Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 10
„Eriu vmaus manneskja" Atkvæðagreiösla á bæjarstjórnarfundi. „Samstarf Kvennaframboðsins og Al- Sigríður Stefánsdóttir (Alþýðubandal.) og Valgerður H. Bjarnadóttir (Kvenna- þýðubandalagsins um félagslegar úrbætur hefur verið mjög gott.“ framboði) bera saman bækur sínar á bæjarstjórnarfundi. „Fyrirsíðustu bœjarstjórnar- kosningartöluðuð þið kvennaframboðskonur um þriðju víddina f pólitíkinni. Núna þremur órum síðar, finnst þér þriðja víddin vera til? „Mér finnst hafa komið í ljós að hún sé til. Hún er kannski ekki nákvæmlega það sem ég hélt fyrir fram. En það hefur skapast í stjórnmálunum hér í bænum, alltaf öðru hverju, þessi þriðja vídd, sem er samstaða kvenna í bæjarstjórn.” „Samstaða kvenna brestur þó, rétt eins og karla“. „Auðvitað gerir hún það í mjög mörgum málum: Það vissi ég alltaf, enda væri annað mjög óeðlilegt. En í flestum þeim mál- um sem varða konur sérstaklega þá hefur verið samstaða meðal kvennanna í bæjarstjórn. Ég get nefnt flest mál sem komið hafa frá jafnréttisnefnd. Síðan eru nokkur dæmi um það, að at- kvæðin í bæjarstjórn eru konur á móti körlum. Og í nokkrum til- vikum falla atkvæði þannig að meirihlutinn og konurnar í minn- ihlutanum greiða atkvæði á sama hátt“. Reynsluheimur kvenna „Er reynsluheimur kvenna einn og hinn sami eins og margar ykkar hafa haldið fram?“ „Ég hef aldrei haldið því fram að allar konur búi yfir sömu reynslu. En það eru auðvitað vissir hlutir sem við konur eigum sameiginlega sem móta viðhorf okkar til mála, kannski fyrst og fremst til jafnréttismála, kvenréttindamála og barna. Karlmenn hafa í fæstum tilvikum beina reynsla af umönnun barna og gamalmenna til dæmis. Þegar ég kem fram með þá tillögu að húsmóðurstarfið sé skilgreint þannig að það sé sá sem veitir heimili forstöðu, þá fara þeir í baklás og segja: „Ertu vitlaus manneskja.! Það er sko ég sem veiti mínu heimili forstöðu vegna þess að það er ég sem afla tekn- anna“.“ „Aðdáun á húsmóðurstarfinu er fyrirferðarmikil í umræðunni um kvennapólitík, gagnstætt því sem áður var. Af hverju?“ „Á sínum tíma var notuð sú aðferð sem e.t.v. var nauðsynleg til þess að fá konurnar út af heimilunum, að gera húsmóður- starfið lítilmótlegt, eitthvað sem maður ætti að losna við. Ég stend sjálfa mig enn að því að tala um að konur neyðist til að vera heima og þær sem þurfa að vera heima í staðinn fyrir að gera ráð fyrir því að einhverjar velji það að vera heima og eigi að hafa rétt til þess.“ Kvennaframboð og Alþýðubandalag „Nú segja margar, sem við get- um kallað herskárri í jafnréttis- málunum en þið að hin nýja af- staða til húsmóðurstarfsins þjóni fyrst og fremst karlmönnum. Þéim gefist þá kostur á ótrufluð- um frama í atvinnulífinu. Ertu sammála þessu?“ „En einmitt þetta atriði er kannski það sem helst greinir að konur í kvennaframboði og Al- þýðubandalaginu. Alþýðu- bandalagið er hrætt við að dást að húsmóðurstarfinu, hrætt við að kvennaframboðskonur, með sínu tali, dragi konurnar inn á heimil- in og geri karlmönnum auðveld- ara að halda áfram hefðbundinni hlutverkaskiptingu. Það er að vísu hætta á, að til dæmis greiðsla til kvenna fyrir að vera heima í stað þess að hafa börn sín á da- gvistum, dragi þær inn á heimilin aftur. Við verðum að tryggja þeim hvort tveggja, rétt til að geta ver- ið heima og sama rétt og karlar á vinnumarkaði. En við skulum ekki gleyma því, að það er ekkert auðvelt fyrir konur til dæmis með mörg börn að vinna úti, jafnvel þó að þær séu í sambúð eða ná sér í frama á vinnumarkaði og allra síst eins og búið er að þeim á heimilunum.