Þjóðviljinn - 26.03.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 26.03.1985, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN Klósett og vaskur til sölu. Stór tvöfaldur hvítur vaskur með blöndunartækjum og hvítt venju- legt klósett, selst ódýrt. Uppl. í síma 42863. íbúð óskast á leigu Einstæða móður vantar leiguhús- næði strax. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 74477 (Ásta). Kennara vantar strax herbergi, litla íbúð, eða aðild að sambýlisfélagi á miðbæjar- svæðinu. Uppl. í símum 24476, frá kl. 9-12 eða í s. 17125 eftir kl. 19. Rimlabarnarúm á hjólum fæst gefins. Þarfnast smávægilegrar viðgerðar. Sími 24554 e.kl. 19. Fi'at 125 P til sölu. Selst mjög ódýrt. Sími 75649 e.kl. 19. ísskápur óskast. Óska eftir ódýrum ísskáp. Uppl. í síma 73392. Tekk-sófasett Á ekki einhver gamalt nett tekk- sófasett að selja mér? Halldóra í síma 621052. Lítill sumarbústaður til sölu í Tunguskógi á ísafirði, mjög stór og glæsilegur garður fylgir með. Mikill trjágróður, lautir og ákjósan- legir staðir fyrir grillveislur. Stórkost- legt útsýni. Selst strax, vegna fjár- hagsvandræða. Sími 10762. Tölva til sölu Til sölu er heimilistölva (Atari 800, 48 K), ásamt segulbandi (Atari 410), 16 spilaforritum, ýmiskonar forritum af blöðum og leiðbeiningabókum. Tölv- an er mjög aðgengileg og í fullkomnu lagi. Selst á 9.000 kr. Uppl. í síma 685762. Einbýlishús - lágt verð Lítið einbýlishús á ísafirði til sölu. Fallegt, gamalt og vel viðhaldið. Lágt verð ef samið er strax. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Sími 10762. Gefins Vill einhver gefins þokkalega útlítandi Rafha eldavél í nothæfu ástandi? Sími 20635. Hryssa til sölu 8 vetra, tamin, ódýr. Uppl. í síma 667028. Dekk til sölu Lítið notuð sumardekk á felgum undir Skoda til sölu. Uppl. í síma 73684. Sendibíll - Atvinna Óska eftir atvinnu í sumar, hef sendi- bíl til umráða. Til greina kemur m.a. útkeyrsla eða sölumennska hvert á land sem er. Föst vinna ekki skilyrði. Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma 37779 eftir hádegi. Ýmislegt til sölu Svart/hvítt sjónvarpstæki B&O og 2 svefnbekkir, borðstofuborð. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 10479. íbúð óskast Einstaklingsíbúð eða 2 herb. íbúð óskast miðsvæðis í Reykjavík. Uppl. í síma 35407 eftir kl. 17 á daginn. Barnakerra Barnakera fæst ókeypis. Uppl. í síma 35480. Til sölu lítið notað skrifborð með hansahill- um, skíði. Selst ódýrt. Uppl. í síma 75471. Myndabúðin Njálsgötu 44 Myndarammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá kl. 16 - 18. Pels til sölu Til sölu ónotaður stuttur grár kanín- upels nr. 40-42. Uppl. í síma 34498 á kvöldin. íbúð óskast 32 ára smiður, kona og 3 ára dóttir óska eftir íbúð á Stór- Reykjavíkursvæðinu frá 1. maí nk. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 77987. Óskast gefins Námsfólk óskar eftir gefins sófasetti, helst furu eða eitthvað í léttum dúr. Uppl. í síma 20392 eftir kl. 18. Gönguskór Er að fara af landi brott og sel með afslætti nær ónotaða gönguskó nr. 44, ítalska af Scarpa-gerð. Vatns- þéttir léttir leðurskór, keyptir í Skáta- búðinni. Spyrjið um Santiage í sima 27064 milli 7 og 10 á kvöldin. Hjónarúm til sölu Til sölu nýlegt furuhjónarúm með góðum dýnum og náttborðum. Uppl. í síma 36602 eftir kl. 18. Höfum kaupendur að raðhúsi eða einbýli í Hraunbæ og 4ra herb. íbúð í Kópavogi (vesturbæ) og