Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.04.1985, Blaðsíða 9
Á sjó og landi Björn Bjarnason, löngum kenndur viö verklýðsfélagiö Iðju, var eins og kunnugt er um langan aldur einn af helstu forvígismönnum verklýös- samtaka og vinstri hreyfingar áíslandi. Björn léstíjanúarí fyrra. Árið 1973 átti Haraldur Jóhannsson eftirfarandi viðtal við Björn, þar sem hann segir frá æviferli sínu. ífyrri hluta viðtalsins (sem hérerstyttur) segir Björn frá uppvaxtarárum sínum norður í Húnavatns- sýslu, sjómennsku og fyrstu kynnum af „stéttarmeðvitund og sósíalisma". Seinni hluti viðtalsins birtist um næstu helgi. - Hvar og hvenær ertu fædd- ur? Ég er fæddur 30. janúar 1899 á Höskuldsstöðum í gamla Vind- hælishreppi. Faðir minn var Bjarni Sigurðsson, sem kenndur var við Miðhóp, en Sigurður faðir hans var bóndi á Bakka. Pabbi var Iengstum í vinnumennsku, en á efri árum fluttist hann út í Kálfs- hamarsvík og stundaði sjóróðra. Móðir mín var Sólveig Andrés- dóttir frá Kirkjuhvammi. Ég var lausaleiksbarn. Móðir mín var vinnukona hjá séra Jóni á Hösk- uldsstöðum þegar ég fæddist Ein- arssonar. Uppi á bita - Ólstu upp með móður þinni? Móðir mín var vinnukona á ýmsum stöðum í Húnavatns- sýslu. Nær tveggja ára gömlum var mér komið fyrir á Hólabaki í Þingi. Þar bjó Ólafur Sveinsson síðar vitavörður, með Níels bróður sínum og móður sinni, Maríu. Á bænum var líka gömul kona, sem hét Helga. Hjá þessu ágæta fólki var ég til 7 ára aldurs. Og frá Hólabaki eru mfnar fyrstu bernskuminningar. Baðstofan var gömul og lá biti þvert yfir hana. Undir hann var ekki manngengt. Ef ég var mjög ódæll lét Ólafur mig upp á bitann með þeim orðum, að þar skyldi ég vera, þangað til ég væri búinn að jafna mig. Þegar ég þreyttist á setunni á bitanum, sagði ég: „Óli minn, nú er ég búinn að jafna mig“. Þá var ég alltaf tekinn nið- ur. - Bærinn stóð að baki Vatnsdals- hólum, og var túnið ákaflega hól- ótt. Á bænum var hundur, sem Grettir hét, lék ég mér mikið við hann, því að ég var eina barnið á bænum. Hann lét mig teyma sig upp á hól við bæinn, en dró mig síðan niður. Hann var þannig töluvert skynsamari en ég. Þetta gátum við unað við löngum stundum. - - Hvenær lærðirðu að lesa? Það var farkennari í sveitinni, sem hét Kristján Magnússon, - faðir Geirs Gígju, - og var hann líka bókbindari. Hann var nokk- urn tíma á Þingeyri. Hjá honum lærði ég að stafa og að kveða að. Hann átti gamalt stafrófskver. Með gagnsæjum pappír gerði hann afrit af því. Það stafrófskver á ég enn. Ég var fljótur að læra að lesa. Á Þingeyrum - Hve lengi varstu á Þing- eyrum? Á þriðja ár, til 7 ára aldurs. Móðir mín réð sig þá til ekkju Jóns Möllers kaupmanns á Blönduósi með þeim skilmálum að hún fengi að hafa mig með sér. Kaup hennar þótti gífurlega hátt, 70 krónur á ári, en meðgjöf með mér var 60 krónur. Hún hafði fæði og húsnæði frítt, en af þeim 10 krónum varð hún að fata sig, svo að um eyðslueyri hefur ekki verið mikið. Og ekki hefur verið létt að vera í vinnumennsku með óstýrilátan krakka. - Var margt þar í heimili? Það var mikið heimili. Börn ekkjunnar uppkomin voru hjá henni, Ólafur sem var verslunar- stjóri, Kristján, Tómas og Alma. Þrjá verslunarmenn hafði hún og vinnumann og 3 vinnukonur. Móður minni féll vistin vel, og mér voru allir ákaflega góðir. Ég hafði góða aðbúð og atlæti. - Á þessu heimili hefur gætt útlendra menningarstrauma? Ýmis verkfæri voru þar sem ég hef ekki áður séð og grammifónn með stórri túðu. Utlend blöð voru keypt. Þá sá ég í dönsku heimilisblöðunum þessa náunga Knold og Tot, og mér þótti gam- an að skoða litmyndirnar í þeim. Að spillast í kaupstað - Kom síminn norður um þetta leyti? Það var verið að leggja símann norður, þegar ég fluttist til Blönduóss. Það voru Norðmenn sem unnu það verk. Símalínan var þá komin dálítið norður fyrir Blönduós. Flokksstjóri síma- manna, sem hét Ole Mitun, lét sér annt um mig, þótt við skildum hvor annan að vísu lítið. Það var ekki búið að byggja símstöðina, en Norðmennirnir voru með tal- símatæki og töluðust við á lín- unni. Leyfði Ole Mitun mér eitt sinn að hlusta í tækið. Fannst mér það mikið ævintýri. Um sumarið þegar ég kom að Þingeyrum sagði ég krökkunum, Siggu og Nonna, frá símanum, Helga gamla sem hlustaði á sagði þá: „Ekki eru blessuð börnin lengi að spillast í kaupstaðnum, því að ekki var Bjössi skreytinn, meðan hann var í sveitinni.