Þjóðviljinn - 01.05.1985, Side 3
Rætt
við Ásmund
Stefánsson
forseta
Alþýðusam-
bandsins um
kjarasamninga,
verkalýðshreyf-
ingunasem
landsstjórnarafl,
og sitthvað
fleira
Ertu ekki með þessu að segja að
verkaJýðshreyfingin sé pólitísk
samfylkingarsamtök?
„Jú að vissu marki er hún það.”
Þú ert sjálfur miðstjórnar-
maður í Alþýðubandalaginu.
Liggur ekki beint við að spyrja:
Af hverju er forseti Alþýðusam-
bandsins í Alþýðubandalaginu?
„Það er mjög einfalt. Alþýðu-
bandalagið er sá stjórnmála-
flokkur sem stendur verkalýðs-
hreyfingunni næst. Innan Al-
þýðubandalagsins er líka stærstur
hluti þess fólks sem vill einhverju
fórna til að baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar fái framgang. í
Alþýðubandalaginu er auðvitað
mjög fjölskrúðugur hópur. Sumir
leggja mesta áherslu á efnahags-
legan og félagslegan jöfnuð, aðrir
eru þar vegna afstöðu flokksins í
utanríkismálum, enn aðrir telja
að afstaða flokksins til umhverf-
isverndarmála standi sér næst.
Það er þess vegna ekkert eðli-
legra en menn spyrji stundum
hver annan: Af hverju ert þú hér?
Hópurinn á þó það margt sam-
eiginlegt að hann getur átt heima
í sama stjórnmálaflokknum.”
Það er haft eftir varaformanni
flokksins í einu blaðanna á dög-
unum að formaður Alþýðu-
bandalagsins og forseti Alþýðu-
sambandsins geti ekki talast við.
Er eitthvað hæft í þessari fullyrð-
ingu?
„Það er ekkert launungarmál
að okkur Svavar hefur greint á
um ýmislegt. En ég held að við
höfum báðir nægilegan félags-
þroska til þess að geta talast við
og ég hef ekki trú á að það sé þörf
á miklum tilburðum af hálfu
varaformannsins til að miðla mál-
um. Það er svo annað mál að það
er nokkuð sérkennilegt að nokkr-
ir forystumenn Alþýðubanda-
lagsins hafa verið að tjá sig um
þessi mál í öðrum blöðum en
Þjóðviljanum. Ég hef ekki séð
neitt haft eftir varaformanni eða
formanni framkvæmdastjórnar í
Þjóðviljanum, sem ég hefði talið
eðlilegri vettvang fyrir sjónarmið
af þessu tagi.“
Að lokum: Hverskonar þjóðfé-
lag kýstu að sjá fyrir þér í fram-
tíðinni?
„Þjóðfélag jafnaðar. í mínum
augum er öryggi og jöfnuður í
tekjum grundvallaratriði og for-
senda lýðræðisþjóðfélags. Ef ein-
staklingarnir búa ekki við jöfnuð,
þá hafa þeir ekki sambærilegar
aðstæður til þess að gera sig gild-
andi, ná þroska og hafa áhrif. Til
þess að af þessu geti orðið þurf-
um við að tryggja öfluga atvinnu-
uppbyggingu og standa þannig
undir auknum tekjum og bættum
lífskjörum.
Jafnframt verðum við að sjá til
þess að félagsleg viðhorf séu ráð-
andi svo afrakstrinum sé skipt af
sanngirni og tillitssemi sé ríkj-
andi.“
hágé.
The Smiths
Kjarngóð og markviss
□ The Smiths -
Meat is Murder
LP + Kassetta
+ CD-diskur.
Nýjasta Smixhsplatan, Meat Is Murder, hefurfengið
glæsilegar viðtökur hérlendis síðustu vikurnar. The
Smiths hefur orðið umtalaðasta hljómsveitin í rokk-
heiminum enda að mati gagnrýnenda sú athyglis-
verðasta, sem komið hefur fram í langan tíma.
„Fyrsta platan þeirra var góð en þessi er enn betri,
meiri kraftur í tónlistinni, hljóðfæraleikur fjölbreyti-
legri og textarnir jafnvel enn betri.“
Gunnlaugur Sigfússon - HP.
„Kjarngóð og markviss." Þjóðviljinn.
