Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 2
FLOSI V \iku skamrntur af ofurmennum Sumir menn eru alveg ótrúlega uppteknir af sjálfum sér. Alveg aö springa af sjálfsánægju, sjálfselsku, sjálfshyggju og sjálfsdýrkun. Bara einsog útúr heimin- um í tíma og ótíma og stanslaust í undarlegri sjálfs- vímu, sem á mjög slæmu máli hefur stundum verið kölluð „egóflipp". Ég er einn af þeim. Stundum sit ég langtímum saman og hugsa um pað hverjir séu nú helstu aðdáendurnir mínir, ef einhverjir kynnu að vera, og raunar er ég búinn að komast að nokkuð athyglisverðri niðurstöðu í þeim efnum. Það fólk sem telur mig afbragð annarra manna eru helst lítil börn sem ekki eru búin að fá dómgreindina og gamlar konur, sem búnar eru að tapa henni. í fyrrnefnda hópnum á ég marga góða vini og raunar alveg furðulegt hvað pínulitlir krakkar eru dugleg að rabba við mig, eiga við mig samneyti og yfirleitt um- bera mig. Kanske blundar í mér svolítil barnagæla þó ég þykist löngum vera óskaplega pirraður á litlu greyjunum. Svo mikið er víst að ég hlusta stundum á rökræður þeirra af meira athygli en látæðið gefur til kynna. Nema, þegar ég er að koma útúr húsinu hjá mér að afloknum hádegisverði í fyrradag, sitja nokkrir krakkar á pallinum fyrir framan húsið mitt í hörkusamræðum. Ég er í mjög vondu sálarjafnvægi, bæði vegna þess að ég er í huganum að reyna að fastmóta skoðanir mínar á dispútasíu Kierkegaards og Hegels um „den dial- ektiske Metode" og hafði líka lent á skemmdu epli eftir matinn. Svo ég ætla að leiða krakkana hjá mér. Þá er það að ég heyri svona útundan mér að ungur sveinn segir við ennþá yngri dömu: - Veistu af hverju hann Jón Páll er svona sterkur? - Nei - Það er af því að hann étur mormóna. Þegar ég heyri svona athugasemdir finnst mér eins- og sólin hækki um sextíu hænufet og að lífið og tilver- an hafi aftur öðlast nýjan og betri tilgang. Og ég svona einsog staldra við, þykist vera að gá til veðurs, en er auðvitað að bíða eftir fleiri gullkornum. Og þá segir daman: - Nuuuíí. - Og víst. Mamma sagði það. Semsagt altalað meðal þeirra sem ekki selja hlutina dýrara en þeir keyþtu þá, að kraftlyftingamenn nái ekki umtalsverðum árangri í list sinni, nema þeir éti að staðaldri áhangendur þess sértrúarflokks, sem kall- aður hefur verið mormónar og predika eljusemi, guðs- ótta, góða siði og fjölkvæni. Já það er ekki lítið á sig leggjandi til að verða ofur- menni. Nú geng ég framhjá krökkunum, er hættur að hugsa um Kierkegaard og Hegel, en leiði hugann að því, hvað það séu nú meinleg örlög að skara framúr á íslandi, hvaðþá að verða ofurmenni, að ekki sé nú talað um sterkasti maður heimsins, fegursta konan, besti söngvarinn, eða guð má vita hvað. Og nú hugsa ég afskaplega spaklega sem svo: - Nei ofurmennin eiga sko ekki uppá pallborðið hér á íslandi flatneskjunnar og meðalmennskunnar. Þetta finnst mér ansi gott hjá mér, bara einsog sjálfur Nietze hefði sagt það. Og ég fer að rifja upp öndvegisverk þessa höfuðsnillings, „Also sprach Zar- athustra" þar sem Nietze leggur grundvöllinn að kenningum sínum um ofurmennið: - Ofurmennið er takmarkið. Hinn eini tilgangur mannsins. - Ofurmennið er aðall, löggjafi og drottnandi heimsins, því ofurmennið er æðra, fegurra og betra en lýðurinn. Og nú fer ég að velta því fyrir mér, hvers vegna Jón Páll, sterkasti maður í heimi á ekki um alla framtíð að fá að keppa í íþrótt sinni, sem er í því fólgin að lyfta lóðum. Skýringuna er að finna á íþróttasíðu í dagblað- inu N.T. fyrir páska. Semsagt frásögn af blaðamanna- fundi sem Í.S.