Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 15
Gunnlaugur Hjálmarsson - fimm mörk gegn Keflvíkingum. Handbolti Labbi enn á ferð! Gunnlaugur „Labbi“ Hjálm- arsson, sá gamalkunni landsliðs- maður sem kominn er á fímmtugsaldurinn og farinn að grána í vöngum, er enn í fullu fjöri. Hann þjálfar 3. deildarlið Selfyssinga og vegna forfalla lék hann með liðinu sl. föstudags- kvöld. Gunnlaugur stóð sig vel og , skoraði 5 ágætis mörk en hans menn máttu þó lúta i lægra haldi, ÍBK vann 24-22. Úrslit í 3. deild um síðustu helgi urðu þessi: A-riðill: (A-Njarðvik Ögri-Afturelding. Sindri-ReynirS... 6-37 Þess má geta að Eyjólfur Bragason, hinn kunni leikmaður Stjörnunnar, leiðbeinir nú liði Ögra og sjá menn þar þegar spor í rétta átt. Afturelding IA ReynirS Njarðvik Sindri ögri ...5 5 0 0 146- 74 10 ...6 5 0 1 177-120 10 ...6 4 0 2 189-125 8 ...7 2 0 5 183-185 4 ...2 0 0 2 25- 87 0 ...6 0 0 6 61-190 0 Týr-Skallagrímur B-riðlll: 23-13 (BK-Selfoss 24-22 IR-IH (BK Selfoss........... ÍH................ Skallagrímur...... 7 7 0 0 143-106 14 7 6 0 1 165-135 12 7 3 0 4 160-155 6 7 2 1 4 138-140 5 7 2 0 5 131-167 4 7 0 1 6 125-159 1 Týr og ÍR hafa þegar tryggt sér sæti í 4-liða úrslitunum. í kvöld fer fram þýðingarmikill leikur í A-riðli, Afturelding og ÍA leika að Varmá og með sigri eða jafn- tefli í þeim leik er Afturelding nánast örugg í úrslit. -VS England Jordan skorar Telford enn ósigrað í bikarnum Joe Jordan skaut Southampton uppí 6. sæti 1. deildar ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld með því að skora sigurmarkið gegn Sunderland, 1-0, á The Dell. Markið kom á 35. mín. eftir að Steve Moran hafði skallað boltann í fætur Chris Turn- ers, markvarðar Sunderland. Keuben Agboola, sem Sunderland er nýbúið að kaupa frá Southampton, var besti maður vallarins, enda á sfnum gamla heimavelli. Utandeildalið Telford náði 1-1 jafntefli í Darlington og liðin mætast að nýju í Telford á mánudaginn, um réttinn til að leika gegn Everton í 5. umferð FA-bikarsins. í 3. deild hlaut Bolton sín fyrstu stig á útivelli í vetur, eftir 11 tapleiki, vann Bristol Rovers 1-2. Orient vann Millwall 1-0 og í 4. deild tapaði Southend 2-5 fyrir Colc- hester. -VS ÍÞRÓTTIR Frakklandsmótið „Stórkostlegur seinni hálfleikur“ Ungverjar lagðir að velli í Valance 28-24 Kristján Arason skoraði 15 mörk „Þetta var stórkostlegur seinni hálfleikur hjá strákunum eftir lé- lega byrjun. Sigurinn er glæsi- legur og Kristján Arason sýndi ótrúlegan leik og skoraði 15 mörk gegn þessu sterka ungverska liði“, sagði Jón H. Karlsson for- maður landsliðsncfndarinnar í handknattleik í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. Islenska liðið byrjaði Tournoi de France ’85 mótið á frábæran hátt í Valance í Frakklandi í gær- kvöldi með því að sigra Ungverja 28-24. Þetta er aðeins annar sigur íslands á Ungverjalandi í 13 landsleikjum þjóðanna, sá fyrri var í Laugardalshöll fyrir rúmum tveimur árum. Byrjunin hjá íslenska liðinu var ekki góð. Að sögn Jóns voru