Þjóðviljinn - 07.02.1985, Side 21

Þjóðviljinn - 07.02.1985, Side 21
Grikkland: Tengslin við Nató trosna Papandreú vill bandarísk kjarnorkuvopn á brott- Herforingjatíminn og tyrkneski háskinn ráða miklu um grísk stjórnmál. Stjórn PASOK, gríska sósíalistaflokksins, hefur bætt fleiri fyrirvörum við veru sína í Nató - ekki síst vegna þess að hún lítur svo á, að höfuðóvinur Grikkja sé Tyrkland, sessu- nautur í sama hernaðarbandalagi. Nú síðast hefur Andreas Papandreú lýst því yfir, að hann muni vinna að því að fjarlægja bandarísk kjarnorkuvopn frá herstöðvum í Grikklandi, enda séu þau þar í óþökk Grikkja sem hafi ekkert yfir þessum vopnum að segja. Hneyksli í stríðsleik Nýlegt atvik, sem gerðist í Róm, segir sína sögu af því hve illa Grikkir kunna við sig í Nató. Þar voru rösklega sextíu liðsforingjar frá ýmsum Natóríkjum að æfa sig í stríðsleikjum í stofnun sem heitir ,JSato Defence College“. Einn slíkur leikur endaði í meiriháttar átökum við Albaníu, en byrjaði reyndar á því, að gert var ráð fyrir því að herinn í Grikklandi tæki völdin þar eftir mikinn kosningasigur vinstriafla. Andreasi Papandreú forsætisráðherra og foringja PASOK hefur bersýnilega þótt, að þetta gaman væri helst til grátt og voru fjórir grískir þátttakendur á námskeiðinu í Róm kallaðir heim og því lýst yfir að grískir liðsforingjar hefðu ekkert til „Varnarháskóla Nató“ að sækja. Sem var kannski ekki nema von. Þegar grískir herforingjar rændu völdum í landinu vorið 1967 og handtóku marga stjórnmálaforingja og þá Andreas Papandreú sjálfan (hann var þá í forystu fyrir Miðflokkinum), þá fóru þeir eftir áætlunum um valdatöku á krepputíð, sem gerð hafði verið í samráði við Nató. Þetta er önnur ástæðan fyrir Mótmælaganga gegn Nató í Aþenu. Minnismerki yfir Truman Bandaríkjafor- seta hefur verið vafið í umbúðir sem á stendur: Endursendist sendanda! Andreas Papandreú: „Hann getur leyft sér mistök vegna þess að hann fylgir „sjálfstæðri og stoltri" utanríkisstefnu, og þetta er nátengt því öryggisleysi sem einkennir okkur Grikki. Þjóðir sem hafa lengi þjáðst og voru lengi ekki húsbændur í eigin landi og finnst því að þær standi illa að vígi, eru mjög hneigðar til uppsveiflu stoltsins.." (blaðið „To Vima"). því, hve öflug andstaðan við Nató er á Grikklandi: Grikkjum finnst að hin myrku ár herforingjaklíkunnar séu á ábyrgð Nató. Hin ástæðan er svo gamall og nýr fjandskapur við Tyrki, sem fyrr segir. Vinir og óvinir Árið 1981 vann flokkur sá, sem Andreas Papandreú hafði forystu fyrir eftir að hann gat snúið heim úr útlegð, PASOK, mikinn kosningasigur. Þessi þjóðernissinnaða og kannski ekki sérlega samstæða vinstriblökk fékk meirihluta þingsæta. í kosningabaráttunni fór mikið fyrir tveim fyrirheitum: um að slíta tengslin bæði við Nató og Efnahagsbandalagið. Og þegar á fyrsta leiðtogafundi Nató sem Papandreú sat kom til sjaldgæfs atburðar: forsætisráðherrann gríski lagði neitunarvald á hefðbundna lokayfirlýsingu fundarins, vegna þess að starfsbræður hans buðu aðeins upp á stuðning gegn hugsanlegum háska frá Varsjárbandalagsríkjum í