Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 4
Á BEININU Þorf að draga úr miðstjórnarvaldinu Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Kron á beininu Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis er á sunnudaginn. Hann er hald- inn á umbrotatímum í verslun- armálum á höfuðborgar- svæðinu og meðan samvinn- uhreyfingin hefur verið mjög til umfjöllunar og umræðu í þjóðfélaginu. Af þessu tilefni þótti tilvalið að bjóða stjórnar- formanni KRON og Mikla- garðs að setjast á beinið: A samvinnuverslun á höfuð- borgarsvæðinu undir högg að sækja? - Samvinnuverslun á höfuð- borgarsvæðinu er að ýmsu leyti í erfiðri stöðu; þannig hafa stjórnvöld borgarinnar löngum neitað kaupfélaginu um lóðir með þeirri undantekningu sem fjögurra ára samstjórn hinna fíokkanna t Reykjavík veitti. Þetta leiddi til þess að farið var út í rekstur stórmarkaðar mun seinna en ella hefði verið gert. í öðru lagi er skipulagsleg sundr- ung samvinnumanna ekki hvað síst í smávöruverslunum í Reykjavík okkur fjötur um fót og í þriðja lagi má segja að við get- um sjálfum okkur um kennt, með því að fylgja ekki þróuninni nógu vel eftir þ.e. að standast sam- keppni í verðlags- og gæðamálum einsog hins vegar hefur tekist með Miklagarði. Oft eru uppi gagnrýnisraddir um að KRON sé ekkert skárra en einkagróðaverslanir, - í því sam- bandi er talað um hraklcgar nið- urstöður verðkannana, - hefur orðið breyting á til batnaðar? - Pað er rétt að nokkrar KRON-verslanir fóru illa út úr verðkönnunum snemma á síðasta ári og í framhaldi af því breyttum við um stefnu í verðlagsmálum. Og ég fullyrði að nú eru allar Kron-verslanirnar orðnar sam- keppnishæfar hvað verðlag snert- ir. Hins vegar hefur það haft áhrif á afkomu verslananna. A höfuðborgarsvæðinu eru aðrar samvinnuverslanir en á vegum KRON, er einhver sam- vinna á milli þeirra? - Samvinna er ekki bein á milli þessara aðilja, sem eru alls 6 tals- ins, þ.e. KaupfélagHafnfirðinga, Kjalarnesþings, Mikligarður, verslanir sambandsins auk KRON-búðanna. Ég held að þeir tímar séu runnir upp að við verð- um að gera okkur grein fyrir nýrri þróun. Stórmarkaðarnir eru orð- nir staðreynd með tilheyrandi vaxandi samkeppni um verð og gæði. Með því að samræma að einhverju rekstur stjórnar og innkaup er hægt að standa sig betur í þessari samkeppni með stærri rekstrareiningum heldur en hver á sínum bás. Sameiningu kaupfélaganna verður að ræða af alvöru. Eru formlegar viðræður um slíka samvinnu eða samruna hafnar? - Nei, en það er ekkert launungarmál að innan kaupfélaganna eru raddir uppi um meiri samvinnu til þess að lækka vöruverð í smásöluversl- ununum og líka til að geta greitt betri laun. Deildarfundir KRON hafa ver- ið fjölmennir, er áhugi á sam- vinnuversluninni að glæðast eða á að þakka Flokki mannsins? - Við finnum vel fyrir því að félagslegur áhugi á KRON hefur aukist. Það kom fjörkippur með Miklagarði sem er verslun sem skiptir marga miklu máli. Ég er heldur ekki frá því að eitthvert fólk hafi komið vegna framboðs Flokks mannsins. Af hverju er KRON í samkrulli við aðra um rekstur Miklagarðs? Af því einfaldlega að kaupfé- lagið hafði ekki bolmagn eitt til að setja Miklagarð á laggirnar. KRON á 52% í þessu sam- eignarfélagi Nú tala margir um félagslega stöðnun, stirðbusalega þjónustu og forstjóraveldi hjá KRON. Á að reka af sér slyðruorðið? - í kaupfélaginu eru tæplega 15 þúsund manns. Við rekum 9 verslanir auk aðildar að Mikla- garði. Að undanförnu má segja að kraftur okkar hafi farið í upp- byggingu Miklagarðs. En nú erum við að velta fyrir okkur víð- tækari endurskipulagningu á rekstri félagsins. í lok ársins vænti ég að menn fari að sjá niðurstöðurnar af umræðu og