strákarnir góða stund að átta sig á hálu gólfinu og voru óákveðnir framan af og Einar Þorvarðarson varði lítið fyrst um sinn. Ungverj- ar skoruðu fyrsta markið og kom- ust í 1-3 - og síðan í 4-7. Þorberg- ur Aðalsteinsson jafnaði, 8-8, og síðan náði íslenska liðið forystu en staðan í hálfleik var jöfn, 13- 13. ísland tók forystuna strax í byrjun seinni hálfleiks og hélt henni, 1-3 mörk, út leikinn, uns Páll Ólafsson skoraði 28. markið rétt fyrir leikslok, 28-24. íslenska liðið lék mjög vel, að sögn Jóns, enginn þó betur en Kristján sem var gersamlega ó- stöðvandi. „Veikleiki okkai hér er sá að við höfum engan horna- mann vinstra megin, en það kom ekki að sök, Þorgils Óttar Mathiesen og Páll Ólafsson léku þar til skiptis og skiluðu sínu hlut- verki mjög vel. Mörk íslands skoruðu: Krist- ján Arason 15 (5 víti), Sigurður Gunnarsson 3, Þorbergur Aðal- steinsson 3, Páll Ólafsson 2, Al- freð Gíslason 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Þorbjörn Jensson Þetta var fyrsti leikur mótsins sem heldur áfram í kvöld. Þá leikur ísland gegn a-liði Frakklands í borginni Villafranche. Sá leikur verður vafa- lítið mjög erfiður, Frakkar á heima- velli og leggja örugglega allt í sölu- Masao Kawasoe frá Japan hefur undanfarið leiðbeint karatefólki hér á landi eins og við höfum áður sagt frá. E.ÓI. tók þessa mynd á æfingu í fyrrakvöld en Kawasoe, borgaralega klæddur, fylgist þarna með „slag“ tveggja nemenda sinna. Kristján Arason skoraði 15 mörk gegn Ungverjum I gærkvöldi, einstakt afrek gegn jafn sterkum andstæðing- um. rnar gegn íslenska liðinu. Á föstu- dagskvöldið leikur fsland við fsrael, á laugardagskvöldið gegn b-liði Frakka og á sunnudag lýkur mótinu og þá mætir íslenska liðið Tékkum. Varla er hægt að byrja betur, og vonandi tekst strákunum að fylgja þessu eftir. Gleymum þó ekki að þetta er í raun bara æfingamót, alvaran tekur ekki við fyrr en í A-keppninni eftir eitt ár. - VS England Forest úr leik Wimbledon, sem leikur í 2. deild ensku knattspyrnunnar í 1. skipti, sló í gærkvöldi Notting- ham Forest út úr ensku bikar- keppninni. Wimbledon vann 1-0í London og skoraði Paul Fishend- en sigurmarkið. Blackburn vann Oxford á útivelli í sömu keppni 1-0 með marki frá Jim Quinn. Sheff. Wed. og Chelsea gerðu jafntefli 4-4 í ótrúlegum leik í Mjólkurbikarnum. Sheff. Wed. komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Mick Lions, Lee Chapman og Brian Marwood skoruðu mörkin. Chelsea skoraði 4 mörk í seinni hálfleik. Paul Canoville gerði 2 mörk. Terry Dixon og Micky Thomas 1 hvor. Mel Sterland jafnaði fyrir Sheff. Wed. úr víta- spyrnu á síðustu mínútu. Ekkert mark var skorað í framlengingu og liðin verða að leika í 3. sinn. -VS Meistaramot í frjálsum Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum, 14 ára og yngri, verður haldið dagana 9. og 10. febrúar í Ármannsheimilinu við Sigtún og í Baldurshaga í Reykjavík. Frjáls- íþróttadeild Ármanns sér um framkvæmd mótsins. Þátttökutilkynningar sendist á þar til gerðum þátttökuspjöldum til Stefáns Jóhannssonar, Blönduhlíð 12, 105 Reykjavík, eða á skrifstofu FRÍ, fyrir 4. fe- brúar. Þátttökugjald er kr. 50 á hverja grein en keppt verður í langstökki, með og án atrennu, 50 m hlaupi og hástökki. Körfubolti ÍS-Haukar Sextánda umferðin í úrvals- deildinni í körfuknattleik hefst í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld. Þar mætast ÍS og Haukar og verður flautað til leiks kl. 20.15. