Þjóðviljinn - 26.03.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Page 5
Islenskir vanskilakrimmar eftir Bryndísi Júlíusdóttur Saga mín sem íbúðarkaupanda er síst gleðilegri en þeirra þús- unda sem hafa nú skráð sig í ný- stofnað landsamband um úrbæt- ur í húsnæðismálum. Ég keypti íbúð eftir 1881, og tók að sjálf- sögðu lífeyrissjóðslán og húsnæð- ismálalán. Árið 1983 hóf ríkisstjórnin sitt arðrán af launþegum með bráða- birgaólögunum. Nú varð erfiðara og erfiðara að standa í skilum. Skuldir byrjuðu að hrannast upp. En kannast einmitt á þessum tíma áttaði fólk sig ekki almennt á því sem var að gerast. Stjórnin hafði lofað bót og betrun í húsn- æðismálum og margir lifðu í þeirri trú. Vöruverð hækkaði að vísu jafnt og þétt, 40% frá júlí ’83 til jan. ’84 þ.e. á hálfu ári (neytendasíðu DV.) meðan launin stóðu í stað. Eftir Sigtúnsfundinn sá nú fé- lagsmálaráðherra að hann varð að sýna lit. Lýsti hann því yfir í fjölmiðlum að íbúarkaupendur og húsbyggjendur skyldu nú fá skuldbreytingu á bankalánum til 5 eða 8 ára. Glaðnaði nú yfir þeim sem sáu frammá að geta ekki staðið í skilum, þar á meðal mér. Stormað í banka Ég var með þeim fyrstu sem stormaði í minn viðskiptabanka til að skuldbreyta. Starfsmenn bankans voru óöruggir, gátu þó útvegað mér pappíra og sögðu mér að skrifa upp skuldirnar. Helst hverja skuld fyrir sig á sitt- hvern bankann. Á orðum ráð- herra mátti hinsvegar skilja að „Mér tókst að selja eignina ofan afmér og fjölskyldu minni en ég hefsamt enganfrið í dag fyrir lánardrottnum sem heimta sitt. “ hægt yrði að skuldbreyta öllu í einum banka, þ.e. viðkomandi viðskiptabanka. Ég skrifaði upp mínar bankaskuldir úr fjórum bönkum, sem voru haustið ’83 240 þús., og töluvert af því komið í vanskil. Fór ég í minn banka og fór frammá að þessu yrði skuld- breytt til 5 ára og myndi ég greiða jafnar mánaðargreiðslur. Ég mætti mikilli tregðu hjá banka- stjoranum, en loks fékk ég það út að þeir vildu skuldbreyta því sem ég skuldaði þeim. Ég gafst ekki upp, en talaði við annan banka- stjóra í sama banka. Hann sagði mér hreint út að bankarnir hefðu ekki enn komið sér saman um af- greiðslu þessarar skuldbreyt- ingarhugmyndar og ráðlagði mér að bíða frammí október, þá yrði afstaðan klár. Niðurstaðan sem þessir háu herrar komust að varð sú að mað- ur skyldi hlaupa í hvern banka fyrir sig, skuldbreyta, og hafa þar að auki veð í fasteign. Þessum mönnum hefði átt að vera ljóst að flestar eignir voru nú þegar topp- veðsettar og ekki hægt að koma meiru á þær. Fyrir okkur fólkið sem var að reyna að bjarga mál- unum var þetta áfall, og félags- málaráðherra virtist ekki hafa bein í nefinu til að fylgja eftir lof- orðum sínum. í febrúar ’84 kvisaðist það út að nú væri hægt að skuldbreyta í hverjum banka fyrir sig með upp- áskrift sömu ábyrgðarmanna. Ég gerði eins og fjölmargir aðrir, hljóp í mína fjóra banka og skuldbreytti, en jafnframt varð ég að taka fleiri lán því ég stóð frammi fyrir því að missa eignina á nauðungaruppboð vegna van- skila. Fyrir tilstilli góðviljaðra einstaklinga var hægt að redda íbúðinni á síðustu stundu, m.a. með því að móðir mín sem varla hefur tekið lán í sínu lífi tók lán fyrir mig. En áfram hélt hruna- dansinn. Um sumarið og haustið ’84 varð mér ljóst að ég varð að selja ofanaf mér. Árlegar árs- greiðslur létu ekki á sér standa svo sem