt á nœturlöngumfundi í deilu undirmanna áfarskipum og skipafélaganna Verkfall undirmanna á far- skipunum hófst kl. 11 í gærmorg- un. Þá hafði staðið yfir sáttafund- ur frá því deginum áður. Þar sem nákvæmlega ekkert gerðist á þeim fundi var honum slitið klukkan ellefu í gærmorgun og verkfallið skall á. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn fékk hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, þá er ljóst að skipafélögin hafa ætlað að láta koma til verkfalls, því þau hafa skipulagt svo ferðir skipa sinna að þau eru öll erlendis eða á leið til útlanda. Hugsanlegt er að Skógarfoss sé í Reykjavík, hann hafi ekki sloppið út fyrir verkfall. Eins og áður hefur komið fram eru það 45 skip sem verkfallið nær til og stöðvast þau um leið og þau koma til landsins. Að vísu er leyfð losun úr skipunum útá landi, en ekki lestun. - S.dór. FRÉTTIR Slippfélagið Kísilgúrverksmiðjan Sniff- lím Veitti Kísilgúrverksmiðjunni 10 ára starfsleyfi ígœr. Náttúruverndarlög geta stöðvað veitinguna. Iðnaðarráðherra hefur ekki ráðfœrt sig við náttúrurfrœðinga, Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra kallaða fulltrúa úr Náttúruverndarráði til fundar við sig í gær og skýrði þeim frá því að hann hefði ákveðið að veita Kísilgúrverksmiðjunni við Mý- vatn 10 ára starfslcyfi. Náttúru- verndarráð vill ekki veita verk- smiðjunni starfsleyfi lengur en tii 1990 gegn því að náttúrufræði- legum rannsóknum við Mývatn verði lokið 1988. Síðdegis í gær veitti iðnaðarráðherra verk- smiðjunni svo leyfíð. Samkvæmt náttúruverndarlögum um Mý- vatnssvæðið ganga þau lengra en þau lög sem heimila ráðherra að veita Kísilgúrverksmiðjunni starfsleyfí og ætlar ráðherra að láta reyna á þetta fyrir dómstól- um. Það mun hafa komið fram á fundinum í gær að iðnaðarráð- herra hefur ekkert ráðfært sig við náttúrufræðinga um þetta mál og virtist lítið sem ekkert vita um þá hlið málsins. Aftur á móti hefur hann ráðfært sig við lögfræðinga um laglega hlið þess. Niðurstaða lögfræðinga er sú að náttúruverndarlögin gangi lengra í þessu efni og því geti ráð- herra ekki veitt starfsleyfið nema með samþykki Náttúruverndar- ráðs. Stefnir því allt í málaferli. Þar að auki létu landeip.endur við syðri flóa Mývatns hafa eftir sér á dögunum að tilraunir Kísilgúr- verksmiðjunnar til að taka kísil- gúr þar myndu kosta stríð.En nú er svo komið að verksmiðjan verður að fá kísilgúr úr syðri flóafium ef hún á að starfa áfram. Ástæðan fyrir því að iðnaðar- ráðherra er svo umhugað að veita verksmiðjunni 10 ára starfsleyfi er sú, að hann hefur gert nýjan samning við John Mannsville, meðeiganda ríkisins í Kísilgúr- verksmiðjunni við Mývatn, og er því heldur illa klemmdur. í dag má búast við að málið verði tekið fyrir utandagskrár á Alþingi. - S.dór. markað Komið er á markaðinn lím sem ekki inniheldur það efni, sem börn og unglingar hafa sóst eftir að sniffa af. Það er efnaverksmiðja Slippfé- lagsins í Reykjavík sem hefur í samvinnu við Æskulýðsráð unnið að gerð þessa iíms, sem mun vera að öllu leyti jafn sterk og ending- argott og það lím sem inniheldur sniffefnið. - S.dór. Skoðanakannanir Fólkið vill kjósa Verulegur meirihluti kjósenda vill að þing verði rofið og efnt verði til kosninga, samkvæmt skoðanakönnun DV sem birt var í gær. I ljós kemur að 55,5% þeirra sem afstöðu taka eru fylgjandi kosningum en einungis 44,5% vilja að stjórnin lulli áfram. Þannig vilja fleiri en þeir sem beinlínis eru andvígir ríkisstjórn- inni að kosið verði hið fyrsta. 21,4% gefa ekki upp afstöðu sína til þessarar spurningar. -óg Iðnaðarráðherra ætlar í málaferli Torfi Ágústsson og Þórunn Þórðardóttir á skrifstofu Ferðafélags Islands. Mynd: eik. Ferðafélag íslands Feröalöngum fjölgar Fjölgun farþega með Ferðafé- Félagsmenn eru nú hátt í einnig lagning göngustíga um lagi íslands á síðasta ári var 9.000. Mikið fjármagn hefur far- Þórsmörk á vegum félagsins. Eru talsverð. Á sjöunda hundrað ið í 16 sæluhús félagsins á síðustu menn bjartsýnir um áframhald á bættust við í ferðir félagsins frá árum. Viðhaldáþeimhefurverið starfsemi Ferðafélags íslands. því á árinu áður. talsvert. Síðasta sumar hófst 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.