Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. UOÐVIUINN Þriðjudagur 26. mars 1985 71. tölublað 50. örgangur Ríkisbrask Stuttbuxnadeildin komin í sementið :úli Alexandersson umfrumvarp ríkisstjórnarinnar að gera Sementsverksmiðjuna að hlutafélagi: Sjónarspil tila þóknast stuttbuxnadeild Sjálfstœðisflokksins. ValdtekiðfráAlþingiogsettyfir íkerfið etta sjónarspil er sett á svið fyrir stuttbuxnadeild Sjálf- stæðisflokksins, sagði Skúli Alex- andersson alþingismaður í tilefni af framlagningu frumvarps um að gera Sementsverksmiðju ríkis- ins að hlutafélagi. Iðnaðarráð- herra Sverrir Hermannsson lagði frumvarpið fram fyrir helgi. Skúli Alexandersson sem sæti á í stjórn Sementsverksmiðjunn- ar kvað vert að hafa í huga, að sami ráðherra hefði lagt fram frumvarp um Sementsverksmiðj- 30. mars Heimildarmynd frá Hiroshima á baráttusamkomu herstöðvaandstœðinga Abaráttuhátíð Samtaka her- stöðvaandstæðinga þann 30. mars næstkomandi verður meðal annars sýnd einstök heimilda- mynd um kjarnorkuárásina á Hiroshima, sem gerð var fyrir 40 árum. Mynd þessi er unnin upp úr filmum sem bandaríski herinn gerði í kjölfari árásarinnar, en filmubútar þessir hafa verið trún- aðarmál hersins þar til fyrir ör- fáum árum. Var hluti filmubút- anna keyptur til Japans eftir mikla fjársöfnun sem efnt var til þar í landi. Að sögn kunnugra er hér um einstaka heimildarmynd að ræða, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ymislegt annað verður á dag- skrá, svo sem söngur og upplest- ur og þá munu fulltrúar ratsjár- stöðvaandstæðinga á Vestfjörð- um og Langanesi einnig koma fram. Aðalræðumaður verður Eiríkur Hjálmarsson sagnfræði- nemi. Samkoman verður háð undir kjörorðunum ísland úr Nató, herinn burt og Aldrei aftur Hiroshima-Nagasaki. -ólg. Alþýðubandalagið Áhugi á inngöngu í alþjóðsamband sósíalista Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins samþykkti á fundi sínum í gær, að fela skrif- stofu flokksins að leita eftir ýtar- legri upplýsingum um Alþjóða- samband jafnaðarmanna. Á síðasta landsfundi Alþýðu- bandalagsins var vísað til mið- stjórnar tillögu um að flokkurinn sækti um aðild að alþjóðasam- bandi sósíalista („Socialist Int- ernational“). Þessi tillaga hefur ekki verið formlega afgreidd í miðstjórn en hugmyndin hefur engu að síður verið rædd manna á meðal innan flokksins og forystu- menn í flokknum og innan verka- lýðshreyfingarinnar hafa fært þessi mál persónulega í tal við framámenn sösíalista víða í Evr- ópu. Þessar umræður komu óvænt upp á yfirborðið um síðustu helgi er einn forystumanna í norsku verkalýðshreyfingunni lét þess getið við blaðamenn á flokks- þingi norskra jafnaðarmanna að réttast væri að kasta Alþýðu- flokknum út úr alþjóðasambandi jafnaðarmanna og taka Alþýðu- bandalagið inn í staðinn. Þessi yf- irlýsing vakti að vonum athygli en til þess hafði verið tekið, að Al- þýðuflokkurinn sendi engan full- trúa á landsþing norskra jafnað- armanna. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sem nú er í Tógó í Afríku lét þess getið í út- varpi um helgina að tillaga um aðild flokksins að Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna yrði af- greidd í framkvæmdastjórn og miðstjórn fyrir landsfund n.k. haust. Hann gaf hins vegar ekki upp afstöðu sína til málsins. Meðal áhugamanna um aðild er lögð áhersla á að Alþýðu- bandalagið taki upp virkara sam- starf við sósíalista og verkalýðs- hreyfinguna á Norðurlöndum og í Evrópu og kominn sé tími til að flokkurinn geri upp við sig hvort hann vilji taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. -Ig- una í fyrra, þarsem gert væri ráð fyrir að sami rammi væri um rekstur fyrirtækisins og verið hef- ur. Greinilegt væri að hér með væri verið að taka vald af alþingi, sem kýs verksmiðjustjórn. „Hér er verið að taka vald af alþingi og færa það yfir í kerfið. Um leið er verið að reyna að fá fjársterkum einstaklingum vald í hendur. Hins vegar leyfi ég mér að efast að einstaklingar hafi efni á að kaupa allt að 20% hlutafjár- eign ríkissjóðs í Sementsverk- smiðjunni. Þarafleiðandi er þetta fyrst og fremst sjónarspil til að þóknast stuttbuxnadeildinni, - og til að breyta réttarstöðu fyrir- tækisins og minnka vald alþingis yfir þessu ríkisfyrirtæki," sagði Skúli Alexandersson. -óg. í söngbrunninum í Garðabæ: Sigurvegarinn Ingibjörg Guðjónsdóttir í garðinum heima hjá sér. (Myndina tók E.ÓI.) Söngkeppnin Heillaöist af söngnum Ingibjörg Guðjónsdóttir, 19 ára: Eiginlega ekki búin að átta mig ennþá. Ingibjörg Guðjónsdóttir, 19 ára Garðabæjarmær vann söng- keppni sjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Þjóðviljinn náði tali af henni í gær og spurði hvort úrslit keppninnar hefðu breytt gangi mála. „Nei áform mín hafa ekki breyst. Ég var alltaf ákveðin í að stefna á þessa braut. Eftir að ég útskrifaðist sem stúdent úr Fjöl- brautaskóla Garðabæjar um jólin hef ég helgað mig söngnáminu eingöngu. Eg er núna í Tónlistar- skóla Garðabæjar, held áfram námi hjá Snæbjörgu Snæbjarnar- dóttur en ég hef verið hjá henni síðastliðin 3 ár og stefni á burtfararpróf eftir þetta ár“. Hugsarðu á framhaldsnám er- lendis? „Það er ekkert ákveðið ennþá og heldur ekki hvaða land yrði fyrir valinu ef út í það væri farið“. Er söngáhuginn ættgengur? „Nei, ég er bara ein í þessu í fjölskyldunni. Ég var í skólakór Garðabæjar og var líka í píanó- tímum en ég heillaðist af söngn- um og hann tók yfirhöndina". Varstu taugaóstyrk í keppn- inni? „Nei, en auðvitað er þetta geysilegt álag. Það er geysileg orka sem leysist úr læðingi þegar maður syngur og maður verður að vera í góðu líkamlegu formi“. Hvað um keppnina í Cardiff? „Hún verður haldin 23. til 30. júní, annað veit ég ekki um hana, ekki einu sinni hver verðlaunin eru en auðvitað er þetta æðisleg kynning. Keppninni verður sjón- varpað um alla Evrópu. Eigin- lega er ég ekki búin að átta mig á þessu ennþá," segir Ingibjörg hlæjandi, „hef hreinlega ekki fengið tíma til þess ennþá.“-aró

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.