Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 9
MANNUF Pétur Pétursson þulur og fræðaþulur játar því, að fund- urinn á frumeintaki Gaimards- mynda og nafnalistanum góða í París séu hin ánægjulegustu tíðindi. En Pétur hefur lengi safnað fróðleik og gögnum um Gaimardleiðangurinn og gert sér ferðir til Frakklands í því skyni. En blessaður skilaðu því frá mér, segir hann í spjalli við Þjv. um þessar fregnir, að mér finnist út í hött að tala um að forystu- menn í íslenskri sjálfstæðisbar- áttu hafi komið saman til að hylla Gaimard í janúar 1839. Að vísu voru slíkir menn í hópnum, en þarna voru líka menn sem sann- arlega voru ekki neinar sjálfstæð- ishetjur. Nema síður væri. Þetta var samkoma íslendinga í Kaup- mannahöfn. Og það segir kann- ski sína sögu, að þeir hafa ekki einu sinni getað komið sér saman um það, hvernig þeir ættu að prenta ljóðin sem flutt voru í veislunni. Sama efni er til prent- að bæði frá Berlingi og frá Möller. Annað hugarfar Hver hefur sjálfsagt hugsað sitt. Það er víst ekki í tísku nú um stundir að skáld „kenni til í stormum sinna tíða“. En Jónas Hallgrímsson notar tækifærið og fer með áróður. Hann fer með Pál Gaimard af Heklutindi hám til Þingvalla og spyr: „Þótti þér ekki ísland þá alþingi svipt með hrellda brá?“ Þetta er n.b. sex árum fyrr en alþingi er endurreist. Nú, og svo segir Þorleifur Repp, að íslend- ingar hafi beðið Gaimard að koma þeim skilaboðum til Krist- jáns prins, sem hann ætlaði að tala við, að þeir vildu fá presta- skóla á Islandi og hann á að hafa svarað: „Hann skulu þér fá“. Og gekk það allt eftir. Annars held ég það fari ekki á milli mála, að það sem íslenskum námsmönnum í Höfn er efst í huga, þegar þeir heiðra Gaimard er að sýna honum þakklætisvott fyrir það, að hann og hans menn hafa umgengist fslendinga með öðru hugarfari en Danir. „Fyrir- litning skein úr danska svipnum" segir Einar Ben. síðar. Það var allt annar svipur á því, hvernig þessir menntuðu Fransmenn um- gengust þjóðina. Um þetta leyti voru þrjú ár liðin frá leiðangri þeirra og margt hafði verið skrif- að um hann og íslendingarnir vissu vel hvernig Frakkarnir báru landi og þjóð söguna. Kvœðin voru fjögur Kvæðin í veislunni - vel á minnst. Jónas Hallgrímsson gat séð í Köbenhavnsposten f maí 1837 lýsingur Xaviers Marmiers á því þegar þeir Gaimard fóru upp á Heklu. Marmier fór reyndar upp á fleira en Heklu árinu fyrr. En 1837 er hann var í Kaup- mannahöfn og stendur í tilhuga- lífi við Maríu, dóttur Oehlensch- lágers skálds, á hann von á syni upp á íslandi, sem skírður var Sveinn Xavier. Vitanlega bar þetta kvæði af öðrum sem flutt voru Páli Gaimard. En rangt er að ætla að hin hafi gleymst. Til dæmis orti Finnur Magnússon kvæði þar sem talað er um Frakkakonung,„Loðvík konungur Gaimard: Nú virðist hann gleymdur í heimalandi sínu. ljósast nafn“. Níu árum síðar, þegar kóngur þessi var frá völd- um rekinn, skrifar Jón Sigurðs- son í bréfi: „Nú er Loðvík konungur ljós- ast nafn lagður af stað fótgang- andi með kellu sinni til Eng- lands.