“ Konur í pólitík „Verða konur sjálfstætt afl í pólitík áfram?“ „Já eins lengi og ég get séð. Við erum enn að tala um sömu hlut- ina og konur voru að tala um upp úr aldamótunum. Samt finnst mér dálítill sprettur í jafnréttismálunum núna. Þessi árin gerist heilmikið”. „Eins og hvað?“ „Konum í áhrifastöðum hefur fjölgað mikið meira núna en á nokkru öðru tímabili". „Áttu þá við vinnumarkað eða pólitík?" „Ég á aðallega við í pólitík. Ég held að afleiðing af því verði að þeim fjölgi í öðrum ábyrgðar- stöðum.“ „En eru þær ekki sorglega fáar enn í þinginu?“. „Jú jú, þær eru auðvitað hræði- lega fáar. Þær eru þó nú þrisvar sinnum fleiri en fyrir síðustu kosningar. Það munar um það.“ „Hafa þær einhverju komið til leiðar á þinginu sem þær hefðu ekki eins getað komið áfram í öðrum stjórnmálaflokkum?“ „Ef við lítum á listann yfir þau frumvörp sem Kvennalistinn hef- ur lagt fram á Alþingi, sem mörg eru um jafnréttismál í einhverri mynd, þá sé ég ekki ástæðu til að ætla að þau hefðu verið flutt af körlum. Ég segi ekki að þau hefðu ekki getað verið flutt af öðrum konum“. Stéttapólitík „Hafnar þú stéttapólitískri skilgreiningu á þjóðfélaginu?" „Nei það geri ég ekki.“ „Ertu þá ekki að segja að það sé þörf fyrir samstöðu karla og kvenna eftir stéttum, fremur en kynin takist á?“ „Ég get ekki séð neitt sem mæl- ir gegn því að hvort tvegga sé á dagskrá. Mér finnst að þverpólit- ísk samstaða kvenna þurfi ekki á nokkurn hátt að vinna gegn sam- stöðu kvenna og karla á stéttar- pólitískum grunni. Konurnar eru til dæmis lægst launaðar af verka- fólki. Það að þær berjist fyrir hækkuðum launum kemur körl- unum til góða. Það er reyndar rétt að minna á að láunamunur milli faglærðra verkakarla og verkakvenna er miklu minni en launamunurinn er hjá þeim hóp- um sem meiri menntun hafa. Það finnst mér benda til að konurnar verði að standa saman.“ „Sem verkalýður, launþegar?“ Já sem verkalýður eða laun- þegar, hvað sem við köllum það. En inn í það blandast margt ann- að.“ „Til dæmis?“ „Fæðingarorlof til dæmis, sem nú er þrír mánuðir. Vilji kona vera lengur heima hjá nýfæddu barni sínu á hún oft ekki um ann- að að velja en að segja upp starfi sínu.“ „En er fæðingarorlof ekki hagsmunamál fyrir karla líka?“ „Jú jú, en auðvitað skiptir meira máli fyrir móður og barn að konan geti tekið gott fæðing- arorlof." Jafnréttisnefnd: Karlanefnd? „Varð bæjarstjórnarstarfið öðru vísi en þið reiknuðuð með?“ „Ég fór inn í þetta vitandi að það yrði erfitt og það kom á dag- inn. Við erum í meirihlutasam- starfi þriggja flokka sem þýðir í reynd að stefnurnar eru fjórar '10 SlÐA - WÓÐVILJINN Sunnudagur 14. apríl 1985 eða fimm, þ.e.a.s. stefnur flokk- anna og svo karla og kvenna- stefna. Við þurfum með öðrum orðum sífellt að leita samkomu- lags. Þá getur að lokum orðið snúið að muna hvað var manns eigið og hvað kom frá öðrum.“ „Hafið þið komið einhverju til leiðar í bæjarstjórn sem ekki hefði orðið án ykkar?“ „Ég get tekið tvö dæmi. Við beittum okkur fyrir því að húsmóðurstarf yrði metið sem starfsreynsla hjá starfsmönnum Akureyrarbæjar, og við settum stofnun jafnréttisnefndar sem skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. Sú nefnd hefur unnið mikið og gott starf.“ „En karlar hafa lengst af verið í meiri hluta í Jafnréttisnefnd?" „Því miður. Að mínum dómi veikir það nefndina, en þrátt fyrir það hefur hún vakið athygli fyrir vel unnin störf.