“ - Gekkstu í barnaskóla á Blönduósi? í barnaskóla fór ég fyrsta vetur minn á Blönduósi. í því þorpi með 200 íbúa voru þá tveir barna- skólar, - en aðeins þó þann eina vetur, að mig minnir, - því að fólkið kom sér ekki saman um kennara. í barnaskólanum áttu að vera yngri og eldri deild, en kennslustofan var eins og ein, svo að þær sátu oftast saman. Elstu nemendurnir voru á fermingar- aldri, en hinir yngstu 7 ára. - Hve lengi voruð þið móðir þín á heimili kaupmannsekkj- unnar? Við vorum þar3áreðatil 1909, að hún varð ráðskona hjá Þórði Jóhannssyni. Fór égmeð henni til hans. Hjá honum var hún í 35 ár. Hann veiddi lax í net í Bjargós upp undir 40 ár, hverjir sem ábú- endur eða eigendur voru að Þing- eyrum, allt frá Jóni Ásgeirssyni til Jóns Pálmasonar. Af því hlaut hann viðurnefni og var nefndur Laxa-Þórður. Lestrarhestur - Hvar bjó Laxa-Þórður? Á Blönduósi, rétt upp með Blöndu, í bæ sem kallaður var Þórðarhús. Góður túnblettur var kringum bæinn, og Þórður átti alltaf nokkur hross. Hann vildi að ég læsi upphátt á hverju kvöldi og varð það skylduverk mitt, nema þegar næturgestir voru hjá okk- ur. - Á haustin var oft mikið um næturgesti. - Þórður keypti Þús- und og eina nótt og gaf mér. Hélt hann mikið upp á þá bók. Þjóð- sögur Jóns Árnasonar las ég og Lögbergssögurnar og Sögusafn ísafoldar, Þórður var mér ákaf- lega góður. - Þú hefur víða leitað fanga? Ég las eiginlega allt sem ég komst yfir. Við hliðina á barna- skólanum var sýslubókasafnið í steinhúsi, hinu fyrsta á Blöndu- ósi. Það var steypt upp í mótum úr tveimur 12 þumlunga borðum, sem negld voru saman. í þeim var steypan látin harðna, en mótin síðan færð upp. Steyptir voru þannig 12 þumlungar í senn. Það þætti seinlegt nú á dögum, jafnvel þótt segja megi að mótin hafi verið vísir að skriðmótum. - Á sýslubókasafninu var allgóður bókakostur og töluvert af dönsk- um bókum. Einhvers staðar náði ég mér í kennslubók í dönsku með orðasafni. Enga tilsögn hafði ég í dönskunámi mínu, en ég las og las. Sumt skildi ég, en annað skildi ég ekki eða mis- skildi. Smám saman komst ég niður í dönsku og skildi megin- hlutann af því sem ég las. Þetta var dálítið tímafrekt nám. í vegavinnu - Fórstu í sveit á sumrin? Ég var þrjú sumur í sveit, fyrst á Hjalla í Vatnsdal en þriðja sumarið í Svínadal. Síðan fór ég í vegavinnu. - f vegavinnu? Þá var verið að leggja Hún- vetningabraut. Ég var þá 11 ára og varð kúskur. Ofaníburður og yfirleitt allt það, sem til þurfti var flutt á hestvögnum. Og með hest- vagnana voru strákar 12-14 ára. í vegavinnu var ég 3 sumur og mér féll hún vel. Verkstjóri var Árni Zakaríasson og með honum sonur hans, Árni, sem var á líku reki og ég eða aðeins yngri, og strákar úr Reykjavík. Að tala við þá var að kynnast nýjum heimi. Fyrsta sumarið vorum við á Blönduósi, því að verið var að smíða brú á Laxá. Síðan héldum við áfram vestur Torfulækjarflóa og komumst allt suður til brúar- innar yfir Hnausakvísl. Lengra komst brautin ekki á þessum þremur árum. Mútur í eitt skipti - Hvenær varstu fermdur? Ég var fermdur 1913, þá fullra 14 ára og fermdi mig séra Bjarni Pálsson í Steinsnesi. Hins vegar hafði ég verið staðráðinn að láta ekki ferma mig, en lét til leiðast, lét múta mér - í eina skiptið á ævinni, að ég held. - Hvað tók þá við? Allan veturinn frá því að kjöti hafði verið skipað út á haustin fram á vor, að mótekja byrjaði var ekki handtak að gera á Blönduósi. Ég undi því illa, og þegar ég var 16 ára skrifaði ég suður í Garð til bróður míns og bað hann að útvega mér pláss á sjóróðrabáti, og