lítilli íbúð sem þarfnast viðgerðar. Uppl. gefurfasteignasalan Húseignin í síma 28511. íbúð óskast til leigu í Kópavogi. Guðmundur, sími 46462. Húsgögn til sölu Sófaborð úr tekki (185x47) og svefnsófi/stofusófi (190x70) með baki og armpúðum og sængurfata- geymslu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 39307 eftir kl. 20. íbúð óskast Er einhver sem gæti leigt tveim ein- stæðum mæðrum með 4 börn ódýrt húsnæði í Reykjavík eða í nágrenni Reykjavíkur. Við getum ekkert borg- að fyrirfram, en lofum skilvisum greiðslum og góðri umgengni. Uppl. í síma 96-26396. Garðeigendur Ef þið þurfið að fá húsdýraáburð og etv. að fá honum dreift um lóðir ykkar, þá hringið og leitið upplýsinga í síma 41639. Kettlingar Tveir síamskettlingar til sölu (læða og högni). Uppl. í síma 16664 eftir kl. 18. Til leigu Herbergi til leigu í miðbænum. Reglu- semi áskilin. Uppl. í síma 23115 eftir kl. 20. Útboð - Gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í endurbyggingu Reykjavíkurvegar milli Hjallabrautar og Flatahrauns, þar með talin rúmlega 6.000 m2 malbikun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. apríl n.k. kl. 11 fyrir hádegi. Bæjarverkfræðingur Orðsending til félagsmanna okkar: Farbókanir hafnar Hafin er á skrifstofu félagsins móttaka pantana í ferðir sumarsins. Greiða ber staðfestingargjald við pöntun ef tryggja á sæti. Félagsbréf með nákvæmum upplýsingum um ferðatil- boð, kjör o.fl. er í vinnslu og verður sent félags- mönnum innan mjög skamms tíma. Þar til veitir skrif- stofa félagsins allar nánari upplýsingar. Norræna Félagið VIÐHORF íslenskir Framhald af bls. 5 bankarnir upp herör í hertum innheimtuaðgerðum. Nú átti að taka hart á vanskilakrimmunum, og það var sent bæði í borgar- dómara og borgarfógeta. Ég gekk á milli banka og upplifði sjálfa mig ýmist sem glæpmann eða betlikerlingu. Þegar átti að kreista peninga útúr okkur van- skilafólkinu var örugglega hagf- ræðin í fyrirrúmi en ekki mann- legt sjónarmið. Kostnaðurinn sem nú bættist við fyrri skuldir svo sem lögfræðikostnaður og kostnaður í borgardómara var síst til þess fallinn að bæta líðan okkar sem sátum í súpunni. Sem dæmi má nefna að kostnaður vegna vanskila af einu skuldab- réfi hjá mér var 30 þúsund. Mér tókst að selja eignina of- anaf mér og fjölskyldu minni, en ég hef samt engan frið í dag fyrir lánadrottnum sem heimta sitt. Til dæmis er ákvæði skuldabréfs sem hvíldi á eigninni til 4ra ára með þeim hætti að falli ein ársgreiðsla í vanskil, þá er heimilt að eindaga Neyðarástand Framhald. af bls. 5 hækkun fasteigna og því síður sá að svipta menn eignum sínum með hreinum okurlánum eins og nú er að gerast. Sú staðreynd liggur nú fyrir að íbúðareigendur og aðrir sem skulda verðtryggð lán samkvæmt vísitölu lánskjara greiða að lágmarki 15% raunvex- ti af lánum sínum þegar þáttur lánskjaravísitölunnar er með ta- linn. Slíka raunvexti getur enginn greitt af fjármagni sem bundið er í íbúðarhúsnæði eða heiðarlega reknum atvinnurekstri. Þær kröfur sem stjórn ASÍ hef- ur sett fram til úrbóta í húsnæð- ismálum eru vissulega athyglis- verðar. Þeim þarf að fylgja eftir af fullum þunga jafnframt því bréfið sem þýðir að skuldin skal greiðast strax. Þetta notfærðu eigendur þessa bréfs sér, orðnir hundleiðir á vanskilakrimmanum mér. Nú átti að bjóða eignina upp vegna þessa, þó nýr kaupanda væri fluttur í íbúðina og búinn að þinglýsa