Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 8
Stórmerkur fundur í París: Sjálfstæðishetjur skrifuðu á frumeintak Gaimardmynda MANNUF Dyrhólaey í ferðabók Pauls Gaimards: Inn á sumar myndir var bætt fólki og fénaði. Dr. Sigurður Jónsson fann bókina og greiddi fyrir mörg kýrverð París - Frá fréttaritara Þjóðviljans í febrúar sl. komust þau dr. Sigurður Jónsson, líffræðingur í París, og kona hans á snoðir um að eintak nokkurt af þeim myndaatlasi, sem fylgdi hinu mikla verki Pauls Gaimards um Islandsleiðangur hans árið 1836 væri á boðstólum hjá fornbóka- sala í Parísarborg. Arum saman höfðu þau verið að svipast um eftir þessu verki, sem nú er orðið mjög sjaldgæft því að ýmisr fornbókasalar hafa haft þann sið að rífa myndaatlas- inn í sundur og selja hverja kop- arstungu fyrir sig. En þeim hafði til þessa ekki tekist að fá nema lítil brot af verkinu. Gestabók í veislu Við athugun kom í Ijós, að fyrr- nefnt eintak af myndaatlasinum var óvenjulegt fyrir ýmissa hluta sakir. í því voru aðeins áttatíu og fjórar koparstungur, en í atlasin- um, sem kom út í tveim hlutum á árunum 1842 og 1844, voru 148 myndir og auk þess voru þær að sumu leyti frábrugðnar kopar- stungum þessarar frumútgáfu. Á síðasta blaði bókarinnar höfðu svo þrjátíu og tveir íslendingar skráð nöfn sín, meðal annarra Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen, Páll Melsteð, Por- leifur Repp og Finnur Magnús- son. Neðst á blaðinu var áletrun Gaimards sjálfs sem tók af allan vafa um uppruna þessa nafna- lista: „Fundur íslendinga í Kaup- mannahöfn undir forsæti prófess- ors Finns Magnússonar 16. janú- ar 1839“ Er því ljóst að Gaimard hefur haft þetta eintak myndaatlasins með sér í veisluna, sem íslending- ar héldu honum, og þar sem Jón- as Hallgrímsson las kvæði sitt „Til herra Pauls Gaimards“ — „Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða...“ Hefur hann notað eintakið sem eins- konar gestabók og látið við- stadda skrifa nöfn sín á það. Prófarkir mynda? Sigurður Jónsson festi kaup á eintakinu þótt það kostaði að hans sögn „mörg kýrverð“ og leit fréttamaður Þjóðviljans til hans í París sl. sunnudag til að skoða það. Dr. Sigurður sagði, að margt væri óljóst um uppruna eintaks- ins og feril. Hið mikla verk um íslandsferð Gaimards, sem varð alls tólf bindi, var sent áskrifend- um smám saman og kom mynd- aatlasinn þannig út í smáheftum áður en hann var gefinn út í end- anlegri mynd árin 1842-1844. Greinilegt er, að þetta eintak hef- ur verið tilbúið í janúar 1839, en ekki er hægt að sjá það með neinni vissu, hvers vegna það var sett saman. Sennilega hefur það að geyma þær koparstungur, sem þá voru tilbúnar, og má vera að Paul Gaimard hafi notað það sem einskonar sýniseintak til að kynna verkið. Á seinni kopar- stungunni hefur hann skrifað „til- búin til prentunar" og bendir það til þess að einhverjar myndirnar í Haraldur Sigurðsson: Rannsóknar- áhugi og heims- veldapot Þetta er vissulega merkur fund- ur og ég held það hafí t.d. ekki verið Ijóst neinum manni hér, hvernig myndunum hefur verið breytt frá upphaflegri gerð. Svo segir Haraldur Sigurðsson, sem annaðist síðustu íslensku út- gáfu myndanna úr Gaimards- leiðangrinum. í auglýsingum um verkið, sagði hann ennfremur, er gert ráð fyrir því að myndirnar verði alls um 250, en þær urðu aldrei nema rösklega 200. Hvort sem það hef- ur farist fyrir að gera einhverjar þeirra, eða þá að stjórnarskiptin 1848 hafi komið í veg fyrir að all- ar myndirnar birtust, eins og ég hef verið að giska á stundum. (Þá var Louis Phillippe steypt af stóli.) En þetta mikla tólf binda verk var að koma út allt til 1851. - Hvað heldurðu, að Frakkar hafi ætlað sér með þessum mikla leiðangri og glæsilegri útgáfu- starfscmi um hann? - Menn höfðu reyndar á þess- um tíma mikinn áhuga á land- eintakinu kunni að vera nokkurs konar