Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 13
Púlshestur jafnt á sviði sem utan ^ TUR Söngkonan TinaTurner ernú á hljómleikaferðalagi íEvr- ópu og standa gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur á öndinni af hrifningu yfir stórkostlegri sviðsframkomu hennarog að því er virðist eilífum œskuþokka, en Tina er 46 ára og hefur, að því er segir í Newsweek, meiri kynþokka til að bera en flest kvenfólk í skemmtanabransanum, jafnvel þótt það sé helmingi yngra en hún. Og Newsweek sœmir hana nafnbótinni Hinsexýguð- móðir rokksins. Á hljómleikaferðalagi sínu nú flytur Tina lög af breiðskífunni Private dancer sem hún sló svo hressilega í gegn með í fyrra og komst þar með á ný fyrir augu og eyru heimsins sem einn besti skemmtikraftur sem uppi er í dag - en einnig eru á söngskránni lög sem hún lék í gamla daga með hljómsveit þáverandi eiginmanns síns Ikes Turner. Þar má nefna Proud Mary sem Ike og Tina Turner fengu gullplötu fyrir árið 1971, lag Tinu Nutbush City Li- mits sem komst í 2. sæti vinsælda- listans í Bretlandi 1973 (þetta lag er í nýrriútgáfuáB-hlið smáskíf- unnar með Private dancer, tekið upp á hljómleikum í fyrra) og síð- ast en ekki síst hið sögufræga lag River deep, Mountain high, eftir standa á að kalla Annie Mae upp á sviðið. Hún gerði sér þá lítið fyrir, vatt sér upp á sviðið og hóf upp raust sína. Þar með var hún ráðin í sveitina og árið 1958 giftist Little Annie, eins og hún var kölluð í den tid, Ike Turner sem jafnframt festi við hana nafnið Tina. Mikiö dansað - en ekki á rósum Skemmst er frá því að segja að hjónaband þeirra var ekki af fyrirmyndartaginu. „Ike má eiga, að hann var samkvæmur sjálfum sér. Hann hagaði sér eins eftir giftinguna og fyrir hana, þ.á m. að fá sér konur og henda þeim frá sér með álíka virðingu og bréf- þurrkur eru notaðar, berja konur og vera yfirleitt á móti því að vera í sambandi við eina konu”, segir Tina Turner, en bætir því við að hún sé orðin leið á að tala um fortíðina. Hún sé búin að tala sig frá henni og hætt að finna til bit- urleika gagnvart Ike og öðrum karlmönnum sem hafa farið illa með hana í gegnum tíðina. En sambúð Turner-hjónanna lauk þannig að Tina gekk allslaus burt í hljómleikaferðalagi árið 1976 eftir mikil slagsmál og var það í fyrsta skipti sem hún tók á móti barsmíðum Ikes með því að svara í sömu mynt. Upphófst nú mikið skulda- baggastríð hjá Tinu. Hún kom eins mikið fram og hún mögulega gat á ýmsum klúbbum og var upphitunaratriði hjá hljómsveit- um. En hún fékk lítinn hluta af launum sínum sjálf. Allskonar umboðsmenn eltu hana á rönd- um og sögðu hana enn háða sér þar eð samningar þeirra Ikes væru enn gildir þótt hún hefði hlaupist undan merkjum og ættu þeir því hlut af öllu því sem hún gerði þar til sá tími rynni út. En í dag er Tina skuldlaus og líklega vel það, eftir gífurlega velgengni sólóplötu sinnar Private Dancer. Þess má geta að önnur sólóplata með Tinu kom út 1975, Acid Qu- een, en titillagið söng og lék hún á eftirminnilegan hátt í kvik- myndinni Tommy. Og aftur fáum við að sjá Tinu Turner í kvikmynd. Ekki músik- mynd að þessu sinni, heldur framtíðarkvikmynd sem á að ger- ast eftir kjarnorkustyrjöld. Þetta er áströlsk kvikmynd og leikstjórinn er George Miller. Þegar hann var að lýsa einu hlut- verkanna sagði hann í sífellu: Þetta er stríðsdrottning, hún þyrfti að líta út eins og Tina Turn- er. Hvers vegna talarðu bara ekki við hana? spurði einhver. Það var gert og kvikmyndin, Road warri- or, verður sýnd í Bandaríkjunum í sumar. Og önnur sólóplata er væntanleg innan skamms. Það er ekki seinna vænna, segir Tina, en hvorki meira