það gerði hann. Éngir bílar fóru suður að vetri til né var á öðrum farkosti völ. Þrír saman lögðum við því í janúar 1915 land undir fót og héldum suður í Borgarnes. - Á hvernig skóm gekkstu? Á sauðskinnsskóm, um aðra skó var ekki að ræða. Úr Borgar- nesi fórum við með flóabátnum Ingólfi til Reykjavíkur. Frá Reykjavík gengum við, ég suður í Garð, Haraldur í Voga að mig minnir. Um veturinn reri ég úr Kothúsaverinu á áttæringi, sem Þorvaldur í Kothúsum var með. Suður með sjó - Sóttuð þið langt? Meginhlutann af vetrinum sóttum við út á Garðssjó, en við rerum lengra, út á Súluál, eftir að netavertíðin byrjaði. Þangað var þriggja og hálfs til fjögurra tíma róður. Og vorum við 12-14 tíma í róðri. Þá var siður að hafa engan mat með sér á sjóinn, heldur að- eins drykkjarkút. Strákar sem eru að vaxa þola illa sult. Bað ég konuna sem ég bjó hjá að láta mig fá brauðsneið í nestið og gerði hún það. Þetta var allt ann- að líf þegar maður var ekki svangur. - Fékkstu hálfan hlut fyrsta veturinn? Nei, ég fékk fullan hlut. Næsta vetur gengum við suður tveir saman við Steindór Ámason og var það í fyrsta sinn sem sá skip- Gamalt viðtal við Björn Bjarnason iðnverkamann stjóri fór á vertíð. Þann vetur reri ég aftur úr Garðinum. Næsta vet- ur gisti ég á Herkastalanum þegar ég kom suður. Kom þangað Grindvíkingur til að ráða mann, en ég hafði dálítinn hug á að skipta um verstöð þennan þriðja vetur og gaf kost á mér. Hann svaraði: Ég þori ekki að taka þig, þú ert svo lítill." Það þótti mér súrt í broti. Nú veit ég ekki hvað olli því, en næsta morgun sagði hann: „Eg held að ég ráði þig nú, þótt þú sért lftill.“ Ég svaraði að bragði: „Ég hef ekki stækkað síðan í gær.“ Og ekki reri ég úr Grindavík. - Hve mörg sumur varstu á síld? Ég var 10 sumur á síld, óslitið frá 1917, nema 1925 eða 1926 er ég var á trolli. - Voru það góð síldarsumur? Þau voru misjöfn. Veiðarfæri voru þá miklu minni en nú. Á mb. Sverri vorum við með nót sem var svipuð á Iengd sem nætur eru nú á dýpt. Allt var unið í höndum. Nótin var dregin á borðstokknum, því að rúlla var ekki á honum. Venjulega drógu 5 menn nótina, kantmenn voru á sitt hvorum tein og 3 í netinu. Með Rósinkranz ívarssyni - Hvert var næsta skipsrúm? Vorið 1918 var ég á báti á Fax- aflóa, á mb. Bifröst. Þá kynntist ég Rósinkranz ívarssyni. Hann hafði lengi verið á síldveiðum með Norðmönnum, svo að hann var vanur síldveiðum og að auki verklaginn. Hann var líka einn hinn fyrsti sem kunni hér til snurpuveiða. f Noregi hafði hann kynnst sósíalískum hugmyndum og verkalýðsfélögum. Minnir mig, að hann hafði verið ritari í Hásetafélaginu 1918. Innprent- aði hann skipsfélögum sínum samheldni og samstöðu. Svo vildi til að Rósinkranz lá í þverkoju, en ég í langkoju, svo að höfuð okkar vissu saman. Mér fannst gaman að stæla við hann og í fyrstu var ég upp á kant við hann og jafnvel eftir að hann var farinn að hafa mikil áhrif á skoðanir mínar. Fyrsta snefilinn af því sem kalla mætti stéttarmeðvitund og sósíalisma fékk ég frá honum. Guðlaugur Hjörleifsson hafði rætt við okkur um verkalýðsmál, en ákaflega lítið um sósíalisma. Svo fór að við Rósinkranz fylgd- umst að á þremur skipum. - Rósinkranz minntist þessa samflots ykkar á mb. Bifröst í Verkalýðsblaðinu 8. janúar 1934: „Það var vorið 1918. Ég kom þá á „Bifröst“ ... og þekkti alla um borð nema Björn, þann yngsta ... svo ungur sem hann var, virtist sem hann kynni öll störf, svo sem: stýra, þekkja á kompás, stanga kaðal, gæta mótorvélar, matreiða o.fl. ... Þar að auki var Björn kappsamur við veiði- skapinn og sýndi ljósan skilning á öllu, sem gera þurfti ... Þegar Björn var ekki að vinnu sinni, var hann svo að segja sílesandi ... Hann kunni þá mikið af smellnum stökum og hafði gott vit á íslenskri rímfræði og er það óvanalegt um menn úr sjómann- astétt nú.“ Með þessum orðum lagði Rós- inkranz mér lið, þegar mér lá á. Sunnudagur 14. apríl 1985 ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.