lífeyrissjóðslán og skuldabréf og nú voru öll sund að lokast. Öll laun mín fóru nú í að borga inná vanskil og reyna að reyta inná reikninga sem höfðu hrannast upp. Þrautalending Þrautalendingin hjá mér var að fara í bankana eina ferðina enn og biðja um framlengingu á því sem áður hafði verið skuldbreytt. Viðmót sumra bankastjóranna1 jaðraði við algert skilningsleysi. Á sumum var það að skilja að maður gerði sér að leik að borga ekki. Aðrir voru með aulabrand- ara um „hversvegna maður hefði nú ekki greitt, þetta væri nú ekki svo mikið, ha ha“, rétt eins og þetta væri eina lánið sem ég þyrfti að borga af. Það er alveg ljóst að í mínu tilfelli hefði skuldbreyting til 5 ára haustið ’83 bjargaði mér, og sæti ég þá ennþá í eign minni, en sú skuldbreyting sem fékkst var mest til 18 mánaða. Núna fyrir áramótin skáru Framhald á bls. 6. Neyðarástandi verður að létta eftir ÓlafJónsson Góð hreyfing er nú komin á umræður um vandamál hús- byggjenda eftir að þær voru hafn- ar hér í Þjóðviljanum í vetur. Umræður eru nú í gangi í öllu þjóðfélaginu og kröfur hafa verið mótaðar, sem ekki verður frá vik- ið. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hafði áður vakið athygli á vandanum með frumvarpi sínu um húsnæðismálin, en nú eru til- lögur hans í nýrri þingsályktun markvissari en áður. Samtök áhugamanna um úr- bætur í húsnæðismálum hafa vak- ið verðskuldaða athygli. í þeim er kraftur og reisn. Slík samtök þora stjórnvöld ekki að sniðganga, eða hundsa tillögur þeirra. í síðustu viku kom svo stjórn Alþýðusambands ísiands með vel rökstuddar tillögur í lánamál- um húsbyggjenda. Væntanlega gera stjórnvöld sér ljóst að rétt- mætar kröfur slíks aðila verði ekki látnar niður falla. Stjórn Al- þýðusambandsins er sýnilega full alvara í því að láta ekki hirða rétt- mætar eignir af umbjóðendum sínum með óréttmætri vísitölu og vaxtaokri. Allir framangreindir aðilar eru sammála um eftirtalin meginatriði í kröfum sínum: 1. Að grunni lánskjaravísitöl- unnar verður að breyta. 2. Að vexti verður að lækka. 3. Að tryggt verði að greiðslu- byrði af lánum vegna húsnæð- ismála þyngist ekki, sem hlut- Samtök áhugamanna um húsnœðismál hafa vakið athygli og í þeim er kraftur og reisn. Slík samtök þora stjórnvöld ekki að sniðganga. fall af launum samkvæmt kjarasamningum, þó að kaup- máttur launa hafi rýrnað. Að öðru leyti getur launafólk ekki samþykkt að binda lánakjör við hugsanlega vísitölu launa við núverandi aðstæður þegar laun eru í algjöru lágmarki. í þeim kröfum sem þegar hafa verið fram settar er ekki krafa um að horfið verði frá verðtryggingu lána eða að ekki verði teknir raunvextir af fjármagni. Raun- vextir verða þó að vera mjög hóf- legir, alveg sérstaklega af fjár- magni sem bundið er í íbúðarhús- næði. Þegar verðtrygging lána var upp tekin 1. júní 1979 gaf Seðla- bankinn út svonefnda lánskjara- vísitölu sem byggð var á vísitölu framfærslukostnaðar að 2/3 hlutum og vísitölu byggingar- kostnaðar að 1/3 hluta. Þessi vísi- tala virtist ekki óeðlilega upp byggð á þeim tíma, enda voru laun þá bundin vísitölu fram- færslukostnaðar. Tilgangurinn var að verðtryggja fjármagn til jafns við fasteignir í landinu. Fyrstu fjögur árin náði lánskjara- vísitalan þessum tilgangi sínum. Það jafnvægi og hófleg vaxtast- efna var á góðum vegi með að sætta þjóðina við þá illu nauðsyn að