Þjóðviljinn - 14.04.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Page 14
MINNING SOFINN BÆLDUR Annie B. Friðríksdóttir fœdd 30.3. 1939 dáin 5.4. 1985 Mánudaginn 15. apríl verður til moldar borin Annie B. Frið- riksdóttir sjúkraliði. Ég kynntist Annie árið 1975 en þá fórum við báðar í stjórn Sjúkraliðafélags ís- lands. Það sem gerði einkum þá stjórn samstillta var kannski það að enginn í hópnum hafði starfað áður í stjórninni, og flestir höfðu litla reynslu af félagsmálum. Annie var oftast ritari félagsins á þessum árum og sá um að rita bæði á stjórnarfundum og félags- fundum, og fórst það vel af hendi. Hún hætti í stjórn félags- ins árið 1982. Það var oft létt yfir okkur, enda yngri og kannski bjartsýnni og jafnframt reynslulausari um hve erfitt er að koma málum í fram- kvæmd. Annie hafði þá sérstöku kímnigáfu að geta komið öllum í gott skap því hún var mikill mannþekkjari og sá líka hvernig öðrum leið. Annie var tilfinninganæm og listræn kona, hafði mikið form- skyn og unni því að hafa fallega hluti í kringum sig. Hún hafði mjög gaman af að ferðast, og minnist ég þess eitt sinn þegar stjórn félagsins fór vestur á firði að Annie var hrókur alls fagnað- ar og vissi mikið um landið og sögu þess. Við Annie höfðum oft per- sónulegt samband á þessum árum og vil ég þakka henni hlýhug og velvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Annie vargift Jóni Ingólfssyni málarameistara og áttu þau þrjú börn, Sólveigu, Sigrúnu og Frið- rik, en þau slitu samvistum. Börn hennar eru nú uppkomin og hún búin að eignast barnabörn. Seinast þegar ég hitti hana í vetur ræddi hún um litlu barnabörnin og sagði mér frá framförum þeirra, en því miður hittumst við alltof sjaldan þessi síðustu ár. Annie' átti við veikindi að stríða seinustu ár ævi sinnar og lagði mikið á sig til að ná bata, sýndi mikla einbeitni og dugnað. Én í haust veiktist hún af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða og virðist erfitt að berjast við þann vágest. Ég var beðin að skila þakklæti og kveðju frá Sjúkraliðafélagi ís- lands fyrir öll þau störf sem hún innti þar af hendi. Þá vil ég senda aðstandendum hennar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigríður Kristinsdóttir Allir sem einn MorgunblaJift/Ól.K.M. Þorsteinn Pálsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Oskar Gudmundsson, ritstjómarfulltrúi Þjóóviljans, og Ingibjörg Rafnar, borgarfulltrúi, eiginkona Þorsteins. Það er svo mikill æðibunu- gangur og læti í fólkinu að ég veit ekki hvað. Aldrei friður. Nú síð- ast sá ég það í forsíðufrétt hjá NT að Póstur og sími ætli að leggja glerþráð út um allar þorpa- grundir til að menn geti talað saman á ljóshraða! Ég á ekki orð. Er ekki nóg rifrildið og vitleysan þótt menn tali saman á mál- hraða? Sjálfur tala ég aldrei nema á gönguhraða, því þá er ég í takt við sjálfan mig og hugsanir mínar og umhverfið. Nei, þessir angurgapar, þeir vilja tala saman á ljóshraða um eitthvert hneykslið, um bank- astjórana sem fá bflastyrk eða eitthvað svoleiðis. Það er annars auma málið þessi bflastyrkur. Það er eins og aldrei hafi gerst annað eins. Ég segi nú bara eins og Bjartur í Sumarhúsum um kaupmanninn sinn: Skyldi hann ekki mega hafa turn karlhólkur- inn? Það er nefnilega það. Eru það bara heildsalar og einka- braskarar sem mega aka um á flottum bflum, ég bara spyr? Hvað eiga