Í. boðaði til og ég leyfi mér að birta hér orðrétt: Kraftlyftingasamband íslands er ekki í íþrótta- sambandi Islands. Til þess að það geti farið með mál kraftlyftingamanna verður breyting á lögum Lyftingasambands íslands að koma til á ársþingi Lyftingasambandsins. Þangað til getur Kraftlyft- ingasambandið ekki farið með mál kraftlyftinga- manna. Þar sem Kraftlyftingasambandið er ekki í íþróttasambandi íslands og kraftlyftingamenn í Lyftingasambandinu lögum samkvæmt, geta keppnismenn í Kraftlyftingasambandinu ekki keppt á opinberum kraftlyftingamótum, hvorki hérlendis né á vegum Lyftingasambands alþjóða kraftlyftingasambandsins (IPF). IPF samþykkir aðeins eitt samband frá hverjujandi og að fenginni aðild LSÍ að IPF eru fulltrúar KLÍ einir hlutgengir á erlend mót IPF hvað sem ÍSÍ forystan kann að skrifa. Slíkt bréf yrði notað til endurvinnslu á pappír í aðseturslandi IPF. (leturbr. mínar). Og þegar maður er búinn að lesa svona greinargerð verður það deginum Ijósara að það nær ekki nokkurri átt að Jón Páll haldi áfram að keppa í kraftlyftingum og sigra á alþjóðavettvangi. Félagsmálin í íþrótta- hreyfingunni eru flóknari en svo að hægt sé að reikna með árangri í íþróttunum sjálfum og réttast að banna þá sem eitthvað geta til að flækja málin ekki enn frekar. Ef kraftlyftingar kraftamanna (K.K.) leggjast niður af þessum sökum geta kraftlyftingamenn (K.L.M.) hætt að éta mormóna, en hægt verður að taka upp kraftlyftingar fyrir lasburða fólk á vegum Alþjóðasam- bands lasburða kraftlyftingarmanna (A.L.K.A.) í von um árangur sem yrði I.S.Í., L.S.Í, I.P.F, K.P.S. N.U.T. S.T.U.B. og D.E.L. að skapi. Ómetanleg vitneskja Einsog kunnugt er hafa Frið- rik Þór Friðriksson og félagar gert merka samtímaheimild um ástand hringvegarins. Það þarf því ekki að koma á óvart, að Vegagerð ríkisins hefur keypt eintak af kvik- myndinni Hringurinn, sem tekin var á hringveginum al- ræmda. Kvikmyndin er ómetanleg heimild um ástand vega á íslandi haustið 1984 og mun Vegagerðin væntan- lega geta miðað áætlanir sínar næstu misserin við það sem fram kemur í myndinni. ■ Endalausar ófarir? Metnaðarmál Sjálfstæðis- flokksins og Jónasar Bjarna- sonar hafa verið í anda sög- unnar endalausu um mann- inn sem komst ekki uppá tind- inn. Jónas Bjarnason hafði verið settur forstjóri Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða og taldi sig því eiga tilkall til for- stjórastóls ef ekki hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, - þá altént hjá hinu nýstofnaða Ríkismati sjávarafurða. En það fór ekki betur í þeim forstjóraleik, því Jónas neyddist til að draga umsókn sína til baka sam- kvæmt þrálátum óskum hátt- settra manna í kerfinu. Næsti leikurinn er sagður vera í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar. ■ Skrifstofustjóri fyrir Albert í haust mun Ragnar Jónsson skrifstofustjóri ATVR láta af störfum vegna aldurs. Sam- kvæmt traustum heimildum Þjóðviljans er fjármálaráð- herra Albert