Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN FRA LESENDUM Til sölu eru rauð svo til ónotuð Atomic Arc 180 skíði, ásamt stöfum og Nordica skíðaskóm. Ath.: skórnir þurfa ekki að seljast með. Sanngjamt verð. Uppl. í síma 75270. Hjartagóð manneskja í Hlíðunum Vantar góða manneskju í Hlíðunum til að passa 4ra mánaða dreng í 5-6 tíma á dag. Uppl. í síma 29396. Innihurðir Óska eftir tveim 70 sm innihurðum. Uppl. í síma 22876. Vil kaupa hjónarúm, ísskáp 110x55 sm og geymsluhillur. Sími 27404. Einstæður faðir óskast eftir að leigja 2 herb. íbúð. Einhver fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 29748 eftir kl. 20. Steingrímur. S.O.S. - Stærðfræði Tótu og Önnu Möggu bráðvantar kraftmikinn stærðfræðikennara, eru með Na.te 2. Uppl. í síma 40367 og 42429 e.kl. 16. Stereotæki Leðurjakkar til sölu, hugsanlega í skiptum fyrir stereotæki. Sími 29748. Svart/hvítt sjónvarp fæst gefins að Húsatóftum, Grinda- vík. Oskum eftir að kaupa lipra raf- magnsritvél. Sími 92-8016. Parket- og gólfborðaslípun Slípum og lökkum öll viðargólf. Uppl. í síma 20523 og 18776. Óskum eftir rafmagnsritvél. Uppl. í síma 621037 eftir kl. 20. íbúð óskast Tvær reglusamar stúlkur með tvö börn óska eftir 4-5 herb. íbúð sem fyrst. öruggar mánaðargreiðslur - meðmæli. Uppl. í síma 685420 milli kl. 9 og 17 (Sigrún) eða 44352 á kvöldin (skilaboð). Símaborð með Ijósi og skáhillu fyrir skrifblokk. Smíða bókahillur ofl. eftir pöntun, ódýrt. Sími 35742. 2 herb. íbúð óskast á leigu, helst í mið- eða vestur- bæ. Uppl. í síma 41070. Barnapía óskast í vesturbæ. Uppl. í síma 22681. Viljum kaupa furubókahillur og eldhúsborð (100x55sm). Viljum selja teakbóka- hillur og eldhúsborð með plastplötu (100x65 sm). Sími 21079. Gömul eldhúsinnrétting Stór vaskur ásamt vaskborði og elda- vél til sölu á 2 þús. kr. Sími 14230 á föstudagskvöld eftir kl. 20. Stór flauelsbarnavagn til sölu. Verð 3.800 kr. Uppl. eftir kl. 18 í síma 31247. íbúð óskast Ung kona með eitt barn óskar eftir að taka íbúð á leigu á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 21204. DÚLLA Útsala - útsala Nú er allt á útsölunni. Verð frá 10 kr. Dúlla Snorrabraut 22. Opið frá 1 - 6. Tek börn í pössun Hef leyfi. BýáBugðulæk. Uppl. ísíma 35263. Mótatimbur til sölu, 1x6”. Selst ódýrt. Uppl. í síma 23982. Píanókennsla Get tekið nokkra nemendur í einka- tíma frá 1. feb. fram til vors. Tilvalið fyrir þá sem ætla í tónlistaskóla næsta haust. Uppl. í síma 18625 eftir kl. 19. Júdó-galli til sölu, miðlungsstærð. Uppl. í síma 45419. Vil kaupa: notað litsjónvarpstæki, skíðaskó nr. 45 og 41, og lítil barnaskíði. Uppl. í síma: 73267. íbúð óskast Óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu í 6r7 mán.. Uppl. í síma 33891. Miðbær Mig bráðvantar íbúð í miðbænum, eða sem næst. STRAX. Hanna, sími 29153 milli 4 og 7. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljanesi 6, kjallara, laugardaginn 2. febrúar og sunnu- daginn 3. febrúar kl. 14-17. Leið 5 að endastöð. Athugasemd: á laugardag kosta allar flíkur 10 kr. Á sunnudag verða sértilboð á glæsilegum fatnaði, leðurjökkum, indverskum kjólum o.fl. Þvottavél í ágætu standi fæst gefins. Plötuspil- ari, magnari og hátalarar, sem þarfn- ast viðgerðar, fæst einnig gefinst á sama stað. Sími 14828 kl. 7 á kvöldin. Myndarammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá kl. 16 - 18. Samtök um kvennaathvarf halda námskeið fyrir félagsmenn sína helgina 2.