né minna en sex lög af plötunni hafa verið gefin út á litlum plötum. „Þetta hefur verið eins og að töfra kanínur upp úr hatti”, segir hún. Til stendur að næsta plata Tinu Turner komi út í maí. Eins og á Private dancer verða samstarfs- menn hennar þeir Rupert Hine og Terry Britten auk ýmissa breskra hljómlistarmanna, en þeir eru íuppáhaldi hjáTinu. Við látum hana slá botninn í greinina: „Ég er ekki að reyna að breyta um stíl, en ég er ákveðin í að gera ekki „rythm and blues” plötur á næstunni. Það er breyting í lífi mínu. Ég er að vísu „rythm and blues”-söngkona, bæði til hjarta og sálar, en hljómlistarmenn sem vinna með mér nú eru það ekki, eru frekar rokkarar. Stíll okkar skarast skemmtilega. Mér hefur alltaf líkað hvernig fólk eins og Eric Clapton og Rolling Stones hafa blandað hvítri og svartri tón- list, fengið tilfinninguna frá svarta fólkinu. Blús hefur niður- dragandi áhrif á mig. Hvít músik verkar hins vegar upplífgandi og ég þurfti á tilbreytingu að halda. Ég hef hins vegar aldrei sungið texta sem ekki snerta sjálfa mig. Þess vegna hika ég ekki við að breyta ýmsu í textum, sleppa því sem mér finnst ósmekklegt. Músik mín er um líf mitt, trú mína og vini. Ég hef verið Búdd- isti í 10 ár. Það hefur gert líf mitt betra. Ég veit hvað ég ætla mér og það auðveldar mér að taka ákvarðanir, og streita minnkar. Ég fæst við allt miklu rólegar en áður. Það er mjög erfitt að lýsa nákvæmlega hvernig Búdda-trú hefur haft áhrif á mig, en það er í sambandi við meðvitundina, að hreinsa út gamlar venjur og veita inn nýju lífi. Hér er um andlega endurnýjun að ræða”. (A - studdist við ýmis ensk rit) lagasmíðahjónin Jeff Barry og Elly Greenwich. Tina söng það inn á plötu árið 1966 undir stjórn upptökusnillingsins Phils Spect- or, sem var frumkvöðull í upp- töku á þeim tíma og þykir enn í dag hafa gert ótrúlega hluti með þeim tólum sem tiltæk voru í byrjun 7. áratugarins. River deep, Mountain high átti að verða glæsilegasta verk Spectors og var engu til sparað og er þetta dýrasta lag hans fyrr og síðar. Jafnframt segir sagan að hann hafi borgað Ike Turner nokkurt fé til að hann héldi sig burt frá upptöku lagsins en Tinu hafði hann hins vegar áhuga á að vinna með. Hins vegar eru flytjendur lagsins sagðir vera Ike og Tina Turner. Lagið komst í 3. sæti í Bretlandi en ekki hærra en í það 88. í Bandaríkjunum. ... en höldum okkur þó enn um stund við fortíðina. Skírnarnafn Tinu Turner í þessu lífi er Annie Mae Bullock og fæddist hún þann 26. nóvember árið 1938 (sumar heimildir segja ’39) í Brownsville í Tennessee USA. Faðir hennar var babtistaprestur, blökkumað- ur, en móðir hennar dóttir indí- ánakonu og blökkumanns. Þau skildu og bjó Tina með móður sinni og systur. Tina hitti Ike árið 1956 í St. Louis þar sem hann var að spila með hljómsveit sinni The Kingsof Rythm. Hún, prestsdótt- irin, vön kirkjusöng og hafði auk þess tekið þátt í söngvakeppnum frá barnsaldri, spurði hvort hún mætti syngja lag með hljóm- sveitinni. Ike kvað já við, en lét Tina Turner átti glæsilega endur- komu á topp dægurlagaheimsins sl. ár. Er Grammy-verðlaunum var út- hlutað fyrir árið 1984 skipaði hún et- sta sætið í 4 greinum: Smáskífa árs- ins - What's love got to do with it?; Lag ársins - What’s love got to do with it?; Besta sungna popp-lagið (konur) - What's love got to do with it?; Best sungna rokklagið (konur) - Better be good to me. Tina Turner á sviði í fy rra: „ Ég er óstýrilát, hrá og gróf, þ.e.a.s. sviðsframkoman, ekki ég. Og kannski verður það að breytast einngóðanveðurdag Sunnudagur 14. apríl 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.