Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Fiskvinnslufólk hlýðir á ræðu Guðmundar J. Guðmundssonar í Alþingishúsinu í gær. Innfellda myndin er af Vilborgu Sigurðardóttur. Fiskvinnslufólk Viljum þrýsta a þetta mál Fiskvinnslufólk íReykjavík tók sér klukkustundarfríígœr og fjölmennti á palla Alþingis Fiskvinnslufólk í Reykjavík fjölmennti á palla Alþingis i gær til að sýna stuðning í verki við frumvarp sem Guðmundur J. Guðmundsson formaður Vcrka- mannasambandsins mælti fyrir á Alþingi um skattaívilnun til handa fiskvinnslufólki. „Við viljum með því að mæta hér þrýsta á um að þetta frum- varp nái fram að ganga,” sagði Vilborg Sigurðardóttir í samtali við Þjóðviljann á þingpöllunum í gær. Hún benti á að fólk hefði verið að lesa í Þjóðviljanum fyrir helg- ina um þann mikla launamismun sem er hjá fiskvinnslufólki hér á íslandi og í Noregi, þar sem kaup verkafólksins er meira en helm- ingi hærra en hér. Það væri því ekki að undra þótt fólk tæki sig saman um að þrýsta á um bætt kjör. Vilborg sagði að fólk hefði fengið klukkustundar frí í frysti- húsum og fiskvinnslustöðum í borginni til að fara niður í Alþingi og sýna með því stuðning í verki við frumvarpið. Svo margt fiskvinnslufólk mætti í Alþingishúsinu að þing- pallar, gangar og stigar voru yfir- fullir af fólki. Þegar Guðmundur J. hafði lokið ræðu sinni fékk hann dynjandi lófaklapp, sem er óvenjulegt á Alþingi. -S.dór Skattaafsláttur Dúsa upp í einn hóp Guðrún Helgadóttir um tillögu GuðmundarJ.: Skattarnir ekki vandinn, heldurþunn launaumslög. að eru ekki skattamál físk- verkunarfólks sem er mesti vandinn. Vandinn er að fólk fær ekkert uppúr launaumslögunum Stjórnarliðar Deilt um bindiskyldu Meirihluti efri deildar vill takmarka bindiskyldu Seðlabankans viðlO% Klofningur í liði stjórnarsinna í efri deild kom í veg fyrir það að frumvarp Eyjólfs Konráðs Jónssonar um að takmarka bindi- skyldu Seðlabankans við 10% yrði afgreitt til þriðju umræðu í gær. Það var Davíð Aðalsteinsson sem óskaði frestunar til að stjórn- arþingmenn fengju meira tóm til að athuga málið og varð forseti deildarinnar, Salóme Þorkels- dóttir, við óskum hans þrátt fyrir mótmæli Eyjólfs Konráðs. Stjórnarþingmenn í fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar klofnuðu í afstöðu sinni og lögðu þeir Jón Kristjánsson og Egill Jónsson til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Aðrir stjórn- arliðar í nefndinni ásamt fulltrú- um allra minnihlutaflokkanna vildu samþykkja frumvarpið óbreytt. Samkvæmt lögum er bindi- skylda Seðlabankans 38%, en hefur á undanförnum mánuðum verið í kringum 28%. Nýlega ák- vað ríkisstjórnin að takmarka hana við 18%, og vildu þeir Jón og Egill bíða og sjá hver reynslan yrði af þeirri ráðstöfun. -ÁI sagði Guðrún Helgadóttir m.a. í umræðum um frumvarp Guð- mundar J. Guðmundssonar og Sighvats Björgvinssonar um skattaafslátt í gær. Guðrún sagðist ekki geta sætt sig við að alþingi bætti til bráða- birgða kjör eins hóps manna eins og fiskverkunarfólks, ekki með því að fela atvinnurekendum að greiða þeim mannsæmandi laun, heldur með því að ganga í ríkis- kassann. „Þetta fólk á að fá hærri laun,” sagði hún. „Það á ekki að setja það á ölmusubekk og bjarga því frá því að greiða óverulegan tekjuskatt, sem það nær ekki að greiða hvort eð er vegna lágra launa. Þetta frumvarp er dúsa upp í einn hóp launafólks og bryt- ir engu um þær miljónir sem renna í vasa braskaranna. Þetta er eflaust ekki leiðin til vinsælda, en ég segi það samt,“ sagði hún og leit upp á pallana. Þar dundi við kröftugt lófatak. - ÁI ÞJÖÐVH IINN - SÍÐA 3 SAÐVORUR í KAUPFÉLAGINU BLÖNDUR: GRASFRÆBLABLANDA A Sáðmagn pr. hektara Samsetning: 55% Vallarfoxgras, Korpa/Adda 20% Túnvingull, Leik 25% Vallarsveifgr. Fylking 20-25 kg. SKRÚÐGARÐABLANDA Samsetning: 45% Túnvingull, Rubina 25% Rýgresi, Verna 2.5 kg. 30% Vallarsveifgr. Fylking pr. 1002 ÓBLANDAÐ FRÆ Túnvingull, Rubina/Leik 15 — 30 kg. Vallarfoxgras Korpa/Adda 20-25 kg. Vallarsveifgr. Fylking, 10-15 kg. Rýgresi, einært Prima/Tetila (Italicum) vetrarrýgresi, seinsprottið 30-35 kg. Rýgresi, einært Tewera/Barspectra sumarrýgresi, fljótsprottið, 30-35 kg. Repja, ensk Rape Kale 3- 6 kg. Risarepja, ensk English Giant/Emerald 3— 6 kg. Sumarrepja, dönsk Willi 10-12 kg. Fóðurmergkál 5— 6 kg. Fóðurnæpur, Civasto, 1,5- 2 kg. Sumarhafrar, Sun 2 (Sol II) 180 - 200 kg. Vetrarhafrar, Peniarth, 180 - 200 kg. Sáðbygg, tvíraða, Nordal 180-200 kg. Fóðurhreðka Rauola 18-20 kg. Beringspunktur x) Norcoast 15-20 kg. x ) Mjög takmarkað magn í tilraunaskyni. BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK Sl'MI 38900 Kaupfélögin um allt land.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.