Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Sóknaimöguleikar Skoöanakannanir hafa átt upp á pallborð fjöl- miölaheimsins upp á síðkastið, og það má segja að úr niðurstöðum kannananna séu tveir þættir einna merkastir. í fyrsta lagi ber skoðanakönnunum saman um að ótrúlega stór hluti landsmanna taki ekki afstöðu til stjórnmálaflokka, eða næstum því helmingur. Þetta ber fyrst og síðast vott um flokksþreytu. Fólk er orðið þreytt á stjórnmálaflokknum og virðist í bili hafa misst trúna á getu þeirra til að leysa aðsteðjandi vandamál. í annan stað er Ijóst að Alþýðuflokkurinn er á toppi vildaröldu meðal almennings, og hefur bætt verulega við sig. Þetta er í rauninni rökrétt afleiðing af hinu fyrra. Alþýðuflokkurinn hefur einfaldlega hagnast á því, að saman hafa farið flokksjDreyta hjá almenningi og vel auglýst for- ystuskipti íflokknum. í kjölfarið hefur Jóni Bald- vin Hannibalssyni svo tekist að keyra upp vel útfærða auglýsingaherferð, sem hefur ein- kennst af boðorðum auglýsingaheimsins um einföld og auðskiljanleg slagorð. Þetta gerðu bresku kratarnir líka. Þeir auglýstu upp þekktar persónur, en földu málefnirí. í upphafi dugði þetta líka til drjúgrar fylgisaukningar, en hvar eru þeir nú? Fallnir niður á sitt gamla stig, eins- og Alþýðuflokkurinn mun væntanlega gera þegar blaðra Jóns Baldvins springur. Það er athyglisvert að bæði Morgunblaðið og NT hafa ekki getað dulið gleði sína yfir því að Alþýðubandalagið hefur tapað nokkru fylgi yfir til Kvennalistans. Það er skiljanlegt, því það er að sjálfsögðu fyrst og fremst Alþýðubandalagið sem þessir flokkar óttast. Kvennalistinn er ein- faldlega ekki sú brimvörn félagshyggju sem Al- þýðubandalagið hefur verið gegnum tíðina. Og, það er einkar fróðlegt að fylgjast með illa dulinni ánægju Sjálfstæðismanna og Morgunblaðs yfiri framgangi Alþýðuflokksins, enda kann hann að| greiða úr torleiðinu yfir í nýja viðreisnarstjórni sem fjölmargir Sjálfstæðismenn reyna ekki aðj dylja að er þeirra óskastjórn. Hinir ábyrgðarlausu hlöðukálfar Framsóknari gera sér líka talsverðan mat úr því í leiðurum NT að Alþýðubandalagið virðist um sinn hafa misstj spón úr fylgisaski sínum. Þeir gleyma hins veg- ar að vekja athygli lesenda sinna á því að Fram- sóknarflokkurinn hefur minna fylgi en Alþýðu- bandalagið og litlar líkur virðast á því að honum takist að tryggja sér þingmann í fjölmennustu kjördæmum landsins. Staðreyndin er auðvitað sú, að Þórðargleði andstæðinganna yfir tímabundnu tapi Alþýðu- bandalagsins er ekkert annað en ranghverfan á ótta þeirra á flokknum. Þeir vita sem er að flokk- urinn er þeim skeinuhættastur allra þeirra hreyf- inga sem mynda vinstra vængstjórnmálanna. Fyrir Alþýðubandalagsfólk er engin ástæða til að örvænta. Flokkurinn hefur oftar en ekki í sögu sinni tekið tímabundnum skelli með því að rísa upp miklu öflugri en áður. Sú staðreynd að helmingur kjósenda tekur ekki afstöðu til flokk- anna sýnir auðvitað að það eru miklir sóknar- möguleikar fyrir hendi. Það ætti að vera okkur hvatning til að binda okkur saman til baráttu. Atvinnuöryggi fiskverkunarfólks Þjóðviljinn hefur flutt miklar fréttir af atvinnu- leysi meðal fólks í fiskvinnslu. Óréttlát lög hafa valdið því að hægt hefur verið að segja fisk- vinnslufólki upp með einnar viku fyrirvara, verði skortur á hráefni. „Skortur á hráefni" er hins vegar teygjanlegt hugtak og samkvæmt ný- föllnum hæstaréttardómi geta útgerðarmenn sjálfir skapað hráefnisskort með því að láta skip sín sigla með afla á erlenda markaði. Þetta er auðvitað út í hött. Það er ekki hægt að leyfa atvinnurekendum að fórna afkomu fiskverkun- arfólks fyrir gróða í útlöndum. Það er þess vegna ánægjulegt að fjórir þingmenn af vinstri vængnum, þau Guðmundur J. Guðmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdótt- ir og Karvel Pálmason hafa nú flutt frumvarp til að breyta þessum furðulega lagabókstaf. Von- andi ber Alþingi gæfu til að samþykkja frum- varpið. Ella verður litið svo á, að stjórnarþing- menn séu reiðubúnir til að fórna afkomu alþýðu- heimilanna, sem eiga allt sitt undir fiskvinnslu, fyrir fésýslumenn í útgerð. _ös KUPPT OG SKORIÐ Valdatakan Eitt af afrekum Sjálfstæðis- flokksins eftir að hann tók járn- greipum um íslenska mennta- málaráðuneytið er afskaplega hefðbundið; hvarvetna þarsem losna stöður undir