“ Andstyggilegra þjóðfélagsóstand „Finnst þér eftir þessi þrjú ár í bæjarstjórn að það sé betra fyrir, konur og börn og aldraða að lifa á Akureyri en var fyrir þann tíma?“ „Það er verra, þrátt fyrir kvennaframboð. Það er verra vegna þess að það er yfirleitt verra að lifa í landinu, fyrir mjög marga. Ekki síst fyrir þá hópa sem þú nefndir. Það er miklu andstyggilegra þjóðfélagsástand núna en var fyrir þremur árum.“ „Hefur þá kvennaframboðið í reynd engu komið til leiðar?" „Jú. Ástandið hér væri ennþá verra ef kvennaframboðið hefði ekki verið. Hinsvegar er rétt að taka fram að samstarf kvenna- framboðsins og Alþýðubanda- lagsins um félagslegar úrbætur hefur verið mjög gott og ég hef ástæðu til að ætla að áherslurnar hefðu orðið allt aðrar í ýmsum málum ef svo hefði ekki verið.“ „Hefðuð þið ekki getað komið því til leiðar sem þið teljið að hafi áunnist fyrir ykkar tilverknað þó þið hefðuð verið í framboð fyrir aðra flokka?" „Við hefðum bara ekki verið í framboði fyrir aðra flokka. Eitt af því sem hefur áunnist er að konur eru meðvitaðri en þær voru áður. Mér dettur reyndar ekki í hug að ætla kvennafram- boðinu allan heiðurinn af því, en Rœttvið Valgerði H. Bjarnadóttur félagsróðgja- faog bœjarfulltrúa ó Akureyri, um Kvennafram- boð, stéttapólitík og (ýarla virðast sitt af hverju geta lœrt ég held hinsvegar að sú umræða sem við vöktum og vekjum annað slagið enn í kringum ýmis mál hafi sitt að segja. Eitt er líka mjög mikilvægt. Karlarnir skilja nú margt miklu betur heldur en þeir gerðuáður, bæði kjörnirfulltrúar og embættismenn. Ég stend jafnvel einstaka mann að því að nota sömu rök í málum og við.“ Algjör della „Andstæðingar ykkar halda því stundum fram að þið hafið ekki annan áhuga fyrir atvinnu- málum en að koma í veg fyrir ál- ver við Eyjafjörð?" „Það er auðvitað algjör della því að með því er verið að segja að við séum algerir hálfvitar, gott ef ekki illmenni í þokkabót. En við höfum ekki frekar en aðrir hér á þessu svæði patent lausn á þessum málum. Við höfum reynt með öðrum í bæjarstjórninni að styðja að því sem fyrir er og koma í veg fyrir áföll í atvinnumálum. En við erum engar kraftaverka- konur. Því miður.“ „Þú fórst í fræga ferð til Kana- da til að skoða álver. Breytti það skoðun þinni á stóriðju?" „Nei, en það kenndi mér margt sem ég bara vissi um af afspurn. Tvennt kom mér sérstaklega á óvart, hvað gamla álverið sem við skoðuðum var ömurlegur vinnu- staður en nýjasta álverið allt ann- að. Ég á ekki við að það hafi verið eftirsóknarverður vinnustaður. Það var þó allt hreint og leit vel út. Það var auðvitað fullyrt að mengunin væri hverfandi en mér sýnist erfitt að segja af hverju sú mengun sem greinilega er til stað- ar kemur. Er það vegna trjá- kvoðu, brennisteins eða frá öðr- um iðnaði? Gróður var sviðinn. Mér fannst hvað fróðlegast við þessa ferð að sjá hve gífurlegt fyrirtæki Alcan er, og ég get ekki séð að það sé æskilegt að fá slíkan risa inn í landið, og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég er á móti erlendri stóriðju hér.“ Sjóum til „Ætlarðu aftur í framboð til bæjarstjórnar?" „Ég vil ekkert segja um það. Það eru nokkrir mánuðir í að ég verði að taka slíka ákvörðun.“ „Verður aftur Kvennafram- boð?“ „Þú færð sama svarið við því, en við ætlum að halda ráðstefnu í maí og líta yfir farinn veg. Sjá til hvað er vænlegast að gera. Þegar við fórum af stað með þetta á sín- um tíma þá sögðumst við ætla að sjá til hvort framhald yrði á. Við sjáum til.“ hágé. Sunnudagur 14. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.