-3. febrúar nk.. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu samtak- anna í síma 23720 milli kl. 14 og 16 virka daga. Dekk til sölu 2 stk. negld snjódekk til sölu, stærð 13x590. Uppl. í síma 72072. SÆNSKA, NORSKA OG DANSKA FYRIR BÖRN Sænsku, norsku og dönskuþjálfun fyrir börn 7-10 ára sem hafa undirstöðu í þessum málum er fyrirhuguð á vegum Foreldrafélags nemenda í sænsku og norsku, Félags dönskukennara og Námsflokka Reykjavíkur. Þjálfunin hefst í byrjun febrúar. Norska og sænska verður kennd síðdegis á föstudögum í Miðbæjarskóla, danska verður kennd í sama skóla. Einnig er fyrirhug- uð sænskuþjálfun í Gerðubergi. Skipt verður í eldri og yngri hópa. Þátttaka tilkynnist í símum 12992 og 14106 eftir kl. 13 1. febrúar n.k. Ingibjörg Guðjónsdóttir Björnsson Sólheimum 23 veröur jarðsungin í Langholtskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Friðþjófur Björnsson Selma Sigurjónsdóttir Haukur Friðþjófsson Sigurjón Þór Friðþjófsson Erla Thorarensen Vandið málfarið Hvað er að vera „á sjúkra- lista“? „Iðunnarskór“? „Lifrarpollungar“. Hvaða þjóðflokkur er það? „Vinstrifótabíra“. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir nafnorðið „bíra“ smáfiskur eða þyrsklingur. „og varð að flytja kauða“. Kauði er oftast notað í niðrandi merkingu, þ.e. álappalegur mað- ur eða leiðindapési. Hvað merkir „Aberdeen rúll- aði Rangers upp”? Virðingarfyllst, ,3íra“ P.S. Vandið málfarið! Reykjavík, 22. jan. 1985. Nokkrar spurningar til AB/ Húsavík varðandi íþróttagrein 22.1. 1985: „Gott í sjónvarpinu“? Hvað er „að lauma lúkunum fyrir skot framsóknarmanna"? „Sparkvertíð". Hví ekki að nota íslenska orðið „keppnis- tímabil“? en... Vegna þess að AB er á Húsavík tökum við sunnanmenn okkur það bessaleyfi að svara fyrir hann spurningum Bíru, og byrjum á að þakka henni athugasemdimar. Blaðamenn bera mikla ábyrgð í málfarsefnum og ráðleggingu bréfritara ætti að skrifa stóru letri á skrifborð sérhvers þeirra. Hins- vegar er álitamál hvort Bíra hefur ráðist á garðinn á árennilegum stað. Fyrirsögn „Gott ísjónvarpinu" við fréttina um úrslit í ensku knattspyrnunni vísar til loka greinarinnar þar sem Bjarna Fel- ixsyni er þakkað fyrir umfjöllun hans í sjónvarpi um ensku knatt- spyrnuna. „Gott" á að vera lýs- ingarorð, og setningin í heild er þá stytting fyrir: Þetta var gott hjá Bjarna í sjónvarpinu, eða eitthvað ámóta. Markvörðurinn sem laumar lúkunum, - hann ver skot sóknar- mannanna. Hér er fært í stílinn. Sparkvertíð, umritun fyrir: keppnistímabil knattspyrnu- manna eða eitthvað í þeim dúr. Höfundur reynir að skrifa hressi- lega í samræmi við umræðuefnið. Að vera á sjúkralista er algengt íþróttamál, - að vera á lista yfir sjúka, að vera veikur: samanber að vera á biðlista. Ian Rush á Iðunnarskóm, - brandari í kunnum íslenskum dúr: frægur knattspyrnumaður er fluttur í kunnuglegt íslenskt um- hverfi til að ná fram kímni í text- anum. Smekkur hvers og eins ræður í gamanmálum, en stíl- bragðið er áþekkt gröndælskri fyndni í Heljarslóðarorrustu þeg- ar kóngar og keisarar eru látnir standa á sauðskinnsskónum við fjóshauginn. Lifrarpollungar. Þar er átt við leikmenn Liverpool-liðsins, eða íbúa borgarinnar Liverpool. Smekkur ræður aftur hversu til hefur tekist við snörunina, en leikurinn