Þjóðviljinn - 07.02.1985, Síða 15
HREYSTI & FEGURÐ
ysluvenjur
pilluáts
skammt. Ég sé ekki að ástæða sé
til slíkrar neyslu.
Breytt tollalög
Hvað er helst að gera til þess að
breyta neysluvertjum okkar?
I fyrsta lagi tel ég að það þyrfti
að breyta tollalögunum og fella
niður tolla og vörugjald af græn-
meti. Jafnframt þyrfti að auka á
fjölbreytni þess grænmetis sem er
á boðstólum. Fjölbreytt fæði er
skilyrði þess að við fáum öll víta-
mín og steinefni sem líkaminn
þarfnast og grænmetið er mikil-
vægt, bæði fyrir vítamín, stei-
nefni og trefjar. Þá þarf að fræða
fólk um mataræð með skipu-
lögðum hætti. Jafnframt þarf að
auka rannsóknir á þessu sviði, því
matarvenjur og aðstæður eru
misjafnar á milli landa og erfitt er
fyrir okkur að styðjast við er-
lendar rannsóknir. Til dæmis var
neysla skráð í 2 daga hjá þeim
fjölskyldum á höfuborgarsvæð-
inu sem tóku þátt í könnun
Manneldisráðs, en matarvenj-
urnar geta verið misjafnar bæði
eftir vikudögum, árstíðum,
landshlutum og þjóðfélagshóp-
um. Því þurfum við áreiðanlegri
vitneskju til þess að byggja
ráðleggingar um neyslu á. Við
teljum t.d. að íslenskar konur fái
ekki nægilegt járn, en til þess að
geta gefið réttar leiðbeiningar
þarf frekari rannsóknir. Rann-
sóknir og fræðsla af þessu tagi
falla undir fyrirbyggjandi heilsu-
gæslu og ættu því að skila sér aft-
ur margfalt í minni tilkostnaði í
heilbrigðiskerfinu.
Offitan er
heilbrigðis-
vandamál
Nú eiga margir við offitu að
stríða, og megrunarkúrarnir
blómstra, ekki síst í skammdeg-
inu. Hvað segir nœringarfrœðin
um þennan vanda?
Jú, það eru til megrunarpillur
og megrunarvökvar og megrun-
arkex. Slík efni eru aldrei megr-
andi í sjálfum sér. Fitan í líkam-
anum ákvarðast af því hvað við
borðum mikið og hvað við
hreyfum okkur mikið.
Margir megrunarkúrar byggj-
ast á einhæfu fæði. Menn geta
ekki lifað þannig til lengdar, og
þótt þeim hafi tekist að grenna sig
með þessum hætti, þá sækir í
sama farið aftur. Megrunarkúr
ætti að vera á eðlilegu fæði. Menn
ættu bara að borða minna.
Til eru þeir megrunarkúrar
sem byggja á kolvetnissnauðri
fæðu. Til dæmis að borða ekki
brauð og kartöflur. Kolvetnis-
snautt fæði verður til þess að
glykogen í líkamanum brotnar
niður og líkaminn missir vatn (og
þar með þunga) sem hann bindur
síðan á ný þegar fæðusamsetning-
in verður eðlileg. Slíki kúrar eru
ekki ráðlegir. Mönnum væri nær
að taka tillit til ráðlegginga um
minni fitu- og sykurneyslu.
Offita er heiíbrigðisvandamál
hér sem annars staðar, og það
vantar faglega hjálp handa fólki
til að ráða við þennan vanda. Það
þarf að koma til næringarfæðileg
þekking, aðstoð við hreyfingu og
líkamsrækt og síðast en ekki síst
sálfræðileg aðstoð.
Áfengi og tóbak
Hvað með áfengisneyslu og
reykingar? Valda þessi efni efna-
skorti í líkamanum?
Það er jú þekkt á meðal áfeng-
issjúklinga að þá skortir vítamín,
einkum B-vítamín. Þetta stafar
bæði af takmörkuðu og einhæfu
mataræði og af of mikilli drykkju.
Mér er ekki kunnugt um að
reykingar orsaki skort á vítamín-
um eða steinefnum. En þær eru
ekki minna skaðlegar fyrir það.
