Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 18
SKAK BRIDGE Meistaramót Seltjarnarness 1985 Öruggur sigur Gunnars Meistaramóti Seltjarnarness 1985 lauk stuttu fyrir páska. Gunrtar Gunnarsson, fyrrver- andi forseti skáksambandsins, bar sigur úr býtum í A-flokki. Hann státar því titlinum: „Skák- meistari Seltjarnarness 1985“. Þegar undirritaður fjallaði síð- ast um mótið (er 5 umferðir höfðu verið tefldar) lét hann þau orð falla að baráttan kæmi til með að standa á milli þeirra Róberts Harðarsonar, Halldórs G. Ein- arssonar og Hilmars Karlssonar. Þá var Gunnar ekki meðal efstu manna; hafði hlotið 2 vinninga af 4. f síðustu 7 skákunum sýndi Gunnar aftur á móti fádæma hörku og hlaut 6V2 vinning! Sam- tals hlaut hann því 8V2 vinning í 11 skákum sem verður að teljast feikigóður árangur því mótið var skipað sterkum skákmönnum (meðalstig: 2071). í öðru sæti hafnaði Róbert Harðarson með IV2 vinning. Ætl- un Róberts hefur eflaust verið sú að vinna „tvöfalt" þetta árið (Ró- bert er núverandi skákmeistari Reykjavíkur) en Gunnar kom í veg fyrir það. Ungur og efnilegur skákmað- ur, Snorri G. Bergsson skipaði 3. sætið með 7 vinninga. Snorri hef- ur lagt mikla rækt við skáklistina að undanförnu og er nú árangur- inn að skila sér. Úrslit í A-flokki urðu annars þessi: 1. Gunnar Gunnarsson 8‘/2 af 11 2. Róbert Harðarson IVz 3. Snorri G. Bergsson 7 4. Halldór G. Einarsson 6V2 5. Hilmar Karlsson 6 6. Tómas Björnsson 5Vi 7. Þráinn Vigfússon 5 8. Gunnar F. Rúnarsson5 9. Hannes H. Stefánsson4'/2 10. Gylfi Magnússon 4 11. Jón Á. Halldórsson 3Vi 12. Haraldur Haraldsson 3 Úrslit í B-flokki: 3. Guðni Harðarson 7 4. Steinar Haraldsson 5Vi 5. MagnúsG. Jóhannsson5Vi 6. Pétur Matthíasson 4Vi 7. Kristinn Guðmundsson4 8-9. Ólafur Einarsson 4 8-9. Kort Ásgeirsson 3 10. Jón Jóhannsson 3 Gunnar Gunnarsson, skákmeistari Seltjarnarness 1985. Að lokum kemur hér ein at- hyglisverð skák úr A-flokki. Hvítt: Þráinn Vigfússon Svart: Halldór G. Einarsson Sikileyjarvörn (Polugajevskí-af- brigðið) 1. e4 c5 5. Rc3 a6 2. RO d6 6. Bg5 e6 3. d4 cxd4 7. f4 b5 4. Rxd4 Rf6 Svartur beitir hér afbrigði sem kennt er við sovéska stórmeistar- ann Polugajevskí. Það þykir mjög vandteflt og jafnframt áhættusamt. 8. e5 dxe5 9. fxe5 Dc7 Þetta er grunnstaða afbrigðis- ins. Nú er algengt að leika 10. exf6 De5+ 11. Be2 Dxg5 og hvít- ur er á undan í liðsskipan eða 10. De2 Rfd711. 0-0-0 Bb712. Rxe6! fxe6 13. Dh5+ g6 14. Dg4 og hvítur hefur hættuleg sóknarfæri. 10. Bxb5+!? Mjög athyglisverður leikur sem þó er ekki nýjung. Tal kom fyrstur fram með þennan leik í einvígi gegn Polugajevskí 1980. 10 - axb5 11. exf6 De5+ 12. De2 Dxg5 13. Rdxb5 Hótunin er 14. Rc7+ ásamt Rxa8. Nú gengur ekki 14. - Ra6 vegna 15. De4! Svartur finnur eina leikinn. 13. - Ha5 14. fxg7 Bxg7 Athugandi er 14. - Dxg7!? 15. 0-0-0 og staðan er óljós. 15. Re4! De5 17. 0-0 f5 16. Rbd6+ Ke7 18. Hadl! Hd5 Svartur reynir að létta á stöð- unni með uppskiptum. Ekki gekk 18. - fxe4? vegna 19. Hf7+ Kd8 20. Rc4+ Hd5 21. Rxe5 Bxe5 22. Hxd5 exd5 23. Dh5! og hvítur stendur betur. Hins vegar kom hér til greina að leika 18. - Rc6!? 19. Dc4 Bd7 20. b4!? með mjög flókinni stöðu. 19. Dc4! Hxdl 20. Hxdl Bd7? Svartur, sem hefur teflt vörn- ina mjög vel, gerir nú afdrifarík mistök. Hann varð að leika 20. - fxe4 21. Rxc8+ Kf7 22. Rd6+ Kg6 23. Rxe4 og hvítur stendur örlítið betur. Polugajevskí valdi þetta framhald í áðurnefndri skák og tókst meira að segja að sigra skákina eftir að Tal hafði „sprengt sig“ á vinningstil- raunum. 