sjálfur er þekktur úr til dæmis nítjándu aldar íslensku þegar Jónas Hallgrímsson og fé- lagar íslenskuðu nöfnin Oxford og Dusseldorf með Öxnafurða og Þuslaraþorp. Vinstrifótarbíran, - orðið er ekki til í Menningarsjóðsorðabók og ekki í Blöndal og ekki í söfn- um Orðabókar Háskólans fyrren nú. AB segir að þetta orð sé not- að á Húsavík í merkingunni spyrna, spark eða skot í fótbolta. Knár knattspyrnumaður húsvísk- ur mun hafa verið kallaður Jói bíra (eða býra?), og á orðið að tengjast honum. Til er orðið bíra- legur = hnellinn, sællegur, hold- ugur, bústinn; og sagt dregið af bíritbýri sem samkvæmt nýju Menningarsjóðsbókinni merkir: 1. smáfiskur, stútungur, vænn fiskur, 2. stór hákarl. Ætli Jói þessi hafi verið uppnefndur vegna útlits og viðurnefnið síðan tengst leikni hans í knattspyrnu? Hvað segja Húsvíkingar? Aberdeen rúllaði Rangers upp, - Aberdeen-liðið gjörsigraði Rangers-liðið. Eftir því sem næst verður komist er þetta slangur upphaflega úr málforða skák- manna. Það er alltaf áhorfsmál hversu langt á að ganga í stílbrigðum í dagblaðstexta. Þeim sem hér slær ritvélina þykir AB takast prýði- lega upp og texti hans læsilegri en margur annar í blöðunum, bæði þessu og öðrum. Og athygli skal vakin á því að í þeim dæmum sem hér hafa verið nefnd eru engar slæmar slettur sem þó er nóg um í íþróttamáli. Enn skal Bíru þakk- að bréfið, og lesendur hvattir til að láta okkur blaðamenn fá það óþvegið fyrir vont mál og vondan stíl þegar hroðvirknin er fram úr öllu hófi. -m Hefur borgin ekkert eftirlit? íbúi í Breiðholti hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: Verslunin Hólagarður í Breiðholti er alltaf að stækka við sig fyrir ýtni kaupmannsins. Af því leiðir aukinn umferðarþunga sem göturnar þola ekki. Nýlega var bflastæði búðarinnar stækkað þó ekki sé gert ráð fyrir því á deildarskipulagi. Gangstéttar- kantur var rifinn upp og gerðar aðrar breytingar. Undir bflastæð- ið var tekið opið svæði sem hefur þjónað sem útivistarsvæði og leiksvæði fyrir börnin. Hjá borg- arverkfræðingi og borgarskipu- lagi vísar hver á annan og virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekkert eftirlit með að skipulagi sé fylgt. Er Gunnar Snorrason, eigandi verslunarinnar og einn hæsti skattgreiðandi í Reykjavík, bú- inn að koma sér svo vel fyrir að enginn þori að segja neitt? Réttar leiðir famar Þjóðviljinn hafði samband við Þorvald Þorvaldsson hjá borgar- skipulagi og spurði hann hvað væri hæft í þessum staðhæfing- um. Sagði hann að verslunin hefði sótt um viðbyggingarleyfi og hefði verið samþykkt að kynna teikningar og líkan fyrir íbúum hverfisins. Auglýsing um þetta hefði birst í Þjóðviljanum laugar- daginn 26. janúar. í versluninni Hólagarði þar sem teikningar liggja frammi er jafnframt lokað- ur póstkassi þar sem fólki er gef- inn kostur á að segja meiningu sína, hvort það vill þessa þjón- ustu eða því þykir hún trufla. Þorvaldur sagði einnig að undir þessa stækkun væri fyrirhugað að nota hluta af torgi sem þarna er og sagðist hann ekki vita til að það væri verið að taka neitt. Hvað bflastæðið varðar sagði hann það erfitt að vita hvað fólk væri að tala um en sér vitanlega hefðu verið famar réttar leiðir nema „það sé verið að plata mann“. 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 31. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.