verðtryggja lánsfé í ótryggu efnahagsástandi og verðbólgu. Með skattastefnu og efna- hagsráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar hefur þessu jafnvægi verið raskað mjög verulega. Vegna lækkunar á niður- greiðslum á landbúnaðarvörur og nýrra skatta á vörur og þjónustu hefur verðbólgan aukist og láns- kjaravísitalan hækkað. Á sama tíma hefur verðlag fasteigna lækkað að raungildi. Af þessum ástæðum hefur verðtryggt fjár- magn, innlán og skuldir hækkað miklu meira á síðustu tveimur árum en verðlag fasteigna, sem fyrst og fremst var þó miðað við þegar verðtryggingin var upp tekin. Við þessar aðstæður er sjálf- sagt að nota þá heimild sem fyrir hendi er til þess að breyta grund- velli lánskjaravísitölunnar. Fyrir þá sem nú eru í mestum vanda með skuldir sínar er það hinsveg- ar ekki fullnægjandi. Þeirra vegna er nauðsynlegt að leiðrétta vísitöluna 2 ár aftur í tímann. Tilgangur stjórnvalda með verðtryggingu á fjármagni var ekki sá að greiða fjármagnseig- endum verðbætur langt umfram Framhald á bls. 6. Þriðjudagur 26. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Mannaði sig upp í að hafa skoðun Einsog glöggir blaðalesendur vita orðið, hefur formaður Sjálf- stæðisflokksins ekki haft neina skoðun á nokkru máli síðustu mánuði, - aðra en þá, að „Sjálf- staeðisflokkurinn muni taka mál- efnalega á málinu". Þess vegna varð mörgum Morgunblaðslesanda bylt við þegar sagt var frá því á dögunum, að Þorsteinn Pálsson hefði skoðun, - meira að segja þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins var kominn á sömu skoðun. Skoðun- in var á þá leið að Sjálfstæðis- flokkurinn teldi að eitthvað þyrfti að gera í húsnæðismálum. Það sem mcira var, að formaðurinn kvaðst telja nauðsynlegt að svo- nefnd G-lán, til kaupa á eldra húsnæði þyrfti að hækka veru- lega. Þegar lesendur Morgun- blaðsins og aðdáendur Þorsteins höfðu lesið svona langt, þá slöpp- uðu þeir af. Það var þá ekki ann- að, - það lætur sér enginn detta í huga að þetta komi til fram- kvæmda fremur en annað sem núverandi ríkisstjórn hefur látið sér dctta í hug til að létta á hús- næðisvandanum. Hins vegar varð Steingrímur aðalráðherra hræddur um að einhver tæki mark á yfirlýsingu Þorsteins, - og sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina, að stjórnin væri „að taka á stórum vandamálum húsbyggjenda og bœnda“. Með því að bæta bænd- um við þessa þulu skákar formað- ur Framsóknarflokksins for- manni Sjálfstæðisflokksins og all- ir halda nú að húsnæðisvandinn snúist um gerilsneyðingu mjólk- ur, ost og smér. En hvort sem það er nú strokk- að Iengur eða skemur sem frá þessari ríkisstjórn kemur, þá kemur i Ijós að yfirlýsingar þess- ara manna í húsnæðismálum eru einskis virði. Þó Alexander eigi metið í þeim efnum, þá eru hinir engu skárri. Það mó þó Alexand- er eiga, að hann hefur reynt að setja fram tillögur til lausnar vandanum. Og þær eru ekki allar jafn vitlausar og sú síðasta um að binda lánskjör við kaupmáttinn eins og hann er lægstur. En á meðan húseignir okkar fara á uppboðin, þá rífast stjórnar- flokkaformennirnir um það hvort stjórnin sé frá upphafi „mikil mis- tök“ eða „gífurleg mistök“. Það má einu gilda, en þjóðin þakkar fyrir að formaður Sjálfstæðis- flokksins skuli sjaldan manna sig upp í að hafa skoðun. fíaudhetta

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.