24. Db4! Hvítu riddararnir halda svarta kónginum í „spennitreyju"! 21. - Rc6 24. Dxd7+ Kf8 22. Rxf5++ Ke8 25. Rd6 23. Db7 exf5 Nú loksins lætur svarta staðan undan. Svartur getur ekki varið riddarann og mát samtímis. 25. - De7 29. Dd7+ Kg6 26. Dxc6 Bd4+ 30. Dxf5+ Kh6 27. Khl De2 31. Df4+ 28. Dc8+ Kg7 Og svartur gafst upp. Biskup- inn á d4 fellur. Það kemur sér oft vel að vera vel inn í „fræðunum". Á fyrstu 20. leikina í þessari skák notaði hvítur aðeins 15 mínútur! 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1. Baldvin Viggósson 9'/2 af 10 2. Hrannar Arnarson l'/z Hafnarfjörður - sumarstörf Eins og undanfarin sumur mun Hafnarfjarðarbær ráða fólk til sumarvinnu við garðyrkju og hreinsun („blóma- flokkur”). Lágmarksaldur er 16 ár. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á skrifstofu minni, Strandgötu 6. Umsóknarfrestur er til 2. maí n.k. Bæjarverkfræðingur. Hafnarfjörður - matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur I ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Skrifstofustarf Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf skrifstofu- manns. Starfið er í afgreiðslu stofnunarinnar við mót- töku reikninga, vélritun og önnur skrifstofustörf. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannastjóra fyrir 19. apríl n.k. Orkustofnun Grensásvegi9 108 Reykjavík sími 83600 Islandsmótið í sveitakeppni Yfirburðasigur hjó Jóni Þeir gera það ekki endasleppt, félagarnir í sveit Jóns Baldurs- sonar. Um páskana tryggðu þeir sér íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni með yfirburðasigri. Þeir unnu alla 7 leikina í úrslita- keppninni og einnig alla 5 leikina í undankeppninni. Með Jóni eru í sveitinni: Sig- urður Sverrisson starfsmaður hjá ÍSAL, Aðalsteinn' Jörgensen starfsmaður hjá ÍSAL, Valur Sig- urðsson iðnaðarmaður, Hörður Blöndal verkfræðingur og Guð- mundur G. Pétursson blaðamað- ur á DV. Jón er skrifstofumaður hjá Flugleiðum. Sveitin hlaut 139 stig af 175 mögulegum, sem er tæplega 80% árangur hjá þeim félögum. Röð sveitanna 8 sem spiluðu til úrslita varð þessi stig 1. sv. Jóns Baldurssonar Rvk. 139 2. sv. Þórarins Sigþórss. Rvk. 115 3. sv. Jóns Hjaltasonar Rvk. 114 4. sv. Úrvals Rvk. 110 5. sv. Stefáns Pálssonar Rvk. 102 6. sv. Ólafs Lárussonar Rvk. 96 7. sv. Guðbrands Sigurbs. Rvk. 89 8. sv. Sigurjóns Tryggvas. R.nes 74 En í 4. umferð mættust sveitir Jór.s og Þórarins. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik, tók sveit Jóns „stóru“ skóflurnar í notkun, og er upp var staðið, hafði sveit Jóns fengið 23 stig (af 25 mögu- legum) á móti 7 hjá Þórarni. Og staðan eftir 4 umferðir var ekki beysin fyrir andstæðinga Jóns: stig 1. Jón Baldursson 87 2. Jón Hjaltason 68 3. Úrval 60 4. Þórarinn Sigþórsson 59 í 5. umferð fékk svo sveit Jóns Baldurssonar 18 stig á sveit Ólafs eftir jafnan fyrri hálfleik, sveit Jóns Hjalta., fékk 24 stig á Guð- brand og Þórarinn 23 stig á sveit Sigurjóns. Aðeins dró saman. I 6. umferð fékk sveit Jóns Baldurssonar 17 stig á móti sveit Stefáns Pálssonar, Jón Hjaltason fékk „skell“ á móti Úrval, 9 stig og Þórarinn tók Ólaf í karphúsið, 24-6. Og staðan var þá þessi fyrir síðustu umferð: stig 1. Jón Baldursson 122 2. Þórarinn Sigþórsson 106 3. Jón Hjaltason 101 4. Úrval 98 í síðustu umferðinni spilaði Jón Baldursson við Jón Hjalta- son, Þórarinn við Stefán Pálsson og Úrval við Guðbrand. Og fæst- ir áttu von á kraftaverki (fyrir ,,hina“). En í hálfleik var skyndi- lega