opinberir banka- stjórar að gera? Fá sér hjól kann- ski? Nei takk. Agi verður að vera, sagði góði dátinn Sveik þegar hann var laminn í hernum. Virð- ing verður að vera fyrir banka- stjórum segi ég. Jóhannes Nor- dal, hann er minn maður. Mín mesta huggun þessa dag- ana er líka landsfundur Sjálfstæð- isflokksins. Það er indæl sam- koma, sem byrjar á stóriðju og endar á grasafjalli með Jónasi Hallgrímssyni. Og yfir öllu stend- ur ránfugl og blakar vængjum í kristilegum anda og segir: Allir sem eitt. Þetta er svo hugnæmt allt, að mér liggur við að tárast. Þarna er nú ekki ósamkomulagið og frekjan eins og hjá mörgum öðrum. Þegar ég sá Moggann minn í gær fannst mér ég vera kominn til Rússlands þar sem menn hafa líka vit á því, að vera ekki alltaf með kjaftinn opinn á fundum en standa saman allir sem einn og birta ræðu formanns- ins á forsíðu blaðsins (sem heitir víst Pravda) og ræðuna alla í heild á bls. 24-27 (í Prövdu eru svona ræður á síðu eitt til fjögur, enda er það blað miklu minna en Mogginn). Það var sérstaklega ein mynd í Morgunblaðinu frá Landsfundin- um sem gladdi mitt friðelskandi hjarta. Þeir stóðu saman þar þrír höfðingjar, Þorsteinn Pálsson formaður, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri og Óskar Guðmundsson Þjóðviljagaur. ALÞÝDUBANDALAGK) Allir sem einn. Sjálfstæðisfor- ingjarnir í nýju fötunum sínum og með hvítt um hálsinn og kannski slaufu, og Óskar með skeggið af Stalín og Gúnther Grass og í ör- eigaskyrtu, sem er víst ættuð úr kúrekabyggðum vestanhafs. Litrík samstaða og elskuleg og boðar gott. Óskar lítur spyrjandi á málvini sína og innir þá eftir því forystuhlutverki sem Sjálfstæðis- flokkurinn vill gegna og þeir horfa svo fram í ljósmyndara og lesendur blaðsins og segja sem svo með svipnum: Skotil, meira að segja kommarnir standa með okkur. Allir sem einn. Vel á minnst - Landsfundurinn fékk þetta fallega vígorð að láni. Hann fékk það að láni hjá ágæ- tum vinstrimanni Jónasi Árna- syni. í Jörundarleikritinu er þetta einmitt viðlag á vinsælum söng. Hífum upp seglin, allir sem einn! Eitthvað svoleiðis, eitthvað held ég að þeir hafi verið að hífa upp allir saman. Ef það var segl, þá var það náttúrlega hið táknræna segl þjóðarskútunnar sem nú fær greiðan byr til framtíðarlandsins þar sem allar hugsjónir rætast. Allar sem ein. Hilmir. Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld - lokaslagur Síðasta spilakvöld vetrarins verður þriðjudagskvöldið 16. apríl á Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20 stundvíslega. Gestur kvöldsins verður Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Kvennafylkingin Morgunrabb á laugardegi Hittumst í morgunkaffi kl. 11-14 á laugardaginn. Kjördæmisráð AB Reykjanesi Sveitarstjórnarmál Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík heldur fund um sveitarstjórnarmál í Þinghóli laugardaginn 13. apríl nk. kl. 13.00. Dagskrá: 1) Frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Framsögumenn verða Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, Logi Kristjánsson for- stöðumaður tölvuþjónustu sveitarfélaga og Skúli Alexandersson alþingismaður. 2) Samstarf sveitarstjórnarmanna Alþýðubandalagsins í kjördæminu. Framsögumaður Jóhann Geir- dal bæjarfulltrúi. Áhugamenn um sveitarstjórnarmál hvattir til að koma á fundinn. Stjórn Kjördæmisráðs AB Alþýðubandalagið Suðurlandi Ráðstefna um atvinnu- og efnahagsmál verður haldin í Hveragerði 12.