Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 8
Hetjuskapur fornsögur og samfélagsgerð ítllefni greinaflokks íTímariti Máls og menningar ÍTímariti Máls og menningar er jafnan fitjað upp á einu þema í hverju hefti og leggur pað undir sig svo sem helming síðna í hvert skipti. Þetta gengur að sjálf- sögðu misjafnlega vel. En oftar en ekki er pað góðra gjalda vert að skipa saman efni með þessum hœtti. Með því móti fjölgar líkum á því, að heftin nýtist fólki með sér- stök áhugamál, til kennslu o.s.frv. í fyrsta hefi nýs árgangs var einkum fjallað um íslendinga- sögur. Höfundar eru Gunnar Karlsson, Vilhjálmur Árnason, Hermann Pálsson, Haraldur Bessason og Vésteinn Ólason. Það er fjallað um íslendingaþætti og Völundarkviðu, einnig um synd og dyggðir og lesti í bók- menntum fornum. Ot í háskann óttalaus Þeir hljóta enn að vera margir, sem eiga sér einherja einkasögu að því er varðar siðfræði Is- lendingasagna. Mín kynslóð náði enn í að líkja eftir garpskap sagn- anna í leikjum en við stóðum á tímamótum: Zorro, d’Artagnan og Súperman voru að taka við af Skarphéðni, Gretti og Gunnari á Hlíðarenda sem fyrirmyndir í vopnaburði. Svo leið fram nokk- ur tími og menn þóttust lesa það af Gerplu - sumir sér til skelfing- ar og aðrir til upplyftingar - að vígaferlin í sögunum hefðu verið í besta falli fáránleg heimska, í versta falli (á víkingaslóðum er- lendis) grimm glæpastarfsemi blauðra bófa. Ekki veit ég svo hvað fornum hetjuskap líður nú á daufri skermatíð. Nema hvað Borgnes- ingar þykja nú mestir kappar: Þeir sáu Shogun-þættina heilu ári fyrr en afgangurinn af landinu! Svo stóð í blaði nú í vikunni. Samt er hetjuskapurinn furðu lífseig viðmiðun. í vetur kom út kvæðabók eftir Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða. Þar segir svo í lok einnar rímu: Sér til handar sigur kaus sá er á augabragði, út í háskann óttalaus einn með hug sinn lagði. Þetta er ágætt. Þetta er bæði fornt og alveg áreiðanlega í anda þess exístensíalisma sem nú er í tísku að finna í öllum hlutum. Eins þótt ekki sé sagt frá víga- manni eða hugsjónagarpi heldur Ijóðað á góðan fjármann, sem átti mörg spor um heiðar í leit að sauðum. Skrýtinn drengskapur En ég man í gamla daga, að það var ýmislegt sem truflaði þann sem hafði sett sig svolítið í drengskapar- og hetjustellingar við lestur íslendingasagna. Gísli Súrsson til dæmis. Vaskur maður vitanlega - en það var hann sem brá á það ráð, þegar hann óttaðist um líf sitt að gefa fáfróðum þræli kápu sína bláa og láta svo elta hann uppi og drepa í sinn stað. Sér var nú hver göfugmennskan! En þetta voru hnullungar sem sneiða mátti hjá með lagni. Leitið ekki og þér munið ekki finna. í Eyrbyggju er sagt frá skrýtnu atviki sem verður í bardaga all- frægum í Álftafirði. Grípum þar niður: „Styrr Þorgrímsson sótti hart fram með Steinþóri frænda sín- um. Varð það fyrst, að hann drap mann úrflokki Snorra, mágs síns. Og er Snorri goði sá það, mælti hann til Styrs: Svo hefnir þú Þór- odds, dóttursonar þíns, er Steinþór hefur særðan til ólífis, og ertu eigi meðalníðingur. Styrr svarar: Þetta fæ ég skjótt bætt þér. Skipti hann þá um sínum skildi og gekk lið með Snorra goða og drap annan mann úr liði Steinþórs". Hreinasta afbragð. Fyrst hjálpar Styrr karlinn frænda sínum og drepur mann fyrir mági sínum. Síðan gengur hann í lið með mági sínum og drepur mann fyrir frænda sínum. Sleppur vafalaust með öllum sóma frá málum. Söknuður Maður eins og Styrr þessi