komin upp „dramatísk“ staða. Sveit Jóns Hjaltasonar var 34 stigum yfir í hálfleik á móti Jóni Baldurssyni (þar þarf 59 stig í hreinan vinning, 25-5, síðan fer skalinn hækkandi þartil fullnað- arsigur hefur náðst, 25-0). Þórar- inn var 18 stigum yfir í hálfleik á móti Stefáni og allt gat gerst. Ef Jón Hjaltason héldi áfram að „mala“ Jón Bald, myndi sá leikur enda 25-4 og ef Þórarinn ynni „hreint“ með 25, þá stæði Þórar- inn uppi sem sigurvegari með 131 stig (mest) og Jón Baldursson fengi 122-127 stig (mest). Jón Hjaltason fengi aldrei meira en 126 stig (mest) þannig að ýmsar stöður voru hugsanlegar fyrir síðari hálfleikinn. En sveit Jóns Baldurssonar var búin að sanna það, að síðari hálf- leikurinn var yfirleitt betri hjá þeim og það fór eftir bókinni í þetta skiptið. Hann gersigraði seinni hálfleikinn, með það mikl- um mun að er upp var staðið hafði Baldursson hlotið 17 stig á móti 13 stigum hjá Hjaltasyni. Á sama tíma var Þórarinn tekinn í kennslustund af Stefáns- mönnum-, þannig að Þórarinn tapaði illa með 9-21, en hélt samt 2. sætinu naumlega, vegna sigurs Baldurssonar á Jóni H. Og sanngjarn sigur var í húsi. Fyrir utan sveit Jóns Baldurs- sonar, bar mikið á þeim Jóni Ás- birnssyni og Símoni Símonarsyni í sveit Jóns Hjaltasonar, auk ungu mannanna í sveit Stefáns, sem þarna voru að ná sínum besta (betri) árangri, flestir hverjir. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson eru að verða okkar- tíma Hjalti og Ásmundur. Svo mikill er stöðugleikinn hjá þeim piltum. Þátturinn óskar þeim félögum til hamingju með þennan góða sigur þeirra í sterku móti. Spilað var á Loftleiðum og sótti töluverður fjöldi áhorfenda mótið heim. Keppnisstjóri var að vanda Agnar Jörgensson. Skráningarfrestur að renna út Á mánudaginn, 15. aprfl renn- ur út skráningarfrestur til að til- kynna þátttöku í eftirtalin mót á vegum Bridgesambands íslands: íslandsmótið í tvímennings- keppni - undanrásir, sem verða í Tónabæ 20.-21. apríl nk; í lands- liðskeppnir BSÍ, í Opnum flokki og kvennaflokki sem verða helg- ina 10.-12. maUnk., í Drangey v/Síðumúla og í yngri flokk, sem spiluð verður helgina 26.-28. apr- fl, einnig í Drangey v/Síðumúla. Hægt er að hafa samband við Ólaf Lárusson í s: 18350 eða 16538 til kl. 18.00 á mánudaginn nk. Vakin er athygli á því, að þau pör sem EKKI hafa samband fyrir auglýstan tíma, geta ekki gert ráð fyrir því að fá að vera með, er að spilatíma kemur. Frá T.B.K Nú er lokið aðal-sveitakeppni T.B.K. með sigri sveitar Gests Jónssonar. Ásamt Gesti eru í sveitinni þeir Sigfús Örn Árna- son, Sigtryggur Sigurðsson, Sverrir Kristinsson, Ragnar Magnússon og Sigurjón Tryggva- son. Annars urðu endanleg úrslit þessi: STIG: 1. sv. Gests Jónssonar 192 2. sv. Antons Gunnarssonar 156 3. sv. Gísla Tryggvasonar 140 4. -5. sv. Þorsteins Kristjánssonar og Auðuns Guðmundssonar 131 6.-7. sv. Óla Týrs og Gunnlaugs Óskarssonar 129 8. sv. Guðmundar Thorsteinss. 118 Þetta íslandsmót er að líkind- um það sterkasta sem spilað hef- ur verið hér seinni árin. Til að mynda eru þetta sömu 6 efstu sveitirnar sem hér eru og voru í Reykjavíkurmótinu og aðal- sveitakeppni B.R. Nokkuð skýrar línur þar. Ef við rekjum gang mótsins lítillega, þá var strax í upphafi sýnt að hverju stefndi. Eftir 3 um- ferðir í úrslitakeppninni, var staðan þessi: stig 1. Jón Baldursson 64 2. Þórarinn Sigþórsson 52 3. Jón Hjaltason 49 4. Ólafur Lárusson 46 5. Stefán Pálsson 44

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.