-13. apríl. Ráðstefnan verður sett í Gagnfræðaskólanum föstu- dag 12. apríl kl. 20. Þá mun Svavar Gestsson ávarpa samkomuna ásamt fleiri góðum körlum og konum. Áfram verður síðan haldið á laugardagsmorgun kl. 9, en þá í félagsheimili Ölfusinga. Unnið veröur svo til sleitulaust fram til 18.30, en þá er kominn timi til að bregða sér í betri búninginn, gleyma öllu amstri og skemmta sjálf- um sér og öðrum á margrómaðri árshátíð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Sjáumst. Stjórn kjördæmisráðs. ABH og ÆFH Félagsmálanámskeið Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði efna til félagsmálanámskeiðs dagana 17., 20., 24. og 27. apríl n.k. í Skálanum, Strandgötu 41. Leiðbeinendur verða Kristín Á. Ólafsdóttir og HallgrímurG. Magnússon. Námsefni verður fundarsköp, ræðumennska, framsögn og raddbeiting. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30. Við sem höfum áhuga erum beðin að hafa samband við Eggert (54799) eða Katrínu (50308) sem fyrst. Stjórnin Suðurland - Suðurland Alþýðubandalagsfólk Suðurlandi Kveðjum veturinn með glæsibrag í Félagsheimili ölfusinga, laugardag- inn 13. apríl nk. Skemmtiatriði: Helgi Seljan syngur Kristín Á. Ólafsdóttir syngur Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi til kl. 3 um nóttina. Húsið opnað kl. 20.00 stundvís- lega. Skemmtiatriði hefjast kl. 21.30. Fljótandi veitingar seldar á staðn- um. Miðaverð er 500 kr. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti! Árshátíð Alþýðubandalagsins á Dalvík Árleg árshátíð AB á Dalvík verður haldin laugardaginn 13. apríl í Bergþórshvoli og hefst kl. 20.30. Allt verðurmeð hefðbundnu sniði, létt borðhald, skemmtiatriði og dans. Þátttakendur láti gjarnan af sér vita fyrir 13. apríl í síma 61411 (og 61460 Svanfríður). Nefndin. Kjördæmisráð á Blönduósi Næstkomandi sunnudag koma forystumenn Alþýðubandalagsfé- laga í Norðurlandskjördæmi vestra saman til fundar á Blönduósi. Fundurinn verður haldinn á hótelinu sunnudaginn 14. apríl og hefst kl. 14. Ragnar Arnalds alþingismaðurkemuráfundinn. Rættverð- ur um niðurstöður af atvinnumálaráðstefnum sem haldnar hafa verið víða í kjördæminu að undanförnu - og um önnur verkefni kjördæmisráðs. Allir Alþýðubandalagsmenn eru velkomnir á fundinn. Stjórn kjördæmisráðs. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Hvað er marxisminn? 4. fundur í fundarröð ÆFR um sósíalismann verður haldinn þriðju- daginn 16. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Á fundinn kemur Pétur Tyrfingsson og mun hann halda stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. Fyrir þá sem vilja kynna sér efni fundarins betur hafa verið teknar saman nokkrar stórmerk- ar greinar um málefnið og getur fólk nálgast þær á skrifstofu ÆFAB að Hverfisgötu 105. Félagsmálanefnd ÆFR StofnfundurverðurhaldinnaðH-105 miðvikudag 17. aprílklukkan 20.30. Fyrsta mál á dagskrá verður að skipuleggja ferð sem áætl- að er að fara hvítasunnuhelgina 24.-27. maí nk. Kaffi og kökur, - allir velkomnir. Félagsmálaráðherra ÆFR Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Stjórnarfundur verður haldinn sunnudaginn 14. apríl kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Nauðsynlegt að rukkarar mæti og skili af sér. Stjórnin 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.