þessu ráðu- neyti eru óðara ráðnir harðvít- ugir Flokksmenn. Og til að flýta fyrir þessari valdatöku Flokksins í menningar- og menntamálum er stundum „stokkað upp“, en það felst nánast í því, að þeir sem far- ið hafa með ákveðið vald eru sett- ir af eða sendir í aðrar stöður, en í staðinn eru ráðnir tryggir Flokks- menn. Hins vegar er Morgun- blaðið og Heimdallur hvor- tveggja sett á áróðursvaktina; það verður að stokka upp, ný- lunda, nýlunda, ferskir vindar blása um kerfið! Þannig er það kallað. Frelsið í þessu andrúmslofti menning- arkúgunar og andlýðræðis, sem ævinlega fylgir völdum stórra flokka, fá þeir, sem sitja á fleti fyrir, þann gleðilega boðskap að þeir hafi frelsi til að taka hatt sinn og mal. Bless, - þú getur reynt þegar valdafylleríi Sjálfstæðis- flokksins er lokið. Frjálst útvarp Angi af þessum ósköpum Sjálf- stæðisflokksins er hið svokallaða „frjálsa útvarp“. Um árabil hefur áróðurinn dunið á lands- mönnum; Ríkisútvarpið er af hinu vonda einsog Sovétríkin, Alþýðubandalagið og Árni Berg- mann. Þegar svo launafólk í BSRB þurfti að heyja verkfall til að auka líkurnar á að afla sér ar lögreglunni tókst loks að skrúfa fyrir lögbrjótana biðu þeir í Flokknum síns vitjunartíma öðru sinni - í nafni frelsisins. Frjálsara útvarp Intermesso eru starfsmenn ríkisútvarpsins ákærðir í nafni laganna er nýir yfirmenn setjast að völdum í ríkisútvarpinu. Og enn gætir þeirrar víðsýni í Sjálf- stæðisflokknum í mennta- og menningarmálum sem gæðir frelsið nýju lífi, dýpri skilningi, - það er þetta frelsi Sjálfstæðis- flokksins til að setja Flokksmenn í allar stöður sem losna. Og þá er komið frjálsara útvarp en nokkru sinni nokkurs staðar hefur þekkst. Þurfa þeir þá nokkuð auglýsingaútvarp? I þessari framvindu frelsis- sóknar Sjálfstæðisflokksins í menntamálum og -menningar, eru ýmsar hæðir ógleymanlegar. Röksemdirnar ná stundum lengra skilningi normaljónsins einsog t.d. sú hjá nýskipuðum formanni útvarpsráðs Ingu Jónu Þórðardóttur í útvarpsþætti á dögunum, að útvarpsráð hinna flokkskjörnu fulltrúa værí í sjálfu sér sérlegt tákn frelsisins. A því augnabliki rann upp fyrir hlust- anda hljóðvarpsins, hvað frjáls- hyggjun er í raun og sann: frasi til innri uppbyggingar í valdatök- unni. Ó, Orwell og þeir sem hafa þig á vörunum! Frjálsari verslun Það hefur heldur ekki verið ó- nýtt að fylgjast með þróun ,frjálsrar“ verslunar að undan- förnu einsog hún tengist Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum, - í gegnum kaffi- hneykslið og vöruflutninga. Nýj- ustu dæmin af formanni Verslun- arráðsins Ragnari Halldórssyni og stjórnarformanni hans í ál- verksmiðjunni. Svosem einsog af tilviljun er sami stjórnarformað- ur hjá Eimskip (úthlutun frelsis- ins hjá fyrirtækjunum). Og Eim- skip fékk án útboðs flutningana fyrir Alusuisse-fyrirtækið. Áreið- anlega hefur sami frelsisskilning- ur verið uppi við útboðsgerðina hjá SH á dögunum og hér hefur verið lýst. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að hamra sína fugu diav- olo (útleggst djöflasimfónn á álft- firsku) og af ruglinu í ríkisstjórn- inni og skoðanakönnunum dag- blaða má ráða að skammt sé undan; finale furioso. _ - mannsæmandi lífskjara, brá Sjálfstæðisflokkurinn á það ráð í nafni þess frelsis sem hann skilur, að setja útvarpsstöðvar á stað í Valhöll og hjá „Frjálsri fjölmiðl- un“. Útvarpsstjórarnir Hannes Hólmsteinn og hinn hugmynda- fræðingur Flokksins gerðust út- varpsstjórar og verkfallsfólki var gert Ijóst að það væri meðal út- nefndra óvina frelsisins. Og þeg- ÞJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaamdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjórl: Jóhannes Haröarson. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guöjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrsiðsla: Bára Slguröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Slmavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Knstjánsdóttir. Húsmseður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjótfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sfmi 61333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vsrð í iausasðiu: 30 kr. £unnudagsvsrð: 35 kr. Asécrfftarvarð á mánuði: 300 kr. . 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN'-Fimmtudagur 31. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.