Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 19
Suður-Afríka Hrein- rœktaður hvitur kynþáttur ekki til Sagnfrœðingur hneykslar gamlar Búa- fjölskyldur Hvítir og svartir á diskóteki í Jóhannesarborg: En forfeðurnir höföu sérstakar mætur á Asíukonum. Sagnfræðingur einn í Suður- Afríku hefur vakið upp mikla reiði, ekki síst meðal gamalla hvítra yfirstéttafjölskyldna sem rekja ættir sínar til hol- lenskra landnema, sem til Suður-Afríku komu á sautján- du og átjándu öld. Þessir land- nemar urðu síðan sú þjóð sem kallar sig Búa og talar eins- konar hollensku enn þann dag í dag. Og það eru þessir gömlu Búar sem yfirleitt hafa verið hatrammastir stuðningsmenn apartheid - kynþáttastefnu stjórnvalda, sem meðal ann- ars bannar hjúskap og ástir milli fólks af óltkum kynþátt- um. Brasilía Auðjöfrar kyrrsettir Rúmlega tugur vellauðugra viðskiptajöfra í Brasilíu má ekki lengur ferðast út úr landinu nema með leyfi bankayflrvalda. Ástæð- an er sú að þeir eru grunaðir um skattasvik og ýmsa fjárglæpi í tengslum við bankastarfsemi. í þessum hópi eru forstjórar fimm stærstu fyrirtækjanna í Brasilíu, meðal annars forseti Volkswagen verksmiðjanna þar í landi. Þetta eru fyrstu merki þess að hin nýja ríkisstjórn í Brasilíu ætli að láta til skarar skríða gegn því sem í frétt Finical Times af mál- inu eru kallaðir „hvítflibbaglæp- ir“. Að öllum líkindum er töluvert langt þangað til stjórnvöld á ís- landi taka upp viðlíka hörku gegn hvítflibbasvindlurum kerfisins. -ÖS 50 miljarðar hamborgara Stærsta hamborgarakeðja heimsins er sú sem kennd er við MacDonalds. En MacDonalds hamborgara er hægt að fá keypta á 8,300 stöðum í heiminum, þar af 6,995 í Ameríku. í Bretlandi eru 165 útibú en verða 200 í lok ársins. Enginn slíkur hamborg- arastaður er hér á freranum enn- þá. í nóvember síðastliðnum var búið að selja samtals 50 miljarða (!) hamborgara frá keðjunni. Daglega eru seldir 17 miljónir hamborgara. Árlega selur keðjan hamborgara fyrir 10 biljón bandaríkjadali. Fimm prósent af því - eða 500 miljón dalir - eru látnir í auglýsingar, en samkvæmt viðskiptafréttum Sunday Times er það meira en helmingi hærra hlutfall en vanalega er eytt í auglýsingar. Nú hefur sagnfræðingurinn verið að garfa í gömlum manntölum og skattskýrslum frá sautjándu öld. Og hann kemst að þeirri niðurtöldu, að Búamir hafi haft miklar mætur á lituðum konum, ekki síst konum frá Ind- landi og Indónesíu. Hjónabönd með þeim voru allalgeng, fyrir nú utan hjákvennahald þar sem bæði Asíukonur og svartar konur koma mjög við sögu. Hans Heese, en svo heitir sagnfræðingurinn, hefur semsagt vakið upp mikinn úlfaþyt hjá Bú um með því að sýna fram á að svokallaður kynþáttahreinleiki er blátt áfram ekki til hjá „aríum“ í Suður-Afríku. Eitt helsta blaðið í Jóhannesarborg hefur m.a. birt úr bók hans lista yfir hundrað gamlar Búaættir, sem allar eru blandaðar lituðum forfeðrum. Ýmsir helstu kynþáttapostul- arnir eru æfareiðir sem fyrr segir, og halda fast við þá kenningu að frá upphafi hafi litað fóik ekki verið talið „hluti hins hvíta kyn- þáttar" í Suður-Afríku. Enn er fólk dæmt fyrir brot á saurlífislög- unum svonefndu, sem banna öll kynmök milli hvítra og svartra. Hvítir karlmenn hafa með ýms- um hætti hunsað þessi lög - með- al annars með úthlaupum til svartra vændiskvenna í Svasi- landi og Lesotho. En armur lag- anna hefur fyrst og fremst bitnað á því fólki af ólíkum uppruna, sem hefur blátt áfram fellt hugi saman í Suður-Afríku sjálfri. » paö ka uerza fallBgt: í Kína..