Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 13
Bretland: Opinber útgjöld hafa aukist í valdatíð íhaldsflokksins Lítið að marka herópið „Báknið burtu- Hernaðarútgjöld hafa aukist mest- Nú á að ráðast á menninguna Margaret Thatcher hefur orð á sér fyrir að vera sú vilja- sterka járnfrú, sem fylgir eftir af dugnaði því eftirlætismark- miði frjálshyggjunnar að draga úr útgjöldum hins opin- bera. Þetta kemur reyndar ekki heim og saman við veru- leikann. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá breska fjármála- ráðuneytinu hafa samanlögð útgjöld hins opinbera aukist bili lýkur - en það verður árið 1988. Það markmið sem fjármála- ráðuneytið hefur sett sér til næstu þriggja ára er nefnilega í því fólg- ið að koma hlut opinberra út- gjalda niður í 39,5% af þjóðar - framleiðslunni. En það er nák- væmlega sama stærð og „And- skotans Ríkið“ hafði á valda- dögum Verkamannaflokks- stjórnarinnar síðustu. Þessir útreikningar hérna eru fyrir vin okkar frá Bretlandi... en ekki minnkað þau sex ár sem liðin eru frá því íhalds- flokkurinn tók við völdum. Andskotans ríkið Skýrslugjafinn staðfestir það með nokkrum dapurleika, að op- inber útgjöld í Stóra-Bretlandi verði á yfirstandandi fjárlagaári 42,5 % af vergum þjóðartekjum - og er þar um raunverulega aukningu um 3% að ræða frá ár- inu 1979. Því hefur heldur lítið orðið úr því kosningaloforði Margaret Thatcher að „velta saman rík- inu“. Svo virðist og sem hún trúi ekki sjálf á þann möguleika að hægt verði að uppfylla það loforð áður en yfirstandandi kjörtíma- Þetta er reyndar mjög merki- legt og minnir menn rækilega á að það er óþarft að taka mjög alvar- lega gaspur hörðustu hægrisinna um „báknið burt“. Tíðindi þessi minna og á það, að það er fullkomlega óþarft sjálfshól hægriflokka að þeir kunni öðrum betur með peninga að fara. Ná- inn bróðir frú Thatcher í stjórnmálum,Ronald Reagan, hefur ekki skorið niður sitt bákn, nema með því að færa peninga frá velferðarmálum til hersins, og hann hefur stjórnað með fjárlag- ahalla og skuldasöfnun sem margir samstarfsmenn hans telja stórlega háskalegan. Hvað með skattana? Ef að nú áform stjórnarinnar um þróun bresks efnahagslífs UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Geturðu ekki farið að sýna mér einhvern sparnað, fjármálaráðherra? standast, þá gerist það í fyrsta sinn á fjárhagsárinu 1985-86 að opinberi geirinn verður skorinn niður um 1,4 %.Þetta á að gerast með því að útgjöld hins opinbera mega ekki aukast nema um 3,1 % en búist er við því að verðbólgan aukist um 4,5 %. Þetta mun vera sú stefna sem Nigel Lawson mun standa sem fastast við þegar hann leggur fram fjárlagafrumvarp sitt í mars. Niðurskurðurinn ræður svo mestu um afdrif annars kosning- aloforðs allt frá 1979 - loforðsins um lækkun tekjuskatts á einstak- linga. Hingað til hefur frú Thatcher ekki gengið neitt að uppfylla þetta loforð. Síðan hún komst til valda hefur skattabyrðin þvert á móti hækkað úr 38 % í 46 % af þjóðartekjum. Menningin í háska Fjármálaráðuneytið breska gerir ekki grein fyrir því í fyrr- nefndri skýrslu, hvernig á að fara að því að skera niður. Talið er að stjórnin leggi síst í að skera niður útgjöld til kennslu - og heilbrigð- ismála. Þetta þýðir samt ekki, að þar verði engar breytingar. Því að peninga til að halda uppi núver- andi útgjöldum á m.a. að fá með því, að hækka þau gjöld sem hver og einn greiðir fyrir lyfseðla og fyrir heimsóknir til tannlæknis. Fjármálaráðherrann hefur í hyggju að skera niður um allt að þriðjungi útgjöld til bókasafna og menningarstarfs. Með þessum og skyldum áformum er bersýnilega boðið upp á hörkuátök við borg- arráð Stór-Lundúna og sex önnur skyld stórborgaráð, sem stjórnin vill leggja niður frá pg með maí- mánuði 1986. Herinn og pundið Eins og fyrr segir hafa opinber útgjöld aukist síðan íhaldið tók við. Þar með er að vísu ekki hálf sagan sögð: síðan 1979 hafa hern- aðarútgjöld aukist um 21%, sem þýðir auðvitað að það er þegar búið að skera niður á ýmsum öðr- um sviðum. Hernaðarútgjöld eiga að halda áfram að aukast um þrjú prósent á næsta fjárhagsári en næstu tvö ár á eftir á líka að spara ögn við herinn - eða um 2,5 %. í spádómum fjármálaráðu- neytisins breska er mörg óvissan. Þar er t. d. gert ráð fyrir því að atvinnuleysingjar verði 3,2 milj- ónir næstu þrjú árin - en eru nú í raun nálægt fjórum miljónum. Ekki er vitað hvernig verkfall námumanna fer, en það tekur töluvert til sín í herkostnaði (stríðið við námumenn er sagt kosta nú þegar miklu meira en Falklandseyjastríðið). Og pund- ið er valt á gjaldeyrismarkaði. Það hefur verið að falla ört að ^undanförnu og liggja til þess ýms- ar ástæður. Víst er, að Margaret Thatcher tók við því hlutfalli, að í pundi væru tveir dollarar. Nú eru pund og dollar á svipuðu verði. áb endursagði. Málamiðlun í námaverkfalli Sundrungin hefur veiktstöðu verkfallsmanna í fyrri viku tók verkfallið í kolanámum Bretlands, sem nú hefur staðið í tíu mánuði, nýja stefnu. Foringi námamanna, Arthur Scargill, hefur í fyrsta sinn fallist á að ganga til við- ræðna „án fyrirfram skilyrða" eins og það heitir. Þetta hefur komið mörgum á óvart því yfirlýsingar aðila nálægt áramótum gátu bent til þess, að verkfallið stæði í marga mánuði enn. Hingað til hefur Arthur Scar- gill vísað á bug öllum málamiðl- unum sem byggðust á því, að fleiri eða færri kolanámum yrði lokað á þeirri forsendu að þær séu óarðbærar. Það er í þessum púnkti sem línur skerast allt frá því verkfallið hófst í fyrravor til að mótmæla þeirri ákvörðun Kol- aráðsins, að loka tuttugu námum sem það telur ekki borga sig. Námamenn hafa jafnan haldið því fram, að sumar námur hafi verið látnar ganga úr sér af ásettu ráði og að líta verði á koladæmið sem eina heild. En nú hefur Scargill gefið til kynna að hann sé reiðubúinn að taka upp þetta mál sem Kola- ráðið, sem stjórnar hinum þjóðn- ýttu námum, hefur viljað standa og falla með. Undir þrystingi Þessi ákvörðun, sem tilkynnt Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.