Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 20
__________MENNING____________ Auður Ólafsdóttir skrifar fró París: Bókavorblót fyrir byrjendur Marx Af bókaþjóðinni við Líkt og hjá okkur Islendingum er bókin hjá Frökkum ein og óskipt. Mars er mánuður „bókarinn- ar“ við Signu. Jólabókamars. Engu að síður kaupa Frakkar bækur allt árið og þar skilur með þessum tveim bókmenningar- þjóðum, íslendingum og Frökk- um, því þeir síðarnefndu kaupa bækur allt árið og aðallega handa sjálfum sér en gefa hinsvegar hver öðrum frekar döðlur í jólagjöf. Skiptibókamenningu þekkja þeir ekki. Samt eiga Frakkar sér sína jólabókavertíð, sem er á haustin. Þá koma út flestar bækur og þá eru jafnframt lögð drög að opinberri heiðurs- skáidalínu fyrir veturinn. Dánar- afmæli eru þessari kaþólsku þjóð gjarnan tilefni til að sýna minn- ingu látinna stórskálda sérstaka virðingu. Verk þeirra eru gefin út í skrautbandi og áður óbirt verk, dagbækur og persónulegir minn- ispúnktar, dregin fram úr glat- kistunni. En umfram allt er skáldið gert upp í „réttu“ sögu- legu Ijósi. f fyrra var það ljóð- skáldið, leikritahöfundurinn og myndlistarmaðurinn Jean Cocte- au sem setti mikinn svip á menn- ingarlíf vetrarins, baðaður í tut- tugu ára sögulegu Ijósi, en hann dó 11. október 1963, sama dag og söngkonan Edith Piaf. Sú staðr- eynd að dauði skáldsins skyldi á sínum tíma falla í skuggann af dauða söngkonunnar átti ekki lítinn þátt í því að sérstaklega vel var gert til minningar Cocteau á dánarafmælinu. í ár er það hins- vegar Victor Hugo sem hefur dvalið 100áríeilífðinni,(d. 1885) og veturinn í vetur er því Hugo- ískur. Hallarbókin í tilefni bókamánaðarins héldu 1500 útgefendur fimmtu árlegu bókamessu sína, „Salon du livre,“ í Grand Palais uppi á Champs Elysées, dagana 22.-27. mars. Þá sex daga sem bókasam- kvæmið í höllinni stóð, mættu 160 þúsund manns til að skoða í 450 sýningarbása á 15 þúsund fer- metra svæði. Sumir mættu til að láta rithöfundinn Philippe Sollers (sem tróð upp í eigin holdi ásamt 700 öðrum rithöfundum) árita „Konur" sínar, (Femmes), eða til að hitta heimspekinginn og augnayndið Bernard-Henry Lévy sem mættur var á staðinn með fyrstu skáldsögu sína „Djöf- ullinn í fararbroddi" (Le diable en téte), persónulegt uppgjör sitt við sextíu og átta, (Médicis verð- iaunin ’84 og 300 þúsund eintök seld), aðrir til að fylgjast með hringborðsumræðum eða hlusta á upplestur. Þrjú aðalþemu voru á sýningunni: barnabækur með sérstakri „uppeldisfræðilegri ráð- gjafarþjónustu“, ferðabækur og „La francophonie", þ.e. bækur skrifaðar af frönskumælandi rit- höfundum utan Frakklands, - litlu bræðrunum í svörtu Afríku, Norður-Afríku, Karabíska haf- inu, Quebec í Kanada, Belgíu og Sviss. Heimspekirit seljast betur en klámbækur í Frakklandi. Ljóst er af könnunum að þótt skáldsagan eigi mestum vinsældum að fagna, þá er áhugi almennings á sögu, heimspeki, listum og félagsvís- indum mun meiri en t.a.m. ná- granna þeirra hinum megin við Ermarsund. Tíundi hluti Frakka tekur t.d. sálarfræði fram yfir allt annað lesmeti. Metsöluhöfundar selja bækur sínar í nokkrum hundruð þúsund eintökum! „Elskhugi" (Amant) skáld- konunnar og kvikmyndaleik- stjórans Marguerite Duras, sem er metsölubókin í ár, hefur t.d. selst í yfir 800 þúsund eintökum síðan í haust. Engu að síður, hvað sem líður sálarfræði og Duras, er Asterix mest selda bókin í Frakklandi. Hvert hefti af þeim rúml. tutt- ugu sem þegar hafa birst er gefið út í tveimur milljónum eintaka. Asterix er óumdeilanlega Frakki. „Það sem er svo gott við okkur,“ segir hann, „er að við höfum fullt af hugmyndum". Teiknimyndasögur eiga mikl- um og almennum vinsældum að fagna, sem víðar. „Súperdupont“ kom til sögunnar árið 1980. Hann er franska útsetningin á hinum ameríska „Súperman". Þeir fé- lagar Súperdupont og Súperman eiga hinsvegar álíka lítið sam- eiginlegt og þeir tveir heimar sem þeir eru sprottnir úr. Súperdup- ont útleggst einna helst „Súperj- ón“ á íslensku, því Frakkar kalla meðaljónana sína Monsieur Dupont og Monsieur Durand og í samræmi við það auðkennir Got- lib guðfaðir Súperdupond hann með löngu, mjóu franskbrauði, camenbertosti, rauðvínsflösku og hefur hann í köflóttum inni- skóm og með alpahúfu. Og nú er „Marx fyrir byrjendur" kominn út í nýjum flokki teiknimynda- sagna, ásamt félaga Freud (í öðru hefti), Lenín, Trotskí og fjórðu deildinni, Einstein, Darwin, Brecht.... Ekki seinna vænna á þessum síðustu tímum póst- módernisma, póst-marxisma