Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Umframorkan Stóriöjan hefur ráðið Rist: Slíkt áframhald varlatilannarsenviö verðum neyddir til að selja orkuna langtundir kostnaðarverði... (Ljósm.-eik.). Búrfells, en ætli það verði ekki látið bíða þar til harðnar á daln- um á ný. Kvíslaveitur - Hvað um Kvíslaveitur? - Kvíslaveitur eru fráleit fjár- festing. Það bæði gleður mig og hryggir að frestað er Kvíslaveit- um. Það er alvarlegt mál fyrir þá sem hafa treyst þar á atvinnu. Það eru reyndar þrjú ár síðan ég benti á, að við þær aðstæður sem nú eru væri hún út í hött. Það eru líka ýmsir faglegir erfiðleikar tengdir því, að þar er verið að leiða vatn af þéttara svæði yfir á lekt svæði-. Ég fagna því, að nú skuli gert hlé þar á - þó ekki væri nema til að jarðfræðingum gefist ráðrúm til að átta sig betur á styrkleika umgjörðarinnar um Þórisvatn, þetta sérkennilega vatn sem er þama í Heklulínunni í tanga milli Köldukvíslar og Tungnaár. - Forstjórarnir tala í grein sinni m.a. um óáreiðanleika mæl- inga á vatnsrennsli. - Það er ekki nema rétt, að skekkjur geta verið á mælingum, ekki síst þeim sem eldri em. En slík misvísun hefur ekki valdið neinum vanda hjá okkur og hefur gengið bærilega að taka tillit til þessa óvissuþáttar. Og er hann reyndar af allt annarri stærðar- gráðu en sú umframorka sem nú er til umræðu. Spádómar - Landsvirkjunarstjórn vísar á orkuspá, sem ekki hafi rœst, og segir sem svo að það sé auðvelt að vera vitur eftir á. - Það er vitanlega ekki nema rétt, að orkunotkun hefur orðið minni en gert var ráð fyrir. En aðalatriðið er að sjálfsögðu það, að það er stóriðjan, sem hefur verið látin stjóma rafmagnsmál- um hér hjá okkur, og það er stór- Þegar árið 1962 þegar Búrfellsvirkjun var í undirbúningi, kom margt það fram um tvísýnu stóriðjuævintýrisins sem síðar hefur eftir gengið. Það ævintýri hefur ráðið ferðinni lengst af síðan og því stöndum við nú uppi með mikla skuldasúpu og mikla umframorku, segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður í viðtali við Þjóðviijann um deilur þær, sem risið hafa um fjárfestingar og framkvæmdahraða við virkjanir hér á landi. Og svo Blanda - Nú er Blanda á dagskrá hjá okkur, útboð komin í gang og hvaðeina. Tilboðin eru mjög hag- stæð, það vantar ekki, og m.a. þeirra vegna munu renna á menn tvær grímur um að hætta við Blöndu. En tilboðin eru einmitt lág vegna þess að það er sam- dráttur í orkufrekum iðnaði. Mér sem leikmanni finnst fráleitt að fara núna út í Blönduvirkjun. Ég hefði annars gaman af að vísa því máli á borð hagfræðinganna - það er mesta furða hvað þeir hafa verið daufir í gagnrýni á Lands- virkjun, sem hefur í stórum drátt- um farið sínu fram á liðnum árum, hver svo sem ráðherra þessara mála hefur verið. - Það er gott að eiga umfram- orku, en það fylgir böggull skammrifi - við sitjum uppi með skuldasúpu sem hleður utan á sig og þá er það stórt hagfræðilegt atriði, hvort menn vilja halda áfram á sömu braut. Það getur að mínu viti varla leitt til annars en við verðum neyddir til að selja orkuna langt undir kostnaðar- verði. -áb Deila Finnboga Jónssonar, stjórnarmanns Landsvirkjunar, við Landsvirkjunarstjórn, for- stjóra og aðstoðarforstjóra hefur ekki farið fram hjá blaðalesend- um. í Morgunblaðinu á föstudag- inn birtu forstjóramir langa grein þar sem þeir töldu tölur Finnboga um mikla umframorku villandi og stjórn Landsvirkjunar vísaði á bug staðhæfingum um að um- framorkan væri til orðin í röngum ákvörðunum fyrri tíma. í sömu andrá ákveður Landsvirkjun að draga verulega úr framkvæmd- um. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður er gagnkunnugur Lands- virkjun og Orkustofnun og hefur, eins og hvað eftir annað hefur fram komið, ekki alltaf verið á sama máli og þessir aðilar. Við biðjum hann að svara nokkrum spurningum um þær deilur sem nú standa um offjárfestingar í virkjunum og þar með umfram- orku. Norðmenn og við - Ég hefi ekki aðstöðu til að gerast neinn dómari í þessu máli, segir Sigurjón. En það er ómaks- ins vert að draga fram ýmsar sögulegar forsendur sem varpa ljósi á það sem er að gerast núna. - Hvað áttu við? - Við skulum hafa það í huga, að þegar um orkufrekan iðnað er að ræða tekur það e.t.v. um tvö ár að byggja verksmiðjuna, en svosem sex ár að reisa orkuverið. Verksmiðjueigandinn bæði vill og þarf að fá þá orku, sem hann þarf, strax sama dag og verksmiðjan er tilbúin. Meðan Norðmenn voru að hæna að sér orkufrekan iðnað á árunum 1950-1970 leituðust þeir við að hafa orkuverin tilbúin fyrirfram. Ef því seinkaði að verksmiðjur risu og kæmust í gagnið notuðu þeir nágrannarík- in, Svíþjóð og Danmörku, sem einskonar öryggisventla og slökktu á gufukötlum og díselvél- um hjá þeim með útflutningi raf- orku. Við erum ekki í þessari að- stöðu og þurfum því að sýna meiri aðgætni. Og helst lítur út fyrir að við höfum ekki gert það en látið stóriðjuáformin ráða ferðinni. Sultartangastíflan kostaði miljarð og er hluti af Búrfellsframkvæmdunum. „Þegar Búrfellsdæmið var reiknað í sambandi við álsamningana hefði þurft að taka Sultartangakostnað með til að fá skynsamlegt mat...“. verkfræðinga og hagfræðinga um orkufrekan iðnað. Þar kom margt það fram sem síðar hefur gengið eftir. Búrfellsvirkjun var þá nær tilbúin til útboðs. Sigurði heitnum Thoroddsen verkfræð- ingi leist heldur illa á það hvemig að var staðið - hann taldi að rennslisvirkjun við Búrfell fylgdu miklir rekstrarerfiðleikar, eink- um vegna íssins. - Þið Sigurður voruð nokkuð á einu máli um ísvandamálið. - Já, ég skrifaði til dæmis um ísa Þjórsár í tólfta árgang Jökuls. En menn sögðu þá að það lægi mikið á, og það væru síðustu forvöð að koma vatnsorku í verð áður en kjamorkan ódýra kæmi og þar fram eftir götum, álagið var lítið við Búrfell og vatnið þar nægilegt, þótt mikiö færi í ís- skolun. Tii athugunar kom að næsta virkjun yrði í Tungnaá við Búðarháls, hjá bflakláfnum, en með því móti mátti slá nokkuð á vandamálið með því að sökkva hluta af Þóristungum. Af þessu varð ekki - Sigalda var valin. - En þegar harðnaði á dalnum, og veturnir 1977 til 1979 voru gengir hjá, þótti ekki búandi við það að jafn gífurlegt vatnsmagn og 500-700 gígalítrar fæm for- görðum í ísskolun við Búrfell, sem em sex tíundu af allri Þóris- vatnsmiðlun. Svarið við þessu var svo hin mikla Sultartangastífla. Hún var nauðsynleg úr því sem komið var - hvergi nær hægt að fá uppistöðu með lagnaðarís og stöðva krapið. En Sultartanga - stífla, sem kostaði miljarð, er í raun óaðskiljanlegur hluti af upp- haflegu Búrfellsvirkjunarfram- kvæmdunum. Og þegar Búrfells- dæmið var reiknað í sambandi við álsamningana, þá hefði þurft að taka Sultartangakostnað með, til að fá skynsamlegt mat á þeim kostum sem menn voru að velta fyrir sér. Það er reyndar ekki enn nóg að gert, eftir er að gera þröngan og djúpan stokk niður til iðjan sem ekki mætir. Þessir stóru hringar sem menn ætluðu að skipta við hafa verið að draga saman seglin, og ekki virðist hylia undir neina meiriháttar sölu- samninga á næstunni. Og ég vík aftur að þeirri ráðstefnu sem haldin var hér árið 1962. Þar minnti dr. Fredrik Vogt okkur á það, að orkusala til stóriðju væri mörgum vanda bundin. Það væri til dæmis enn mikið af ódýrri vatnsorku í þriðja heiminum og mætti búast við allskonar undir- boðum þaðan. Og einmitt í þeim löndum hefur mikið verið virkjað - og þar er líka mikið af hálfkör- uðum virkjunum vegna sam- dráttar, vegna óforsjállar fram- kvæmdagleði, t.d. í Brasilíu. Búrfell og Sultartangi - Tökum dæmi. Árið 1962 var haldin hér í Reykjavík ráðstefna ferðinni Sigurjón Rist: Það bæði gleður mig og hryggir að hætt er við Kvíslaveitur Fimmtudagur 31. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.