Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 2
_________________________FRETTIR____________ Kennaradeilan leyst Albert gefur eftir Dagvinnulaun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna verði hin sömu og tíðkast á almennum vinnumarkaði Fjármálaráðherra staðfesti seint á sunnudaginn fyrir fund HÍK að hann væri efnislega sam- þykkur yfirlýsingu forsætisráð- herra þess efnis að samræna ætti kjör ríkisstarfsmanna við kjör á hinum almenna vinnumarkaði, meðal annars þannig að „dag- vinnulaun verði hin sömu þegar borin eru saman laun fyrir fulla dagvinnu aðeins og tekið tillit til hlunninda hvers konar.“ Fram- haldsskólakennarar samþykktu því að hefja kennslu á ný með 210 atkvæðum gegn 57. Það kostaði þriggja viknavinn- ustöðvun meirihluta framhalds- skólakennara í landinu að draga þessa yfirlýsingu upp úr ráðherr- anum, en að mati stjórnar Hins íslenska kennarafélags felst í yfir- lýsingu þessari ótvíræð viður- kenning fjármálaráðherra á þeim skilningi sem Launamálaráð BHM hefur haft á þeirri laga- grein um kjör opinberra starfs- manna, þar sem segir að kjara- dómur skuli „gæta þess við úr- lausnir sínar að ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir menn með svipaða menntun, sér- hæfni og ábyrgð, sem vinna hlið- stæð.störf hjá öðrum en ríkinu.“ í yfirlýsingu Steingríms Her- mannssonar um málið frá 21. mars s.l. segir enn fremur að ríkisstjórnin Ieggi áherslu á að lokið verði sem fyrst þeirri sam- anburðarathugun, sem nú sé unnið að samkvæmt samkomu- lagi ríkisins og BHM. Þá sé ríkis- stjórnin reiðubúin til reglubund- ins samstarfs á sviði kjararann- sókna við samtök opinberra starfsmanna, þar sem m.a. laun fyrir dagvinnu verði lögð til grundvallar. Þá segir í yfirlýsingunni að ríki ágreiningur í samanburðarnefnd- inni þá fallist ríkisstjórnin á að hlíta úrskurði nefndar, sem í sitja einn aðili frá hvorum og odda- maður skipaður af þriðja aðila samkvæmt samkomulagi. Er það vilji ríkisstjórnarinnar að slík úr- skurðarnefnd verið skipuð þegar Kjaradómur sá sem nú situr hefur lokið störfum. Þá er það vilji ríkisstjórnarinnar að niðurstöður af umræddum samanburði á kjörum verði lagðar til grundvall- ar við endurskoðun á samningum Bandalags háskólamanna. Á sunnudag náðist ennfremur samkomulag á milli Hins íslenska kennarafélags og ríkisstjórnar- innar um að öll eftirmál vegna aðgerða HÍK verði látin niður falla og að greiðsla kæmi fyrir þá umframvinnu sem fyrirsjáanleg er í framhaldsskólum á næstunni svo að hægt verði að ljúka yfir- standandi skólaönn. Er reiknað með því að kennt verði á laugar- dögum og í dymbilvikunni og reiknað er með að framlengja Aldinn má ég óttast þaö, allri vlrðing glata, því bráðum verð ég orðinn að alþjóðlegum krata. þurfi skólatímann um viku eða 10 daga í sumum tilfellum. Nær allir kennarar mættu til vinnu í gærmorgun, en allmikil forföll voru víða hjá nemendum. Ljóst verður næstu daga hversu margir nemendur mun hætta námi vegna kennaradeilunnar. —ölg. Kennarar Fordæma hefndar- ráðstafanir Brottvikning Heimis Pálssonar úr úthlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs hefndarráðstöfun Ragnhildar Fundur kennara í HÍK 24. mars 1985 fordæmir tilburði menntamáiaráðuneytisins í þá átt að hefna sín á þeim félögum okk- ar sem staðið hafa í baráttu þessa dagana. Þar er einkum átt við þá á- kvörðun menntamálaráðherra að leysa Heimi Pálsson frá störfum í nefnd þeirri er úthlutar bók- menntaverðlaunum Norður- landaráðs. Við hljótum að skilja þetta sem hótun um að þetta sé það sem við megum búast við ef við beitum okkur í baráttu fyrir bættum kjör- um. Ofangreind tillaga var sam- þykkt samhljóða á fundi fram- haldsskólakennara síðastliðinn