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Félaeaskipti Víkingur fær markakóng Austanmenn aftur austur - Skagastúlkur fá markvörð Ómar Björnsson, markakóngur 3. deildarinnar í fyrra sem skoraði 17 mörk í 16 leikjum með Reyni Sand- gerði, er genginn til liðs við 1. deildarlið Víkinga. Ómar lék einnig með Víkingum 1983 og það er kær- komið fyrir Víkinga að krækja í hann eftir að Heimir Karlsson fór í atvinnu- mennskuna og Ómar Torfason ákvað að fara í Fram. Reynir hefur einnig misst Jón Kr. Magnússon yfir til Keflvíkinga. Margir leikmenn hafa skipt um fé- lög síðustu þrjár vikurnar og hér kemur listinn yfir þá: Ari Fossdal, Þór A.-Vaskur Ámi Ólason, Tindast.-Valur Rf. Björn Grótar Ævarsson, Tindast.-Austri Bragi Björnsson, Fram-lR Daníel Gunnarsson, Sirius (Svi)-Selfoss Dagbjartur Pálsson (K-Neisti Einar Á. Ólafsson, ÍBK-Víðir Freyr Sverrisson, UMFN-lBK Gísli Bjarnason, Aftureld.-Víkingur Guðmundur Hreiðarsson, FH-Valur Gísli M. Eyjólfsson, IBK-Viðir Guðmundur Magnússon, iBl-KR Guðgeir Magnússon, UBK-Afturelding Heimir Guðmundsson, Þróttur R.-Ármann Helgi Halldórsson, FH-Stjarnan Hilmar Sighvatsson, Valur-Siegen (VÞ) Jóhann P. Sturluson, Skallagr.-Aftureld. Jóhannes Bárðarson, Þróttur N.-Vikingur Jón S. Ólafsson, (BK-UMFN Jón Óskar Sólnes, Valur-KS Jón Kr. Magnússon, Reynir S.-lBK Jón Oddsson, UBK-lBl Kristinn Björnsson, Leiftur-Valur Loftur Ólafsson, UBK-Þróttur R. Magnús B. Eriingsson, Stefnir-Selfoss Óli Þór Magnússon, Þór A.-lBK Ómar H. Björnsson, Reynir S.-V(kingur Ómar Jóhannsson, Fram-Siegen (VÞ) Páll Guðmundsson, IR-Víkingur Páll V. Bjömsson, Einherji-FH Rúnar Georgsson, IBK-Víðir Sigurður P. Sigurðsson, (R-Ármann Sigurjón Randversson, Augnablik-UBK Sigvaldi Torlason, Árroðin-Vaskur Sævar Guðjónsson, (A-HV Vala Úlfljótsdóttir, IbI-Ia Þorgrimur Guðbjartsson, Staðarsveit-lA örnólfur Oddsson, Víkingur-(B( Félagaskipti flestra þekktustu leik- mannanna hafa áður komið fram í fréttum. Helst vekur athygli til við- bótar að Tindastóll missir tvo af sín- um traustustu mönnum frá í fyrra, Austflrðingana Árna og Björn Grét- ar, sem báðir fara austur á ný. Þá er Guðmundur Hreiðarsson markvörð- ur kominn tU Vals á ný en hann fór yfir í FH i fyrra. íslandsmeistarar í A í kvennaflokki hafa fengið markvörð- inn Völu Úlfljótsdóttur frá ísafirði en Skagastúlkurnar voru í markmanns- vandræðum i fyrra og þurftu t.d. að láta hina markheppnu Ragnheiði Jón- asdóttur leika í markinu í úrslita- leiknum um meistaratitilinn. -VS Ómar Bjömsson. Fimmtudagur 31. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.