kaupsamningi. Árs- greiðslu kom ég þó í skil. „Hurðarásinn“ Vegir óréttlætisins eru illrann- sakanlegir. Ráðamenn hafa flotið sofandi að feigðarósi og lokað augum og eyrum fyrir vanda okkar. Kannski ætti allt þetta fólk bara að segja sig á bæ- inn á einu bretti? Flest þetta fólk er harðduglegt og vinnur myrk- ranna á milli til að eignast þak yfir höfuðið. Svo vogar forsætisráð- herra sér að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum þá hallærisathuga- semd að „fólk hafi reist sér hurð- arás um öxl“ og „margir hafi freistast til að stækka við sig um of“. Ég spyr, hvað með alla hina? Ráðherrar ríkistjórnarinnar virðast halda að maður trúi enda- laust bullinu í þeim, því bull er það, sem ekki stenst. Persónu- lega langaði mig til að kasta upp sem fleiri leiðir eru kannaðar. Fasteignamat ríkisins hefur á síð- ustu árum þróað eftirlit með þeim breytingum sem verða á söluverði fasteigna í landinu. Ef til vill er þar komin nothæf við- miðun til að styðjast við þegar verið er að leita leiða til þess að verðtryggja með réttlátum hætti innlán og útlán fjármagns- eigenda. Fasteignamarkaðurinn hefur alfarið verið í höndum einka- framtaksins enda talinn all gróða- vænlegur. Verðbólguótti selj- enda og tregða fasteignasala við að taka upp verðtryggirigu lána hefur valdið því að seljendur íbúða gera kröfu til þess að fá staðgreiddan sinn eignarhluta í íbúðum. Slík fasteignaviðskipti munu hvergi tíðkast í nálægum löndum. þegar Alexander Stefánsson kom í sjónvarp nýlega hjalandi ein- hver marklaus loforð. Staðr- eyndin er sú að nú vill fólk að verkin tali. Tafarlaus skuldb- reyting fyrir íbúðarkaupendur til 5 eða 8 ára er það sem verður að gera og það strax. Málið er brýnt, en það er eins og ráðamönnum sé fyrirmunað að skilja það. Nei, sem betur fer erum við íslendingar ekki dauðir úr öllum æðum. Nú hefur fólkið tekið sig saman til að fá fram úrbætur í sínum málum og til að stökkva óréttlætinu á flótta. Fjölskyldur hafa beðið mikið afhroð og óvíst að þær beri þess bætur í nánustu framtíð. Gjald- þrot blasir við, hjónaskilnaðir og upplausn. Ég hef skráð mig í landsamband um úrbætur í hús- næðismálum og ég hvet alla þá sem þekkja sjálfa sig í þessari grein að gera slíkt hið sama. Við viljum leiðréttingu á okurvísi- tölu, og gefum ekki eftir fyrr en raunhæfar úrlausnir blasa við. Bryndís Júlíusdóttir er uppeldis- fulltrúi á Ungiingaheimilinu í Kópavogi. Á síðastliðnu ári flutti Guðrún Hallgrímsdóttir fulltrúi í húsnæð- ismálastjórn tillögu um að beita lánum sem veitt eru til kaupa á eldra húsnæði til þess að lækka hlutfall útborgunar við kaup á íbúðarhúsnæði. Tillaga hennar hefur enn ekki fengið jákvæða af- greiðslu. Þá hefur Stefán Ingólfs- son verkfræðingur hjá Fast- eignamatinu sett fram athyglis- verðar tillögur sem ganga í sömu átt. Alla þessa þætti húsnæðismál- anna þarf að taka til meðferðar í þeim samningum sem nú eru framundan til lausnar á því neyðarástandi sem upp er komið í húsnæðismálum í höndum nú- verandi ríkisstjórnar. Ólafur Jónsson. Samband byggingamanna og Búseti í þætti Þjóðviljans „Viðhorf" var grein eftir Jón Rúnar Sveins- son þann 20. mars sl.. Yfirskrift greinarinnar var: Búseti og verkalýðshreyfingin. f greininni er m.a. að finna eftirfarandi: „íhaldsforinginn gat á Alþingi ís- lendinga velt sér upp úr nei- kvæðum (lbr. mín) umsögnum um húsnæðisfélag ungs verka- fólks í Reykjavík frá