Þjóðviljinn - 12.04.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Page 13
Ragna í Nýlistasafninu Dagana 12. til 21. apríl sýnir Ragna St. Ingadóttir, í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Hún lauk námi við Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1979 og hélt síðan til Danmerkur þar sem hún stundaði nám í grafík í tvö ár. Þaðan lá leiðin til Italíu og var hún þar við málaranám í þrjú ár. Þetta er fyrsta einkasýning Rögnu en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Verkin á sýningunni eru unnin á þessu og síðasta ári. Breskur unglingakor í heimsókn Hér á landi er nú staddur breskur unglingakór á vegum kóranna í Kársnesskóla í Kópavogi og stjórnanda þeirra, Þórunnar Björnsdótt- ur. Þessi kór heitir The Kings- mead Singers og eru kórfé- lagaráaldrinum 13-18 ára. Stjórnandi er June Keyte. Þessi kór hefur gert yfir 400 söngdagskrár fyrir BBC, gefið út 9 hljómplötur og sungið víðsveg- ar um Bretland og önnur lönd. Kórinn gerir mikið af því að panta ný verk frá tónskáldum og fáum við að heyra nokkur þeirra hér. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir bresk tónskáld, þ.á m. Peter Maxwell Davies, Edward Elgar og þjóðlagaútsetningar eftir ýmsa höfunda. Auk tónleika sem ætlaðir eru skólanemendum í Kópavogi verða tónleikar í Hveragerðis- kirkju á morgun, laugardag, kl. 14, í Skálholtskirkju á sunnudag- inn kl. 15 og í Fríkirkjunni í Reykjavík á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. -ÞH Skólasýning ó skurðlist Nú um helgina, þ.e. iaugardag og sunnudag, heldur Skurðlistar- skóli Hannesar Flosasonar vinn- usýningu í Listamiðstöðinni við Lækjartorg. Verða þar sýnd verk frá síðasta vetri og fólk verður við tréskurð meðan sýningin stendur yfir. Einnig verður innritað í fá- ein laus pláss á sumarnámskeið skólans en þau hefjast í maímán- uði. Sýningin er opin báða dag- ana kl. 14-16. -ÞH Norrcena húsið Tvœr sýningar Ámorgun, laugardag, kl. 14.30 opnar Björg Þor- steinsdóttiráttundu einkasýn- ingu sína og er hún í kjallara Norræna hússins. Þarsýnir Björg nýja hlið á listsköpun sinni. Fram til þessa hefur hún aðallega fengist við grafík en nú sýnir hún eingöngu svo- nefndar „collage”-myndir. Hluti myndanna sem Björg sýnir voru á einkasýningu hennar sem haldin var í París nýverið. Þær eru allar unnar á þessu og síðasta ári. Björg nam myndlist við báða myndlistarskólana hér í borg og fór síðan til framhalds- náms í Þýskalandi og Frakklandi. Frá árinu 1969 hefur hún, auk einkasýninganna, tekið þátt í yfir 200 samsýningum hér heima og erlendis, þám. fjölda alþjóðlegra sýninga. Sýning Bjargar Þorsteinsdótt- ur verður opin daglega frá kl. 14- 22 fram til 28. apríl. Daginn eftir, sunnudag, opnar Torfi Jónsson sýningu á vatnslita- myndum í anddyri hússins. Torfi hefur haldið eina einkasýningu áður og einnig tekið þátt í sam- sýningum í Hamborg, Osló og London. í tilefni af opnuninni flytja Ingveldur Hjaltested söng- kona og Jónína Gísladóttir pí- anóleikari norræn lög. Sýningin verður opnuð kl. 14 en tónleik- arnir hefjast kl. 15. Sýning Torfa verður opin á sama tíma og Nor- ræna húsið. _j»jj Björg Þorsteinsdóttir opnar í Norræna á morgun. Kjarvalsstaðir Afrakstur fró Korpúlfsstöðum Myndhöggvarafélagið í Reykjavík með stórsýningu Ámorgun, laugardag, opn- ar Myndhöggvarafélagið í Reykjavík mikla sýningu á verkum félagsmanna sinna að Kjarvalsstöðum. Verða verkin sett upp bæði í Vest- ursal og á lóðinni umhverfis húsið. Þama verða til sýnis 47 skúlp- túrar eftir 20 listamenn og eru þeir unnir í margvísleg efni, svo sem steinleir, gips, málm, tré, salt, striga, grágrýti, polyester, steinsteypu og á myndband. Þarna verða þrívíð málverk, um- hverfisverk með 70 metra háan boga, lagðprúð ær, persónur has- arblaða, forn-grísk minni, Art Therapy og ýmsar formtilraunir. Að sögn Ragnars Kjartans- sonar, nestors íslenskra mynd- höggvara, er þessi sýning afrakst- ur þess starfs sem unnið hefur verið að Korpúlfsstöðum en þar hafa myndhöggvarar haft vinnu- aðstöðu í rúman áratug. „Við ætl- um að sýna stöðuna eins og hún er í dag og kveða endanlega niður þann orðróm að íslensk högg- myndalist sé að líða undir lok. Það er mesta firra enda eru marg- ir að læra þessa grein og nú blasir við okkur heilmikið verkefni sem er að skreyta Hallgrímskirkju. Þar hlýtur að vanta heilmiklar skreytingar ef hún á að verða fal- legri að innan heldur en að utan”, sagði Ragnar og kímdi. Sýning myndhöggvaranna verður opin daglega frá kl. 14-22 fram til 5. maí. -ÞH Norrœna húsið SíQild tónlist á harmónikku Sígild tónlist leikin á harm- ónikku er ekki daglegur kostur reykvískra tónlistarunnenda. Á sunnudaginn verður bætt úr þessum skorti því þá leikur ungur norskur harmónikku- snillingur, Jostein Stalheim, gömul orgel- og sembalverk auk nýrri verka sem sum eru skrifuð fyrir hann á tónleikum í Norræna húsinu kl. 20.30. Tónleikar þessir eru hluti af framlagi Norræna hússins til Árs æskunnar og Árs tónlistarinnar. Fyrirhugað er að kynna unga nor- ræna einleikara á nokkrum tón- leikum næstu vikurnar. Verða þeir valdir úr röðum þátttakenda í tónlistarkeppni tónlistarháskóla á Norðurlöndum en sú keppni er haidin annað hvert ár, nú síðast í Osló í fyrra. Þar mega þátttak- endur ekki vera eldri en þrítugir og einungis úrvals tónlistarmenn komast að. -ÞH Föstudagur 12. apríl 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.