Guðmundsson þegar búinn að ganga frá ráðningu í embættið þó það hafi enn ekki verið auglýst. Nýi skrifstofustjórinn verður Gustaf A. Níelsson sagnfræð- ingur með meiru og kosninga- stjóri Alberts í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Albert mun ekki einungis vera að launa greiðann fyrir vel unnin kosningastörf held- ur þykir mönnum líklegt að áfengis- og tóbaksheildsalan- um þyki ekki verra að vita af dyggum stuðningsmanni í pöntunarstjórninni hjá ÁTVR. Grísabella ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ á heimleið Janis Carol, góðkunn söng- kona héðan af freranum, hef- ur um skeið verið búsett í Eng- landi, þar sem hún á ættir. Janis hefur dvalið í Lundúnum og tekið þar þátt í hinum heimsfræga söngleik Cats, sem gerður var eftir verki T.S. Eliot. Þar söng Janis eitt aðal- hlutverkið, Grísabellu, við góðan orðstír. Nú er Janis hins vegar á heimleið til að taka að sér eitt helsta hlut- verkið í söngleiknum Chicagó sem Þjóðleikhúsið ætlar að sýna, líklega á þessu ári. ■ Bankastjóra- mútur Fríðindi bankastjóra hafa mikið verið til umræöu síðustu daga. Þar hafa bílastyrkir nær eingöngu verið nefndir en minna rætt um önnur fríðindi sem fylgja starfanum. Meðal þeirra fríðinda eru ýmiss kon-' ar gjafir, margir myndu kalla það mútur, sem viðskipta- menn bankanna færa stjórun- um oft á tíðum til að halda traustu sambandi. Oftast er um vín og tóbak og aðra mun- aðarvöru að ræða en á dög- unum fréttum við af allsér- stæðri gjöf sem einum bank- astjóranum í borginni barst. Það var stór kassi fullur af bókum. Bankastjóranum fannst undarlegt að þetta var allt ein og sama bókin og hafði því samband við gefandann og spurði hvað hann meinti með þessu. „Jú, blessaður", svaraði hann. „Það hlýtur að koma sér vel fyrir þig að eiga þessar bækur til tækifæris- gjafa og svoleiðis." ■ Niðurskurður Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sat fyrir svörum i skemmtiþætti Bryndísar Schram á dögun- um. Þar upplýsti ráðherrann m.a. að hana hefði í æsku dreymt um að vinna að hjúkr- unarstörfum. Einum sjón- varpsáhorfanda varð þá að orði. „Ekki hefði hún dugað til mikils sem læknir. Þeir skera venjulega upp en Ragnhildur kann einungis að skera nið- ur.“ ■ Mátar Helgi Jakann? Dagsbrún í Reykjavík hefur ævinlega beitt sér fyrir góðu félagslífi og upp á síðkastið staðið fyrir velheppnuðum spila- og danssamkomum. A fundi hjá trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar fyrir skömmu var svo ákveðið að gera könnun á áhugamálum félaganna, með það fyrir augum að Dagsbrún standi fyrir uppákomum í þeim dúr. í því skyni hafa nú verið sendir út spurningalistar til félaga í Dagsbrún. Þess má svo geta að innan skamms mun Dagsbrún ( standa fyrir fjöltefli við Helga Ólafsson stórmeistara, en mikil taflhefð hefur ævinlega ríkt í félaginu og raunar margir verkamenn verið á meðal bestu taflmanna þjóðarinnar. Sögusagnir herma að Helgi æfi stíft fyrir fjöltefliö og ætli að máta Jakann svo illilega að- hann láti sér nægja refskák stjórnmálanna þegar líður á sumarið. Guðmundur mun hins vegar undirbúa sig fyrir viðureignina með því að sitja öllum stundum niðrí þingi og tefla við Garðar Sigurðsson og Albert. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.