norðri, en vildu ekki skuldbinda sig til aðstoðar við Grikki gegn erfðafjandanum í austri - það er að segja Tyrklandi. Þá sagði Papandreú: „sá sem á slíka vini þarf ekki á óvinum aðhalda'*. Hnútar rakna Síðan þá hefúr Papandreú og stjórn hans gert Nató og þá sérstaklega Bandríkjunum ýmislegt til miska. Frá vestrænum sjónarhóli lítur syndaregistur hans út eitthvað á þesa leið: Papandreú lýsti sig andvígan nýjum eldflaugakerfum Nató en styður - ásamt Rúmenum - hugmyndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Balkanskaga. Og sem fyrr segir vill hann fá bandarísk kjarnorkuvopn burt frá Grikklandi. Hann hefur haft á orði, að Sovétríkin hefðu jákvæðu hlutverki að gegna sem „mótvægi gegn útbreiðslu kapítalismans" og yfirleitt haft vinsamlegri samskipti austur á bóginn en gott þykir í Nató. Meðal annars hefur hann einn oddvita frá Natóríkjunum heimsótt Pólland eftir að Jaruzelski tók þar völd. Ennfremur hefur hann stundum haft vinsamlegt samband við Gaddafi forseta Líbýu, höfuðóvin Bandaríkjamanna á Miðjarðarhafssvæðinu og reyndar Frakka líka. Papandreú hefur keypt sovéskan útbúnað fyrir verkfræðisveitir gríska hersins og fengið sovéska ráðgjafa til að kenna meðferð hans. Það er i framhaldi af þessu sem Grikkir hafa dregið úr nærveru sinni í Nató ef svo mætti að orði komast. Þeir bjóða ekki lengur fulltrúum frá Nató að fylgjast með heræfingum hjá sér og þeir taka heldur ekki þátt í stríðsleikjum hinna Natóríkjanna. í fyrrahaust hafnaði gríska stjórnin árlegum sameiginlegum heræfingum grískra og bandarískra hersveita, sem kenndar eru við sjálfan Seif. Að vera eða ekki Samt sem áður hafa stundum heyrst þær Natóraddir, að Papandreú leiki tveim skjöldum í Natómálinu. Hann væri alls ekki tilbúinn að slíta sambandinu, en þyrfti stundum að hafa hátt til að friða vígreifa Natóandstæðinga heima fyrir. Slíkar raddir hafa reyndar heyrst líka í Grikklandi og þá ekki síst frá kommúnistum, sem eru þar öflugur flokkur, ekki síst á Aþenusvæðinu. Er þá jafnan vitnað til þess, að hvað sem kosningaloforðum leið þá hafi Papandreú samið upp á nýtt við Bandaríkin um herstöðvar á Grikklandi árið 1983 og um leið þegið hernaðaraðstoð við gríska herinn sem nemur um 500 miljónum dollara á ári hverju. Og gríska stjórnin á áfram fulltrúa í helstu stofnunum Nató - þótt þeir séu svo iðnir við að leggja áherslu á sérstöðu sína í ýmsum málum. Tyrkneska hættan Sem fyrr segir kemur óttinn við Tyrki mjög við sögu í þessu máli. Sá ótti fékk nýjan byr undir vængi eftir að tyrkneski herinn hertók norðurhluta Kýpur og gerði hátt á annað hundrað þúsund Kýpurgrikki að flóttamönnum í eigin landi. (Hitt er svo annað mál, að það var viðleitni hinnar Framhald á bls. 18 ,VR BULGARIEN fJUGOSLAWIEI IENLAI Ptataiai Korintrf' MITTELMEER Hérákleion J«ffllsl Grikkland er um 132 þúsundir ferkílómetra og íbúarnir á elleftu miljón. Tyrkland er sex sinnum stærra ríki og meira en fjórum sinnum fjölmennara. Margar hinna grísku eyja eru örskammt frá strönd Tyrklands. Fimmtudagur 7. febrúar 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.