Margir telja að leyfa ætti bjór
frekar en sterka drykki vegna
þess að hann hafi meira næringar-
gildi. Það má segja að af tvennu
illu sé það æskilegra fyrir
drykkjusjúklinga að drekka bjór
en brennd vín, en þessi röksemd
gildir ekki ef átt er við að hún
skipti máli um næringarefnaupp-
töku íslendinga almennt.
Heyrst hefur að við neytum of
mikils af salti og að það sé skað-
legt fyrir líkamann. Hvað hefur
þú um saltneysluna að segja?
Jú, það er rétt að of mikil
saltneysia er talin varhugaverð
fyrir þá sem eru með háan blóð-
þrýsting. Saltið, sem er natríum-
klóríð, getur haft áhrif á blóð-
þrýstinginn. Til eru á markaðn-
um saltblöndur sem eru kalíum-
klóríð að hluta til og hafa minni
áhrif. Kalíumsaltið hefur þann
galla að vera svolítið beiskt á
bragðið.
Heyrst hefur að fitusýrur í lýsi
séu hollarfyrir hjarta og æðar. Er
lýsisneyslan œskileg þess vegna?
Jú, rannsóknir benda til þess
að fitusýrur í lýsi hafi góð áhrif á
hjartað og dragi jafnvel úr hættu
á hjarta- og æðasjúkdómum.
Lýsisneyslan er því æskileg, en þó
fyrst og fremst vegna D-vítamíns,
sem við fáum ekki í nægu magni
öðru vísi. Annars er hæfileg
hreyfing einnig holl fyrir hjartað
og starfsemi líkamans.
En fjölvítamíntöflur, eru þœr
ekki jafn góðar?
Jú, það er hægt að fá hæfilegan
Jón Gíslason næringafræðingar: Offita er heilbrigðisvandamál sem ræðst fyrst og fremst af því hvað við borðum mikið og hversu
mikið við hreyfum okkur.
skammt af D-vítamíni úr þeim
líka, auk annarra efna. Svo eru
einnig drykkir eins og Sanasol og
Frískamín sem innihalda D-
vítamín. En menn ættu semsagt
að fylgja ráðlögðum skammti
þegar þeir taka vítamíntöflur.
-ólg.
Sendist í póstkröfu,
póstkröfugjald.
Matreiðslubókin
Jurtafæði
Bók ætluð þeim er vilja reyna fyrir sér í matreiðslu
jurtafæðis. Greint er frá meðhöndlun, suðutíma og
öðru því sem nauðsynlegt er að vita til að matreiða á
einfaldan hátt Ijúffenga rétti úr hráefnum úr jurtaríkinu.
Fjöldi uppskrifta er í bókinni. Aðalréttir úr baunum,
grjónum og grænmeti. Brauðgerð, kökuuppskriftir,
salöt, eftirréttir, súpur, sósur, drykkir o.fl. Oll mat-
reiðslan miðuð við að fæðan haldi næringarefnum og
hollustu sinni sem best.
Nafn....
Heimili.
UtanásKrift:
Kornmarkaðurinn
Skólavörðustíg 21 A
THE
LUN
Blóma-
fræflar
HONEYBEE POLLEN
„HIN
FULLKOMNA
FÆÐA”
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Hvað er „The President’s Lunch ?
Það er náttúrufæða, salt og sykurlaus, sem
inniheldur 260 mg af hinum frábæru „High
Desert", blómafræflum. Auk þess hafra-
mjöl, hnetusmjör, sólblómafræ, rúsínur,
lecithin.
The President’s Lunch er góður skyndi-
biti sem gefur góða magafylli og aukinn
kraft til að sinna verkefnum dagsins. Sé
þyngdin vandamál reyndu þá The Presi-
dent’s Lunch í staðinn fyrir aukabita og
jafnvel í staðinn fyrir aðra máltíð dagsins.
Inniheldur aðeins 153 kalóríur.
Munið okkar vinsælu blómafræfla.
SOLUSAMTOKIN HF.
Laugavegi 178
Sími 23833 og 83350