prófarkir. Enginn vafi leikur á því að þetta eintak hefur verið í eigu Gaimards sjálfs, en um feril þess síðar er ekki vitað. Breytingar Dr. Sigurður Jónsson benti á það, að ýmsar koparstungur í þessu eintaki, sem kalla má „frumeintak" verksins, hefðu orðið fyrir breytingum þegar þær loksins birtust í endanlegri gerð. Til dæmis hefði fólki og skepnum verið bætt inn í landslagsmyndir. Taldi hann þetta sanna, að höf- undur koparstungnanna, Auguste Meyer, hefði aðeins gert skissur á íslandi sumarið 1836 (sem var rigningarsumar) og fyllt Haraldur: Myndirnar urðu aldrei eins margar og lofað var. könnun og rannsóknum. En það er ekkert efamál, að Frakkar eru um ieið að hugsa um fiskveiði- hagsmuni sína og þeir áttu síðar, um 1860, eftir að fara þess á leit að koma hér upp einskonar ný- lendu til þeirra hluta. Á bak við marga rannsóknarleiðangra ald- arinnar var einatt hreinn og beinn imperíalismus, þetta fléttaðist gjarna saman. -áb. þær svo út í París. Þess vegna væru skepnurnar stundum öðru- vísi en gengur og gerist á íslandi: sauðfé með langan dindil og kýr yfirleitt skjöidóttar og hyrndar eins og kúakyn í Normandie. Listinn góði Ekki er ólíklegt, að nafna- listinn gefi ýmislegt til kynna um samkvæmið 16. janúar 1839, sem er nátengt sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga. Það er til dæmis athygl- isvert, að Gaimard kallar það „fund“. Svo er einnig vert að gefa því gaum, að íslendingar skrifa á eftir nöfnum sínum fæðingardaga og staði og stangast þær upplýs- ingar stundum á við það sem ann- ars staðar er sagt. Aðalgeir Kristjánsson: Island var mjög í tísku Það er erfitt að segja um það hve merkur þessi fundur er, sagði Aðalgeir Kristjánsson skjala- vörður. Vitanlega eru nýjar myndir úr Gaimardleiðangrinum kærkomin viðbót við það sem þekkt var. Og þetta plagg úr sam- kvæminu í Höfn er ágæt heimild um það hverjir voru þar og hverj- ir ekki. - Hvað voru menn að tala um í þessu samkvæmi? - Hvað annað en að þakka Gai- mard, áttu við það? Eg veit það ekki. ísiand var mjög í tísku í tengslum við rómantík og forn- aldarstefnu, menn höfðu allskon- ar hugmyndir t.d. um að stofna hér merka akademíu og þar fram eftir götum. Fornritin voru að koma út á latínu og kynntust þeim ýmsir merkir menn, til dæmis er talið að Walter Scott hafi lesið sögurnar á latínu og sjá- ist þeirra merki í sögulegum skáldsögum hans. Manni sýnist að menningaráhuginn hafi ráðið mestu um þetta leyti. Ef að Frakkar hafa verið með spekúla- Jónas Hallgrímsson er til dæm- is venjulega talinn fæddur árið 1807 en á listanum stendur skýrum stöfum „fæddur 16. nóv- ember 1808“. Slíkt misræmi er nokkuð algengt á þessum tíma og stafar það af því, að kirkjubækur voru oft ilia færðar og óná- kvæmar. Við íslendingar í París höfum verið að ræða um það, að á þessu ári eru hundrað og fimmtíu ár síð- an farinn var undirbúnings- leiðangur til íslands fyrir leiðang- urinn mikla 1836. Væri ekki úr vegi að íslendingar gæfu nú út í bókavinaútgáfu hið mikla verk allt, sem út kom eftir leiðangur- inn, og er algjörlega einstakt í sinni röð. EMJ. Aðalgeir: Þetta er kærkomin viðbót sjónir um aukin áhrif hér, þá hef- ur það helst verið tengt þorskin- um, aðstöðu til að veiða hér. En Dýrafjarðarævintýrið, þegar þeir vilja koma hér upp mikilli veiði- stöð, það er svo tveim áratugum síðar. Og þá er ekki gott að segja, hvort leiðangur eins Gaimards sé einhver upptaktur að því. En síðar voru Frakkar mjög greinilega að leitast við að færa út kvíarnar hér eins og Dýrafjarðar- ævintýrið sýnir. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, að ef við hefðum fengið það sem við vildum á Þjóðfundinum 1851 þá hefðum við upp úr því getað lent illilega á stórveldauppboði ef við hefðum ekki verið í þessum tengslum við Danmörku. -áb. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.