umfjöllun um slíka endurskipu- lagningu. Á hún að miða að því að auka áhrif félagsmanna á reksturinn? - Já m.a. Við höfum einmitt verið að skoða þá hugmynd að deildarstjórnin fái aukið hlutverk t.d. varðandi ráðgjöf í viðkom- andi hverfaverslunum. Við vilj- um þannig kalla á fleiri sjónarmið og fleiri til ábyrgðar á sínum eigin verslunum. Endurskipulagningin á m.a. að miða að því að breyta stjórnunaraðferðum en ekki síður að auka hugkvæmni í rekstri til að lækka vöruverð enn frekar. Fram hefur komið gagnrýni á að starfsfólk sé alltof áhrifalítið innan KRON og sem dæmi er tekið að fulltrúar starfsfólks í stjórn KRON hafi ekki atkvæðis- rétt. Hverju svarar þú? - í því tilefni er einfaldlega far- ið að lögum. Þannig er að sam- vinnulögin kveða svo á að fulltrú- ar starfsmanna hafi ekki atkvæð- isrétt í stjórnum. Þessu er eins farið innan stjórnar Sambands- ins. Er þá ekki rétt að breyta lögun- um? - Jú, það kemur vel til greina. Annars er hugsunin sú að hver félagsmaður hafi eitt atkvæði og félögin ráði starfsmenn. Hins vegar held ég að fá megi virkari þátttöku starfsmanna með ýms- um öðrum hætti, svosem samráðsfundi með stjórnendum. Og það er einmitt í þá veru sem ég vona að endurskipulagning KRON verði. Sagt er að konur hjá KRON fái einungis greitt eftir kauptöxtum en karlar séu oftast yfirborgaðir. Er þetta rétt? - Ég veit það ekki fyrir víst. Yfirborganir eru ekkert bannorð hjáKRON. Konureru ekki nógu vel settar svosem sjá má af því að meðal yfirmanna eru aðeins tvær konur verslunarstjórar af 8. Það horfir vonandi til betri vegar. Vill Kron ekki greiða starfs- mönnum sínum hærra kaup? - Það vildi KRON gj arnan geta gert - og vonandi kemur að því. En einsog alþjóð veit þá er sam- keppnin í versluninni afskaplega hörð. Hjá Miklagarði vinna t.d. 130 manns og um 100 annars staðar hjá KRON. Staðreyndin er sú að laun þessa fólks eru sambærileg við það sem gerist annars staðar hjá stórmörkuðum og verslunum og hærra kaup myndi einfaldlega kom fram í hærra vöruverði. Parmeð lakari stöðu sem við megum ekki við. í lokin: SÍS hefur að undan- förnu verið harðlega gagnrýnt og yfirstjórnin, forstjóraveldið talið hafa fjarlægst hugsjónir sam-- vinnuhreyfingarinnar. Kaffi- baunahneykslið er talið tákn þessa. Ert þú sammála þessari gagnrýni? - Þarsem mikil völd á fárra höndum fara saman, er hætta á að ýmislegt fari úrskeiðis. Sam- bandið hefur ekki farið varhluta af slíkri þróun, frekar en aðrar stofnanir s.s. verkalýðshreyfing- in. Hins vegar býður samvinnu- formið uppá lýðræðislegt aðhald félaganna sem önnur rekstrar- form hafa ekki. í því felast yfir- burðir þess. Ekki á það við um SÍS- forstjóraveldið? Er ekki kominn tími til að draga úr því? - Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að draga úr mið- stjórnaraflinu, dreifa því með sjálfstæðari rekstrareiningum. Sambandið er orðið það stórt að óbreytt skipulag rekst á félagslegt aðhald og áhrif. Á aðalfundi sam- bandsins kom þessi þankagangur skýrt fram og stjórnendur fyrir- tækisins sýndu þessu mikinn skilning. Sá fundur var mikill sigur lýðræðislegra og félagslegra áhrifa. En þó skilningurinn sé fyrir hendi, þá virðist það ekki hafa mikið að segja. Þannig var t.d. greinilega meirihluti gegn aðild SÍS að ísfilm á aðalfundinum. Engu að síður hefur SÍS gengið inn í firmað. Hvar er skilningur- inn? - Hér skiptir framtíðin mestu máli. Nú vita stjórnendur hver vilji fulltrúanna á aðalfundi var. Stjórnendurnir höfðu tekið á- kvörðunina og töldu sig ekki geta snúið til baka. Ég held að í þessu felist mikilvægur lærdómur. -óg- 4 S(ÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 14. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.