er að sönnu ekki hræddur við að ganga í bardaga og drepa menn. En ekki passar hann vel í hetjuskapar- og hefndarskyld- umynstrið samt, til þess er lið- veisla hans einum of fáránleg. Að minnsta kosti nútímamönnum, spilltum af skynsemi og fleiru. Aðdáunin á fornsögunum og þeirri siðfræði sem menn töldu sig lesa úr þeim var vafalaust um margt tengd löngun í stórtíðindi, í afdráttarleysi. Menn sáu fyrir sér tryggð góða við vini og róttækt hatur á óvinum. Það var eitthvað annað en vesæl nútíð, þegar menn faðma sinn óvin og svíkja sinn vin, eða eitthvað á þá leið. (Nútíðin er reyndar oftast vesæl og smá, þegar grimmdarstór- leikur svo hleypur í hana þá eru menn jafnan fljótir að flýja hana inn í von um áður lágkúrulega friðsæld með sadda vömb og ótta- leysi um eigið líf!). En Eyr- byggjudæmið minnir á það, með mörgum öðrum, að það er einatt eitthvað meira en lítið bogið við sjálfan garpskapinn. Og bjargar kannski ekki málinu, þótt menn lesi sér til í Hermanni Pálssyni, sem telur miklu eðlilegra að túlka siðfræði sagnanna sem kristinn Stórsvindl vopnasala Stórfelld hneykslismál tengd innkaupum til bandaríska hersins. General Dynamics heitir stœrsti vopnaframleiðandinn í Bandaríkjunum: framleiddi í fyrra herskip, flugvélar, skrið- dreka og fleira fyrir 8 miljarði dollara og sýndi f opinberu bókhaldi 382 milljón dollara hagnað. Nú er vopnarisi þessi í þeirri klemmu, að ýmis róðu- neyti og þingnefndir gera að honum - og reyndar öðrum vopnaframleiðendum - harða hríð fyrir að hafa með margs konar vélabrögðum haft stórfé út úr bandaríska rikinu ofaná hinn mikla viðskiptagróða af vopnapöntunum. Það kemur t.d. á daginn að á árunum 1979-1982 hefur General Dynamics sent hermálaráðu- neytinu Pentagon reikninga upp á 170 miljónir dollara fyrir ýms- um tilfallandi kostnaði. Nú telja endurskoðendur hins opinbera að um 64 miljónir dollara af þess- um greiðslum séu sviknar út á fölskum forsendum. Þar á meðal eru reikningar fyrir um 20 miljón- ir dollara fyrir einkaflug á vegum fyrirtækisins (meðal annars við rekstur tveggja flugvéla sem for- stjóri General Dynamics notaði til að bregða sér á búgarð sinn um helgar). Fimm milljónir fóru í veisluhöld fyrir gesti sem enginn veit nöfn á. Svo farið sé í hina smærri sauma þá vildi fyrirtækið koma yfir á skattgreiðendur kostnaði af sumarleyfisflakki hunds í eigu varaforseta GD og margt fleira mætti nefna! Það fylgir með sögunni að svindl af þessu tagi sé alþekkt og hafi lengi viðgengist. Það er part- ur af því innilega samspili herfor- ingja, embættismanna og vopn- aframleiðenda sem maður sem vel þekkti til þessara aðila, Eisen- hower, varaði við á sínum tíma. En samsteypa þessi stýrir feikna- legum hagsmunum og safnar eftir því miklum völdum í landi þar sem stjórnmál eru feikna dýr í rekstri. Þegar allt þetta kemur saman er hægt að gera ráð fyrir meiri háttar fjármálaspillingu og mútustarfsemi sem lögmáli en ekki undantekningu. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hve langt muni ganga sú „hreinsun“ sem nú er fitjað upp á - kannski að frum- kvæði þeirra sem afskiptir hafa orðið þegar menn stungu fingrum sínum í gullpott vopnagróðans. siðaboðskap en heiðnar hetju- hugsjónir. En hann segir á þá leið, að hið rómantíska sjónar- mið, sem lengst af hefur ríkt yfir túlkun íslendingarsagna, lendi á villigötum með sína heiðnu hetj- udýrkun og örlagatrú, heldur verði margar sagnanna best skildar sem kristilegar dæmi- sögur um ófarir þeirra