“ Svo ekki hafa allir verið búnir að gleyma því kvæði - og hin eru ekki týnd heldur - þau sem ólafur Pálsson síðar dóm- kirkjuprestur orti og Magnús Há- konarson einn af fylgdarmönnum Gaimards. Endurreistu Hólaskóla Það er ljóst að margskonar vonir hafa vaknað í sambandi við þennan fræga leiðangur, sem átti sér reyndar þann aðdraganda fyrstan, að Frakkar sendu upp hingað skip árið 1834 til að leita að „La Lilloise“, skipi sem týnst hafði og spurðist ekki til síðan. Bjarni Thorarensen reið vestur með Gaimard að Hólum í Hjalta- dal. Þar tók séra Benedikt Vig- fússon við þeim og sátu þeir þar í tvær nætur við góðan fögnuð. Þá skoraði Bjarni á Gaimard að efna til fjársöfnunar í París til að endurreisa Hólaskóla. Gaimard hefur verið sá diplómati að vita, að Danir mundu taka slíkt illa upp, en náttúrufræðingurinn Ro- bert, sem með var í för, tók mjög vel undir þetta. Hvalbeins- spjöldin Gaimard fór héðan með mik- inn farangur, einar 200 kistur af alls konar gripum og voru þar dýrgripir eins og klæði frá Grenj- aðarstað sem nú er í safni í Cluny. Þetta var óátalið látið - þó má sjá það í Skírni að mönnum fannst nóg um og Tómas Sæmundsson skrifar um nauðsyn þess að menn séu á verði í þessum málum. En dæmi er um að spymt hafi verið við fótum, þótt ekki hafi það komið íslendingum að miklu haldi í bili að minnsta kosti. í undirbúningsferðinni 1835 kom Gaimard að Skarði á Landi og kaupir þar af kirkjuhaldaranum merkileg hvalbeinsspjöld og buðu Frakkar fyrir altaristöflu og dúka og korporalsdúk svonefnd- an. Steingrímur biskup kemst svo að þessu, skrifar kansellíinu og spyr hvort slík kaup megi fara fram. Nei, sögðu þeir, við viljum fá þetta hingað til Danmerkur. Spjöldin fóru svo til kirkjunnar- og hingað heim komu þau ekki aftur fyrr en 1930. Það mætti lengi og margt upp telja af því sem Gaimard og leiðangur hans skildi eftir sig. Gaimard sendi ýmsum fyrir- mönnum forláta bækur sem þeir áttu að safna í upplýsingum fyrir hann um náttúrufræðileg efni, og fylgdi áritun til höfðingjanna. Bækur þessar voru svo til ýmissa hluta hafðar - Sveinbjörn Egils- son skrifaði á sína bók Lexicon Poéticum svo dæmi sé tekið. Jón- as Hallgrímsson fékk eina, en enga áritun - hefur ekki þótt nógu fínn maður. Annars ætlaði Gaimard að koma hingað í þriðja sinn og var þá ráð fyrir því gert að Jónas yrði með honum. Gaimard og Marmier Finnur Magnússon varð með- limur í heiðursfylkingunni frönsku fyrir tilstilli Gaimards, Grímur Thomsen var í stöðugu sambandi við hann eftir að hann kom til Parísar og svo mætti áfram telja. En ég varð var við það þegar ég var að grúska í Frakklandi 1978, að Gaimard var fullkomlega gleymdur, finnst ekki einu sinni í uppsláttarbók- um. Aftur á móti er Marmier þar, Og í fæðingarbæ hans, Pont Ar- Pétur Pétursson: Jónas Hallgrímsson notaði tækifærlð og fór með áróður fyrir endurreisn alþingis. lier er bókasafn hans, sem ég hefi skoðað. Þar eru miklir dýrgripir, frumútgáfur í fslendingasögum, „Frumpartar íslenskrar tungu“, áritanir merkra manna á bóka- gjöfum og fleira. Og vel á minnst - úr því við vorum með söngvar- akeppni í sjónvarpinu í fyrra- kvöld. Marmier kemst að þeirri niðurstöðu að íslendingar séu „alvarlegir og þögulir. Ef til vill er engin þjóð til, sem hefur jafn litla tilfinningu fyrir sönglist og dansi“. -ÁB. THEY SHOOT HORSES DONTTHEY „Viðar Eggertsson hefur unnið vel með þessum stóra hóp“. Þjv. „Þetta er jövla gott leikrit. Viðar Eggertsson getur verið stoltur af árangrinum, sem ber þess merki að ekki sé kastað neins staðar til höndunum. Herranótt, ég mæli með ykkur“. DV. Síðasta sýning í kvöld kl. 20.30. Miðasala frá kl. 19.00 í anddyri Broadway. Ekki voru það allt sjalfstædiskempur Rœtt við Pétur Pétursson um bókafundinn í París, samkvœmið til heiðurs Gaimard og leiðangur hans Þriðjudagur 26. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.