Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.01.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 31. janúar 1985 25. tölublað 50. árgangur Hœkkanir Bensínlítrinn í 28.20 kr.? Fjármálaráðuneytið hækkar bensíngjald um 10% og olíufélögin vilja 6% hœkkun útsöluverðs Bensínið kostar 6.500 kr. meira á meðalbílinn í ár en ífyrra Á sama tíma lœkkar bensínverð ínágrannalöndum Bensínlítrinn mun á næstu dögum hækka í 28.20 kr. ef verðlagsráð samþykkir þær hækkunarbeiðnir sem nú liggja fyrir frá fjármálaráðu- neytinu um hækkun bensín- gjalds og olíufélögunum um 6% hækkun á álagningu. Komi til þessara hækkana hef- ur bensínið hækkað á einu ári um 5.50 kr. lítrinn. Á sama tíma hefur bensínverð farið lækkandi hjá nágrannaþjóð- um okkar. Fyrir ári síðan kostaði bensín- lítrinn 22.70 kr.Þá kostaði 22.700 kr. á ári að kaupa bensín á bifreið sem ekið er 10.000 km á ári og eyðir 10/1 á 100 km. Nái áður- nefndarhækkunarbeiðnir fram að ganga mun ’oensínverðið hækka úr 25.90 í 28.20 og bensínreikn- ingur sömu bifreiðar því uppí 28.200 kr. miðað við árskeyrslu eða um 6.500 kr. frá því fyrir ári síðan. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í gær að beiðni fjármála- ráðuneytisins um hækkun á bens- ínskatti í samræmi við hækkun byggingarvísitölu væri ekki kom- in inn á hans borð en hann vissi að hún væri á leiðinni. í fjárlögum þessa árs 'er gert' ráð fyrir að tekjumöguleikar bensíngjaldsins verði nýttir til fullnustu. Heimilt er að hækka bensíngjaldið fjórum sinnum á ári til samsvörunar við hækkun byggingavísitölu. Á síðustu árum hefur þessi heimild í lögum ekki verið nýtt að fullu eins og í fjár- málaráðherratíð Ragnars Arn- alds. -lg Samæfing á ísafirði Tónlistarskólinn á ísafirði hefur frá því að hann var stofnaður árið 1948 verið með sérstæðum brag. Á hverjum einasta sunnudegi koma allir nemendur hans saman á heimili Ragnars H. Ragnar, sem verið hefur skólastjóri hans frá'upphafi þar til í haust að Sigríður dóttirhans tók við, og spila á samæfingu. Allir verða að spila hvort sem þeir eru nýbyrjaðir eða lengra komnir. Myndin er tekin á samæfingu fyrir skömmu. Krakkarnir hlýða með andagt á ungan píanóleikara og bíða eftir að röðin komi að sér. Ljósm.: GFr. Verkamannabústaðir Tólf nýjar íbúðir afhentar á Húsavík Undirbúningur hafinn að byggingu annarra 12 íbúða. Tuttugu manns eru á biðlista yfir íbúðir Mannshvarfið Vísbending- arí Borgar- fúí í gær var mikil leit í Borgarfirði að Hafþóri Haukssyni, piltinum sem hvarf sunnudaginn 13. janú- ar sl. á jeppa. Ástæðan fyrir því að leitað var sérstaklega í Borgarfirði eru tvær vísbendingar um að etv. hafi sést til piltsins í Borgarnesi og á þjóð- veginum ufn Borgarfjörð. Þess skal getið að Hafþór var í sveit í Norðurárdal og á skyldfólk á ísa- firði og það varð líka til þess að leitin beinist nú að Borgarfirði og þjóðleiðinni vestur. I gær var leitað í sumarbústöðum og víðar um Borgarfjörð en án árangurs. -GFr Stjórn Verkamannabústaða á Húsavík tók fyrir skömmu við 12 nýjum íbúðum, sem hafln var bygging á árið 1983. Eru íbúðirn- ar afhentar fullfrágengnar bæði að utan og innan. Hér er um að ræða þrjár 4ra herbergja íbúðir 92,99 ferm. að stærð og níu 3 her- bergja íbúðir 70,9 ferm. að stærð. Að sögn Snæs Karlssonar hjá Verkalýðsfélaginu á Húsavík er þegar hafinn undirbúningur að byggingu 12 íbúða í viðbót. Hefur leyfi þegar fengist fyrir sex þeirra en vonast er til að leyfi fáist fljót- lega fyrir sex fbúðum í viðbót svo hægt verði að byggja þessar 12 íbúðir í einum áfanga. Mikil þörf er fyrir íbúðir á Húsavík og eru þegar 20 manns á biðlista fyrir utan þá sem fá þessar 12 íbúðir sem verið var að afhenda. Verð þeirra íbúða sem verið var að afhenda er um 2 miljónir króna fyrir 3ja herbergja íbúðirn- ar, eitthvað meira fyrir 4ra her- bergja íbúðirnar, en endanlegt verð liggur ekki fyrir. -S.dór Farmgjöldin SÍS lækkar Ómar Jóhannsson, Skipadeild SÍS: Munum halda okkar viðskiptavinum samkeppnisfœrum Það er alveg ljóst að við mun- um halda okkar viðskiptavinum samkeppnisfærum við önnur frystihús hér á landi. Viðræður um farmgjöldin standa nú yfir á milli Skipadeildar SÍS og við- skiptavinanna, þannig að ég get ekki sagt hver farmgjöldin verða endanlega en sem fyrr segir verða okkar viðskiptavinir fullkomlega samkeppnisfærir, sagði Ómar Jó- hannsson hjá Skipadeild SÍS þeg- ar þjóðviljinn innti hann eftir því hvað SÍS myndi gera i ljósi þeirra lækkana á farmgjöldum, sem SH hefur fengið fram rrieð útboðum. Því hefur áður verið svarað til að SÍS mun ekki láta fara fram útboð á þeim fiski sem það flytur til Evrópu og Ameríku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.