sem sýna af sér ofdirfsku og ofmetnað, en þau séu lykilhugtök í kristinni miðaldasiðfræði. Frá tveim pólum Þeir Gunnar Karlsson og Vil- hjálmur Árnason fjalla einmitt um þessi efni í sínum greinum um dyggð og lesti, sögu og siðfræði í íslendingasögum. Annars vegar er rómantíkin sem menn lifðu á svo lengi, hins vegar villumaður- inn Hermann Pálsson. Tveir pól- ar. Niðurstaðan verður svo hjá báðum að efna í eins konar nýja „syntesu" upp á gamlan máta. Á báðum pólum ríkir viss einsýni sem tengist því, að ekki er, að dómi greinarhöfunda, nógsam- lega tekið mið af þeirri samfélags- gerð sem þessar fornu bók- menntir eru sprottnar úr. Gunnar Karlsson segir í sinni niðurstöðu, að dýrkun á hetju- dauða og hefndarskyldu megi skýra með því „að þau hafi veríð gagnleg hugmyndafræði fyrir ríkjandi þjóðfélagshópa í íslenska þjóðfélaginu“. Um leið liafi þörf manna til að lifa af gengið gegn þessari dýrkun og skapað mót- sagnakennda afstöðu til ófriðar sem endurspeglist í ýmsum forn- sögum. Tilbrigði við Marx gamla semsagt: verund ákvarðar vit- und. Ýtarlegri er umfjöllun Vil- hjálms Arnasonar um þessi mál og leitar hann skemmtilega víða fanga. Hann vopnar sig ýmsum rökum til að vinna gegn þeirri „villandi sértekningu“ sem túlkar siðferðið með „einhliða áherslu á persónulega eiginleika (m.ö.o. rómantíski skólinn með sinni hetjudýrkun) eða þá einhliða áherslu á „meðvitaðar siðgæðis- hugmyndir“ (kenningin um mikið vægi kristins boðskapar). Vilhjálmur vill yfirstíga þessar villur með því að leggja áherslu á samspil siðferðis og samfélags- gerðar: það er félagsleg staða manna í samfélaginu sem ákvarð- ar hvað þeim ber að gera. „Útfrá þessu sjónarmiði séð, segir Vil- hjálmur, er hetjuskapurinn ekki reistur á einhverri óljósri sóma- tilfinningu fáeinna einstaklinga, heldur mætti jafnvel segja, að hann hafi í senn verið þjóðfélags- leg nauðsyn og lífsnauðsyn þar sem réttarvarsla var í höndum ætta og einstaklinga'*. Að vera eða ekki Þetta rætist allt með nokkuð hlálegum hætti á garminum hon- um Styrr í Eyrbyggju sem fyrr var nefndur: staða hans í samfélaginu skipar honum bæði að drepa mann fyrir mági sínum og fyrir frænda sínum. Aðrar sögur lyfta svo á hærra og hrikalegri svið þessari „félagslíffræðilegu“ nauðsyn. En það orð er hér notað til að stinga upp á smábrúarsmíði frá íslendingasögum yfir í tísku- straum í líffræði sem J. B. Hald- anes hefur lýst með þessum hætti hér: „Ég mundi fórna lífinu fyrir tvo bræður eða átta frændur." (Og er átt við, að þar með hafi hetjan tryggt ættinni jafn mikið af sjálfum sér í sínum erfðastofnum, og hann sviptir hana með fórn sinni.) Allt er þetta skemmtilegt að fræðast og/eða rifja upp. En spyrja má: ef að sjálf hin félags- lega staða manna er orðin svo mikils ráðandi um þeirra breytni og þar með garpskap, er ekki ver- ið að taka frá söguhetjunum hinn „exístensíella" þokka? Draga þær ofan í þann pytt sem nú þykir fúlastur - félagsfræðilega forlaga- hyggju? Vilhjálmur Árnason veit vel, að slíkar athugasemdir eru á næstu grösum og hann ver sig fimlega gegn þeim. En vissulega væri gaman að halda áfram á þessari braut. Það er að sönnu erfitt, m.a. vegna þess hve spar- samar sögurnar eru - kostir eru ekki krufðir, þeir eru nefndir og athöfn fer rakleitt á eftir. Menn þurftu að bíða eftir sjálfsvitund Shakespeare-tíma til að geta sýnt í allri nekt sinni spurninguna frægu: að vera eða ekki.... -ÁB. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.