sunnudag. - ólg. Yfirlýsing Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Kennarafundur í Fjölbrauta- skóla Suðurlands, haldinn 25. mars 1985 lýsir yfir megnustu ó- beit sinni á þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að hreinsa Heimi Pálsson útúr úthlutunar- nefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. í ljósi þess að nefndarmenn hafa yfirleitt setið í a.m.k. tvö kjörtímabil í téðri nefnd og jafn- an skipt um báða nefndarmenn í senn, hljótum við að líta svo á, að afskipti Heimis Pálssonar af kjaramálum kennara hafi valdið ákvörðun ráðherra“. Þessi yfirlýsing var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Þetta eina atkvæði gat ekki sætt sig við orðalagið „hreinsa útúr“ en sagðist að öðru íeyti efnislega samþykkt yfirlýs- ingunni. - S.dór. Máríukirkja í Breiöholti. I gær var fyrsta Máríukirkja kaþólskra manna á íslandi vígð við hátiölega athöfn í Breiöholtinu í Reykjavík. Biskupinn vígði kirkjuna. (Mynd: E.ÓI.). ***** Heimir Pálsson: Emm reynslunni ríkari Kennarar sameinist í eittfélag og taki sérver kfallsrétt Eg veit ekki hvort hinn fjár- hagslegi ávinningur af þessari vinnudeilu verður eins og til stóð, en ég hef lært mikið á þessum þrem vikum, sagði Heimir Páls- son menntaskólakennari í samtali við Þjóðviljann í gær. íslenska kennarafélag og félagið kemur sterkt út úr átökunum. Verði um fjárhagslegan ávinning að ræða fyrir háskólamenntaða ríkisstarfsmenn, þá væri það bara ánægjulegt, en ég geng ekki frá þessum slag með neina glýju í augum hvað það snertir. - Aðspurður um hvort hann teldi ekki að yfirlýsingar ráðherra myndu tryggja kennurum kjara- bætur sagði Heimir að yfirlýsing- arnar væru mjög mikilvægar en það ætti eftir að koma í ljós hversu mikil trygging fælist í orð- um ráðherranna. Heimir sagði að kennarar hefðu ekki enn dregið uppsagnir sínar til baka og sagðist hann telja ólíklegt að allir kenn- arar myndu gera það að svo komnu máli. ~®*g- Harpa GK-11 Loks komin á sjó Stjórnvöld veittu mánaðarveiðileyfi. Skuldábyrgðin ennþá óleystmál íkerfinu Fyrsti lærdómurinn er sá að ég held að kennarar muni ekki leggja út í aðgerðir af þessu tagi aftur, heldur muni þeir berjast fýrir fullum verkfallsrétti. Það er ekki leggjandi á nokk- urn mann það taugastríð sem fylgir því að taka þá siðferðilegu ákvörðun frá degi til dags að mæta ekki til kennslu. Ég vænti þess að kennarar muni krefjast fulls verkfallsréttar í kjölfar þess- arar reynslu. Þá hef ég einnig sannfærst um að það sé mikilvægt hags- munamál al)ra kennara að þeir sameinist í eitt stéttarfélag. Þessi vinnustöðvun hefur verið félagslega góð reynsla fyrir Hið Raðsmíðatogbáturinn Harpa GK-111 frá Grindavík komst loks á sjó sl. laugardag eftir að hafa legið bundinn við bryggju frá síðustu mánaðamótum. Ríkis- stjórnin hafði þá gefið út heimild fyrir ríkisábyrgð á skuldum báts- ins næsta mánuðinn í gegnum Landsbankann meðan reyna á að finna einhverja lausn á skuldaá- byrgðum raðsmíðabátanna. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í sl. viku hefur Fiskveiðasjóður alfarið neitað að taka ábyrgð á skuldum útgerðaraðila raðsmíð- askipanna en Harpa er eitt tog- skipanna úr raðsmíðverkefninu. Báturinn hafði legið fullmann- aður og tilbúinn til veiða í þrjár vikur í Grindavíkurhöfn þegar stjórnvöld veittu loks mánaðar- veiðileyfi um síðustu helgi. „Ég vænti þess að þetta verði komið á hreint á þessum mánuði sem þeir gefa sér til að leysa mál- ið, sagði Hafsteinn Sæmunds- s°n útgerðarmaður bátsins í gær. Eftir solarhringsveiði var Harpa komin með 25 tonn en hafð! sprengt trollið. Að öðru leyti hafði báturinn reynst hinn 1 þessari fyrstu langsóttu veiðiferð. , 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.