« TVÆR STÓRKOSTLEGAR KÍNAFERÐIR í BOÐI í sumar og haust efnir Kínversk-íslenska menningarfélagið og Ferðaskrifstofa stúdenta til tveggja ævintýraheimsókna til Kína, landsins sem hýsir nálega fjórðung jarðarbúa og geymir mörg merkustu mannvirki sögunnar. 19 dagar í júlí: PEKING - SHANGHAI Fjölbreytt ferð um Norðaustur-Kína. Ferðati I hög u n: Flogið til Peking þar sem gist er í þrjár nætur, en síðan er verið eina nótt í hafnarborginni Tianjin. Þá er haldið til Shenyang þar sem dvalið er í tvo daga. Þar er m.a. að finna aðra stærstu keisarahöllina í Kína. Síðan er gist eina nótt í Anshan áður en haldið er til hafnarborgarinnar Dalian (Port Arthur), en hún er einn eftirsóttasti sumarleyfisstaðurinn í Kína. Eftir þrjá daga þar, í góðu yfirlæti, er stigið um borð í skemmtiferðaskip sem siglir suður með ströndinni til Shang- hai. Þar er stoppað í tvær nætur og dagarnir notaðir til að kynnast þessari fjölskrúðugu verslunar- og iðnaðarmiðstöð, sem er ein af fjölmennustu borgum veraldar. Þá er flogið til Peking og haldið heim á leið eftir eina nótt þar. Fararstjóri í þessari ferð verður Ragnar Baldursson, en hann bjó fjögur ár í Kína. 19 dagar í október. FRÁ PEKING TIL TÍBET Fyrsta ferð (slendinga til Tíbet! TÍBET, fjallalandið mikla, „þak heimsins", hefur lengi verið nær lokað land. í október gefst 12 íslendingum færi á, í fyrsta sinn, að heimsækja þetta einstaka landsvæði, sem m.a. geymir hæsta fjall veraldar, MT. EVEREST, upptök helstu stórfljóta Asíu, ævaforna og heillandi menningu og óteljandi leyndarmál. Ferðatilhögun: Flogið verður til Peking, þar sem dvalið verður í þrjár nætur. Þaðan er flogið til hinnar fornu höfuðborgar Xian þar sem stoppað er ( tvo daga. Á sjötta degi er flogið til Chengdu, höfuðborgar Sichuan-fylkis og dvalið þar í tvær nætur. Á áttunda degi er flogið vestur til Lhasa, höfuðborgar Tíbets, sem er í 3600 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er ekið um hrikalegt fjalllendið, um kvikfjárræktar- og akuryrkjulönd, til Xigaze, næststærstu borgar landsins. Á þrettánda degi verður haldið til baka frá Lhasa til Peking, þar sem dvalið verður tvær síðustu nætur þessarar ævintýralegu og ein- stæðu ferðar. Innifalið í verði beggja ferða verður: - Allar flugferöir, lestarferðir og siglingar. - Hótelgisting i tveggja manna herbergjum meö baði. - Fullt fæði, kínverskt eða vestrænt, eftir óskum hverju sinni. - Allarskoðunarferðir, skemmtiferðir, leiksýningar, fjölleikasýningar og heimsóknir á söfn. - Kinversk leiðsögn og túlkur. - Islenskur leiðsögumaöur. FERÐA SICRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut. sími 16850 Kínaferðir eru ævintýraleg reynsla! Hringið, skrifið eða lítið við og leitið frekari uppiýsing<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.