og póst-freudisma. Að minnsta kosti hérna megin ár. Fyrir utan „Marx fyrir byrjend- ur“ og heimspekirit er ýmislegt annað sem greinir að bók- menntaþjóðirnar Frakka og ís- lendinga. Lestur bóka, góðra og slæmra, virðist ekki vera jafn út- breiddur almennt meðal Frakka og ætla má að hann sé meðal ís- lendinga. Þannig eiga tuttugu prósent Frakka enga bók og tutt- ugu og sex prósent þeirra segjast „enga bók lesa á ári“ skv. könnun sem drepið er á í bókinni „París- Création Une renaissance“ (útg. Autrement 1984). í bæjarkrílum með undir tvö þúsund íbúa nem- ur fjöldi þeirra sem ekki les neinar bækur allt að þriðjungi íbúanna, en sú tala fer hinsvegar lækkandi með vaxandi stærð borga og í París er hluti bóklausa fólksins kominn niður í tíu prós- ent. Það er með öðrum orðum engin Útvík í Staðarhreppi meðal Camenbertostabýlanna í Norm- andí. Intellektúalar búa í París. Régis Debray sem var áður ráð- gjafi Che Guevara, en er nú einn af ráðgjöfum Mitterand hefur reiknað út samkvæmt mælik- varða sem ég kann ekki skil á, að í París búi 130 þúsund intellektúal- ar'. „Intellektúali" hefur vel að merkja ekki sömu merkingu á frönsku og menntamaður á ís- lensku, (menntamenn eru fleiri en 130 þúsund í París), og það er heldur ekki sambærilegt við en- ska orðið „intellectual" sem er nánast skammaryrði. Af þeim sem á annað borð lesa, er hins- vegar stór hópur fólks sem les mikið. Þannig segjast um fimmtán prósent Frakka lesa meir en eina bók á viku (yfir fimmtíu bækur á ári) og tíu pró- sent til viðbótar falla í flokkinn „milli 25 og 50 bækur á ári“. Veisla í farangr- inum og Ðláa rósin Bókin á semsagt heima í París. I samræmi við það eru gefin út ekki færri en 150 bókmenntarit í borginni (um þriðjungur allra tímarita). Þar eru bæði þau sem stóru útgáfufyrirtækin standa að: „La Nouvelle Revue francaise“, „Tell Quel“, „Poétique", „Ecrit du temps“, „Corps ecrit“, o.s. frv. og þau „frjálsu og óháðu" sem lúta ekki neinu útgáfuveldi en sem rithöfundar og ljóðskáld standa mjög oft að sjálfir. Sér- stakur flokkur bókmenntarita og eigi sá veigaminnsti er sá sem ungir, erlendir rithöfundar, bú- settir í París, standa að. Tímaritið „Frank“ er stofnað árið 1983 af 28 ára gömlum bandarískum rit- höfundi, David Applefield, og að „Moving Letters" stendur annað ungt skáld, frá Kaliforníu, Jos- eph Simas. Veislu Hemingways er ekki lokið. Þá má nefna kvennabókmenntaritið „Sphynx" sem Ludmilla Gatova stýrir og „Gover“ undir stjórn Ju- dith Aminoff. Sem dæmi um gró- skuna í deildinni má geta þess að fyrsta tölublaði „Frank“ bárust yfir 500 textar 120 rithöfunda frá 23 mismunandi löndum, sem allir eru búsettir í Pans. Eitt af því sem gerir bókina í París öðru fremur parísarlega eru bókabúðirnar. Bókabúðir í borg- inni heita ekki Bókabúðin Ný- lendugötu 6, heldur „Þrönga hurðin", „Fjandsamlega ekkj- an“, „Laufblað í vindi“, „Endur- fundnir tímar“, „Við óflekkað hjarta Maríu“ og „Bláa rósin“. Þar að auki hefur hver búð sína stefnu, sína pólitík og sína lykt. Konan í búðinni segir þér frá því sem hún var að lesa í gær og þú segir henni frá því sem þú varst að lesa í fyrradag. Og í bókabúðum fer ýmislegt annað fram en sala bóka. f kjallara bókabúðarinnar „Dáraskipið“ (La nef des fous) hérna í götunni, var a.m.k. til skamms tíma hægt að sjá þátt með skáldkonunni Duras á myndbandi. Því er þannig varið að á móti bókabúð í París er gjarnan önnur bókabúð og við hliðina á henni sú hin þriðja. Á ská er svo ekki ólíklegt að finna fornbóksölu. Óneitanlega fer bókabúð betur við hliðina á bókabúð en t.d. við hliðina á slátrara. Þessvegna er það líka svo að við hliðina á slátrara er venjulega annar slátrari og á móti blaðasala með kerruna sína stendur annar blaðasali með kerruna sína. í samræmi við þetta franska samstöðulögmál stendur bóka- búðin „Orðin á vörunum" (Les mots á la bouche), sem sérhæfir sig í bókum um og eftir hómósex- úal fólk, á móti bókabúðinni Dáraskipið. í fyrra var glugginn undirlagður Cocteau, en í ár hef- ur verið Pasólíni og Colette ver- tíð, nema í mars, sem var Visc- onti mánuður. Við hliðina á Var- aorðunum er svo fornbóksalan „Undir eldfjallinu", (Au-dessous du volcan), lítil reykmettuð búð- arhola með gulu ljósi og opið fram á nótt og Schumann á fónin- um í rigningu. Stundum kaffi á könnunni eftir miðnætti... ARGUS<0 Fiöður þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 LANDSSÖFNUN UONS 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.