„Þetta er verulega góð hljómsveit, og þlatan sú
besta i lanqan tíma “ Ám; Daníel - NT.
□ The Smiths -
Shakespears
Sister 12“45
Glænýtt frá
þessum
þægilegu
ensku piltum.
Attur taanlegt
□ The Smiths - Hatetul Of moiiow LP t Kassetta
□ - The Smiths LP + kassetta
u' - How Soon Is Now 12"45
□ - Wllliam It Was Really Nothing 12"45
o - Heaven Knows l'm Miserable Now 12"45
□ - What Difference Does It Make 12“45
□ - This Charming Man 12"45
□ - Hand In Glow 7“45
Nýjasta Gramm-útgáfan
i*w«
□ Hringurinn -
Lárus Halldór
Grímsson
Fyrsta piata Larusar Grimssonar. Hún hefur að
geyma tónlistina úr kvikmyndinni Hringurinn.
Hugljúf og heillandi synþesæsertónlist, sem fengið
hefur lofsamlega umsögn gagnrýnenda.
Nýjar og athyglisverðar plötur
□ Art of Noise - Who's Afraid7 Close Up 12"45
□ Cocteau Twins - Treasure
- Aikea-Guinea 12"45
□ Einsturzende Neaubauten - Yu-Gung 12'45
o Fat’s Comet (K. Leblanc - Malcolm X)
- Don t Forget That Beat 12 45
□ Jean Michei Jarre - Zoolook
□ Jesus & Mary Chain - Never Understand ’2 "45
□ Killing Joke - Night Time
□ Oku Onuora -t- AK7 - Pressure Drop (frábaert reggae)
□ Pat Metheney Group - Falcon And The Snowman- First Circle
□ Prince - Purple Rain
□ Sex Pistols - Mim Album (áður óutgefið efm)
□ This Mortal Coil - It'll End In Tears (m.a. songxona Cocteau)
□ We Are The World
□ Yello - Live/Claro Que Si/Solid Pleasure
Eigum fyrirliggjandi úrval af alls konar tonlist:
Blús, djass, „soul“, rokk, rokkabillý, „reggae11, afr-
iku-popp o.s.frv..
Einnig bækur og blöð um tónlist og kvikmyndir
Póstsendum samdægurs.
gramm
Laugavegi17
simi12040
1. maí
Launafólk fram til baráttu fyrir bættum
kjörum.
Samtök kvenna á vinnumarkaði.
Reykvísk alþýða
Sýnum samstöðu og tökum þátt í aðgerðum dagsins.
Við söfnumst saman á Hlemmi kl. 13.30 og leggjum af
stað kl. 14.00 og göngum niður á Lækjartorg þar sem
haldinn verður baráttufundur sem hefst kl. 14.30.
Ræðumenn verða:
Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands
iðnverkafólks.
Einar Ólafsson formaður Starfsmannafélags ríkis-
stofnana.
Ávarp flytur Kristinn Einarsson formaður I.N.S.Í.
Fundarstjóri verður Björk Jónsdóttir Verkakvennafé-
laginu Framsókn.
Á fundinum mun sönghópurinn Hálft í hvoru flytja
nokkurlög
1. maí nefndin.
Sjómannafélags Reykjavíkur
verður úthlutað frá og með 2. maí n.k. á skrifstofu
félagsins Lindargötu 9.
Orlofshús félagsins eru í Húsafelli og í Grímsnesi.
Stjórnin
með jjölda stórravinninga
Búum öldmðum
« 1 J »1
Hagnaði afhappdrætti DAS er varið tii velferð-
armála aldraðra um allt land. Meðai annars
stuðnings við byggingar dvalarheimiia aldr-
aðra á sem flestum stöðum víðsvegar um
landið.
Hér sést yfír framkvæmdasvæði Sjómanna-
dagsráðs og Happdrættis DAS í Hafnarfirði og
Garðabæ.
Helstu framkvæmdir er nú standa yfír eru að
Ijúka að fullu við hjúkrunardeildina, þ.e.
endurhæfíngardeild, meðferðarsundlaug og
að laga lóð.
Síðar taka svo við framkvæmdir við næsta
smáhýsahverfí.
___HAPPDRÆTTI__________
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna
tftóé VÍÐSJÁ