Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Kjarabaráttan Verðtryggð laun Bandalagsráðstefna BSRB segir verðtryggingu ófrávíkjanlega ínœstu samningum, leggur áherslu á samrœmda kjarastefnu og segir að neyðarástand sé að skapast íhúsnœðismálum örlygur Geirsson og Haukur Helgason víkja sér útá svalir BSRB-hússins rétt fyrir kaffihlé á Bandalagsráðstefnunni í gær. Mynd.: eik. Mér virðist augljóst, sagði Haukur Helgason, einn þátttak- enda í Bandalagsráðstefnu BSRB, að meðan ekki næst sæmi- lega góð verðtrygging á launin verði stöðugt stríð á vinnu- markaði. Og það er ljóst að fé- lagar í BSRB þurfa að sækja ieiðréttingu þegar samningar renna út 1. september. Ályktun um kjaramál sem samþykkt var í ráðstefnulok í gær er mjög á þennan veg; þar segir að launþegahreyfingin muni vegna stórfelldrar kjaraskerðing- ar halda áfram baráttu fyrir auknum kaupmætti launa með endurskoðun samninga. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að af- nema verðtryggingu launa á með- an aðrir þættir efnahagslífsins eru bundnir vísitölu. „Veldur fjölda launafólks óleysanlegum fjárhag- svanda og gjaldþroti sífellt fleiri heimila". Ráðstefnan lýsti því yfir að verðtrygging launa yrði „ófrá- víkjanleg krafa í næstu kjara- samningum". í ályktuninni er lögð áhersla á að samræmd kjara- stefna sé höfuðatriði í baráttunni. Þar er einnig fjallað um „stærsta vandann", húsnæðis- málin, og sagt að algert neyðar- ástand skapist á næstu misserum verði húsnæðislánakerfinu ekki breytt verulega, þannig að velja megi um eigið eða leiguhúsnæði. A ráðstefnunni var ákveðið að skipa baknefnd fyrir fulltrúa BSRB í viðræðum við ríkið um endurskoðun launakerfis. Ronald E. Narmi, aðmíráll á Keflavíkurf lug velli 1982-1985, með utanríkisráðherra ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar við athöfn í einu flugskýla Banda- ríkjahers á Miðnesheiði í júní síð- astliðnum. Mynd: Atli. Herinn Rekinn fyrir þukl Ronald E. Narmi, aðmíráli bandaríska setuliðsins á Kefla- víkurflugvelli, hefur verið vikið frá störfum vegna kynferðislegr- ar árcitni. Að sögn bandaríska herblaðs- ins Navy Times mun aðmírállinn hafa áreitt tannlækni sinn, kvenkyns, á óviðurkvæmilegan hátt. Ekki hefur enn verið til- kynnt hver tekur við störfum Ronalds E. Narmi á Miðnes- heiði. -m Haraldur Steinþórsson vara- formaður BSRB sagði við Þjóð- viljann að eitt helsta verkefni ráðstefnunnar hefði verið að undirbúa þing BSRB í júní. Hafrannsóknarstofnun hefur lagt tíl að loðnukvótinn verði hækkaður um 220 þúsund lestir, og verði þá samtals yfir 800 þús- und lestir á þessu ári. Hjálmar Vilhjálmsson sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær að IÓsabotnum, þar sem flotkvíar Sjóeldis h.f. eru staðsettar, er geysimikið lífrfki, m.a. ufsaseiði og lax, sem sloppið hefur úr flot- kvíum á undanförnum árum. Verði lax fluttur út í flotkvíar er ekki hægt að útiloka að villtur flskur sýkist af nýrnaveiki- bakteríunni. Ef svo yrði, gæti þessi staður orðið ónothæfur Minna hefði verið rætt um það sem við tæki 1. september. Nokkrar umræður urðu á ráð- stefnunni um úrslit og fram- kvæmd verkfallsins í haust og rannsóknarskip hefðu mælt um 700 þúsund tonn af hrygningar- loðnu útaf Austfjörðum og austanverðu Norðurlandi. Ekki þyrfti nema ríflega 400 þúsund tonn til að hrygna svo stofninn héldist í góðu lagi og því hefði kvótinn verið aukinn. fyrir laxeldi um ófyrirsjáanlega framtíð. Þannig segir í yfirlýsingu frá Sjóeldi h.f. í Höfnum um að skera niður öll laxaseiði stöðvar- innar vegna þess að þar hafa fundist seiði með nýrnaveiki. Aftur á móti er ekkert sagt um það hvort hugsanlegt sé að lax gagnrýndu ýmsir forystu BSRB af nokkurri hörku. Haraldur sagði að bent hefði verið á ýmis- legt sem betur mátti fara og þyrfti að lagfæra í áframhaldandi bar- Fyrir vestan land hefur orðið vart við meiri loðnu og Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson eru á leið til mælinga þar. Hjálm- ar kvaðst því ekki vilja þvertaka fyrir að kvótinn yrði enn stækk- aður, en taldi það þó ólíklegt. -ÖS sem sloppið hefur úr flotkvíum hafi getað verið sjúkur. Þá skora forráðamenn Sjóeldis h.f. á opinber yfirvöld að skera niður allsstaðar sem nýrnasjúk seiði eða lax finnast, það hafi ver- ið gert hingað til í þeim tilfellum að sjúkdómurinn fannst í laxeld- isstöðvum. áttu, „því að mér sýnist að menn hafi hug á að halda baráttuni áfram. Við höfum ekki gefist upp“. -m Tóbakslögin Reykminni Landspítali Hagur áhugamanna um reykingar fer óðum versnandi. Ríkisstofaanir eru nú hver eftir aðra að aðlaga sig nýjum lögum um tóbaksreykingar. Eftir helgi mega sjúklingar Landspítala að- eins rcykja á vissum tímum á stigapöllum nýja spítalans. Starfsfólk má reykja í dagstofu við hlið matsalar og í einu horni á gangi nýja spítalans. Vigdís Magnúsdóttir forstöðu- maður Landspítalans sagði að í þessari viku væru daglegir fyrir- lestrar til kynningar á nýju lögun- um og ráðstöfunum spítalans til að koma á móts við þau. Límmið- um verður dreift og plaköt hengd á veggi. Á Reykjalundi komu mjög á- kveðin tilmæli frá stjórn stofnun- arinnar til starfsfólks um að hætta algjörlega reykingum á staðnum frá 1. júní n.k. Var þá einnig fyrirhugað að vistmenn tækju fordæmi starfsfólks sér til fyrir- myndar. Jón Benediktsson skrif- stofustjóri á Reykjalundi sagði í gær að viðbrögð starfsmanna og sjúklinga væru þannig að stefnt væri að því að leita að öðrum lausnum sem ef til vill myndu leiða til einhverra undantekn- inga. -jp -S.dór Fimmtudagur 31. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Loðnukvótinn Aukinn um 220 þús. tonn Mjög mikil hrygningarloðna útafAustfjörðum og Norðausturlandi Laxeldi Ottast um lífríki Osabotna Ein aðalástœða þess að Sjóeldi hf í Höfnum ákvað að skera alltniður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.