Þjóðviljinn - 26.03.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Page 4
LEIÐARI Stjominni stökkt á flótta Kennaradeilunni er loksins lokiö. Meö frá- bærri samstööu og samheldni gegnum fjögurra vikna vinnustöövun tókst framhaldsskólakenn- urum aö knýja ríkistjórnina til svo mikillar eftir- gjafar að þeir geta nú snúiö til vinnu meö fullum sóma. í farteskinu hafa þeir mikilsveröar yfirlýs- ingar stjórnvalda um kjarabætur og búa aö reynslu sem mun reynast þeim og samtökum þeirra meir en búbót í kjarabaráttu komandi ára. Eftir stendur jafnframt sá dýrmæti lærdómur að með baráttu, samstööu og sívirkum tengsl- um milli forystu og almennra félaga er hægt aö vinna bilbug á ríkisstjórninni. Sú vitneskja er mikils viröi fyrir þau fjölmennu samtök launa- fólks sem um þessar mundir eru aö undirbúa samningagerð fyrir sumariö, og þurfa sömu- leiðis aö huga að mögulegum aögeröum til aö fylgja kröfum sínum eftir. Arangurinn af aðgerö- um kennara ætti aö veröa þeim leiðarljós: kjark- ur forystunnar og úthald félaganna eru þau vopn sem best bíta á herklæði andstæöinga- hersins og liðsodda þeirra í ríkisstjórninni. Á þeim vopnum munu ráöast úrslit haustsins. Þaö má raunar segja, aö lyktir kennara- deilunnar um helgina hafi boriö aö meö nokkuð skjótum hætti. Fáránlegar storkanir Ragnhildar Helgadóttur undir lok vikunnar, þegar hún veitti framhaldsskólakennurum lausn frá störfum og hótaði aö auglýsa stöður þeirra, höföu hleypt svo illu blóöi í kennara aö taliö var aö klúður hennar heföi hleypt deilunni í nánast óleysan- legan hnút. Atburðarrásin sýndi, aö slíkt var að minnsta kosti mat Steingríms Hermannssonar, forsætisráöherra. Eftir mistök Ragnhildar sá forsætisráöherra aö ráöherrar Sjálfstæðis- flokksins voru aö klúðra málinu endanlega og notaöi sér viðræður sínar viö Stefán Ólafsson, formann launamálaráös Bhm, til aö samþykkja svo miklar tilslakanir gagnvart kennurum aö samkomulag náöist. Forsætisráöherra þurfti með öörum orðum að hreinsa upp óþrifin eftir Ragnhildi og Albert, ráöherrar Sjálfstæöisflokksins höfðu algerlega klúöraö deilunni. Þetta er í sjálfu sér hálf-hlálegt því Framsóknarflokkurinn hefur til þessa verið þekktastur fyrir flest annaö en áhuga og vit á verkalýðsmálum. Höfuðatriðin í þeim tilslökunum sem kennar- ar knúöu fram hjá Steingrími fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar voru fyrst og fremst yfirlýsingar um aö stefnt veröi að „eðlilegu samræmi" milli launa hjá ríkisstarfsmönnum og fólks í sambærilegum störfum á hinum almenna vinn- umarkaði. Jafnframt tókst kennurum aö ná fram því baráttumáli aö viö samanburð á tekjum þessara hópa verði dagvinnutekjur lagöar til grundvallar. En viö þaö þráuöust ráðherrar lengi vel. Að auki var um þaö samið, aö sérstaklega yröi greitt á yfirstandandi námsönn fyrir auka- kennslu sem líklegt er að veröi aö inna af hönd- um til aö lúkning prófa geti farið fram meö viöun- andi hætti af nemenda hálfu. Líklegt er að þær greiðslur muni jafngilda tekjutapi kennara sök- um fjarvista meðan á vinnustöövuninni stóð, og þar meö standa vonir til að flestir kennaranna muni ekki bíða fjárhagslegan miska af þátttöku sinni í hinum sigursælu aögerðum gagnvart rík- isstjórninni. Þaö er í sjálfu sér merkur áfangi sem ætti að hvetja aðrar starfsstéttir til dáöa í baráttunni. Hvað sem líður hinum fjárhagslegu ávinning- um kennara er þó hitt ekki síður mikilvægt, aö samtök þeirra standa nú styrkari en áður. Sam- heldnin er meiri. Lýðræöislegir starfshættir geröu þaö aö verkum aö samtökin stóöu af sér orrahríð þó innviöir hafi á stundum skolfiö. í lýðræðiö innan samtakanna sótti HÍK einmitt styrk sinn. Forystunni var veitt aöhald af félög- unum, sem reistu hana upp þegar áföll dundu yfir. Fyrir verkalýöshreyfinguna í landinu er ekki síður mikilvægt að hafa sannreynt aö samstaða og baráttukjarkur geta stökkt stjórninni á flótta. Þaö er dýrmæt lexía. Því þann Glam sem kenn- arar tókust á viö núna mun verkafólk glíma við í haust. _ös KUPPT OG SKORtÐ Málgagn fjármálaráðherra að undirbúa prófkjör í Sjálfstæðisflokknum: ertu hégómlegur? lestu lítið? Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Morgunblaðið um helgina: „Pað er á hinn bóginn Ijóst að samstarfsflokkur okkar hefur ver- ið órólegur íþessu samstarfi uppá síðkastið. Peir hafa birt lista um ágreiningsefni, sem til stjórnars- lita gœtu leitt. Peir hafa lýst því yfir, að þeir hafi gert afgerandi mistök við myndun stjórnarinnar og því ekki óeðlilegt að sjálfstœð- ismönnum detti i hug að þeirséu á leið út úr ríkisstjórn með öllu þessu tali”. Mogginn gegn Friðrik Það er gömul lenska á Morgun- blaðinu að vera í nöp við varafor- mann Sjálfstæðisflokksins og blaðið talar helst ekki við þann mann, nema í gegnum þriðja að- ila. Ástæðan eru gamlar persónu- pólitískar erjur Björns Bjarna- sonar og Friðriks Sophussonar. Þess vegna þykir Morgunblað- inu tilhlýðilegt að fá formann Framsóknarflokksins til að gera lítið úr varaformanni Sjálfstæðis- flokksins í tilefni af ummælum Friðriks í Helgarpósti um vænt- anleg stjórnarslit og kosningar. I óbeinni ræðu hljóðar þetta svo í Morgunblaðinu: „Steingrímur Hermannsson sagðist ekki hafa lesið þetta, en menn vœru vanirað blaðra svona og hlaupa svo af landi brott". Þeir þekkja aðferð- ina, drengirnir. Og svo er haft eftir Steingrími innan gæsalappa: „Friðrik langaði víst í ríkisstjórn- ina einu sinni var sagt og kannski það séu einhver sárindi t honum blessuðum”. En Morgunblaðið skýrir frá því að varaformaðurinn sé í Togo - og hefur ekki heyrt það, að út- varpið náði við hann símasamb- andi. Mogginn veit ekki að það er sími í Togo. Gleðifregnir fyrir forystuna Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur einsog flestir félagar þess flokks megnustu óbeit á ríkis- stjórninni. Stjórnslitatónninn í Framsóknarmönnum að undan- förnu hefur því hljómað einsog gleðisymfónn í þeirra eyrum. í Sjálfstæðisflokknum eru gamlar venjur og siðir mikils virði einsog í Frímúrarastúkum. Þann- ig verður haldið fast í þá sögulegu yfirlýsingu: Sjálfstæðisflokkur- inn rýfur ekki stjórnarsamstarf, - og ekki auðvelt að vinna gegn sögunni. Það er því forystu flokksins mikils um vert að það verði Framsókn sem hafi frum- kvæðið til að byrja með. En Þor- steinn upplýsir í Morgunblaðinu, að undirbúningur fyrir Lands- fund sé í fullum gangi, - og gefur þannig í skyn, að Sjálfstæðis- flokkurinn geti tekið ákvarðanir um stjórnarsamstarfið á þeim vettvangi. í ljósi hefðanna, verða ummæli, sem venjulegu fólki finnst vera innihaldslaust orðagj- álfur að merkingarþrunginni pólitískri yfirlýsingu. Þannig er um yfirlýsingu Þorsteins: „Við munum láta málefni ráða fram- haldiþessasamstarfs". Hún veit á hreyfingu, stjórnarslit. Ráðherrar fastir fyrir Forysta Sjálfstæðisflokksins sér Framsóknarflokknum og samstarfinu við hann allt til for- áttu. Það vita líka allir, að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins eru fastir fyrir, og munu ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Þeir einir í Sjálfstæðisflokknum vilja áfram- haldandi samstjórn með Fram- sókn og það kennir alls annars í yfirlýsingum þeirra en hjá foryst- unni sem gjarnan er kölluð ung, en væri nær að segja bernska. I viðtali við Albert Guðmunds- son í Morgunblaðinu kemur þessi algjöri skoðanamunur glöggt í Ijós. ,Já, samstarfið við Fram- sóknarflokkinn hefur verið mjög gott, og ekkertyfirþvíað kvarta”. Albert segir Sjálfstæðis- flokkinn hafa algera yfirburði í ríkisstjórninni. Hann hafi 6 af 10 ráðherrum, „80 til 86% útgjalda ríkisins eru í höndum ráðherra sjálfstœðismanna”. Með öðrum orðum verður Albert nánast ekki var við að Framsóknarmenn hafi völd í ríkisstjórninni og er því að vonum ánægður með samstarfið. En engu að síður blasir sú staðr- eynd við að meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum eru mjög skiptar skoðanir um ríkis- stjórnarsamstarfið. Ráðherrar vilja sitja, en aðrir flokksmenn vilja láta þá standa upp. Og hvort skyldu nú ráðherrarnir hlýða flokknum sínum? Fyrirgreiðslu- pólitíkusinn í Morgunblaðsviðtalinu við Albert gefa spurningarnar ekki síður vísbendingu um ástandið í Sjálfstæðisflokknum og Morgun- blaðsviljann, heldur en svör fjár- málaráðherrans. Nokkur dæmi: „Ertu þá þessi dcemigerði fyrir- greiðslupólitíkus?" „Ef þú eyðir svona miklu af tíma þínum í að sinna þörfum einstaklinga verður þá þjóðarbúið ekki útundan hjá fjármálaráðherra? er svona lagað samboðið fjármálaráðherra? Ertu þarmeð að frýja þig ábyrgð afþessum auglýsingum ráðuneyt- isins? Albert, ertu hégómlegur í eðliþínu? Finnst þér gaman að fá orður? Heldur þú, að þú njótir sama trausts kjósenda í Reykjavík og þú gerðir við síðasta prófkjör Sjálfstceðisflokksins ?”. Ög undir lok viðtalsins spyr Morgunblaðið fjármálaráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar: „Er eitthvað til íþví, að þú lesir mjög lítið?” Það er að koma að kosn- ingum. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviijans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.