aðilum eins og Sambandi byggingamanna, Verkamannasambandi fslands (!) og Meistarasambandi bygg- ingamanna". Við í Sambandi bygginga- manna erum ekki sammála því, að umsögn okkar um frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun ríkis- ins, hafi verið neikvæð fyrir Bú- seta. Það er hugsanlegt að Þor- steinn Pálsson hafi dregið þær ályktanir af umsögn okkar. En það ættu allir að geta gert sér ljóst að ályktanir Þorsteinns pálssonar eru ekki skoðanir Sambands byg- gingamanna. Ef ég fer nokkrum orðu um þau efnisatriði, sem er að finna í umsögn okkar um frumvarpið, þá er fyrst til að taka, að það er skoðun okkar í Sambandi bygg- ingamanna, að of mikil áhersla hafi verið lögð á lána- og lóðaút- hlutanir til einstaklinga. Það telj- um við að hafi staðið verð- og tækniþróun í byggingariðnaði fyrir þrifum. í stað þess að hafa þennan hátt á er lagt til, að þeir sem fjöldaframleiða íbúðarhús- næði hafi forgang til lánsfjárins umfram einstaklinga og að lánsféð verði greitt út jafnt og þétt allan byggingartímann. Að okkar mati kæmi það sér vel fyrir Búseta, einsog aðra sem fjölda- framleiða húsnæði, að hafa for- gangsrétt til lánsfjárins umfram einstaklinga auk þess sem það kæmi jafnaðarlega en ekki tvisv- ar til þrisvar á ári eins og á við um einstaklina. í umsögninni segir einnig, að sá skilningur hafi verið lagður í IV kafla frumvarpsins, að Bygg- ingasjóði verkamanna sé ætlað að lána til félagasamtaka, sem byggja leiguíbúðir, án tillits til fé- lagslegra eða fjárhagslegarar stöðu félagsmanna þeirra. Því mælti Samband byggingamanna í mót. Það er grundvallarregla fyrir láni til íbúðarhúsnæðis úr Byggingasjóði verkamanna, að þeir sem fái íbúðir, sem sjóðurinn hefur veitt lán til, hafi tekjur innan vissra marka auk skilyrða um vissa félagslega stöðu. Hins- vegar er það grundvallarregla allra húsnæðissamvinnufélaga, eins og annarra samvinnufélaga, að setja engin tekjumörk fyrir að- ild. Þetta veldur því, að til þess að félagsmenn Búseta geti átt kost á því, að fá lán úr Byggingasjóði verkamanna, þurfi annaðhvort Búseti eða Byggingasjóður verkamanna að brjóta grundvall- arreglur sínar. En við í Sambandi byggingamanna teljum lítil lík- indi til þess að það geti gerst og leggjum því til leið þar sem hvorki Byggingasjóður verka- manna né Búseti þurfa að brjóta grundvallarreglur sínar. Þessi leið byggist á því, að við gerum tillögu um, að í 11. grein frum- varpsins komi ákvæði um lán til byggingar leiguíbúða. Það þýðir með öðrum orðum, að við leggjum til að Búseti fái lán úr Byggingasjóði ríkisins. Ef svo yrði, þá þyrfti Búseti ekki að brjóta grundvallarreglu um tekjumörk og félagslega stöðu lántaka og Byggingasjóður ríkis- ins mundi ekki brjóta sína grund- vallarreglu: Að lána til allra án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu. Okkur þykir því af framan- sögðu, að það sé vægast sagt of djúpt í árinni tekið hjá Þorsteini Pálssyni og Jóni Rúnari ef þeir telja umsögn Sambands bygg- ingamanna neikvæða fyrir hús- næðissamvinnufélagið Búseta. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram í umsögninni að Sambandið telur byggingu leiguíbúða eiga fullan rétt á sér ef lánsféð kemur úr Byggingasjóði ríkisins. Ásmundur Hilmarsson, starfsmaður Sambands byggingamanna. BLAÐBERA VANTAR STRAX á Granda Meistaravelli og Kaplaskjólsveg. ÞJÓÐVILJINN 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.