Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 14
Það er líka hægt að fjárfesta sig í hel Rœtt viðJóngerði Purkhus, nýskipaðan fjármálaráðherra Fœreyja umfœreysk efnahagsmál. Jóngerð Purkhus: Við munum taka styrkjakerfið til sjávarútvegsins til endur- skoðunar. Ljósm. E.ÓI. Jóngerð Purkhus fjármála- ráðherra í nýmyndaðri ríkis- stjórn Færeyja er fyrsta konan sem gegnir ráðherraembætti í Færeyjum. Hún er fullltrúi Þjóðveldisflokksins í ríkis- stjórn fjögurra flokka, þar sem Jafnaðarmenn og Þjóðveldis- flokkurinn eru stærstir. Jón- gerð sat þing Norðurlandar- áðs á dögunum, og við notuð- um tækifærið og spurðum hana nokkurra spurninga um færeyskt efnahagslíf. Brýnustu vandamálin sem við er að glíma við stjórnarskiptin í Færeyjum er mikill halli á við- skiptum við útlönd og jafnframt vaxandi erlendar skuldir. Fyrri ríkisstjórn hafði gert lítið úr þess- um vandamálum, þar sem er- lendu skuldirnar stöfuðu fyrst og fremst af fjárfestingu í atvinnu- tækjum, sérstaklega fiskiskipum og flutningaskipum. Peningarnir liggja nú í þessum fjárfestingum, það er að vísu rétt, en forsjálni verður að gæta í hvívetna. Þessar erlendu skuldir munu binda hendur okkar í framtíðinni, þótt við séum enn ekki svo djúpt sokkin að við höfum ekki mögu- leika til að greiða skuldir okkar. Það er því hægt að segja að við stöndum frammi fyrir efnahags- legum vanda, en ef ekkert ófyrir- sjáanlegt kemur fyrir ættum við að geta unnið okkur út úr honum. Offjárfesting Til hvaða ráða verður gripið? Við verðum að draga úr fjár- festingum og draga saman í neyslunni. Á síðasta ári námu fjárfestingar um 44% af vergri þjóðarframleiðslu, og slík fjár- festingargleði gengur ekki lengur. Allir vita að menn geta étið sig út á gaddinn með of mikil- li neyslu. Hitt er hins vegar einnig mögulegt, að fyrirtæki fjárfesti sig í hel. Við munum því draga úr neyslu og fjárfestingum, þótt við séum okkur jafnframt vel með- vituð um að alltaf verður að halda uppi vissri fjárfestingu. Ef gengið er of langt í niðurskurði á fjárfest- ingunni er sú hætta alltaf fyrir hendi, að menn nái ekki að hefja sig upp úr öldudal á ný. En fjárfestingargleðin í nýjum skipum hefur verið úr hófi fram, og kannski er ein ástæðan þeir styrkir sem greiddir hafa verrið til sjávarútvegsins. Hvernig styrki hafið þið veitt til sjávarútvegsins? Styrkir þessir miðast við afla- magn, þannig að þeir sem fiska mest fá mesta styrki. Þeir námu um 400 miljónum danskra króna í fyrra. Við höfum nú í hyggju að breyta þessu kerfi, og tillögur þar að lútandi eru nú í undirbúningi. Mikil veiði Hafíð þið næg fiskimið til þess að nýta þann fiskiskipaflota sem þið hafið fjárfest í? Þetta er stöðugt vandamál sem veldur okkur áhyggjum. Við höf- um veitt mjög mikið tvö síð- astliðin ár. Við vitum hinsvegar ekki með vissu hvort við höfum verið að ganga á fiskistofnana með þessari miklu veiði. En þetta er jú þekkt vandamál, einnig meðal annarra þjóða. Hefur haldist full atvinna í Færeyjum? Ja, það má segja að við höfum ekki skráð atvinnuleysi. At- vinnulíf okkar er með þeim hætti að það er ekki reiknað með því að menn vinni alla daga ársins, að minnsta kosti ekki í fiskiðnaðin- um. Það er hinsvegar ljóst að það verður æ erfiðara fyrir unga fólk- ið að fá lærlingsstöðu og komast inn á vinnumarkaðinn. Það bend- ir til þess að visst atvinnuleysi sé fyrir hendi. Við þekkjum hins- vegar ekki til þess fjöldaatvinnu- leysis sem viðgengist hefur í mörgum nágrannalöndum okk- ar. Þið hafið lagt allmikla áherslu á fiskirækt á síðustu árum. Hefur fiskiræktin mikla efnahagslega þýðingu fyrir Færeyjar? Já, hún er að byrja að skila arði. Það tekur alltaf nokkur ár þar til fjárfesting í fiskeldi fer að skila sér á ný. Við gerum okkur hinsvegar miklar vonir um þessa grein í framtíðinni. Tengslin við Danmörku Mig langaði til að spyrja þig svolítið nánar um efnahagstengs- lin á milli Færeyja og Danmerk- ur. í hverju eru þau fólgin? Jú, þau eru meðal annars fólg- in í því að við fáum fjárhagslegan stuðning frá Danmörku. Á síð- asta ári nam hann um 700 miljón- um danskra króna. Við setjum okkar eigin fjárlög, sem á sama tíma hljóðuðu upp á 1,4 miljónir danskra króna. Danska fram- lagið er ekki inni í þeirri tölu. Af þeim fjárstuðningi sem Danir veita okkur fara aðeins 4-5% til fjárfestinga í atvinnutækjum. 75- 76% fara til menntamála, heilbrigðismála og félagsmála. Til dæmis greiðist helmingur elli- lífeyris af þessu fé. Síðan fer hluti þessa fjármagns til varðskipa sem tilheyra reyndar frekar danska hernum en okkur í raun og veru. Greiða Færeyingar skatt til Danmerkur? Nei. Samkvæmt heimastjórn- arlögunum var okkur gert kleift Framhald á bls. 19 UTBOÐ Tilboð óskast í vinnu- og geymsluskýli fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að Grensásvegi 1 Reykjavík. Húsið er ca. 1150 m3, malbikun og frá- gangur er ca. 250 m2 ásamt tilheyrandi frágangi á lögnum. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 9. apríl nk. kl. 14 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Samkeppni um ritun bóka í tengslum viö dagskrána Bókin opnar alla heima efnir Námsgagnastofnun til samkeppni um ritun bóka handa börnum um ýmis fræöandi efni, einkum ís- landssögu (líf fólks á íslandi áður fyrr, persónur, at- buröi eöa tímabil) og náttúru íslands (villt dýr, gróður- far, jarðfræði landsins, þjóðgaröa, friðlýst svæði). Bækur þessar skulu vera við hæfi skólabarna og eink- um miðað við aldurinn 9-13 ára. Stefnt er að því að þær komi að notum í skólastarfi þegar nemendur afla sér fróðleiks um samfélags- eða náttúrufræði. Lesmál skal vera V2 - 4 arkir (miðað við u.þ.b. 2000 letureiningar á vélritaða síðu) eða sem næst þessum mörkum. Höfundar skulu láta fylgja handriti tillögur um myndefni, Ijósmyndir, teikningar og skýringarmyndir. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 30.000. 00. 2. verðlaun kr. 25.000.00. 3. verðlaun kr. 15.000.00. Dómnefnd skipuð af Námsgagnastofnun mun meta innsent efni. Handritum merktum „Bókin opnar aila heima - samkeppni" skal skila vélrituðum fyrir 31. desember 1985 til Námsgagnastofnunar, pósthólf 5192,125 Reykjavík. Höfundar skulu nota dulnefni en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Ritlaun verða greidd fyrir það efni sem út verður gefið og áskilur Námsgagnastofnun sér rétt til að gefa út öll innsend handrit. Höfundarlaun miðast við reglur Námsgagnastofnunar um greiðslur til höfunda. NÁMSGAGNASTOFNUN Framhald af bls. 17 ist þá? Hve lengi ætlar þú aö horfa á að barn þitt sé barið eða konan þín? Menn munu ekki hafna Tutu biskupi, en það er lík- legt að viðbrögð þeirra við ást- andinu muni breytast. Hvítir samherjar - Hvað um þá hvítu menn í Suður-Afríku sem eru andvígir apartheid? - Það er mikilvægt að þeir séu með okkur þegar efnt er til mót- mælaaðgerða, t.d. gegn fangels- unum. Þá hikar lögreglan frekar við að skjóta og berja - ekki síst ef hvítar konur eru með. Annars er þetta að breytast líka - yfir- valdið beitir hörku við alla sem rísa gegn því, hvað sem litarhætti líður. En það er mjög lítill hópur hvítra manna sem hefur sig í frammi í þessari baráttu. Þeir eiga svo erfitt að stíga út úr þeim forréttindum sem þeir hafa, út úr sínu uppeldi sem gerir ekki ráð fyrir því að við séum mannskjur. Það er líka erfitt fyrir okkur að brjótast út úr vanmetakenndinni, herða okkur upp sjálf, læra að ganga upprétt. Samstaða og skilningur - Þú hefur víða komið fram á fundum hér á landi. Hverskonar samstöðu og stuðning telur þú æskilegastan frá þjóð eins og þessari hér? - Það er mikilvægt að þið sýnið okkur samstöðu, að þið hlustið á okkar sjónarmið. Ekki svo að skilja að þið eigið að taka öllu án fyrirvara sem við segjum - en reynið að spyrja skynsamlegra spurninga. Ef menn vilja hjálpa okkur, t.d. með peningum, reynið þá ekki að skipa okkur fyrir um það hvernig á að nota peningana, við vitum best sjálf hvar skórinn kreppir. Lítið ekki einatt á okkur sem þiggjendur, munið að við getum líka gefið öðrum, umgangist okkur sem jafningja, ekki eins og húsbænd- ur þjóna. Takið þátt í því að beita stjórnvöld í Suður-Afríku þrýst- ingi. Meira get ég ekki sagt um það mál, um refsiaðgerðir, bann við fjárfestingum og annað þess- háttar sem hefur verið rætt um. En hafið það í huga, að þið hafið mannréttindi, sem duga stundum til að hægt er að hafa áhrif á ríkis- stjórnir hjá ykkur. Gleymið því þá ekki, að það er hægt að nota þessi mannréttindi til gagns. Að lokum þetta. Það er erfitt að útskýra fyrir öðrum, hvað það er að búa við apartheid. Það kerfi er svo annarlegt og fjarlægt mörgum, að jafnvel þeir bestu skilja það ekki. Kannski þurfa menn að reyna það á sjálfum sér, til að vita vel hvað það er. En það er hægt að reyna. Munið það, að apartheid er hræðilegt kerfi. Og það hefur afmenningaráhrif, á alla sem við sögu koma, fjarlægir þá sannri mennsku. ÁB Skatteftirlit Lausar eru til umsóknar stöður eftirlitsfulltrúa á skatt- stofum í Reykjanesumdæmi og Norðurlandsumdæmi eystra. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum, eða hafa lokið embættisprófi í lögfræði eða viðskiptafræði. Umsóknir berist fjár- málaráðuneytinu fyrir 29. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1985. Fjármálaráðuneytið. W Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Umræða um lagabreytingar 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.