Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 17
UEHDARAOPNA Bergur Felixson „Börnin fórnarlömb“ Margrét Pála Ólafsdóttir Slœmur kostur... „Við veitum dagmæðrum leyfi til að taka börn, í því felst að þær mega hafa 4 börn, í hæsta lagi 5 heilsdagsbörn, ef þær eru með fleiri börn, þá eigum við að veita þeim aðvörun og ef þær láta ekki segjast þá eigum við að vísa mál- inu til barnaverndar, þannig er gangur mála,“ sagði Bergur Fel- ixsson, framkvæmdastjóri Dag- vistunar barna, þegar hann var inntur eftir þeim reglum sem dag- mæðrum eru settar um hámarks- fjölda barna hjá dagmóður. „Ég er nú búinn að sitja fund með barnaverndarnefnd, þar sem kom fram að það þyrfti að herða aðgerði'P, til að reyna að láta dagmæður fara eftir þeim fyrirmælum sem þeim eru settar, sem sagt að vera með 4 heilsdags- börn. Eftirlitið er mjög erfitt, vegna þess að það er hægt að skrökva að okkur, um fjölda barna, umsjónarfóstrur þekkja ekki hvert barn um sig og það er líka erfitt fyrir okkur að athuga hver er hálfan dag og hver er all- an daginn, við fáum ekki ná- kvæmar upplýsingar um það. Þannig að aðhaldið verður að koma frá foreldrum. Já, það má segja að börnin séu fórnarlömbin í þessu máli, þessvegna verður aðhaldið að koma frá foreldrum í þessum tilvikum. Við viljum hafa gott samstarf við dagmæður, vilj- um ekki virka sem árásaraðili, því þá gætum við misst allt sam- band við dagmæður“. Sagði Bergur Felixsson. SP „Dagmæður eru slæmur kostur fyrir alla, foreldra börn og þær sjálfar. Þessi lausn er dýrari og óstöðugri. Þetta er siðlaust kerfi fyrir alla aðila þar sem frum- skógarlögmálið gildir, kona ger- ist dagmóðir af ýmsum ástæðum, hún neyðist til að fá viðbótartekj- ur við heimilishaldið, neydd til þess út af eigin dagheimilisvanda, síðast en ekki síst þá eru þetta yfirleitt ófaglærðar konur sem hafa það betra sem dagmæður heldur en á hinum almenna at- vinnumarkaði. Ef Reykjavíkurborg ætlar að fara út í að leggja fé í að herða eftirlit með dagmæðrum þá er hún að festa dagmæðrakerfið í sessi, í staðinn fyrir að leggja fé í uppbyggingu dagheimila, og gera dagheimilin að viðunandi vinnu- stað. Við stöndum hroðalega í samanburði við hin norðurlöndin í dagheimilismálum, hér er alger fóstruskortur, og standa sum branaheimili uppi fóstrulaus með aðeins fóstrumenntaðan for- stöðumann, og eru kjaramál og vinnuaðstaðan meinið, þ.e. löng viðvera við erfiðar vinnuaðstæð- ur. Það var gerð könnun hjá Da- gvistun barna ’84 um hreyfingu starfskrafts á leikskólum Reykja- víkurborgar, þar eru stöðurnar 146 sem 223 einstaklingar sinna, 136 einstaklingar hættu og aðrir komu í stað. Það hlýtur að segja sig sjálft að það er siðferðisleg skylda hvers þjóðfélags að tryggja aðbúnað og umönnun yngstu þjóðfélagsþegnanna úr al- mannasjóð," sagði Margrét Pála forstöðumaður Steinahlíðar við Þjóðviljann. 10 ára áœtlunin um uppbyggingu dagvistarþjónustu Þegar fjailað er um skiptingu að sjá heimilinu farborða. Ekki barnaáaldrinum3jamánaðatil5 milljónum á ári og að 64% barna fjármuna þá er alltaf spurning ’ má heldur gleyma í þessari um- ára þurfi á dagvistun að halda á aldrinum 3ja mánaða til 5 ára um forgang og hvað sé mikilvæg- ast, í augum þeirra sem skipta kökunni. það er spurning hvort sé mikilvægara að byggja banka- hallir undir peninga sem ekki eru til eða að tryggja yngstu þjóðfé- lagsþegnunum viðunandi að- stæður við að taka sín fyrstu skref. Eins og alþjóð veit þá er þörfin fyrir dagvistun barna ófull- nægjandi, hún er komin langt fram yfir framboð sökum núver- andi efnahagsástands þar sem báðir foreldrar verða að vinna til Sunnudagur 14. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 fjöllun jafnari stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðinum, það verður að tryggja öllum foreldr- um fullnægjandi dagvistarþjón- ustu fyrir börn. í október 1980 var gerð 10 ára áætlun um uppbyggingu dagvistarþjónustu barna, sem kom inn í kjarasamninga ASÍ. Áætlunin spannar frá ’81 til ’90 og var byggð á tveimur mismunandi forsendum fyrir þörf á dagvistar- rýmum. Forsenda I gerir ráð fyrir 30 milljónum á ári úr ríkissjóði, og er þá gert ráð fyrir að 50% (15% á dagheimilum - 35% á leikskólum). Ráðgerð þörf fyrir skóladagheimili fyrir 6-9 ára er 8%. Forsenda II gerir ráð fyrir 50 (29% á dagheimilum - 35% á leikskólum) þurfi dagvist og að 17% skólabarna á aldrinum 6-9 ára þurfi dagvistarpláss. Miðað er við byggingarvísitölu 909 (jan. ’82), framreiknaðar líta þessar tölur þannig út: Jan. '83 Jan. '84 Jan. ’85 Forsenda I (30 m.)...............48.9m. 75.8m. 90.6m Forsendall(50 m.)................81.5m. 126.4m. 151.0m. Fjárveitingar á fjárlögum til byggingar dagvistarheimila voru hinsvegar: 1981 11 m. 1982 15 m. 1983 27 m. 1984 31.6 m. 1985 34.9 m. 54% barna í dagvist Um síðustu áramót voru 8351 barn á aldrinum 0-6 ára í Reykja- vík, 54. 3% barna á þessum aldri eru í skipulagðri dagvist. Reykja- víkurborg er með 2088 leik- skólapláss og 1113 dagheimilis- pláss sem þýðir að 39.3% barna eru í gæslu á stofnunum sem Reykjavíkurborg rekur. Ríkis- spítalarnir eru með 250 pláss eða 3% og á dagheimilum sem aðrir reka eru um 80 börn eða 1%. Hjá dagmömmum eru 12% eða 1000 börn. Um síðustu áramót voru 535 börn á biðlista dagheimila en 1121 á biðlista leiskóla. Biðlistinn þ.e.a.s. fjöldi barna á biðlista hefur staðið í stað þrátt fyrir aukningu plássa. S.P.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.