Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 7
Kaffihneykslið Innflutningur undir smásjána Innflutningsskjölfölsuð. Umboðslaunfalin erlendis. Gjaldeyrisbrask Kaffibaunasvindlið hjá Sam- bandinu hefur vakið athygli landsmanna á þeirri spillingu sem viðgengst í innflutnings- versiuninni. I þessu sambandi er vert að minna á úttekt sem Alþýðubandalagið hafði for- göngu um að var gerð á árun- um 1978-1980. Þar kom í ljós, að alsiða var að umboðslaun voru falin að veru- legu leyti erlendis, þar sem þau voru að sjálfsögðu notuð til að fjármagna einkaneyslu innflytj- enda. stórfellt gjaldeyrisbrask einnig þróast. Óhagkvæmni í viðskiptum ut- anlands frá er einnig allmikil, samkvæmt könnuninni. Algengt var að hinir íslensku innflytjend- ur keyptu vöruna ekki í fram- leiðslulandinu, heldur gegnum umboðsaðila í öðru landi. Þetta hækkaði að sjálfsögðu verð vör- unnar og þarmeð álagninguna sem innflytjandinn fékk. Fölsuð 4-6 miljarðar hafðir af neytendum innflutningsskjöl Einnig kom í ljós að innflytj- endur fengu hinn erlenda sölu- aðila til að falsa innflutnings- skjöl. Kaupverðið var þá skráð hærra, þannig að þegar varan var komin til íslands varð álagningin sem rann í vasa innflytjandans hærri í krónum talið. Jafnframt var þetta notað til að koma gjald- eyri út úr landinu á erlenda reikninga, þannig að í skjóli inn- flutningsverslunarinnar hefur Fölsun á innflutningsskjölum, þannig að innflutta varan er skráð undir öðru tegundaheiti, sem minni tollar eru teknir af, tíðkast lfka. Niðurstaða könnunarinnar var sú, að innflutningsverð var að lík- indum um 10 til 15 prósentum of hátt. Þennan kostnað ber neytandinn að sjálfsögðu. Á yfir- standandi ári munu þetta vera um 4 til 6 miljarðar sem innflutnings- verslunin hefur þannig af neytendum. -ÖS Nýjung Kvennastefna KonuríAlþýðubandalaginu halda ráðstefnu 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu munu halda sérstaka Kvenna- ráðstefnu dagana 9. og 10. mars næstkomandi, að sögn Kristínar Ólafsdóttur, sem vinnur að undirbúningi stefn- unnar. „Enn er ekki fullljóst hvar Kvennastefnan verður haldin, en þó líklega hér á suðvesturhorn- Ríkissjóður Brambolt í auglysingum Lögð hefur verið fram fyrir- spurn frá Guðrúnu Helgadótt- ur um auglýsingakostnað vegna spariskírteina ríkis- sjóðs. Guðrún spyr fjármálaráðherra einnig hvað ætla megi að auglýs- ingakostnaðurinn jafngildi laun- um margra í 15. launaflokki BSRB. -óg inu. Konur í Alþýðubandalaginu hafa greinilega þörf fyrir að ræða sín mál sérstaklega, meðal annars störf sín og stöðu innan flokksins. Til að mynda tel ég ekki ólíklegt að framboðsmálin beri á góma. Það er hins vegar ekki oft sem konum af öllu landinu gefst færi á að ræða sín mál innan vébanda flokksins og þessvegna er boðað til Kvennastefnunnar“. Kristín sagði að Kvennastefn- an væri ekki hugsuð til að konur gætu sérstaklega rætt um það hversu karlarnir í flokknum væru slæmir. Það yrði fjallað um hug- myndafræðilegan grundvöll sósí- alískrar kvennabaráttu, og af- stöðu flokkskvenna til þverpólit- ísks kvennasamstarfs. „En við munum einnig taka til umfjöllunar málefni á borð við kjaramálin, atvinnu- og efna- hagsmál“, sagði Kristín. Hún kvað stefnuna einnig verða not- aða til að undirbúa fundaröð kvenna í Alþýðubandalaginu með vorinu, „þar sem við viljum reyna að ná til vinstri sinnaðra kvenna sem eru ekki í flokknum og kanna áhuga fyrir því að stofna kvennafylkingar víðar en á suðvesturhominu“. -ÖS Á mölinni mætumst með bros á vör ef bensíngjöfin yUMFHíDAR RÁD er tempruð. Fimmtudagur 31. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Alþingi Rannsókn á innflutningsversluninni Tillaga til þingsályktunar frá þingflokki Alþýðubandalags Tillagan, sem allir þingmenn Alþýðubandalagsins leggja fram á Alþingi, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd níu þingmanna hlutfalls- kosningu í sameinuðu þingi til þess að rannsaka málefni inn- flutningsverslunarinnar og til þess að gera tillögur til úrbóta. Nefndin skal beina rannsókn sinni að eftirfarandi atriðum: 1. Til hvaða ráðstafana er unnt að grípa í því skyni að tryggja að innflutningur til landsins verði hagkvæmari en nú er um að ræða? 2. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir misnotkun gjaldeyris í inn- flutningsverslun? 3. Hvað má ætla að stór hluti þjóðartekna tapist vegna ó- hagkvæmrar innflutnings- verslunar? 4. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir að þeir, sem brotið hafa reglur um innflutnings- og gjald- eyrismál, fái verslunarleyfi á ný? 5. Hvemig er unnt að koma í veg fyrir að innflutningsverslun skipti við milliliði, heildsala, erlendis sem taka álagningu og umboðslaun af vörum sem seldar em til íslands? 6. Hvemig háttar innflutnings- verði til annarra norrænna landa, þó einkum til Færeyja sem ætla má að séu á margan hátt sambærilegar við ís- land?“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.