Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 7
Ragna Gunnarsdóttir frá Zúr- ich í Sviss, Þorgeir og Helga Óskarsdóttir búsett í Lúxemb- org (E.ÓI.). Tempó Hittust aftur eftir20ár Krakkarnir sem tóku unglingapróf í Langholtsskóla 1965 hittust kampakát á Hverfisgötunni 20 árum eldri Það góða fólk sem tók ung- lingapróf úr Langholtsskóla vorið 1965, kom saman og hélt heljar mikið teiti sl. föstudags- kvöld í Risinu á Hverfisgötu 105. Skólahljómsveit þessa tíma var sú frægasta fyrr og síðar, segja margir, Tempó! Fólk lagði mikið á sig til að mæta til þessara endurfunda; frá Sviss, Lúxemborg og Akureyri svo nokkur heimspláss séu nefnd. Kennararnir létu ekki heldur á sér standa - og skemmtu sér greinilega konunglega með sín- um gömlu nemendum. Að sögn tíðindamanns okkar Þorgeirs Ástvaldssonar útvarpsstjóra, var þetta að vonum bráðskemmtilegt og ekki annað séð en karlar og konur skemmtu sér konunglega. Þessi hópur hefur ekki komið saman frá því í útskriftinni fyrir 20 árum og Þorgeir taldi ekki lík- legt að endurfundir af þessum toga yrðu endurteknir næstu árin. -óg. Tempó spilaði af miklum krafti einsog í gamla daga. Frá vinstri Davíð Jóhannesson gullsmiður, Guðni Jónsson viðskiptafræðingur, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsstjóri, Halldór Kristinsson hljóm- listamaður og smiður, Ólafur Garðarsson smiður. (mynd: E.ÓI.). Tempó árið 1965. Davíð gítar- leikari og síðar gullsmiður, Guðni gítarleikari og síðar við- skiptafræðingur, Þorgeir Ást- valdsson hljómborð og síðar útvarpsstjóri, Halldór Kristins- son bassi fyrr og síðar, Ólafur Garðarsson trommur og síðar smiður. Og dansinn dunaði í teitinu. Guðjón Sigurbjörnsson og Lára Friðbertsdóttir eru að gantast fyrir Matthías Har- aldsson yfirkennara og fleira gott fólk (E.ÓI.). ! Þriðjudagur 26. mars 1985 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.